Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Blaðsíða 5
Mánudagur 28. janúar 1957 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Erfu of grönn? — Hér er ráðíð til að ná réttum holdum — Sérfrœðingur ræðir 99matarhúr** fgrir grannar sttUhur Ef þér, góður lesandi, eruð 'þttó, sem kallað er „gangandi beinagrind", ef bróðir yðar kall- ar yður slönguna, og ef þeir vinir yðar, sem er vel í skinn komið, segja með háðshreim í roddinni: „En hvað þú átt gott að vera svona grönn....“ þá er tími til kominn að vita, hvort ekki sé hægt að fita sig svolítið. Og töluvert má gera í þessa átt, ef vilji er fyrir hendi og þér gefizt ekki strax upp eftir fá- eina daga þó að árangurinn komi ekki strax í ijós. í fyrsta lagi verðið þér að láta læknir skoða yður, svo að víst sé, að það séu ekki heilsu- farsástæður sem standa yður fyr- ir þrifum. Þegar þér hafið gengið Úr skugga um það, eruð þér til- búnar að byrja — og hér er að- ferðin: Borðið hægar og tyggið vand- legar við máltíðir, og ef mögu- legt er, þá hvílið yður í tíu mín- útur fyrir hverja máltíð og í hálfa klukkustund á eftir. ★ ' GLEYMTO ÁHYGGJUNUM Skiljið áhyggjurnar eftir fyrir utan dyrnar áður en þér gangið inn í borðstofuna og hvílið tauga- kerfið fullkomlega, meðan þér borðið, annars hafið þér ekki fullt gagn af matnum. <Serið níu stunda svefn á nóttu að markmiði yðar. Ef þér eigið erfitt með þetta hversdagsiega, þá farið snemma í háttinn þegar þér hafið sofnað seint kvöldið áður. Reykið ekki of mikið — sígarettur hjálpa mönnum ekki til að fitna. ★ ÁGÆTT Róandi nudd með heitri olíu undir útrauðum geislum er á- gætt til þess að auka líkams- þyngdina. Þessi aðferð er venju- lega aðeins farin samkvæmt. læknisráði, svo réttara er að tala við heimilislækninn fyrst. Munið að grönn stúlka, sem er að reyna að safna holdum, verður að fylgja jafnströngum mataræðisreglum eins og feit stúlka, sem er að reyna að grenna sig. Veljið auðmeltar fæðuteg- undir svo sem egg (linsoðin), fisk, alifuglakjöt, rjóma, ost og smjör. ★ ORKA Varizt mjög kryddaðan mat — hann er ekki auðmeltur, og því minni orka, sem þér eyðið í að . ft melta, þbí meiri oi’ka fer í að safna og byggja upp fitubirgðir. Reynið að borða fimm litlar mál- tíðir daglega, í stað þriggja stórra. Drekkið mikla mjólk og borðið frekar súpur með rjóma Viltu veröa „model" NÝLEGA var þess gctið i dag- blöðunum og reyndar hér i blað- ■ tnu liha að nokkrar ungar siúlkur , hefðu stofnað „model"-fyrirtœki til kvenfatasýnihga og alls þess er sliku tilheyrir. — Hvað segja nú sérfraðingar stórþjóðanna, þar sem „tizku"-stúlkur hafa bundist samtökum og eru nú viðurkennd stétt — og mjög mikilsverð? — Sjáum til: „Mikill fjöldi ungra stúlkna Vilja verða atvinnusýningardöm- nr. En hvað margar vilja leggja það á sig, sem til þarf, til þess að teljast ,,modeI“. Sannleikurinn er sá, að sérstök fegurð er alls ekki nauðsynleg. En hún verður að vera sérstak- lega vel vaxin. Þetta þýðir að sérstök aðgætni í mataræði er nauðsynleg, alltaf. Góður vöxtur sér um hitt. „Model“ verða að ganga og koma fram, eins og áhorfendur hafi stöðugt auga á þeim. Þær verða að sjá í spegli hvað að ér og lagfæra síðan fas sitt. Litarháttur hennar í andliti verður að vera hreinn. Mataráeði Og hreinsun húðarinnar er mjög mikilsvert. Auk þess fæst nú andlitsfarði, sem getur lagfært ýmislegt hvað litarhátt snertir, en slíkt verður aldrei alveg full- komið. Andlitssnyrting verður að vera fyrsta flokks, en það þýðir, að stúlkan verður að finna út hvað hæfir henni og síðan nota það rétt. „Model“-stúlláur æfa sig heima uns þær geta snyrt andlit sitt fljótf og vandlega. Áhorfend- ur og ljósmyndarar bíða ekki. Er hárið rétt klippt og skín- andi hreint? Reglulegar heim- sóknir á hárgreiðslustofuna, til hárskurðar, halda hárinu í rétt- um stellingum. Og hvernig er það með fötin? Fötin verða að vera hrein og vel pressuð og snyrtileg. Hnappar mega ekki vera lausir, né nokk- uð annað aflaga Og svo eru það skrautgrípir og skórnir. Skór, töskur og hansk- ar eiga að vera einföld og í grunn lit; en einfaklingurinn á að ráða sjálfur hvað snertir belti, skraut- gripi og hatta, því það eru ein- mitt þeir, sém bera með sér per- sónuleiká stúlkunnar. heldur en glærar. Reynið líka teskeið af olivuolíu daglega, og smá aukið þennan skammt þar til hann er orðinn ein matskeið. Mikið af vítaminum, A úr eggj- um, mjólk, osti; B úr heilhveiti og kálfalifur, og C úr sítrónum, léttsoðnu grænmeti og salödum. Gerið yður að venju að borða ljúffengan, fitandi eftirrétt, sem kallast musli — blanda af muldu óskrældu epli, muldum hnetum, hunangi og rjóma. Hér er sýnishorn af matseðli, sem geffuif yður hugmynd um vel skipulagðan fitukúr: Morgunverður: Ávaxtasafi fiskur eða egg, ristað heilhveiti- brauð og smjör, hunang, mjólk- urkaífi. Hádegismatur: Kjöt eða fisk- ur, salad með matarolíu, musli eða í’jómaís, eða rjómaostur og kex, mjólkurkaffi. Eftirmiðdagskaffi: Veikt, sætt kaffi (heldur te), brauð með sméri eða kaka. ★ DANS ímyndið yður ekki, að vegna þess að feitt fólk gerir líkams- æfingar til að grenna sig, þá þurf- ið þér ekki á slíku að halda. Grannt fólk þar einmitt á sér- stökum æfingum áð halda. Dans, skautahlaup og sund eru ágæt til að fá fyllingu á réttum stöðum, og djúpar öndunaræf- ingar eru sérstaklega sérstaklega heilnæmar. Þér ættuð að draga andann djúpt 20 sinnum kvölds og morgna fyrir framan opinn glugga. Standið uppréttar, með hendur á síðum, andið að yður gegnum nefið, meðan þér teljið upp að 8, rétti hendurnar hægt upp að 8, réttið hendurnar hægt gegnum stútaðar varir, látið hend urnar síga niður og beygið lík- amann þangað til fingurgómarnir | nema við gólf. Endurtakið þetta 20 sinnum. „Úngfrú íslanct" missti af sjónvarpsútsendingunni (næstum því) ,,Stefnumót“ eins karlmanns við tuttugu og fjórar falleg- ustu stúlkur heimsins“ náði hámarki í spennandi kappleik við klukkuna — en þeir, sem sáu ,,Miss World“-keppnina i sjónvarpi misstu af mest spennandi augnablikum þessarar ,,yfirspenntu“ keppni. í fimm mínútur leit svo út, sem hin fagra ungfrú ísland gæti ekki komið fram fyrir vélar sjónvarpsins. Söguna af þessum augnablikum segir Victor, hársnyrtisérfræðing- urinn í Mayfair, sem fengið hafði veg og vanda af að snyrta stúlkurnar áður en sjónvarpstíminn hófst. Vic- tor, sem raunverulega heitir John Barr, notar vitanlega gerfinafn, en hér er sagan: „Ungfrú ísland (Ágústa Guðmundsdóttir) er mjög ljóshærð og með mjög hvíta húð. Fyrir keppnina haf ði hún klæðst hvítu. „Hún virtist svo algerlega hvít“, segir Victor, „að ég fór þegar að hafa áhyggjur af því, hvernig hún myndi líta út í sjónvarpi. Þá datt einum af aðstoðarmönnum mínum. snilldarráð í hug. Hann stakk upp á því, að við smyrðum hana sérstöku efni, sem hún hafði komið með frá íslandi. „Ég hafði aldrei notað það áður, en það var sagt mjög gott. Þessvegna sprautuðum við því á ungfrú ísland, svo að hún fengi dálítinn roða. Árangurinn var mjög ánægju- legur, en þegar hún stóð upp og hristi höfuðið til að feykja burtu öllu púðri, sem laust kynni að vera, féllu nokk ur kom niður um bak henn- ar. Hún reyndi að dusta þau Effir | JOHN K. NEWNAHAM ! af með hendinni, en duftið smurðist eins og varalitur um bak hennar. — Þegar hún sá hvað skeð hafði, greip hún hendinni um háls sér og skildi þar eftir rauð fingra- för. Framh. á 3. síðu. Krossgóta Múnudagsblaðsins LEYNDARMÁL Hægt er að „dulbúast" þannig, að grannleiki yðar sé leyndar- mál, sem aðeins þér og fötin yðar vita um. Lærið sum af brögð- um tízkufrömuða. Kjósið mjúk, þykk fataefni; gangið í felldum pilsum, óhnepptum jökkum, tveedfötum helzt köflóttum pils- um. Forðist þrönga kjóla og föt, lóðréttar rendur, empire iínur. Gangið í blússum frekar en peys- um og hafið ekki kjóíana of fiegna. ★ Hér skal svo að lokum í stuttu máli drepið á fjögur atriði, sem marga lýta, og bennt á að- ferðir til að ráða bót á þeim með Framhald á 8. síðu I 2 3 * t j /0 ■ n. ■ ■ n - ■ U, 34 ■ 21» 29 ii» z* Zf \u [3o SKYRINGAR: Lárétt: 1 Á vettlingi 2 Nudd 8 Kvennabósi 9 Leiktæki 10 Hætta 11 Guð 12 Kvikmynd 14 Á sundfuglum 15 Bylgjan 18 Híungur 20 Blekking 21 LJpphafsstafir 22 Drykks 24 Smælki 26 Karlmannsn, 28 Mont 29 Höfuðborg 30 Drykkjustofa Lóðrétt: 1 Blóm 2 Líffæri 3 Rökstyðja 4 upphafsst. 5 Hátíðin 6 Sund 7 Slit 9 Dinamóar 13 Rödd' 16 Elliheimili 17 Falla 19 Belti 21 Skraut 23 Berja 25 Draup 27 Félag. Ráðning' síðustu krossgátu: Lárétt: 1 Flagg 5 Kló 8 Laut 9 Fast 10 Aur 11 Öld 12 Knár 14 Áar 15 Rakur 18 Af 20 Nót 21 Fe 22 Rak 24 Li'fur 26 Akur 28 Röst 29 Rammi 30 Tía. Lóðrétt: 1 Flakkarar 2 Laun 3 Aurar 4 GT 5 Kadar 6 Ls 7 9 Flautir 13 Rán 16 Kol 17 Berta 1» Fáka 21 Fúsi 23 Kúm 25 Föt 27 RM.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.