Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 28. janúar 1957 Frá fornu fari hefur dauða- refsing tíðkazt með flestöllum þjóðum, bæði hinum frumstæð- tistu og menningarþjóðum. Langt fram eftir öldum þótti hún sjálf- sagður hlutur, og mjög fáum kom til hugar að efast um réttmæti hennar. Skipuleg barátta fyrir afnámi dauðarefsingar hefst ekki fyrr en á 18. öld, og hafði ítalinn Beccaría þar forgöngu. Á siðari hluta 19. aldar og á 20. öld hefur dauðarefsing verið afnumin í mörgum löndum,- en víða er hún þó í fullu gildi enn í dag. Fyrr á-öldum var fyrst og fremst litið á dauðarefsingu sem hefnd. Nú á dögum munu fáir lita á hana á þann hátt. Hún er fyrst og fremst skoðuð sem aðvörun til þeirra, sem kynnu að freistast til að feta hina sömu braut og hinn dæmdí, hún á að vera til „skræk og advarsel". Um það má þó lengi deila, hvort hún hefur nokk- ur veruleg áhrif í þá átt. Þeir, sem glæpi drýgja, gera það auð- vitað oftastnær í þeirri trú, að aldrei komist upp um þá. - Þá hefur einnig þeirri fráleitu kenningu verið haldið fram, dauðarefsingu til stuðnings, að hinn forherti glæpamaður sé ó- betranlegur, hann sé sérstök manntegund, sem hafi ómót- stæðilega tilhneygingu til glæpa. Því hefur jaínvel verið' haldið fram í fullri alvöru, að glæpa- hneigð eigi sér lífí'ræðilegar or- sakiv. Við hættulega glæpamenn sé því ekki annað að gera en að afmá þá ai' jörðinni. Þessar undarlegu og' harðn- eskjulegu skoðanir eiga enn í dag sína fylgismenn. Þess eru ekki allfá dæmi, að iðrandi sakamenn hafi sjálfir æskt dauðarefsingar. Á bak við þetta er sú hugmynd, að með slikri refsingu sé öll sekt þeirra og synd afplánuð. Þýzki na./.ista- foringinn Frank, sem líflátinn var í NLirnberg 1946 bað sér dauða á þessum forsendum, en hann gerðist i fangelsinu kaþólsk- ur heitttrúarmaður. • Fyrr á dögum voru menn oft íeknir af lífi íyrir harla litlar sakir. Fram á 19. öld voru veiði- þjófar í Englandi hengdir um- svifalaust. Og langt íram á síð- ustu öld voru menn í „villta vestrinu" í Ameríku hengdii1 fyrir að stela einu hrossi eða nautgrip. Reyndar hafa svipaóar reísíng- ar þekkzt hér á landi, eins og þegar Abraham útilegumaður var hengdur á Hveravöllum á 18. öld. Ólafur Hansson menntaskólakennarí; ustnðfium Aftökuaðferðir eru fjölda margar og ólíkar. Meðal hinna frumstæðari þjóða mótast þær oft -af hjátrú, svo sem ótta við hefnd hins liflátna. Grimmilegar aílöku- aðferðir Það er andstyggilegt til þess að hugsa, hve uppfinningasom mannkindin er, þegar um þa'ð er áð ræða að kvelja meðbræður sina. Oft voihi sakamenn píndir á hinn hryllilegasta hátt á aftöku- staðnum. Til er nákvæm lýsing og harla ógeðsleg á því, hvernig Ravaillac, morðingi Hinriks 4, Frakkakonungs var píndur til dauða. Hann var fyrst særður hnífstungum og brunasárum, en síðan var hann bundinn milli trylltra hesta, sem tættu hann sundur. Og afburðamaðurinn Struensee var líflátinn með hrottalegum pyndingum í Kaup mannahöfn 1772. í Austur-Indlandi tíðkaðist til skamms tíma sú aðferð að pína menn til dauða með því að lofa þeim ekki að sofa. Voru þeir vaktir í sifellu, ef þeir ætluðu að móka, misstu svo oftast vitið og dóu við mikil harmkvæli. Kvað þetta hafa verið ægilegur dauðdagi. Algengt var í fyrrnd- inni að svelta menn i hel, svo sem Rómverjar gerðu við Júgúrthú Númidíukornung, en hann lézt sex sólarhringum eftir að hann fékk síðasta matarbitann. í forn- um sögum norrænum er getið um hryllilegar líflátsaðferðir, svo sem að rekja úr mönnum þarm- ana eða rista þeim blóðörn. Hér var þó að jafnaði um að ræða hefnd, en ekki skípulegar aftök- ur. A Súmötru voru dauðadæmdir menn bundnir við staur í þorpinu og gengu síðan þorpsbúar að þeim með hnífa sína og skáru sér bita úr lifandi líkömum þeirra og steiktu síðan á teini, Aftur á móti var það svo sumsstaðar í Afríku, að örgustu mannætur þorðu ekki að éta lík líflátinna sakamanna, því að þær héldu þá, að glæpa- eðlið færi í sig. í kióm óargadýra Það er ævagömul aftökuaðferð að varpa dauðadæmdum mönn- um fyrir villidýr, svo sem ijón, hlébarða eða tígrisdýr, sem oft eru áður svelt tímunum saman. Alkunnugt er, að kristnir menn í Róm voru oft líflátnir á þennan hátt. t Indlandi var mönnum stundum varpað fyrir flokka grimmra, soltinna hunda. Ind- verjar létu stundum fíla kremja sakamenn til bana, og bæði í Afríku og Indlandi var mönnum oft varpað út í fljót til krókó- díla. I Evrópu var mönnum á miðöldum stundum varpað fyrir mannýg naut. Og frá því í forn- öld fram á 17. öld voru menn stundum bundnir við ólma hesta eða aftan í stríðsvagna, sem ekið var með ofsahraða, þar til þeir lömdust til bana. Sagnir eru til um það frá miðöldum, að menn hafi verið bundnir allsnaktir við tré og grimmir veiðihaukar látnir höggva þá til dauða. í fornnor rænum sögum er þess alloft get ið, að mönnum væri varpað ormagarða, svo sem þeim Rágnari loðbrók og Gunnari Gjúkasyni. í Nepal eru sakamenn enn í dag teknir af lífi með þvi að láta sporðdreka bíta þá. Eifurbíkarinn Ymsar þjóðir í Afríku og Suður- Ameríku láta hina dauðadæmdu sakamenn taka eitur. Þetta var stundum gert hjá Forn-Grikkj- um, og er sagan um eiturbikar Sókratesar alkunn. Hýðing Tilkynning nm aímeimt tryggingasjóðsgjald o.íl. Hluti af almeanu tryggingasjóðsgjaldi fyrir árið 1957 fellur í gjalddaga nú í janúar, svo sem hér segir: Karlar kvæntir og ókvæatir, greiði nú kr. 400.00 Konur ,ógiftar, — — — 300.00 Vanræksla eða dráttur á greiðslu try-ggingasjóðs- gjalds getur vaíðað missi bótaréttinda. Sktifstofan veitir einnig móttöku fyrirframgreiðslum upp í önnur gjöid ársins 1957. Reykjavík, 23. jan. 1957 Tojlstjóraskrifstofan Arnarhvoli. Hýðingin er fyrst og fremst við minni háttar refsingar, en hún er einnig til sem aftökuaðferð. í Mið-Afríku eru menn stundum líflátnir með því að hýða þá til dauðs með svipum úr glerhörðu og skrælþurru flóðhestaskinni. í Róm voru menn þeir, sem spjöll- uðu Vestumeyjar, hýddir til bana. Talið var, að 60 högg væru ærin til bana. Kvikseining •"aaaaa«aitaaBaaaaaaaaaBail«aMaa*#«*aaaaana*Baa»aBasa&axaaKa» Það var algeng aftökuaði'erð viða um lönd áður fyrr að múra menn inni í húsum eða veggjum. Sagt er, að hún sé enn í gildi með- al sumra þjóðflokka í Austur- Afriku. Vestumeyjar í Róm, sem staðnar voru að óskírlifi, voru múraðar inni í veggjum hot'anna. Á svipaðan hátt var fy'rr á öld- um stundum farið með óskhiífar nunnur í kristnum sið. Hefur þá annaðhvort hungur eða köfnun orðið þeim að bana. Það er víst óskemtntílegur dauðdagi að vera kviksettur, hvort sem það er gert viijandi eða óviljandi. Enginn hefur lýst ógnum kviksetningar jafn átakanlega og Edgar Allan Poe í „The premature burial". Fyrir björgin blá Indíánar vörpuðu oft saka- mönnum fram af hengiflugum, svo að hvert bein í þeim brotn- aði. Fyrir neðan hamra þessa lágu oft beinagrindur í hrúgum. Rómverjar notuðu framan af þessa aftökuaðferð yið landráða- menn. Var þeim hrundið fram af Tarpeiuhamri. Víða um lönd var þessi aðferð áður fyrr notuð til að losa sig við gamalt fólk, sem var hætt að geta unnið, en menn tímdu ekki að ala. Sagt er, að þetta haf i komið fyrir í afskekkt- um sveitum Svíþióðar furðu langt fram eftir öjdum. Stundum gekk gamla fólkið sjálft f yrir "ætternis- stapa, er það renndi grun í hváð til stóð eða var orðið leitt á líf- inu. Grýfing I Vestur-Asíu var grýting ein algengasta aftökuaðferðin áður fyrr. Má sjá þetta í biblíunni, t. d. um Stefán píslarvott. Hórkonur voru grýttar meðal Gyðinga. Hinn dauðádæmdi var oft grafinn í jörðu upp að mitti og síðan grýtt- ur til dauða af miklum mann- fjölda. Er þetta sennilega gert í þeim tilgangi að gera allan mann- grúann samábyrgan á líflátinu, svo að hinn drepni eigi erfiðara með að hefna sín, ef hann skyldi ganga aftur. Af svipaðri trú er runnin sú aftökuaðferð að binda heldur var þeim fórnað goðmögtt- um þeim, sem í ám. og linduttr. bjuggu. Sú trú mun öðrum þræ'ðí búa að baki aftökuaðferðum. eins og drekkingum, hengingum, kyrkingum og brennum, að betra sé að komast hjá því að úthella blóði hins drepna, þá verði hanti ekki eins ákafur að hefna sín, Trúin á hinn hættulega töframátt blóðsins er ævaforn og mjög út- breidd. Bálið Sú aðferð að brenna sakamenn. á báli á að einhverju leyti ræt- ur sínar að rekja til þeirrar trú- ar, að sá, sem brenndur sé upp til agna eigi erfiðara með að ganga aftur. Galdramenn og galdrakonur voru oft brennd bæði í heiðnum sið og kristnum. Villutrúarmenn voru brenndir á báli í stórum stíl áður fyrr, og fullyrt er, að trúvillingabrennur hafi átt sér stað í Mexíkó um miðja 19. öld. Galdrabrennur tíðkuðust um alla Evrópu, einnig hér á^ landi. Sennilega hefur margt áf því fólki, sem brennt var, trúað því sjálft, að það væri góldrótt. Annars tók galdra hræðslan víða á sig form hreinn- ar sálsýki, eins og meðal annars má sjá af Píslarsögu Jóns Magn- ússonar. Áður fyrr voru þrælar oft brenndir um leið og lik hús- bænda þeirra voru lögð á bái3 eflaust í þeim tilgangi, að þeir gætu haldið áfram að þjóna herr- um sinum hinum megin. Af svipuðum toga voru hinar ind- versku ekk.iubrennur spunnar, er ekkjan varð að ganga á bálið hjá líki manns síns. Brennurnar eru án efa að einhverju leyti sprottnar af f ornri eldsdýrkun, en í trúvillinga- og galdrabrennum. var litið á aftökubálið sem for- smekk að eldi helvítis. Kyrking Víða í Austurlöndum hefur hinn dauðadæmda við tré og láta ' kyrking til skamms tíma verið stóran hóp manna skjóta á hann aléeng aftökuaðferð. Þá er hinn í einu, örvum eða spjótum.. \ dauðadæmdi rígbundinn og síðan Hræðslan við afturgöngur og hefnd þeirra, hefur sett sinn svip á margar aftökuaðferðir. Drekking Áður fyrr var sakamönnum oft drekkt í ám, vðtnum eða fenjum. Hér á landi var konum áður fyrr drekkt í Drekkingarhyl á Þing- völlum. Stundum voru hinir dauðadæmdu alls ekki sakamenn, kyrktur með sterkri 61 eða við- artág. Stundum eru reyndar handsterkir menn látnir kyrkja hann í greipum sér, og má víst fá æfingu í þeim handbrögðum eíns og hverju öðru starfi. Senni- lega hefur böðlinum ekki fundizt meira til um þetta en íslenzkum bændum um að skera kindur. Kyrkingar voru framkvæmdar á Spáni fram á 19. öld. Framhald á 7. síðu stenáur sem h<®»^ ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT I DAG UNDIRKJÓLAR Á DÖMUR OG TELPUR, ÁSAMT PEYSUM OG (BDÚgSUM.' ÖDÝRI MARKADURINTV, Tetnplárasundi 3 MiMWMiiraM«iu«iiRiwuiiiHil*ii«MiiMiHinmmki»Mi*

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.