Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.03.1956, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 19.03.1956, Blaðsíða 1
9. árgangnr 11. töhiUað Ajax skrifar: ínánd Það er nokkuð langt síó- an, að ýmsir fóru að spá því, alþingiskosningar mundu verða sumarið 1956. Þess sá- ust mörg merki ,að sambúðin á kærleiksheimili stjórnar- flokkanna var ekki sem elsku- legust, blöð flokkanna skipt- ust á skætingi og hnútum, og tónninn í þeim hefur farið harðnandi nú síðustu mánuð- ina. Oftást nær hefur þetta hnútukast ekki verið út af neinum prinsipmálum eða aðalstefnumálum flokkanna, heldur út af smávægilegum dægm’málum svo sem embætt isveitingum og þessháttar. Oftar en, hitt hafa blöð Fram , j -’f-J.C' • sóknarflokksins átt upptökin að þessum illindum og tónn- inn í þeim hefur allur verið harðari en í Sjálfstæðisblöð- unvun, fyri’ en kannski nú síð- ustu dagana. 1 stórum drátt- um verður ekki annað sagt, en að það sé Framsókn, sem upp- tökin á að hinum yfirvofandi hjónaskilnaði. Sjálfstæðis- menn vildu allflestir halda samstarfinu áfram út kjör- tímabilið, en í Framsókn voru til sterk öfl, sem vildu slíta þvi: Þessi öfl voru þö engan- veginn einráð í flokknum og heldur ekki á eitt sátt um það, hvað við skyldi taka, þeg ar samstarfið rofnaði. „Kompromistausrf Þótt marga grunaði, að til kosninga mundi draga í sum- ar, fékkst þó ekki full vissa um þetta fyrr en á Framsókn- arþinginu sem nú er nýlega afstaðið. Þar komu fram margar og sundru-leitar skoð- anir, allt frá þeim mönnum er voru ánægðir með stjórnar- samstarfið og vildu halda þvi Er það satfc, að séna Ingi- mar sé að skrif'a æfiminn- ingar sínar? áfram til þeirra manna, sem mynda vildu vinstri stjóm með þátttöku kommúnista. Hvomg þessara stefnu vann þó sigur á þinginu, lausnin varð kompromis-lausn. Hafn- að var samstarfi við komm- únista og ekki voru heldur bornar víur í Þjóðvöm. Hins vegar var samþykkt að slíta stjórnarsamstarfinu ög áð bjóða Alþýðuflokknum upp á samstarf og kosningabanda- lag er hugsað, hvort flokk- amir eiga allstaðar að koma fram sem einn flokkur .eða hvort þeir styðjá frambjóð- endur hvors annars á víxl. Ekkert er t. d. vitað um það, hvort þeir bem fram blandað- an lista í Reykjavík eða hvort Framsóknarfttenn ætli að styðja Alþýðuflokkslistann gegn því að fá stuðning Al- þýðuflokksmanna í kjördæm- um úti á landi. Flestir ætla, að Alþýðuflokkurin taki þessu tilboði Framsóknar þótt óánægja sé talsverð í vinstra anni flokksins út af slíkri samvinnu. Yfirlýsing álþýðusam- bandsins — Samvínna við sósíalisfa Eftir Framsóknarþingið hafa, þau tíðindi gerzt, að stjóm AÍþýðusambandsins hefur gefið út yfirlýsingu um það, að sambandið muni gangast fyrir framboðum um land allt við kosningaraar í sumar. Þetta verður varla skilið á annan hátt en þann, að Hannibal Valdimarsson og nánustu samstarfsmenn hans ætli að hafa samvimiu við Sósíalistaflokkinn í þessinn kosningum. Auðvitað yrðu þessi kosningasamtök lítið annað en Sósialistaflokkurinn undir nýju nafini. Ekki er unnt á þessu stigi málsins að fullyrða um það, hvort vera- legt atkvæðamagn úr Alþýðu- flokknum muni fylgja Hanni- bal yfir til hinna nýju banda- manna. Að likindum dregur hann eitthvað fylgi með sér á Vestf jörðum. Allt er óviss- ara hér i Pæykjavík. Sagt er, að Málfundafélag jafnaðar- manna, sem í öndverðu var stofnað af mönnum með svip- aðar skoðanir og Hannibal t. d. Alfreð Gíslasyni og Gunn- laugi Þórðarsyni, sé nú klofið. Brot úr þvi muni fylgja Hannibal, annað brot hverfa til Þjóðvamarflokks- ins, og hið þriðja fylgja AI- þýðuflokknum áfram. Þjóðvörn Lítill vafi er á því, að vamarflokkurinn muni hafna samfylkingai’tilboði Alþýðu- sambandsstjómarinnar- Það má vera, að þau öfl í flokkn- um, sem næst standa komm- únistum, séu því ekki að öllu leyti andvíg, en þau era ef- laust í minni hluta í flokkn- um. Þjóðvamarflokkurinn mun að líkindum bjóða fram á eigin spýtur í flestum kjör- dæmum nú. Það er auðheyrt á Þjóðvamarmönnum, að þeir telja sig nú hafa góða víg- stöðu vegna línubrenglis hjá kommúnistum og simdmngar innar í vinstra armi Alþýðu- flokksins. Eftir er að vita, hVort vonir þeirra vel má vera, að að drkga til sín eitthvað af óánægðmn kjósendmn úr ýms um áttum. Fjórar fylkingar Eins og spilin liggja nú í augnablikinu era því horfur Framhald á 2. síðu. Vinsælasta kvik- mjTidadis Frakka ér hin heimsfræga fallega leikkona Martine Carol, sem íslenzkir kvik myndahúsgestir kannast vel við (nýlega í Tripolí- bíó). Myndin sýn- hina frægu leik- konu í örmum Alberts Guð- sem við öll þekkjum. var árið 1951, er Albert og Har- tine hittust á blaðamannafimdi en þá var Albert einn kunnasti knattspymumað- ur Frakka og lék með Racing Club de París og var geysilega vinsæll, enda afbragðs knattspyrnumað- ur. Martine Carol hafði oft séð Albert á vellinum og greip nú tækifærið og bauð honum upp í dans — og virðist, sem toBeðí hafi gleymt að fjöldi blaðamanna og ljósmyndara voru á næstu grösum — ekki ónýtt að vera frægur knattspyrnumaður. Nú rekur Albert heildsölu í Reykjavík — æfir knattspymu í Hafnarfirði í tómstundum — en Martine heillar kvikmyndahús- gesti um heim allan. í sumar sjáum við haha i kvikmyndinni Nana, eftir sögu Emil Zola, en mótleikari hennar er Charles Boyer og Tripolibíó hefur fest kaup á myndinni. Vændishús við Grettisgötu Margir hafa hneysklaát á þvi, að lögreglan skuli ekki Kosningabragð Hennanns og Co. Einus og alþjóð veit, þá bygg’ist tilvera Þjóðvam- arflokksins á andstöðuiuii gegn vemdarhemuin í Keflavík. Nú er þessi tilveruréttur Þjóðvarnarmanna slegiim úr hendi þeirra. Flokksþing Franasóknar gaf yfir- lýsingu uin, að sanuiinginn um hersetu skyldi end- urskoða og endanlega. fá herinti burtu. Yfiriýsing þessi koin eins og reiðarslag yfir Gils & Co., því þeir sjá sæng sína upp reidda ef almenningur sér ekki gegn um þetta bragð Franisóknar. Hver ltugsandi maður hlýtur að sjá, að hér er um hreina fölsun að rseða — og er það eftir forkólfum Framsóknar, að gera jafn alvarlegt mál og dvöl hersivrS hér, að hégómaináli, til þess að Þjóðvarnar- menn velti þeim ekki úr sessi í tæpustu kjördæmun- um. Nú eru a. m. k. f jögur kjördæmi þar sem fáein at- kvæði geta fellt Framsóknarþinginienn ef Þjóðvöm, sem er vonlaus, býður fram. hafa gert ráðstafanir varð- andi hávaða og annað verra í húsi einu við Grettisgötu, sem lögregluyfirvöldunum er vel kunnugt um. Þama virðist griðastaður setuliðsmanna og Ameríkana yfirieitt og ekki laust við að vændislifnaður sé þar í al- gleymi. Vegfarendur og ná- grannar þar hafa oft orðið vitni að atburðum utan húss- ins, sem helzt má Kkja við atburði í „rauðu hverfum" stórborganna þar sem stúlk- ur eru til kaups. M4 gjavna sjá unglingsstelpur þar stauta við ameríska gullkálfa sem leiðir em á kven-„8etulið- inu“ íslenzka suður á Kvfla- víkurvelli. Þá er og fullyrt aó ýmsir atvinnulitlir piltar hafi það að tekjulind að útvega ,ge m‘ stelpur og verði þeim aðalk-ga ágengt með fávísar yngri stelpur, sem telja Ameilku- menn svar við öllum draum- um sínum ög vilja gjarna um- gangast þá mjög náiö. Það væri ekki úr vegi að eftirlitið í bænum hefði auga meó þessu húsi og hreinsaði til. G. G

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.