Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.03.1956, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 19.03.1956, Blaðsíða 8
iOREINUIAMMAÐ Kona skrifar: ,41oltsapótek við Langholtsveg hefur þann ágæta sið að senda lyf heim ef þess er óskað- Það væri sann- arlega þakkai*vert ef önnur apotek bæjarins tækju upp þennan sið það er vissulega oft erfitt að komast frá börnum til að sækja lyf, sem nauðsynleg eru. Það er al- mennt vitað að apotek gefa góðan arð og eigendur ættu ekki að sjá.ofsjónum yfir þeim kostnaði sem svona iijmrð hefði í för með sér. 1 ! n ? \ Rík hjón hér í bæ héldu ýlega gildi og var sumblað fram eftir nóttu og hálf-full glös skilin eftir í stofu þegar gengið var til svefns. Voru vínleyfar blandaðar sítróni. Dóttir hjónanna, fjögurra ára, reis árla úr rekkju og gekk til stofu. Þegar hjónin komu á fætur, svaf dóttir þeirra í stofu með bros á vör og varð ekki vakin. Fluttu hjónin telpuna í ofboði til læknis-, en hann brosti lítið eitt og sagði hana sofa vei og að hún myndi vakna bráðlega. Stundu seinna vaknaði litla telpan •— var um stund að átta sig, en segir síðan: ,,Meira dídrón, mamma“. Hvernig stendtu' á þvi að forstjóri Trípolibíós sýni- ir ekki hina ágætu mynd „The inoon is blúe“ (Undir heillastjörnu) með David Niven í aðalhlutverki? Mynd þessi hefur vakið fádæma athygli, enda góðir leikendur og efnið hverjum manni hugstætt. Tiípolíbíó hefur átt þessa mynd yfir ár og óskiljanlegur seinaganlgur á þessu. — Það sakar ekki að hún var bönnuð í tólf ríkj- USA — sönnun fyrir ágæti heimar; um i Þau mistök urðu í síðasta blaði í frásögn af Frarn- sóknaiþingi að Jón Ivai sson var talinn með hægri mönnum flokksins. Þar átti að standa, að Jón hefði haldið klukkutíma ræðu fyrir vinstri ai*m flokksins en Vilhjálmur Þór, Eysteinn etc. svaraði fyrir hönd hægri xnanna — en sú lína féll niður af ógáti- Hl jómsveitin á Hótel Borg ætti nú að læra nýtt lag undir vorið. Tilbreytingarleysið i lagaVali er’-nú' orðið svo, að nálega má setja klukkuna sína eftir hvaða lag er leikið þá og þá stundina. Yfirleitt mega hljómsveit- ir hér í Reykjavík leggja meiri stund á fjölbreytni en til þessa, því þjónusta hljómlistarmanna er ekki gefin ~ kaupið ekki í hlutfalli við gæðin —. * Sigurður Bjarnason, alþingismaður ídg’ ritstjóri, kvongaðist nýlega ytra og í tilefni hins gleðilega at- burðar ortu samstarfsmenn hans á þingi visur til hans. Eftirfarandi vísu gerði Gutuiar Thoroddsen, borg- aistjóri, og skal tekið fram, að feitletruðu orðin skulu borin frarn á vestfiraku, en þann framburð brúkar Sig- uí'ður eins og alkunna er: Úti í kóngsins Kaupinhöfn í kuldanum langa, stranga. Einni bauð hann ungri sjöfn, í sitt fang að ganga. ★---------------------- Það er sannarlega ánægjulegt að geta hvatt fólk til þess að fara og sjá kvikmynd. Mvnd sú. Móðurást, sem Austurbæjarbíó sýnir nu er með beztu myndum sem hér hafa' verið sýndar og er almenningi eindregið ráðlagt að sjá hana áður en það er \mi séinan. Efnið er mjög (hugstætt og leikurinn frábær. ,y.o'ýpgc - ■ : - Hrað á að arra í krald? & yv> Crala Bló: Nístandi ótti. Joan Crawford. Ki. 5, 7 og 9. Nýja Bíó: Milljónaþjófurinn. Joseph Cotten, Ki- 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Förin til Indlands. Kl. 9. Lifað hátt á heljar- þröm. Kl. 5 og 7. Austurbæjarbló: Móðurást. Kl. 7 og 9. Stjörnubíó: Klefi 2455. Kl. 7 og 9. í lok þrælastríðsins kl. 5- Hafnarbíó: Eyjan í himingeimnum. Jeff Morrow. Kl. 5, 7, 9. Tripolíbíó: Sirkusdrottningin. Maria Littó. Kl. 5, 7 og 9. Þjóðleikhúsið: Jónsmessudraumur. Rúrik Haraldsson- Kl. 20 Iðnó: Caldra-Loftur. Gísli Halldórsson. Kl. 20. (Birt án ábyrgðar) . EimsigiarForditn Það var beðið eftir því með miklum spenningi hver úr- slitin mundu verða í hinni frægu kanadísku vetrar- keppnl, sem fram fór dagana 10-—12. febrúar s.l. - Keppni þessi er sú erfiðasta vetrai’- keppni sem um getur. og leggja þvi bílaframleiðendur mikla áherzlu á að spnda bíla sína til þátttöku, en leiðin sem ekin er, er ca. 2250 km. Úrslitin að þessu sinni urðu þau að enskur 4ra maima Ford Prefect ’55 varð sigur- vegari. I þriggja bíla sveitar- keppni sigmðu Fordbílamir Zephyr Zodiac, Prefect og Squire Estate. Mörgum komu þessi úrslit ekki á óvart því Ford Anglia, sem hefm' sams- konar vél og Prefect og er af; sömu stærð, hafði á undan- | förnum tveim áruni. ásamt Foi’d Consul og Zephyr Six, unnið hverja keppnina á fæt- ur annarri í Evrópu og víðar. Er það frægt er sex Anglia bílar 1 röð komu fyrstir að marki í 3400 km. Konunglégu bifreiðafélagskeppninni--- (Great Britain R.A.C. Rally) 9.—14. marz 1954 og skömmu síðar (17.—20. apríl) urðu þrír Anglía bílar fyrstir í 1700 km keppni á Irlandi- Miðnætursólarkepjinin, er fram fer árlega í Svíþjóð og er yfir 3000 km vann Anglia síðast og einnig í hollenzku keppninni (Tulip Rally) 1954 en í fyrra vann Ford Zephyr Six eins og mörgum er kunn- ugt. Meðal þátttökubifreiða í öllum þessum keppnum voru m. a. Volkswagen, Austin, Fiat, Hillmann, Simca, Ren- ault, Chevix)let svo og flestai' tegundir Ford-bifreiða. íslenzk leikhús framhald aí 7. síöu. Lokaorð Þessi greinarflokkur er í raun og vei'u ekki annað en áfram- hald af því, sem ég skrifaði í Leikskrá Þjóðleikhússins 1951 undir nafninu: Hvertiig verða sýningarhæf leikrit til? „Dixi et salvavi animam meam“. (Eg hef talað og frelsað sál mína). (Nokkrar bækur og ■ tímarit, sem notað var við sámningu greinaflokksins: Stanislawski: Die Arbeit dés Schauspielers an der Rolle og My lifé in art. Ron- ald Hingley: Chekov. A biograp- hical and Critical study. Formál- ar fyrir ýmsum verkum T.jckofs eftir Elisavet Fen, A. G. Colin og Yarmolinsky. Eugene Walter: How to write a play. Walter Kerr: How not to write að play. Francis Fergusson: The idea of a Theater. Francis Bull: Norges Litteratur og Verdenslitteratur- ens Historie. Lárus Sigurbjörns- son: Þáttur Sigurðar málara. Brynjólfur Bjarnason: Forn ög ný vandamál. Sean O’Casey: Nokkur tímarit. Theatre arts, Soviet Literature, Úrval og Sow- jetwissenscliaft, Kunst und Litt- eratur). Endir. Mánudagsblaðið Sirkusmynd í Tripolíbíó Trípolíbíó sýnir nú mjög góða þýzka sirkusmynd sem nefnist Slrk- usdrottningin. Myndin f jallar, eins og nainið bendir til, um sirkus- líf, baráttu og sigra, ósigra og líf fólksins sem ferðast í sirkus. Mynd þessi er mjög vönduð, kvikmyndun ágæt og efnið vel unnið. Lelk- endur skila hlutverkum sinum vel, og sérstaka athygli vekja Maria Litto i lilutverki dansmeyjarinnar og Hans Sönhker svo og P. Kemp, Lndirritaðor ráðleggnr öllum að sjá myndina. ’ ’ A. B. Islenzkur jistiðnaöuráal- þjóðasýningu í Munchen Félaginu „íslenzk listiðn" hef- ur nýlega borizt tilboð um að taka þátt í álþjóðlegri listiðnað- ar- og handiðnaðarsýningu, sem haldin yerður í Miinchen dagana 27. apríl til 10. maí n. k. Á fundi sínum í gær ákvað stjórn félagsins að beita sér fyrir að íslenzkir listiðnaðax'menn taki þátt i sýningu þessari. AJlii', sem hafa í hyggju að taka þátt í sýningunni eru hvatt- ir til áð tilkýnna stjórn félagsins þátttöku sina hið allra fyrsta og eigi síðar en laugardaginn 24. þ. m. Munir héöan, sem eiga að fara á sýninguna, vei'ða sendir utan einhvern fyrstu dagana t april. í stjórn „íslenzkrar listiðnað- ar“ eiga sæti Lúðvíg Guðmunds- son skólastjóri formaður, Ragn- ar Jórisson hæstai'éttavlögm. fé- hirðir, og Björn Tli. Björnsson listfr. ritari. Varaformaður er Sveinn Kjarval húsgagnateikn- ari og meðstjórnandi Gunnar Friðriksson.framkv.stj. Svo sem kunnugt er, tók ís- land í fyrsta sinni þátt í listiðn- aðarsýningu þessari, sem árlega er haldin í Múnchen. Með sýn- ingum þessum er að því stefnt, að gefa sýningargestum, sem ár- lega hafa verið um og yfir 250 þúsund manns, kost á að sjá og kynnast því fegursta og vandað- asta á sviði listiðnaðar sem fram- leit er víðsvegar um heim. Var það einróma álit þeirra, er sáu Múnchen-sýninguna í fyrra, að sýningarmunir Norður- landanna hafi í heild verið með því bezta er var á sýningunni og veitti íslandi sérstaka viðurkenn- ingu fyrir vandaða og fagra sýn- ingavmuni og hvatti mjög til frekari kynna á íslenzkum list- iðnaði á meginlandinu. (Frá ísl listiðn ) Fré aðaifundi Fél. ísl. myndlistarmanna H. K. Laxnes beiðÚBsfélagi ; ■ ( Aðalfuiulur Eélags ;:i|I. pxýnd- Vstármanna var haldinn í Bað- , siofu iðnaðarmanna, mánudaginn 12. marz. Stjórn félagsins var ! endurkjörin, en hana skipa: Formaður: Svavar Guðnason. i Ritari: Hjörleifur Sigurðsson. Gjaldkeri: Valtýr Pétursson. Á fundinum var Halldór Kiljan Laxnes einróma kjörinn heiðurs félagi Félags íslenzkra ntyndlist- armanna.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.