Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Síða 4
ft
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 28. janúar 1957
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
— BlaS fyrir alla _
Kítstjóri og ábyrgðarmaCur: Agnar Bogason.
Blmðið kemur tít á mánudögum. — VerB 2 kr. 1 lausasðlm
Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 3978.
PrentsmiOja Þjóðviljaru h/
Jónas Jónsson frá Hriflu:
Islendingar austan hafs
«
og vestan
Leikfélag Hafnarfjarðar:
Svefnlausi brúðguminn
Höf.: Arnold og Bach — Leikstjóri: Klemenz Jónsson
Bráðfyndið leikrit í Hafnarfirði
Nýverið hefur einn af meist-
nrum heimsmálanna, Lester Pe-
arson, utanríkisráðherra Kanada
borið á opinberum vettvangi,
mikið og verðskuldað lof á ís-
lendinga í Vesturheimi. Þegar
landnemarnir komu, lítilsmeg-
andi frá íslandi, til hins mikla
meginlands, festu þeir það heit,
að koma ætíð þannig fram að
þeir væru til sæmdar þjóð sinni
og ættlandi. Þeir efndu heitið og
njóta nú mikillar virðingar og
trausts í sínu nýja heimalandi,
eins og fyrrgreind ummæli
sanna. Jafnframt varpa þeir þeir
• ljóma á hið gamla ættland og þá
samlanda sem þar búa og starfa.
íslendingar vestanhafs, eins og
þeir nefna sig, eru í Ameríku,
hluti af hinu íslenzka andlega
ríki. Þeir eru með afkomendum
sínum orðin furðustór grein á
þjóðarmeiðnfum, lfklega 40—50
þúsund. Þeir hafa gerzt ágætir
borgarar í starfslandi sínu og
ættlanldi barna sinni, en jafn-
framt hafa þeir haldið við þjóð-
legri íslenzkri menningu, auk
alls annars eignast skáld á heims-
mælikvarða. Eftir fyrra stríðið
stofnuðu landar í Vesturheimi
þjóðræknisfélag sitt, sem starfar
að þjóðlegum íslenzkum málum.
Það heldur mjög fjölmennt full-
trúaþing árlega. Það gefur út
mjög fjölbreytt ársrit þar sem
margir landar vestanhafs birta
ritgerðir og kvæði. Að tilhlut-
an félagsins eru á hverju sumri
haldin fjölmenn mót þar sem ís-
lendingar fæddir á íslandi og af-
komendur þeirra í Kanada og
Bandaríkjunum fjölmenna og
hafa mikinn mannfagnað. Venju-
lega sækja stærstu hátíðina, að
Gimli, 5-6 þúsund manns. Þar
kemur Fjallkonan fram og flyt-
.(3ur ávarp til allra íslendinga. Til
þess vanda eru valdar fagrar
konur og koma þá fram í skaut-
búningi. Reykvíkingar munu
hafa tekið upp þann fagra sið að
láta Fjallkonuna fagurbúna koma
fram á svalir þinghússins á þjóð-
hátíðinni 17. júní og er þetta nú
orðin föst venja. Lengi vel vorum
við mörlandarnir nokkuð tóm-
látir í skiftum við landa vestan
hafs. Þó er hér starfandi þjóð-
ræknisfélag til að viðhalda sam-
bandi vestur yfir hafið. Þessu
félagi hefur tekizt að gera ýmis-
legt til gagns hinu andlega ríki
íslendinga, sem nær yfir allan
heim hvar sem íslenzkur maður
er að starfi. En félagið er samt
of fámennt. Það vantar einkum
þá ungu menn og konur sem
dvalið hafa vestanhafs við nám
eða sér til skemmtunar. Væri
æskilegt að okkar þjóðrækisfé—
lag tæki nú nýjan fjörsprett til
að tryggja varanlega samvinnu
við landa í VeSturheimi.
Allar norrænar þjóðir, nema
við, hafa einn hátíðisdag í gamla
landinu með samlöndum frá Am-
eríku. Hér ætti slíkur hátíðisdag-
ur að vera haldinn á Þingvöllum
og þangað boðið löndum búsett-
um utanlands, sem stilltu svo til,
með ferðir, að geta tekið þátt í
þessum mannfagnaði. Slík hátíð
ætti að vera næsta sunnudag eft-
ir sólstöður. Þá ætti að halda há-
tíðamessu við fossinn í Almanna-
gjá og stutta ræðu til allra að-
komumanna frá Lögbergi. Að
öðru leyti færi bezt á að gestirnir
væru frjálsir ferða sinna þennan
dag. Mörgum landa sem kæmi í
skyndiheimsókn til landsins
mundi þykja það mest hátíð að
mega tala einn síns liðs við anda
landsins á þeim helga stað.
Sl. fimmtudagskvöld frum-
sýndi Leikfélag Hafnarfjarð-
ar gamanleikinn „Svefntausi
brúðguminn“ eftir Arnold og
Bach við góðar undirtektir,
klapp og fagnaðarlæti. Gam-
anleikir Arnold og Bachs hafa
oft verið sýndir hér áður og
þekkja leikhúsgestir þá vel,
hið létta og lipra, sem yfir
þeim hvílir, endalaus vand-
ræði, ástir og framhjáhald í
góðu tómi; í stuttu máli allar
þær „situationir“, sem venju-
lega er að hitta í svona
græskulausu gamni. Leikrit,
eins og þessi, eru okkur Is-
lendingum nauðsyn, því þau
skapa hlátur og gleði, einmitt
það, sem við þörfnumst mest
í skammdegi og umhleypinga-
sömu veðráttunni, sem jafn-
an ríkir þennan tíma árs.
Það mun vart fara á milli
mála, að þessu sinni hefur
Leikfélagi Haf narf jarðar tek-
izt einna bezt í heild. Yfir sýn-
ingunni er léttur blær, leik-
gleði, sem oft yfirgnæfir það,
sem mistekst í listrænni túlk-
im. Hér er skylda að taka
fram, að L.H. hefur einungis
Til Félags íslenzkkra leikara:
Gleymið ekki
Síðustu árin, eða síðan Þjóð-
leikhúsið tók til starfa, hefur
skapazt á íslandi fjölmenn
stétt leikara. Mun láta nærri,
að á ári hverju fái yfir eitt
hlundrað leikara, karlar og
konur, að segja „replíkku“ á
fjölum leikhúsa höfuðstaðar-
ins, auk hinna mörku lista-
manna í skyldum greinum,
sem á ári hverju skemmta
Reykvíkingum á sviði.
Þessi fjölmenni hópur hefur
unnið gott starf í list sinni og
á ýmsan hátt gert höfuðstað-
arbúum glatt í geði eða hrifið
þá með túlkun sinni á lista
verkum eða öðrum sviðsverk-
um. Allir menn meta þetta að
verðleikum.
Til er fjölmennur hópur í
Reykjavík og næsta nágrenni
borgarinnar, sem sjaldan eða
aldrei getur notið þessara
listamanna og listar þeirra að
fullu. Þeim gefst sumúm aldrei
kostur að sjá þá á sviði, og
þó útvarpið sé góður tengi-
liður nær það aldrei sáma
árangri og „sjónin sjálf“, jafn-
vel þó sjónvarp væri til hér
hjá okkur.
Sá hópur manna og kvenna,
sem ég á hér við, eru sjúkl-
ingar á hínum ýmsu spítölúm
og sjúkrahælum og hressingar,
sem auðvelt er að kom'ast til
og skemmta. Þetta fólk hefur
orðið undir í lífsbaráttunni og
á að skipa áhugamönnum,
sem vinna að list sinni í tóm-
stundum. Verður að sjálf-
sögðu, með tilliti til alls, að
gagnrýna verk þeirra með
hliðsjón af því, en ekki eins
og um atvinnufólk væri að
ræða.
Klemenz Jónsson, leikari,
hefur annazt leikstjórnina og
ferst vel úr hendi. Staðsetn-
ingar eru víðast hvar góðar
— fip nokkuð á köflum 2. og
3. þáttar, sviðsnýtni góð og
hann nær ótrúlega miklu úr
hópnum, sem hann stjórnar.
Hann fer frjálst með efnið,
virðist draga úr þar sem fyr-
irsjáanleg vandræði hefðu
skapazt, ef út í æsar hefði
verið farið.
Með augljósri hjálp leik-
stjóra hefur fremur vel tek-
izt hjá þorra leikenda. Að
vísu skín nýjabrumsbragðið
oft í gegn, eins og við má bú-
ast, en heildansvipurinn er
nokkuð góður og hvergi um al
varleg úthlaup að ræða. Leik-
félag Hafnfirðinga hefur
fengið þær Þóru Borg og Nínu
Sveinsdóttur að láni úr
sumt þeirra nær aldrei að vera
meðal okkar aftur, heldur
verður að liggja í rúmi uns
lífið fjarar burtu.
Það var áður mjög algengt
að skemmtikraftar, leikhópar,
söngvarar, menn, sem kunnu
að herma eftir, lesa uþp eða
skemmta á ýmsan og ólíkan
hátt, jafnvel heilir revíuhópar
fóru á spítalana, t. d. Vífil-
staði, Kópavogshælið eða á
aðrar slíkar stofnanir og
skemmtu sjúklingum stund og
stund. Enn munu nokkrir
menn fara á þessa staði og
skemmta, en miklu sjaldnar
en áður.
Þeir einir, sem séð hafa
andlit þessara „áhorfenda"
geta ímyndað sér þá gleði og
ánægju,. sem listamennirnir
veita þessu fólki. Það er ekki
of sagt, að hvergi hér á Is-
landi fær einn leikari eða
leikkona innilegri þakkir fyrir
sýningu, en hjá þessu fólki.
Hver mínúta hrífur þá úr
hversdagsleikanum, beinir
huganum um stund frá sjúkra-
rúmi og veikindum, skapar
hlátur, gleði, hrifningu, sem
er sönn og einlæg.
í dag eru á annað hundrað
leikarar starfandi og fjöldi
ungra manna og kvenna að
undirbúa sig undir að starfa
við leiklist. Ef allt þetta
góða fólk leggur saman,
undir stjóm leikarafálagsins,
Reykjavík, auk leikstjóra,
sem ekki kemur fram á sviðið.
Friðleifur Guðmundsson,
Dobberman, nær mörgu góðu
úr hlutverki sínu, hefur góða
kímni, hreyfingar hæfilegar
við aldur, og sumar setningar
hans bráðvel sagðar, ýkju-
laust og í hófi. Gerfið er gott
og fas hans mjög þokkalegt.
Þóra Borg, frú Dobberman,
leikur hlutverk sitt lýtalítið,
en sýnir hvergi mikil tilþrif.
Hún er vön sviðinu, en ber
hvergi af yngri leikendum.
Þær Sólveig Jóhannsdóttir,
Franze, og Margrét Magnús-
dóttir, Edith, leika hlutverk
sín laglega. Sólveig nær góð-
um tökum á ungu ástfangnu
stúlkunni, framsögnin skýr og
tilgerðarlítil, og brúðurin,
Margrét, túlkar af nærfærni
hlutverk sitt.
Sigurður Kristins, Klaus
Reiling, er réttur maður á
réttum stað, fríður og mynd-
arlegur, kvennagull mikið.
Sigurður veit dálítið of mikið
af sjálfum sér, heldur rösk-
legur, gæti hikað meira í
skiftum sínum við Franze og
dansmeyna, en hlutverk
hans, sem er vandasamt fór
honum yfirleitt mjög vel úr
hendi. Sverrir Guðmundsson,
Zibelíus, ræður ekki að ráði
við vandasamt hlutverk. Út-
litið er á móti honum og leik-
urinn bætir ekki um.
Framhald á 7. síðu.
ætti að vera lítill vandi að
leggja fram þessa krafta til
mannúðarstarfa, og vissulega
myndi það ekki taka mikina
tíma frá hverjum einstökum.
Fólkið, sem hér á í hlut,
er ekki kröfuhart. Því er létt-
ir og ánægja að þessum heim-
sóknum. Það sýna andlitin
bezt, sem á horfa eða hlýða.
Sjálfur þekki ég leikarastétt-
ina nógu vel til þess að vita,
að hún er boðin og búin t.il
að leggja fram krafta sína til
þessa starfs. Eitthvað athug-
unarleysi mun valda, að
þessu hefur ekki verið hrint
í framkvæmd og þess vegna
eru þessi orð skrifuð hér.
Um allan heim hefur stétt
leikara gert hliðstæð mann-
úðarverk, og hér er víst að
almennur hljómgrunnur er
fyrir að slíkt verði tekið upp.
Það þarf ekki heilar sýningar
né heldur íburð. Stuttir þætt-
ir, söngur, upplestur, einþátt-
ungur, samtöl eða annað,
myndi fyllilega nægja.
Það væri vel, ef formaður
félags leikara, Baldvin Hall-
dórsson, tæki þessi orð til at-
hugunar meðal samstarfs-
manna sinna. Ef þessu yrðí
hrint í framkvæmd yrði þa#
ekki einungis þessari stétt til
sóma, heldur það, sem meira
er um vert, þeim, sem mest
ríður á gleði og skemmtaa
til ánægju og yndis. Ajy
Jónas Jónsson frá Hriflu.
mmmmmmwmmmmwmmmwmmmMwm®
Kópavogs Apótek
Á morgun, laugardaginn 26./1. opna ég
Apótek að Álfhólsvegi 9 í Kópavogi.
Lyfjabúðin verður opin virka daga: 9—19
Laugardaga: 9—16.
Helgidaga: 13—16
Síml 4759. :
Virðingarfyllst,
Aksel Kristensen
-T— I -
þeim sem sjukir eru