Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 28.01.1957, Blaðsíða 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 23. janúar 1957 að hafa einhvern mér við hlið, og þegar þú vildir mig — Ju- dy, hlustaðu á mig. Mesti viðburðurinn í lífi mínu var ekki, þegar þú sagðist vilja giftast mér. Það vtar ekki einu sinni brúðkaupsdagurinn okkar. Heldur var það dag- urinn á spítalanum, þegar þú sagðir, að væri það ekki mín vegna þá vildir þú helzt deyja. Geturðu ekki trúað því, væna mín?“ „Trúir Barbara því?“ sagði Judith, og Blair kinkaði kolli. „Já, ég held hún hafi alltaf vitað það. Alveg frá upphafi. yið réttum hendurnar eftir skuggamyndum og gripum í tómt. Reyndum að höndla eitthvað sem kæmi í staðinn fyrir raunveruleikann, sem við hvorugt gátum eignazt. Ég vildi þig. Ég hef alltaf viljað þig, og maður sem í hjarta sínu þráir aðra konu getur aldrei veitt stúlku það sem hún á heimtingu á af eig- inmanni sínum. Geturðu ekki trúað því, að það var aldrei meira í þessu máli en orðin tóm ? Ég veit ekki, hvað Sus- an hefur sagt þér, en ég þekki hana og get getið mér þess til. Geturðu ekki trúað mér, eða viltu það ekki?“ Judith sagði: „Ég vil trúa þér, ég held mig langi meira til að trúa þér en nokkurs annars í líf- inu. Sjáðu til — ó, Blair — það er svo erfitt að útskýra það. Þrátt fyrir allt, sem ég sagði og gerði, við þig, að öllu því slepptu, þá varstu mér ímynd einhvers. Á mína eigin vísu hef ég ávallt dáðst mikið að þér. Þú gerðir mér gramt í geði, en ég gat ekki að því gert að dáðst að þér og því, hvernig þú hélst fast yið sannfæringu þína. Ég reyndi að hagga henni, en fékk ekki áorkað. Þú varst eins og klettur, og maður með Slikt hugarfar gengur mjög í augun á mér. Eg dáði þig fyrir það, að þú skyldir ekki láta þrá þína til mín standa þér fyrir þrif- tun og vegna þess að undir hiðri hugsa ég, að við höfum verið líkt skajú farin. „Eg er framgjörn —Hún feiðrétti sig snöggt og átakan- Jega: „Eg var framgjörn og ætlaði ekki að láta neitt aftra mér. Þú varst hugsjónamað- ur, en þú vildir ekki einu sinni leyfa mér að komast upp á milli þín og þess, sem þú stefndir að. I hjarta mínu, hugsa ég, að ég hafi alltaf elskað þig á mína vísu. Þú átt víst erfitt með að trúa því, en hvort sem þú trúir því eður ei, þá er það satt. Og þess vegna er samband ykkar Barböru svo þungbært. Eg get ekki áfellzt þig, en það hjálpar mér ekkert, því ég ikenni sjálfri mér hvernig fór. Þú átt skilið að vera ham- ingjusamur, en ég er þér þrándur í götu. Ef ég hefði Jbara dáið, eins og ég átti að uNei“, sagði Blair. „Þú PRAMHALDSSAGA Judith mátt ekki segja þetta. Þú mátt ekki hugsa það. Þú hef- ur ekki einu sinni rétt til að gefa slíkt í skyn —“ „En það er satt, er það ekki?“ saðgi Judith. „Ef ég hefði farizt, hefðirðu gengið að eiga Barböru. Ekki strax, það er auðvitað“. Hún brosti beizklega: „Þú hefðir látið viðeigandi bið verða á því, en svo hefðirðu gifzt henni og þið lifað í lukkunnar velstandi upp frá því. En í stað þess fórst ég ekki. Eg er hér — á lífi og ósjálfbjarga. Ó, Blair“, sagði hún með örvæntingar- hreim, „hvers vegna léztu mig lifa? Því gat ég ekki dáið? Eg vil ekki lifa svona. Eg ætlaði að gera svo mikið. Svc mikið. En ég get ekkert gert. Eg er baggi. Eg er þér f jötur um fót. Eg vildi ég hefði dáið. Það veit guð, ég vildi ég hefði dáið“. Seinna kom Evan Harrigan að máli við Blair. „Eitthvað hefur hent Jud- ith, Dorset. Hún er búin að gefa upp alla von. Missa kjarkinn, og ég get ekki tog- að orð út úr henni. Hún var vön að tala við mig, en nú er hún búin að draga sig inn í sína skel, og ef við komumst ekki fyrir rætur meinsins, þá stend ég uppi ráðþrota. Henni stendur líka alveg á sama, núorðið, hvort henni batnar eða ekki. Getur þú ekkert gert til að hjálpa henni?“ En Blair gat ekkert gert. Enginn gat nokkuð gert, að því er virtist. Judith neitaði ekki lengur að taka á móti honum, en vináttan, sem hafði vaxið svo ört upp á! milli þeirra, var horfin. Hann sat hjá henni, eins og hann hafði alltaf gert, kom með bækum- ar sínar inn til hennar og ræddi starf sitt við hana; en bréfið frá Susan var alltaf ná- lægt, eins og ásækinn draug- ur, sem ekki verður kveðinn niður, og sú efans ör, sem Susan hafði skotið, stóð enn í brjósti Judithar. Judith hafði lítið annað að gera en hugsa, og hún gat ekki bægt þeirri hugsun frá sér, að ein- ungis lifandi návist hennar stæði hamingju Blairs fyrir þrifum. Iðrunin náði tökum á henni og blindaði heilbrigða skynsemi hennar. Blair var svo góður, svo fórnfús. Hann átti rétt á að vera hamingju- samur, en hún var honum í vegi. Hún hfði ætlað sér að fórna honum fyrir sín eigin markmið og nú yrði hún að eftir E. Carfrae gera yfirbót. Það minnsta, sem hún gæti gert, væri að láta hann lausan, svo að dauði hennar gæti að minnsta kosti orðið honum upphaf betra lífs. Hún neitaði að taka inn meðölin, sem Evan Harrighan sendi henni, vildi ekki einu sinni neyta matar. Harrighan, hjúkrunarkonan o gBlair stóðu upp ráðalaus; þau leituðu jafnvel til Agöthu Crossways í örvæntingu sinni, en einnig hún rak sig á múr- vegg, sem engin vopn bitu. Evan Harrighan sagði: „Ef við getum ekki komizt fyrir þessa meinloku í. huga hennar, þá deyr hún. Og deyr blátt áfram af því að hún vill deyja. Ekki af því að það séu nokkur jarðnesk rök fyrir því að hún eigi að deyja. Fjanda- kornið, eitthvað verðum við að gera, Dorset.“ Hann fór til frú Wetherby, til Bunty, til Olivers, og ekki batnaði orðbragðið eftir . því sem kvíði hans óx. Að standa að- gerðalaus og horfa á sjúkling smá f jara út af engri ástæðu annarri en hennar eigin löng- un til að deyja, var í hans augum vantraustsyfirlýsing á hæfileika sjálfs hans. Hann sagði við Oliver: „Hvaða fjárans gagn er í allri þinni trú, ef þú getur ekki beitt henni í svona til- fellum? Eg get kuklað við skrokkana, en sálirnar eru þitt svið. Því geturðu ekki gengið að henni og eytt þess- ari fáránlegu bábilju, að hún standi honum í vegi. Fjandinn hafi það, Oliver. Hún deyr, það get ég sagt þér. Og af engri ástæðu annarri en að hún vill deyja. Svona nokkuð nær engri átt, maður“. Oliver gerði sem hann bezt get, og þegar hann brást líka, reyndi frú Wetherby, þó að Evan Harrighan hafi frá byrjun gert sér heldur litlar vonir um árangur af viðleitni hennar. Frú Wetherby hafði elzt upp á síðkastið, og hún var hálfrugluð og leið yfir því, sem fram fór. Hún hafði óþyrmilegan grun um, að á bak við það sem Blair og Bunty og Oliver hafði hvert um sig, sagt henni, og það var nógu slæmt út af fyrir sig, byggi eitthvað allmiklu verra, og til þess að fá ekki grunsemdir sínar staðfestar, kaus hún heldur að spyrja ekki of margs um þessa hluti. Allt gekk svo erfiðlega þessa dagana. Stúlkur gerðu hluti, sem þær hefði aldrei dreymt um að gera í hennar ungdæmi og ef ástandið í hennar eigin f jölskyldu var eins slæmt og hún hélt að það kynni að vera, þá vildi hún sem minnst um það vita. Og því fór svo, að þegar hún heimsótti Judith, eins og hún gerði nærri dag- lega, og reyndi að fá hana út úr skelinni, þá varð næsta lítið úr þeirri. viðleitni henn- ar, og fundum þeirra lauk því venjulega aðeins með tárum annarrar og gremjulegri ó- þolinmæði hinnar. Þegar vorið gekk aftur í garð, varð það æ ljósara að Judith fór Ört hnignandi. — Einn daginn kom Agatha Crossways á fund Blairs í viðtalsstofu hans. „Eg ætla. að biðja þig um að gera mér greiða, Blair. Og að reiðast mér ekki, þó að ég biðji þessa. Mér þykir mjög vænt um Judith, og bónin er hálf kjánaleg. Eg þekki ekki sannleikann í mál- inu og vil ekki þekkja. Allt, sem ég veit, er að einhvern veginn og af einhverjum á- stæðum, sem henni einni eru kunnar, hefur Judith tekið það í sig að bezta leiðin til að gera þig hamingjusaman mann, sé að koma sjálfri sér fyrir kattarnef eins fljótt og hún mögulega geti.“ „Nei,“ sagði hún, þegar Blair byrjaði að tala. „Segðu mér ekki neitt, sem þú síðar gætir óskað, að ég viti ekki. Eins og þú veizt, þá þykir mér vænt um ykkur bæði, og vil ég ekki, að mér sé sagt PRESSAN Framhald af 8. síðu. Alphonse de Luzoddaix hefui’ verið skattstjóri í St. Malo und- anfarin 33 ár, en lætur nú af því starfi í haust fyrir aldurs sakir. Hugðarefni á hann mörg, en hug- stæðast þeirra mun þó ísland vera. Hann hefur gert sér far um að kynna sér skútu-útgerð Bretagne og' Normandie-manna á íslandsmiðum. í því skyni dvaldi hann um hríð á Fáskrúðs- firði, og munu þeir fáir, rosknir Fáskrúðsfirðingar, sem ekki hafa haft af honum nokkur kynni og minnast hans með hlýhug. Margir íslendingar hafa á um- liðnum árum lagt leið sína til St. Malo og notið þar gestrisni og höfðingsskapar de Luzoddaix og hinnar ágætu konu hans, Je- anette-Marie, í hinu vinalega húsi þeirra í 23, Rue St. Francois de Sales. Egill Guðjónsson, stud. phil, Deila flugmanma Framhald af 1. síðu. skortur flugmarma er víða. Er fulíyrt, að sumir innan stéttarinnar ráðgeri nú, að starfa erlendís, sé kröfuna þeirra ekki fullnægt. Þegar blaðið fór í pressu, hafði verið haldinn einn árangurslaus fundur milli deiluaðila. Gera má ráð fyrir að 80% launanna fari , opin- ber gjöld. Loítskeytameiui — flugv'irkjar Loftskeytamenn gera kröf- ur um 90—100% hækkun og virðast vilja verða flugmönn- um samferða á þessari braut. Flugvirkjar hafa enn ekki birt kröfur sínar, en samn- ingar þeirra renrta út, eins og fyrr segir, 1. marz. Kröfur flugmanna geta dregið á eftir sér þungan dilk. Þær þýða, ef að þeim er gengið, að annað f élagið verð ur að greiða á 3. milljón meira í árslaun til starfs- manna sinna. ^ Endumýjun flugflotans óviss Um þessar nnmdir, mun\* báðir forstöðumenn flugfélag anna vera í Ámeríku, að semja um kaup nýrra flug- véla. Þessar kröfur flugm. geta vel komið í veg fyrir að félögin geti keypt þessar vél- ar og bætt þannig íslenzka flugflotann. Eins og nú er komið er á- standið mjög alvarlegt. ís- lenzku flugfélögí og starfslið þeirra hafa lyft grettistaki og væri illt til þess að vita, ef stöðvun eða algjört ólag kæm ist á þessi mál. Vitanlega verður að greiða þessu fólki sæmileg laun. En sóma myndi flugmönnum betur, að skoðai hug sinn tvisvar áður en þeÍE1 endanlega gera ráðstafanir^ sem koma ringulreið á þessl mál. íslendingar hafa yfirleitt^ búið vel að þessari stétt. Flug félögin hér eiga ýmsa erfið- leika við að etja í alheims- keppni um loftferðir. Það e? illt ef sú stétt, sem mest e» hampað reynist nú ódrengi- lega. ÍS-DRYKKIR ÍS-RÉTHR, HAMBORGARAR SKINKÁ OG EGG HEITAR PYLSUR MJÓLK KAFFI ÖL, GOSDRYKKÍR. SÆLGÆTt TÓBAKBVÖRUR O.FL. ÍSBORG - taliíitrsfræi ! i •ujUiiuiHumuiiiiiiuitiKmuuuMii.m

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.