Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Blaðsíða 8
OR EINU I ANNAÐ Dokforar eiQHSl við - Kjarval og kaífið - Sílrónu- leysi - Soðið vatn í TjarnarkafSi - Engar nefndir - Grímuböll — Guðbrandur heitinn Jónsson, prófessor, gat verið allra manna kuldalegastur í svörum og varð sjaldan orðfátt. Einu sinni, að sögn Guðbrandar sjálfs, gekk þó svo fram af honum, að hann „átti ekki orð‘.‘. — Þeir Guðbrandur og Jón Helgasen í K.höfn voru engir sérstakir vinir, en eitt sinn, er Guðbrandur sótti um stöðu í dönsku konungsbók- hlöðunni, leitaði hann til Jóns um meðmæli. Jón tók því vel, ritaði á blað nokkur orð, en lokaði það síðan í umslag | og bað Guðbrand fara með til forstjórans, sem veita átti starfið. Guðbrandur fór með umslagið, hreykinn, hitti yfir- I manninn, bar fram erindi sitt og rétti honum umslagið. Yfirmaðurinn reif upp bréfið, varð kyndugur á svipinn, og rétti síðan Guðbrandi innihaldið, orðalaust. Guðbrandur tók við bréfinu, las og skipti litum. í því stóð: Som Videnskabsmand er hr. Jónsson en Dilitant., men som menneske er han nærmest en Forbryder. Sagði Guðbrandur síðan, að honum hefði orðið líkt og Þorkeli hák, eftir dembu Skarphéðins. i ★............................... Jóhannes Kjarval er maður hispurslaus, fer stundum lítt almanna veg, hvað hegðun snertir, enda einkennilegur í háttum, eins og oft er um listamenn. Nýlega var Kjarval boðið í afmæli Egils í Sigtúnum og var margt gesta, vel veitt, enda Egill rausnannaður annálaður. Vínföng voru fram reidd að venju, en heldur minna af öðrum kræsing- um, Kjarval, sem er lítill drykkjumaður, gekk um gólf lengi, þáði ekki greiða, en bað að síðustu um að lána símann. Var það þegar í té látið. Stuttu síðar heyrðu gestir sagt með þrumuraust Kjarvals í símann: „Hótel Tryggvaskáli? Seljið þér I þarna heitt molakaffi?“ ★------------------------------- Þetta ætti ekki að' koma forstjóra Sjálfstæðishússins á óvart, en með tilliti til skrifa hans um veitingamál, væri ekki úr vegi, að hans eigið veitingahús, hefði á boðstólum sítrónur — góðar með tesopa og oft ekki úr vegi að hafa sítrónusafa með_ veigum kvöldsins. Svona smáyfirsjónir eiga ekki að henda „M.le restaurateur“ — né heldur að setja ristabrauð á bannlista á sunnudögum. ★_------------------------------ Soðið vatn virðist „gera í blóð sitt“ hjá eigendum Tjarnarkaffis. Oss hefur borizt reikningur frá einum gesta í Tjarnarkaffi, þar sem m. a. er bókað 1 sjúss conjac kr. 15, 1 whisky kr. 17, 1 stk. sódavatn kr. 12, allt er þetta án ■ prósenta og alveg rétt samkvæmt verðlagi. En tveim sinnum á sam areikningi er þessi liður: SOÐIÐ VATN KR. TUTTUGU OG FJÓRAR. Þetta kvöld drakk gesturinn VATN fyrir fjörutíu og átta krónur. Geri aðrir be?ur — eða er þetta með samþykki eigenda. ★------------------------------- Jón Sigurbjörnsson, formaður Leikfélags Reykjavík- ur skýrði blaðamönnum frá því s.l. föstudag, að n.k. i miðvikudag myndi L.R. frumsýnja enska gamanleikinn „Tannhvöss tengdamamma" eftir Philip King og F. Cary. sýn. er i þrem þáttum. Aðalhlutverk: Emilía Jónasdóttir. önnur hlutverk: Guðmundur Pálsson, Þóra Friðriksdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Auróra Halldórsdóttir, Árni Tryggvason, Sigríður Hagalín, Nína Sveinsdóttir og Stein- dór Hjörleifsson. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Leikrit þetta er, að sögn Jóns, mjög hlægilegt og er sýnt í London um þessar mundir. ★------------------------------- Ileyrt á skrifstofu stjórnarráðsins: Hvað er þetta, kom- inn fimmtudagur og engin ný nefnd skipuð í vikunni". ★------------------------------- Forvitinn skrifar: „Eru grímuböll að hætta? Sú var tíðin, að grímuböllin þóttu mesta skemmtun ársins, en nú er svo að sjá, sem þau séu ekki lengur við lýði. Það er einkenni- legt, að svona hefur farið; nóg er af félögum, sem halda skemmtanir, en þær verða bara venjuleg skröll, því ekkert er til vandað. Eg vil gera það að tillögu minni, að slík félög, ! t. d átthagafélög, taki aftur upp þann sið að hafa grímu- böll“. Mánudagsblaðið Frökkum hjálpaö - Fyrirsögn vikunnar - ?tRosafréir Fyrirsögn vikunnar Ertu of grönn? Framhald af 5. síðu. líkamsæfingum eða draga athygl- ina frá þeim með því að klæðast á hagkvæman hátt. FLÖT BRJÓST. Athugið íyrst livort þau stafi að einhverju leyti af líkamsstellingu yðar. Iðkið sund eða annað, sem styrkir brjóstkassann, öndun- aræfingar, söng osfrv. Oft er líka gott að bera votan svanip heitan og kaldan á víxl á hvort brjóst, og enda með því að hafa hann kaldan. Nuddið brjóstkassann að ofan, ekki sjálf brjóstin, með volgri olíu eða kremi. Þá má líka fá sér brjósthaldara með til þess gerðum púðum, eða gervi- brjóstum. Venjið yður á að ganga beinar, réttið úr öxlun- um og berið yðui- „manna- lega“. Góð æfing er það líka að standa með nokkurt bil á milli fótaima, spenna greipar fyrir aftan bak og beygja höf- uð og lierðar svo aftur á bak, þangað til þér horfið upp í loftið. Dragið andann djúpt inn, en beygið yður ekki aft- ur á bak frá mitti. Beygið höf- uð og herðar fram, þegar þér andið frá yður. MJÓIR handleggir. Nuddið þá með því að strjúka hægt og mjúkt upp eftir frá úlnliðun- um. Gerið þetta með lófunum eða klút sem dýft er í upp- hitaða olívu-olíu. Velgið olí- una með því að láta glasið standa í skál með heitu vatni í nokkrar mínútur. Hafið ermarnar síðar, látið þa>r ná að úlnliðum eða fram á miðjan framhandlegg. ÆFING: Sveiflið handleggj- unum í stóra liringi með krepptum höndum, frain tíu sinnum og síðan aftur á bak 20 sinnum. Réttið hand- leggina út og krepp.ið hnefana eins og til að sýna á yður vöðv- ana. Beygið hendur hægt, þangað til fingur koma við lierðar. LANGUR og mjór háls. Takið heitt og blautt liand- klæði, og berið á það krem eða olíu. Nuddið liálsinn hægra megin með vinstri hendi, og síðan vinstra meg- in með hægri hendi. Nudd- ið hálsinn fast með hvorri hendi til skiptis. Bindið um hann yfir nóttina. Skvettið köldu vatni á hann morguninn eftir. Látið hálsmálið vera þröngt, þegar slíkt er mögulegt. Líka er gott að brúka hátt í hálsinn. Látið liárið vera sitt að aftan. Æfing: Hreyfiö höfuðið hægt til vinstri, síðan til hægri án þess að hreyfa herðarnar. Endurtakið tíu sinnum. Beyg- iff hendumar og styffjiff hnef- nnuni á brjóstiff. Snúiff höfð- inu 20 hringi eins og á klukku (upp, til hægri, niffur, til vinstri) 20 sinnum. Gerið þetta í 10 daga á hverjum mánuði, og þaff mun styrkja hálsinn og gera hann ávalan. iff fætuma með volgri blöndu RENGLULEGIR fætur. Nudd- úr olíu og lanolíni. Byrjið á öklanum og strjúkið síðan mjúkt upp eftir alveg að lær- (Filosofiu- og spádómsdeild). „Landsleikir nýbyrjaðs árs í?ru inargir undanfari nýrra úrslita.“ (Mbl. 24. jan. ’56). Frökkum barst óvænt hjálp í s.l. viku — hjálp, sem sannarlega er kærkomin í vandræðum stjórnarinnar í N.-Afríkumálun- um. Alþýðublaðið birti fréttina á útsíðu tvídálka: „ . . . Morokkóbúar, eru ekki menn til að stjórn sjálf- um sér, segir Orion-kvartett- imPh (!!!) unum. Beztur árangur fæst með að gera þetta á hverjum degi. Gangið í Ijósum sokkum og ljósleitum skóm. Varizt þunglamalega skó með kloss- iiðum sólum, sem gera þaff aff verkuin, að stúlkur með mjóa fætur minna helzt á Mikka mús. Æfingar: Hjólreiðar, göngur, dans og að ganga upp stiga á tánum, eru góð ráð viff mjóum fótum. Standið, svo að hælamir komi saman, með liendur á síðunum, og reisið yffur hægt upp á tærn- ar. Látiff yður svo síga niður og setjist á hækjur yffur. Réttið síffan aftur úr yður i fyrri stöðu og endurtakið þetta 20 sinnum. Ekki væri ónýtt að vita hvað Númj legði til málanna. liin merkasta frétt, sem dagblöííin liafa birt, síðan Tíminn upplýsti kvennafar Siams-konungs, sá dagsins Ijós á siðum Mbl. s.l. föstudag er eft- irfarandi afma'lisgrein birtist á 2. siðu Mbl. Sjáum vér oss ei annað fcert, ett birta grein pessa i heild — og dáumst jafnframt að skarpskygni Mbl.-manna. „Egill Guðjónsson, stud. phil" finnst að visu ekki i skrám háskólans — en livað uni pað — frcttin er stórmerk: Sjöfugur íslandsvinur Sjötugur er í dag, 25. janúar, íslandsvinurinn Alphonse de Luzoddaix í St. Malo. De Luzoddaix er tengdason- ur hins kunna franska rithöfund- ar Pierre Loti, sem þekktur er hér á landi fyrir bókina „A íslandsmiðum“ (Pecheurs d’Is- lande). Loti mun hafa vakið áhuga tengdasonar sins á íslandi, enda tók de Luzoddaix sér ferð á hendur til íslands skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina, og gekk hann þá á Heklu. Hafði þá eng- inn Frakki gengið á fjallið síð- an Paul Gaimard var þar á ferð, sem frægt er orðið af kvæði Jón- asar Hallgrímssonar, „Þú stóðst á tindi Heklu hám“. Framhald á 6. síðu. Hvað á að gera í kvöld? Gamla bíó: Adam átti synj sjö. J. Powell. Kl. 5, 7 og 9. Nýja bió: „Eg mætti ungri mey“ Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Ekki neinir englar. H. Bogart. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Hvít þrælasala í Ríó. S. Brady. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Uppreisnin á Caine. V. Johnson. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Shake, rattle and rock. J. Turner. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Fjársjóður múmiunnar. Abbott og Costello. Kl. 5, 7 og 9. Laugarásbíó: Fávitjnn. P. Gerard. Kl. 7 og 9. Þjóðlcikhúsið: Tehús ágústmánans. Lárus Pálsson. Kl. 20. Iðnó: Þrjár systur. Þorsteinn Ö. Stephensen- Kl. 20.00. (Birt án ábyrgðar).

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.