Mánudagsblaðið - 27.06.1960, Side 4
'4
MÁNITDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 27. júní' 1960
BlaSfynr alla
Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 4 kr. í lausasölu.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Algreiðsla: Tjarnarg. 39. — Sími ritstj. 13496.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Jónas Jónsson, frá Hriflu:
Þurfa börn og ungmenni aS læra
leiSinlegar bækur?
í meir en þúsund ár hafa börn
og ungmenni íslands heyrt
skemmtilegar sögur um menn
og málefni- Ennfremur hlýtt á
og numið ljóð sam þeim þótti
ávinningur áð kynnast. Þetta
fólk lærði að skrifa og sótti fast
þá mennt. Þá voru bókfest hin
margháttuðu fræði, sem lágu áð-
ur vel geymd í hugskotum gáf-
aðra og vel menntra manna. Að
lokum kom prentlistin og þá
varð lesmenntin vinsælasta tóm-
stundaiðja íslendinga.
Það var höfuðeinkenni allrar
fornbókmenntaiðju íslendinga
að menn völdu sér sjálfir les-
éfni og sóttust mest eftir því
sem næst var skapi þeirra og
þroska. Frá þeim tímum eru
frægar hinar svonefndu ömmu-
bókmenntir. Þá sögðu gáfaðar
og hugþekkar ömmur barnabörn
um sínum kynstur af þjóðlegum
fróðleik, sögum, og kvæðum.
Ömmurnar þekktu sitt fólk og
vissu hvað því kom. Ef tilheyr-
endur gerðust svefnsæknir meir
en efni stóðu til breytti amman
um efni. Hún hafði ríkulegan
forða og unun af starfinu. Með
þessum hætti fluttist móðurmál-
ið og geysimikil andleg verð-
mæti frá kyni til kyns.
Enn búa íslenzkar bókmennt-
ir að þeim lindum snilldar og
hugvits sem ömmur og mæður
hafa frá örófi alda opnað fyrir
hverri nýrri kynslóð.
Á þessu varð breyting árið
1946. Þá höfðu Er.gilsaxar skilið
eftir í eigu íslenzkra manna í
erlendum bönkum 600 milljónir
króna. Þetta var mikill peningur
fyrir þjóð, sem hafði löngum
verið aurafá. Stjórnin og þingið
varð gripið yfirnáttúrlegri and-
legri landvinningaþrá.
Þetta stjórnarlið var allt bezta
fólk og" á engan hátt takmark-
aðra að vitsmunum heldur en
gerist um menn í þessum víg-
stöðvum. Þessu fólki datt í hug
að setja alla unga íslendinga á
skylduskóla vetur eftir vetur
við bókleg fræði. Takmarkið var
að gera sgm flesta og líklega
helzt alla að bókíræðimönnum.
Um menntun var ekki spurt
enda er það allt annar handlegg
ur. Með þessu skyldufargani var
slitinn hinn forni þráður þjóð-
légrar ménnipgar. Ömmufræðin
vonÍ nú logð fifirðulega kalkaða
grof. Állt þetta hámenningar-
' mál héfur endáð með sorglegum
hætti. Árið 1947 var allú’r stríðs
'•gróðinn horfinn og tæptega'
anlegur gjaldeyrir fyrir sóma-
barátta stóð fyrir dyrum þegar
mannúðlegur amerískur hers-
samlegum líkklæðum. Hungur-
höfðingi byrjaði að gefa íslend
ingum 200 milljónir árlega
nokkur missiri. Ekki gekk öllu
betur með að gera alla ísl
að bókvísindamönnum. Þjóðin
hafði átt allmarga slíka menn
Nýverið voru í þeim hópi snill-
ingar að gáfum og lærdómi
menn eins og Þorvaldur Thor-
oddsen og Helgi Péturss. Tæp-
lega hefði þjóðin ráðið við að
hafa á fóðrum þúsundir slikra
skörunga því að þegar frægð
Þorvalds stóð sem hæst og hann
hafði kannað landið hálft felldi
þingið í sparnaðarskyni ferða-
styrk hans en erlendir menn
hlupu undir bagga það sinn og
björguðu vísindaheiðri Islend-
inga í það sinn. Ekki er sýni-
legt að þjóðin hefði skyndilega
fengið mörg hundruð yfirburða
bókfræðimenn við stóraðgerðir
Alþingis.
Þegar Alþingi lögleiddi skóla
þvingunina stóðum við Gísl
Barðstrendingur í andófi á þing
pöllum vanmáttugir líkt og tveii
hjarðsveinar sem hygðust stöðva
flaum Jökulsár á Dettifossbrún-
inni.
Síðan þetta gerðist hefir mik-
ið vatn runnið í hafið. Stjórnin
hefir eftir beztu föngum reynt
að hýsa hinn mikla grúa tilvon-
andi bókfræðimanna og allir
eiga að þreyta hin furðulegu
fræði vetur eftir vetur. Úr skól-
unum hefir komið mikið dugn-
aðarfólk, bæði við vinnu á sjó
og landi og í nýbyrjuðum iðn-
aði. Þessháttar fólk hafði áður
verið til á íslandi og er allt
gott af þeim mönnum að segja
bæði fyrr og síðar. Hinsvegar
hefir stjórninni farnast miklu
ver bókfræðimentina hfild-
ur en mæðrum og ömmum fyrr
á árum. Meginhluti þeirra
skyldunámsbóka, sem íslenzk
börn eiga að lesa og læra frá 7
til 20 ára er frámunalega. leið-
inglegur, og á að vera það:
Málfræðin er kvalatæki líkt og
gapastokkur fyrri ára. Fegurð
Suðurlands og Borgarfjarðar
kynnast nemendur með 100 stað
arheitum. Sögu nemur þessi
unga kýnslóð með því að þekkja
heiti og ríkisstjórnaiár allra kon
unga í álfunni. í náttúrufræði
er jnest stund logð :á klær og
kjáfta éjýranna. Eiinfremur erj
V ' .vS'.Framhald á 6. 8Íðu«.
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNI SACT
Þingvellir að verða þjoðarskömm - Sefur þingvallanefnd - Hve lengi
á drukkinn unglingaskríll að ráða eysfra! - Ekkerf ennþá gerf fyrir
þjóðgarðinn né gesfi hans - Hæffið búrahugsjóninni
Eg sé að dagblöðin eru
byrjuð að prenta sögur um
fylliríið og skepnuskapinn,
sem jafnan hefst austur á
Þingvöllum, kring um Val-
höll, þegar sól hækkar á
lofti. Er eins og vant er, að-
allega um þetta 14—16 ára
unglinga að ræða, og þá ekki
síður stúlkur en pilta, sem
flækjast þarna austur hálf-
full og alfull af áfengi og
þykjast vera mikið fólk.
Útilokað er fyrir veitinga-
húsið Valhöll að sporna á
móti þessum lýð, því bæði er,
að ekki er nógur mann-
skapur til að stugga því
burtu og svo hanga þau flest
utan dyra ef hægt er að
slangra á milli. Þetta er ekki
einungis ófögnuður öllum gest
um heldur og mesta skömm
fyrir þjóðgarðinn, sem verið
er að bisa við að sýna útiend
ingum og gestUm hvaðanæfa
að.
Ástæðurnar fyrir þessu
vandræðaástandi eru margar.
í fyrsta lagi hafa tveir lög-
gæzlumenn ekkert við í sam
bandi við eftirlit með þessum
vandræðaunglingum. Þeim er
ofraun að þagga niður í þeim
og koma þeim burtu og ekk-
ert pláss er til að geyma þá
verstu. Ef krakkarnir hunzk-
ast burtu þá er það sjaldnast
léngra en út á grundirnar í
kring, og þá ekki sízt á
„búðasvæðið“ hinar ,,heilögu“
rústir (þar sem ómögulegt er
að fá byggt eitt sýnishorn af
fornri búð) eða liggja afvelta
og stundum í vafasömum
stellingum við þjóðveginn að
Valhöll.
En önnur ástæða er líka
veigamikil. Hvað gera þing-
vellir, þjóðgarðurinn fyrir
gesti sína. Kaffi, kökur og
matur í Valhöll, gosdrykkja-
stía, og svo landslagið ’ óg 1
„sögúlegar tengdir“ er allt
það, sem eini þjóðgarður ís-
lands hefur upp á að bjóða.
Allstaðar í heiminum eru
þjóðgarðar þannig úr garði
gerðir að þangað er hægt að
sækja án. þess a stofna lífi
og limum í hættu eða a. m.
k. að verða fyrir aðkasti
drukkinna unglinga. Þingvell
ir gera lítið sem ekkert fyrir
gesti sína. Útlendingum er
bent á grónar rústir, sem bú-
stað goða og seinni alda þjóð
höfðingja yfir . þingtímann.
Slíkar rústir má finna í ná-
grenni hvers bæiar á íslandi.
„Þarna sat lögsögumaðurinn"
segja túlkarnir „rétt þar sem
flaggstöngin er, og þar var
lögrétta“. Tarna eru haldgóð
ar upplýsingar, einkum fyrir
útlendinga. Af öðru státa
Þingvellir ekki að ráði, foss,
um, fjallasýn, drekkingarhyl,
sem er einskonar þvottahyl-
ur fyrir ferðamenn. Allt, sem
gefur til kynná sögufrægð
staðarins hefur tímans tönn
og meðfætt kæru- og skeyt-
ingarleysi íslendinga varð-
andi sögulegar menjar nagað
burtu. Sú tillaga að byggja
upp 95% rétta eftirlíkingu af
fornri búð veldur gráti og
gnístran tanna hjá Þjóð-
minjaverði, vegna þess að
5% sem kunna að vera röng
eru móðgun við vísindamanns
eðli hans (samanber Gengið
á reka). Að girða af búða-
svæðið, merkja þau búða-
stæði, sem vitað er með vissu
um' er útilokað vegna þess
að það er óþjóðlegt því forn-
menn girtu það aldrei af, og
girðingin því ekki rétt mynd
af Þingvöllum frá 930—???.
Að gera nokkuð fyrir gesti,
eitthvað esm tilheyrir nútím-
anum, annað en matur og
kaffi er hrein goðgá, -þótt
sölumennska ýmis hafi tíðk-
azt á Þingvöllum, jafnvel á
dögum Njáls.
Árangurinn af öllu þessu
er sá, að hinn „heilagi þjóð-
garður" er vart annað en
áningarstaður fullra unglinga,
sem þurfa á blandi að halda,
og svo nokkurra gesta, sem
aka beint í Valhöll og borða
fljótt eða fá sér kaffi og
þjóta burtu. Svo nefnd tjald-
stæði — þetta grín með það,
að gestum sé nauðsyn að
tjalda á Þingvöllum, 40 mín.
akstur frá Reykjavík, er bara
fyrirslátt.ur og yfirleitt mun
meira svallað í tjöldunum en
sofið, og þaðan hafa brenni-
víns og slagsmálaberserkir
leitað til Þingvallaprests og
fyrrv. þjóðgarðsvarðar til að
fá bundið um sár sín eftir
slagsmálin á hinum „helga
velli“.
Það er hvorki andstætt
þjóðaranda né helgi staðar-
ins þótt reynt sé að gera
Þingvelli að stað, sem menn,
innlendir og útlendir geta
heimsótt án óþæginda vegna
drukkinna unglinga. Þing-
vallanefnd, ef einhver þeirra
er á lífi eða a. m. k. enn
starfandi, gæti, ef vilji væri
fyrir hendi, gei’t þetta að fyr
irmyndarstað, sem heimsóttur
yrði af unglingahópum úr
skólum, vor hvert ög þar
fengju skólabörn einhverja
vitneskju um staðinn, stað-
háttu, aðstæður til forna o.
s. frv. Það munu fá dæmi
þess, að skólabörn fari þang-
að nokkra hópferð er sól
hækkar á lofti og gróður
kemur í jörð. Staðurinn get-
ur líka verið hvíldarstaður
fyrir fullorðnia. Þarna má
reka gott veitingahús með
öllum þægindum. Hvorki
Gröndal, núverandi veitinga-
maður í Valhöll né neinn
annar veitingamaður getur
rekið viðunandi veitinga- og
gistihús undir núverandi að-
stæðum. Siðari árin hefur svo
til tekizt, að fólk sveigir jafn
an hjá garði eystra vegna
ytri aðstæðna og þar meina
ég lýðinn, sem hnappast utan
Valhallar og ófriðar þess, sem
jafnan fylgir slíkum lýð. Hin
svívirðilega umgengni ung-
linga í þjóðgarði landsins,
eða hvar sem væri, yrði ails
staðar til þess að þeim yrði
refsað og myndir birtar á-
samt nöfnum af spellvirkj-
um. Að sjá lögreglumenn
vera að diskútera við hálf-
fullan hortugan ungling, biðja
hann að hafa sig í hófi, og fá
ekki annað en útúrsnúninga
í staðinn er hlálegt virðing-
arleysi. fyrir eðli og starfi
eftirlitsmanna . þjóðgarðsins.
Þarna mættu þeir brúka þær
aðferðir, sem virðast helzt til
vinsældar meðal íullorðinna
gesta á einkaveitingastöðum
Reykjavíkur.
Þingvallanefnd verður að
gera sér ljóst, og þá ekki síð-
ur þeir, sém hæst gaspra af
þjóðarstolti og þjóðhollustu,
að Þingvellir eru okkur nú
til raunverulegrar skammar.
Það er þýðingarlaust að
teyma hvern útlendingahóp-
inn á fætur öðrum til Þing-
valla og benda með stolti á
þjóðgarðinn, þingstaðinn og
aftökustaðinn .nefna ’nöfn
eins og Snorra, Sturlu, syo
Njál og Gunnar, alla þá frægu
menn sem sagt er frá í forn-
sögum og Sturlungu, en láta
síðan gestina rekast inn með
Framhald á f. .eí-ítoi.
iiiiiinuiinriiMniiiiininMiii