Morgunblaðið - 30.05.2005, Page 1

Morgunblaðið - 30.05.2005, Page 1
mánudagur 30. maí 2005 mbl.is Verð við allra hæfi Engin skilyrði um önnur bankaviðskipti Lánin eru verðtryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum. Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80% við endurfjármögnun fasteigna (engin hámarksupphæð) og 100% við kaup fasteignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna). Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin eða í eitthvað allt annað. www.frjalsi. is H im in n o g h a f- 9 0 4 0 5 9 1 Nína Arnbjörnsdóttir lánafulltrúi á viðskiptasviði Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár 4,15% vextir 18.485 5.361 4.273 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Frjáls íbúðalán vextir 100 % veð set nin gar hlu tfa ll Fasteignablaðið // Njálsgata 19 Íbúðir í miðborginni hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Þar sem Ölgerð Egils Skalla- grímssonar stóð áður er nú risið 4 hæða lyftuhús með 14 íbúðum.  26 // Flutningshús Við Álagranda 4 stendur nú timburhús, sem stóð áður á Laugavegi 86. Umfangsmikil end- urnýjun hefur farið fram á húsinu, en í því eru nú þrjár íbúðir.  40 // Frístundahúsalóðir Í landi Stóra-Áss í Borgarfirði eru í boði lóðir fyrir frístundahús. Lóðirnar eru á bilinu 4.000–7.000 ferm. og þeim fylgir heitt og kalt vatn að lóðamörkum.  41 // Efri hæð og ris Góðar hæðir í Vesturbænum höfða til margra. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu efri hæð og ris í fallegu steinhúsi við Grenimel 2.  46                                                                                             ! "  #        $         % % % % &  &  &  &             ' ( ! ) * +  , ! ! !   ' (  ! ) * + !  , !   "#$  !  -. / *     0 1 23 45 0 6 7 1 1 6 8  23 9 :556  ; <  = % # '#$   ; <  = % # ( )*   + ; <  = % #               !! 8 /6 >       !    !         $        Þ ekkt einbýlishús við sunn- anverðan Laufásveg vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Eignamiðlun er nú til sölu sögu- frægt hús á Laufásvegi 68. „Pompidou Frakklandsforseti bjó í húsinu 30. maí til 1. júní 1973 þeg- ar hann kom hingað til lands til við- ræðna við Nixon, forseta Bandaríkj- anna, sem einnig bjó þá við Laufásveginn, í bandaríska sendi- ráðinu,“ segir Sverrir Kristinsson hjá Eignamiðluninni. „Þetta hús býr yfir mikilli sögu og hefð þar fyrir utan,“ segir Sverrir ennfremur. „Paul Smith verkfræð- ingur byggði húsið, en teikningar voru gerðar af Sigurði Guðmunds- syni arkitekt og samþykktar á fundi byggingarnefndar Reykjavíkur 31. ágúst 1933 og áritaðar af Jóni Þor- lákssyni. Ólafur Guðmundsson trésmiður og Einar Sveinsson múrsmiður árita teikningarnar einnig og hafa því væntanlega byggt húsið, sem er augljóslega gert af góðum efnum og vel til alls vandað, sem vænta má þegar litið er til þeirra manna sem að undirbúningi framkvæmda komu. Þegar Paul andaðist keypti Hörð- ur Bjarnason, húsameistari ríkisins, húsið og bjó þar þar til hann seldi það til Alberts Guðmundssonar, sem þá var að flytja til landsins að loknum frækilegum knatt- spyrnuferli í Evrópu. Núverandi eigendur keyptu húsið af Brynhildi Jóhannsdóttur, ekkju Alberts, árið 1997. Húsið er byggt í dansk-þýzkum herragarðsstíl þar sem lögð hefur verið áherzla á að nýta suðurhlið lóðar undir garð með því að stað- setja húsið norðanvert nærri götu. Vel hefur verið hugsað um að hljóð- einangra herbergi hússins frá götu en húsið opnast út í garðinn mót sólu með stórum gluggum. Aðalinngangur er frá götuhlið, en eldhús- og kjallarainngangur er frá innkeyrslusundi. Gengið er út í lok- aðan garð úr stofu frá garðsvölum. Húsið er tvær hæðir, ris og kjall- ari auk bílskúrs, alls 415 ferm. Á 1. hæð eru m.a. þrjár stofur, eldhús, salerni og garðsvalir. Á 2. hæð eru fjögur herbergi, snyrting og þvotta- hús og suður- og austursvalir. Góð lofthæð er á 1. og 2. hæð. Í risi er eitt herbergi og geymslur undir súð. Í kjallara eru geymslur, miðstöð, þvottahús, þrjú herbergi og snyrt- ing. Bílskúrinn er með geymslu. „Innkoma í húsið er mjög tíguleg vegna mikils rýmis sem stigi og hol fá, en hlutföll í stofum eru falleg og herbergi rúmgóð,“ segir Sverrir. „Þannig er hjónaherbergi 22 ferm.“ Upprunaleg áferð er enn á hús- inu, en að utan er húsið hraunað og sennilega sýruþvegið þannig að áferðin er steingrá og veðruð. Á þaki eru norskar steinflísar. Að innan er sumt upprunalegt en annað nýlegra. Í glugga í stigagangi er 5 ferm. steindur gluggi sem Gerður Helgadóttir gerði fyrir Hörð Bjarnason að því er talið er skömmu áður en hún gerði kirkjugluggana í Skálholtskirkju. „Kaupandi getur flutt beint inn en ekki er ólíklegt að sá sem kaupir vilji gera húsið upp þar sem það býður upp á að verða í röð glæsileg- ustu íbúðarhúsa landsins,“ sagði Sverrir Kristinssson að lokum. Ósk- að er eftir tilboði í húsið. Sögufrægt hús við Laufásveg Húsið er tvær hæðir, ris og kjallari auk bílskúrs, alls 415 ferm., og byggt í herra- garðsstíl. Óskað er eftir tilboði, en húsið er til sölu hjá Eignamiðluninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.