Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 B 17 bílar Trukkurinn ávallt traustur Trukkurinn ehf . Hjalteyrargötu 8. Akureyri sími 460 77 00, fax 460 77 09. Opnunartími varahlutaverslunar og verkstæðis alla virka daga kl. 08.00-18.00. www.trukkurinn.is Trukkurinn sérhæfir sig í innflutningi og þjónustu á eftirfarandi: Wingliner kössum, sendibílakössum, City Trailer, frystivögnum, kælivélum, lyftum, gámagrindum, ljósum, ljósabúnaði ásamt öllum varahlutum í vagna og grindur önnur mótorhjól hefur Husqvarna sína kosti og galla. Stærstu kostirnir eru ótrúlega gott og vítt vinnslusvið vél- arinnar sem nýtist vel við þröngar og tæknilega erfiðar aðstæður og sérstak- lega hjá þeim sem kunna með mótor- hjól að fara. Stærsti gallinn er að 6. gír- inn vantar sárlega fyrir langa og beina vegaslóða. En er möguleiki fyrir mót- orhjólaframleiðanda eins og Hus- qvarna að rísa upp úr öskustónni og klifra aftur upp á toppinn í þessu harða sporti? Auðvitað er það hægt. Eru menn nokkuð búnir að gleyma sögu KTM? ÞK Husqvarna. Gamall konungur rís úr öskustónni. della Steves fyrir drullumölurum varð oft til þess að peningamennirnir og pólitíkusarnir í Hollywood reyttu hár sitt. Þess má svo til gamans geta að Husqvarnahjólin sem koma svo mikið við sögu í þessari mynd þykja algerir safngripir í dag og sem betur fer hef- ur tekist að varðveita eitt slíkt hjól á Íslandi. Það er 1968-árgerðin af Husqvarna 360 og eftir því sem næst verður komist er þetta einnig elsta mótókrosshjólið á Íslandi. ÞK Í TILEFNI þess að við minntumst á árdaga mótókrossins er gaman og nauðsynlegt að staldra lítillega við og minnast á kvikmynd sem er alger skyldueign þeirra sem hafa dellu fyrir torfæruhjólum. Myndin heitir On Any Sunday og fjallar um mótorhjóla- íþróttir um og upp úr 1970 og þykir ná með ólíkindum vel að skila þeim anda og sjarma sem fylgdi þessu tímabili. Fjöldi þekktra andlita kemur fyrir í þessari mynd en það er kvik- myndastjarnan, mótorhjólatöffarinn og mannvinurinn Steve McQueen sem er hvað flottastur í henni. Sér- staklega er gaman að því þegar hann á að vera að leika í einhverri stór- myndinni en kýs þess í stað að eyða helginni með félögum sínum að keppa í mótókrossi. Það verður svo allt vit- laust þegar umboðsmaðurinn hringir í Steve til að athuga hvort ekki sé allt í lagi með kappann þar sem hans bíða milljóna kvikmyndasamningar. „Jújú,“ segir Steve. „Hér er sko allt í sómanum. Dagurinn var frábær. En heyrðu, ég er reyndar fótbrotinn.“ Það þykir varla prenthæft sem þarna fór á eftir en einlæg og óhagganleg Grasrót drullu- mallarans Steve McQueen á forsíðu Sports Illustrated á áttunda áratugnum. Jafnan baldinn og í uppreisn gegn kerfinu og hefðunum. Moto@mbl.is Ljósmynd/Sigurður Jökull                         ! " #  $   %    $   ! " #  $   $ !&      ! " '   $           (  )  *+ $ !&    , " *  -+ ) . *  / .$ ) .  !& ) . * 01 2 " * 3) . *      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.