Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.03.1956, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 19.03.1956, Blaðsíða 2
2 Grðsending fii æðsfu manna brunavarna í bænum í frásögn þeirri sem blaðið Vísir birti eftir slökkviliðinu 12 þ.m. um eld þann er kvknaði í húsinu Tjarnargötu 20 þá um nóttina, segir að ég hafi farið á lögreglu- stöðina og tilkynnt eldsvoðann „í stað þess að fara beint á slökkvi stöðina." Það sanna er þetta: Þegar ég kom að bækistöðvum slökkviliðsins við Tjarnargötu var ekkert skiiti að sjá, ekkert ljós eða annað leiðbeinandi tákn um verustað næturvarða, hvorki af götu áð sjá né úr ganginum að húsagarði þeim, sem stofnun þessi er staðsett í. Þarna var heldur ekki finnanleg nein bjalla eða brunaboði. Að þessu athug- uðu ,og með því að hróp min á götu og í gangi báru ekki til- ætlaðan árangur, tók ég þá á- kvörðun að hlaupa á lögreglu- stöðina enda ekki langt að fara (2ja —3ja mín gangur). Af þvi málið hefur almenna þýðingu óska ég að koma á fram- færi við æðstu ráðamenn bruna- varna hér í bæeftirfarandi at- hugasemdum: 1. Þar eð bækistöð slökkviliðs- isvarða er staðsett í húsagarði, en ekki við götuna, er nauðsyn- legt að yfir gangdyrunum eða á húsvegg við götuna sé skilti til leiðbeiningar um það hvar varð- menn slökkviliðsns eru í hús- blökkinni, sömuleiðis örvatákn og Ijósmerki inni í ganginum. 2. Á útihurð í húsi slökkviliðs- vörzlurmar er ekkert, sem bendir til þess að hún sé þar fyrir heldur jafnvel tii hins gagnstæða, því þar stendur stórum stöfum Raf- magnsveita Reykjavíkur og ekk- ert annað. Á bak við útihurð Raf magnsveitu Reykjavíkur, í for- dyri til vinstri, er lítil hurð, sem ber þess engin sýnileg merki að á bak við hana felist svo mikil- væg stofnun sem hjálp bæjarbúa þegar eldsvoða ber að höndum. Salarkynni hennar eiga þeir helzt kost á að þekkja sem hafa ein- hverntíma ætlað sér að finna Raf magnsveitu . Reykjavíkur, en villzt inn í varðstofu Slökkvi- liðsins. Þessu var ekki að fagna með mig. Auðvitað þarf að vera skilti stofnunarinnar, einnig á þessari hurð, ekki síður en útihurð. 3. Á meðan ekki háfa verið leið réttir framangreindir ágallar get- ur það haft míkilvæga> "þýðingu, að dökku, ljósheldu gluggatjöld- in í varðstofu slökkviliðsins séu ekki dregin alveg fyrir að nóttu til, ennfremur að' nota varlega út- varpstækið, svo að varðmenn eigi hægra með að greina utan- frá köll á slökkviliðið frá nætur- hrópum ölóðra manna um helgar. Loks vil ég nota tækifærið til að votta þakklæti mitt’og virð- ingu þeim slökkviliðsmönnum er ég kynntist við þetta tækifæri sem dugandi og góðum mönnum í starfi sínu. Með þökk fyrir birt- inguna. 14. 3. ’56 Jón Rafnsson. MÁNUÐAGSBLAÐIÐ Mánudagur 19. marz 1956 ■ ■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■«■■•■■■■■■■■•ra■■■■■■■■■■■■■ >!■•■ Unaössiundir eldra íólksins Samkoma í Tjarnarkafíi, mánudagskvöld kl. 8% SIGFtJS ELÍASSON: Framsögn og fyrírlestui 1. Fjallið helga og höfuðborgin 2. Drauinsýnir og duirænlr helgickúnar 3. Orð undrabarnsins og opiuberiumi mikla 4. Dulminjasafn Reykjavíkur og Duhniffijasöt’n íslands &'• 5. úndralandið Island og hlutvérk Sþjóðarúuuir :: 6- Hið andiega stórveldi, sem yftr íslandi skín 7. Hin andlega landhelgi fs!.. sett af Guðdóntinuin TÓNLIST Fræðslukvöld fyrir alla, er leita;' •saJtanMka og friðar- Sigfús Eliassou Man-fieffið er komið fiölbreyflara og sketnmlilegra en nokkfu sinni fyrr! E F N I : Varizt ástina! — glettnislegar athugasemdir hins heimskunna háðfugis George Mikes um þetta eilífa hugðarefni — FRELSÚN MUSSOLINIS — niðurlag af fiúsögn hins heimsfræga SS- kappa Otto Skorzeny ura eitthvert einstæðasta afreksverk II. heims- styrjaldarinnar — Skaðbrennda andiitið — frásögn hins heimsfi*æga þýzka plastskurðlækn- is, Dr. Maxwell Maltz, um einiiveni sérkennilegasta sjúkling sinn — Pi-ófessoramir gerast lögregluspæjarar — XII. sjálfstæða framhaldsgrein- in í greinaflokknum „Átökin við afbrotalýðihn“; gerir stuttlega grein fyrir vísindunum í þágu sakamálafræðinnar — Ævintýri I París — bráðsmellin kiflisaga — BABELSTURNINN — Biblían hefur rétt fyiir sér, Babelsturninn er eng - in heilaspuni; hann var í ráun og vera til — Hálsfesti hertogaynjunnar — stutt frásögn um sniðugan nárniga, sem lét ekki gabba sig og hafði lag á að láta krók koma á móti bragði — KÁTBROSLEGASTA ÁSTARÆVINTÝRI ÁRSINS 1952 — vegir ástar- arinnar í Ameríku verða oft harla skringilegir — Fréttasmölun á óvenjulegum sJóðurn — nútímablaðamenn láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna; jafnvel stutt viðtal við Myrkraforsetann er aðeins smáræði — Samtíningur úr kvikmyiidaheiiiniuum — ýmislegt um Jan Harrison, Grace Kelly, Ginu Lollobrigidu, EIsu Maxwell, Gretu Garbo, o. fl. „NÝTT úrval“ er stærsta f jöibreyittusta og skemmtilegasta inánaðariieina- ilisrit landsins! 36 síður! 10 greinar og frás.agnir! 10 myndlr! AJ AX Framhald af 8. síðu. á að við næstu kosningar verði um f jórar fylkingar að velja, Sjálfstæðisflokkinn, kosningabandalag Framsókn arflokksins og Alþýðuflokks- ins, Þjóðvörn og svo fram- bjóðendur Alþýðusambands- ins, sem langflestir verða kommúnistar. Enn sem komið er, er ekki viðlit að fara að spá um úr- slit kosninganna. Margt get- ur gerzt þangað til í júnílok í sumar. Almenningur veit varla enn, hver verða aðal- barúttumálin i þessum kosn- ingum. Sjál^sagt verða at- vinnumálin og dýrtíðarmáiin ofarlega á baugi, en stefna flokkanna í þeim er harla loð- in og verðnr sennilega hjá þeim öllum meira og minna mótuð af lýðskrumi og því meir sem nær dregur kosning ingur vantrúaður á að nein- um þessara flokka takist að hefta verðbólguna, svo að gagni komi. Ein spurning er nú á margra vörum -Hvemig Verð- ur ríkisstjórn Islands þessa þrjá éða fjóra mánuði fram að kosningum? Situr núver- ii andi stjórn áfram að völdum ii þessa mán.? Myndar annar- jj hvor stjórnarflokksins hreina » flokksstjórn, verður utan- jj þingsstjórn eða eitthvað enn ij ánnað? Svör við þessum jj spurningum fást sennilega l bráðiega. En heldur væri það s óviðkunnanlegt, ef hér yrði jj stjómarkreppa þá dagana, | sem heimsókn dönsku kon- 5 ungshjónanna stendur yfir. Við Islendingar erum alvan- ir þvi, að verða okkur til skammar hver við annan, bæði fyrir hlálegt pólitískt of- stæki og aðra hluti, en það er öllu leiðinlegra, ef við vei-ðum til athlægis öllum umheimin- um, í fyrsta sinn, er erlend- ur þjóðhöfðingi kemur hing- að í opinbera heimsókn, eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað. Það má varla minna vera en að íslenzku stjóm- málaleiðtogarnir sitji á strák sínum, þá fáu daga, sem heim sóknin stendur yfir og velji einhverja aðra daga til stjóm ai’skiptanna. Annars má mikið vera, ef flokkunum tekst að þessu sinni að æsa íslenzku þjóðina upp í sama sálarástandið við þessarkosningar og oft endra nær. Mikill hluti þjóðarinnar er um þessar mundir haldinn pólitískri þreytu og er það ekki að vonum fyrr. Hvar- vetna heyrast nú þær raddir, að menn séu liundleiðir á allri pólitík og flokksþrasi. Flokks vélarnar gera sjálfsagt sitt til að rinna gegn þessari heil- brigðu stemningu, en ég gæti trúað, að það yrði nokkuð þungur róður að þessu sinni. Gömlu hatursslagorðin em farin að missa áhrifamátt sinn. Þau era orðin eins og slitnar gramófónplötur. En aðaláhugamál allra ’ fiokka f juir kosningar er að íá fólk- ið til að hata, hata landa sína, hata nágrannann í næsta húsi, af því að hann hefur einhverja aðra skoðun á stjómmálum, gera þjóðina að hatandi skríl, þar sem múg- sef jun og sinnulaus upptugga slagorða kemur í stað íhug- unar og vitsmunalifs. Það væri vel, ei flokkunum mis- tækist að þessu sinni sú göf- uga iðja að fylla Islendinga brjálæðískeimdu og skepnu- legu hatri tii landa sinna. Stjómarleiðtogunuin er slíkt hatur lifsnáuðsynlegt eins og andardrátturiim, en íslenska þjóðin er áreiðan- lega betur farin án þess- A„jax. Auglýsið í Mániidagsblaðim

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.