Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.03.1956, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 19.03.1956, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSÐLAÐIÐ Mánudagur 19. marz 1956 Edna snýr affur fii Kew York „Eg þakka vissulega mín- nm sæla, að þú skulir komin aftur. Eg er alveg að gefast upp við að hafa hemil á Felix og vera honum í þinn stað. Hann hefur létzt um tíu pund, og ef þú hefðir verið miklu lengur í burtu, þá er ég hrædd um að það hefði getað riðið honum að fullu, en í hans aug um ert þú öllum fremri. Hann sleppti sér næstum um dag- Inn þegar faðir hans sagði honum, að hann yi’ði að fara að sætta sig við fjarveru þína, því hami hélt að þú myndir aldrei koma hingað aftur í kennslustofima. Eg er orðin mjög hrædd um hann, þvi hann hefur aldrei verið vérri en nú. En mikið ertu þreytuleg eftir ferðina. Fáðu þér sæti en ég ætla að biðja þjónustustúlkuna um hress- ingu. Fáðu þér héraa sherry- glas og bráðlega verður heitt súkkulaði tilbiiið.“ „Þakka þér fyrir, en mig langar ekki í vín- Eg vil helzt sjá Felix strax.“ Hún gekk að bókaherberg- inu og opnaði dymar varlega, og læddist að sófanum. Drengurinn lá á sófanum og horfði út um gluggann, horfði upp milli veggjanna og reykháfanna, upp í sólskinið. Ókunnum fannst andlit krypp lingsins ljótt og fráhrindandi, en blíða, ástrríka brosið, sem breiddist yfir andlit Ednu, sýndi að eitthvað heillandi rar að finna í svip hans, þótt skuggar sjúkdóma grúfðu yf- jr náfölu andiitinu. í stóru, djúpu augimum hans, sá hún eitthvað nýtt. sem vakti ótta hennar. „Felix, elskan mín, ég er komin aftur. Eg skil aldrei við þig aftur meðan ég lifi“. Ólýsanlegri gleði brá fyrir í svip barnsins og Edna greip hann í faðm sér og settist hjá faonum á sófann. „Er séra Hammond lát- farn ?“ „Nei, honum er næstum al- 'batnað, og þarfnast min ekki lengúr." „Eg þarfnast þín meira en nokkur hefur nokkurntíma þarfnast þín. Ö, Edna mín, mér datt stundum í hug að þú myndir verða um kyrrt syðra, þar sem þér líður svo vel, og ég myndi aldrei sjá þig aftur; og þá fannst mér sem allt Ijósið hyrfi úr heiminum, öll gleði og öll ánægja, og þá var ég feginn að þurfa ekki að lifa mikið Iengur.“ „Uss, þú mátt ekki tala svona. Það getur vel verið að þú verðir eldri en Gyðingur- inn gangandi, hver veit? Nú verðum við saman og voða hamingjusöm, þvi þú ert sá eini, sem ég þarf að hugsa um í þessum heimi. Ertu með höf- uðverk, elskan mín?“ Hún kyssti hann léttilega á ennið- „Já, en söknuðurinn eftir þér var erfiðastur af öllu. ÍS 46. FKAMHALDSSAGA A. i. EVAN WBLSON: »EDNA« ■■■■••■■■■■•*■■■■■•■«■••••■■•••■■•••*■»■■*«*••■•■■■«•■■■■**■•■■■■■•■*■■■■■■■■•■■*■• Mamma hefur verið voða góð og blíð, verið heima og lesið fyrir mig, en ég vil þig Edna. Eg held ekki að ég hafi gert neitt ljótt meðan þú varst í burtu, því ég bað guð allan tíman, að þú kæmir aftur til mín. Eg hefi reynt svo mikið til að vera þolinmóður." Næsta dag, þegar hr. Mann ing kom í heimsókn til að bjóða hana velkomna, þá sýndi hann þvílíka einlægni og alvöru, að Edna varð alveg undrandL Um leið og hann lagði höndina á öxl hennar, sagði hann röddu, sem nú var laus við hinn kuldalega hreim „Mikið skelfing hefur þú breytzt síðan ég sá þig síð- ast. Eg vissi, að þú liafðir ekki ekki heilsu til að þola ferðina. og hefði ég mátt ráða, þá hefðirðu aldrei farið.“ „Hr. Manning, ég skil ekki almennilega við hvað þú átt?“ „Edna, að sjá þig ðeyja smám saman er vissulega erf- itt að þola. Eg hélt, að þú myndir giftast Murray — að minnsta kosti myndi hver önn ur köna hafa gert það — og ég hélt, að það, að standast gegn atlotum hans, yrði þér of erfitt. Eg hef engan rétt til að spyrja um ástæðuna fyrir því, að þú hryggbraust hann, en ég hef rétt til þess að biðja þig um að leyfa mér að bjarga lífi þínu. Mér er það f ull-ljóst að þú elskar mig ekki, en að minnsta kosti er þér óhætt að virða mig og treysta mér; enn einu sinni held ég út hönd minni og segi: gefðu mér. rústir hjarta þíns, ég mun gæta þess af alúð. Við skulum fara tií Evrópu — til Austurlanda, og hvíldarríkt ferðalag og breytingar munu bæta heilsu þína. Mér varð aldrei ljóst hve mikið ég byggði hamingju mína á þér, fyrr en þú fórst suður á bú- garðinn. Eg hef alltaf byggt svo algjörlega á sjálfum mér, og aldi-ei fundið til þess að ég þarfnaðist annars. En nú, eftir að hafa verið viðskila við þig um stund, er ég eirð- arlaus og eitthvað óánægður. Ef þú eyðir næsta ári eins og þú eyddir síðasta ári, þá lifir þú það ekki af. Eg hef rætt við læknirinn þinn. Hann sagði mér, gegn vilja sínum, hve alvarlegt heilsufar þitt er, og ég er kominn í síðasta sinn til þess að biðja þig um að eyðileggja ekki líf sem, þótt það sé þér einskis virði, er dýrmætt manni, sem óskar þess eins að mega hugsa um það. Manni, sem er það auð- skilið, að það líf er nauðsyn- legt friði og ió í sínu eigin einmana lífi. Edna, ég bið um hönd þína, traust þitt og félagsskap — um réttinn til að bjarga þér. Viltu koma með mér til Evrópu?“ Hún leit skyndilega á hann og varð undrandi að sjá blika tár í augum hans, sem venju- lega voru kuldaleg. „Hr. Manning, sú fullyrð- ing að þú álítir líf þitt ófullkomið án hins litla sem ég gæti þar lagt til — að þú telur mestu hamingju þína að finna í félagsskap við mig, er dásamlegasta Iof, sem nokkurntíma hefur verið og mun verða borið á mig. Þegar þú fullvissar mig um hve mik- ið álit þú hefur á mér þá er það bjartasta jarðneska kó- rónan, sem ég mun bera á ævi minni. En þér skjátlast stór- lega er þú trúir þvi, að þú gætir verið hamingjusamelga kvongaður konu, sem ekki elskar þig. Nei, göfugi vinur minn, við vorum aldrei ætluð hvort öðru og ég get ekki ferðast með þér- Eg veit nú hve vesöl heilsa mín er og hve allt bendir til þess að ljós lífs míns slokkni skjótt, en ég er ánægð“. Hr. Manning tók af sér gleraugun og þurrkaði þau, en það var dimmt yfir augum hans, en augnabliki síðar hafði haim aftur náð ráðum yfir skapi sínu og nú var kuldaleg rósemi komin á svip hans. „Edna, gerðu að minnsta kosti eina bón mína, Ættingi minn lézt nýlega í Louisiana og við dauða hans tæmdist mér stór arfur, svo ég er nú vell auðugur, og ég vil að þú takir LiIIu mína og farir í langt ferðalag með hana, því þú ert konan, sem ég myndi treysta til þess. Vertu ekki of stolt til að taka við dáiitl- um greiða frá vini“. „Eg þakka þér, greiðvikni rausnarlegi vinur, en ég verð að neita þínu ágæta. boði. Eg má ekki yfirgefa Felix“. Hann andvarpaði, tók hatt sinn og horfði á Ednu. „Fyrst þú vilt ekki fara eftir beiðni minni, þá skulum við gleyma því, að þetta hafi farið okkar á milli. Vertu blessuð, ég kem á morgun til að taka þig í ökuferð“. Það var létt yfir Ednu þeg- ar hún tók til vinnu sinnar, því hvert augnablik sem hún gat stolizt frá Felix vann hún af kappi við hið nýja verk sitt Fyrsta bókin hennar hafði gefið „óvenju góðar vonir“ — eða það sögðu gagn rýnendur hennar — og henni fannst að önnur bók sin muni ákveða sess siim i bókmenntaheiminum, og það mundi annaðhvort gera hana að viðurkenndum höfundi eða leggja allar vonir sínar í níst- Það var ekki af ásettu ráði að Edna dæmdi lesendur sína alltaf á eigin mælikvarða, og svo var húu áfjáð, svo sí- þyrst eftir þekkingu að þar voru engin- takmörk. Hún vann vongóð og jafnframt kviðafull að bók sinni allt vor ið og snemma sumars var bókinni lokið og send til út~ gefandanna. Mitt i öllum spenningnum um hversu bókinni yrði tekið dró enn annað þyngra ský á himininn. Það var nú orðið ljóst að heilsu Felix, sem aldrei hafði verið góð, fór nú daghrakandi. Frú Andrews og Edna fóru með hann til Sharon og Sara- toga og enn ýmissa annarra staða, sem sjúkir menn sóttu heim, en ekki urðu neinar breytingar á heilsufari hans til batnaðar, svo að lokum sneru þær faeim. Dr. Howell ráðlagði þeim að fara með Fe- lix í sjóferð og síðan að bezt væri að hvílast nokkra hríð við Eaux Bonnes í Pýrennía- fjöllum, því vötnin þar höfðu gert kraftaverk á sjúku fólki. Þegar læknirinn hafði lokið að tala við fajónin og var ný- lega genginn út, sneri frú Andrews sér að manni sínum og sagði: „Það er gagnslaust að leggja af stað í nokkra ferð með Felix án þess að Edna sé með því ef svo færi, þá myndi hann syrgja sig í hel á einni viku“. „Þetta er laukrétt og Edna verður að fara með. Eg er þér fyllilega sammála, elskan mín að Felix byggir allt sitt á henni, og myndi ekki fá neinn bata á ferðinni nema að hún yrði með. Hún er eina konan sem ég hefi séð sem er veru- lega yndisleg en ekki eins og gangandi háðsmynd af eigin skrifum. Þú yrðir imdrandi ef ég segði þér frá hinum ýmsu spurningum, sem ég fæ varðandi háttu hennar og skap. Það er eins og fólkið sé svo forvitið að vita allt um daglega hegðun hennar- í síð- ustu viku tók einn af klúbb- félögum mínum orðrétta setn ingu úr ritverkum hennar, og bætti svo við, að af núlifandi höfundum, væru skrif hennar þau einu, sem hann myndi hik laust láta í hendur dóttur sinnar án þess að lesa þau yf- ir áður. Eg er oft spurður hvernig við séum skyld, því fólk trúir því ekki að hún sé aðeins umsjónarkona barn- anna okkar. Viltu segja henni að ég óski þess að hún fari með ykkur. Viltu tala um það rfð hana strax, svo ég viti hve marga klefa ég á að taka frá í skipinu“. „Komdu með mér, Louis, og talaðu við hana sjálfur”. Þau fóru upp saman og námu staðar á þrepskildinum í herbergi Felix til þess að at- huga hvað um væri að vera inni. Hún var að lesa fyrir hann bréf f rá litlu bai'ni, sem aldrei haf ði getað gengið og var allt af innan dyra, og bamið hafði skrifað henni þakkar- bréf á barnalegan og fallegan hátt, fyrir sögu !sem birzt hafði í tímariti og barnið les- ið. Hr. Andrews gekk yfir að syni sínurn, lagði höndina á höfuð hans og sagði: „Sonur minn, ungfrú Earl segist elska þig mikið, en ég efast um hvort hún meinar allt sem hún segir. En nú hefi ég ákveðið að komast að raun. um það. Um þessar mundir get ég ekki farið frá fyrirtæki mínu, en mamma þín ætlaU að fara með þig til Evrópu í næstu viku og ég vil fá að vita hvort ungfrú Earl vill skilja við alla aðdáendur sína hér og fara með ykkur og hjálpa mömmu til að annast þig. Heldurðu að hún vilji það?‘ Frú Andrews stóð og studdj höndinni á öxl Ednu og fylgd- ist með svipbreytingunum * andliti barnsins. 1 „Eg held, pabbi, — ég vona. að hún geri það. Eg held, að _ U ■ Hann þagnaði, brauzt til að> sitja upp, rétti litlu hendurrt- ar fram og hrópaði — j „Edna, þú kemur með mér, þú lofaðir að skilja aldrei við mig. Segðu pabba, að þú kom* ir“ $} Hann haföi lagt hendurnaí5 utan um hana og hjúfraði sig upp að faenni. Edna leit niðmí og það var dauðaþögn. Hr. Andi’ews lagði hendinaj á höfuð Ednu: „Ungfrú Earl, leyfðu mér aðí samþykkir að fara, og leyfiiá lim f jölskyldunnar hér; að égj og kona mín elskum þig næst- um því eins og þú værir okk* ar eigið barn, og ég vona aíl þú neitir ekki að fara með henni og syni mínum í ferð'* ina. Leyfðu mér að ganga þéið í föðurstað, og ég álít þaði greiða við mig og mína ef þúi samþykkir að fara, og leifiii mér að koma alltaf fram við þig eins og dóttur okkaö Hattie. Eð efa það ekki, að> slíkt ferðalag mun verða þéÉ eins holt og ég vona að þad verði Felix.“ í p r Hánutfiisblaðinu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.