Morgunblaðið - 30.05.2005, Side 27

Morgunblaðið - 30.05.2005, Side 27
gömlu hverfi. Hjá fyrirtæki hans starfa að jafnaði 12–15 manns fyrir utan verktaka. Hannað inn í umhverfið Njálsgata 19 er 4ra hæða stigahús með lyftu með samtals 14 íbúðum samkv. framansögðu. Íbúðirnar eru mjög misjafnar að stærð eða frá 1–2ja herbergja, 3ja herbergja og 4ra herbergja. Minnsta íbúðin er 44,8 ferm. og sú stærsta er 120,2 ferm. Svalir fylgja íbúðum efri hæða en sérnotahluti íbúðum 1. hæðar. Bílakjallari er undir húsinu með aðkomu frá Frakkastíg og fylgir stæði þar flestum íbúðunum. Geymslur eru með öllum íbúðum í bílageymslunni. Snjóbræðsla er frá bílageymslu að götu en einnig er snjóbræðsla við gangstétt Njáls- götu. Hönnuðir hússins, arkitektarnir Guðrún F. Sigurðardóttir og Laur- ent Bonthonneau lærðu bæði í París. „Þegar við byrjuðum að hanna þennan reit, voru svo mörg hús í kringum hann misjöfn að hæð, að það þurfti mikið púsl að raða okkar íbúðum og húsum inn í reitinn, svo að það kæmi vel út skipulagslega séð,“ segja þau. „Að okkar mati hefur það tekizt vel, en hér var port áður og við reyndum að halda bæði í portið og götumyndina.“ Reiturinn var hannaður i einum hluta en tekur mið af tveimur mæli- kvörðum. Öll húsin, sem eru við port- ið, þurftu að taka mið af Grettisgötu, en þar eru tveggja hæða hús með þaki. Því var reynt að stalla húsin í portinu frá Njálsgötu og niður að Grettisgötunni, þannig að það mynd- aðist eðlilegur halli. Fjölbýlishúsið aftur á móti stend- ur efst í reitnum og gefur mjög heild- stæða mynd, þar sem það snýr út að Njálsgötu 19. „Íbúðirnar þar eru samt mjög mis- munandi að stærð, þar sem þar var ekki hægt að byggja eina íbúð upp allar hæðir eins og í venjulegu fjöl- býlishúsi,“ segja arkitektarnir „Þetta er eins og kassi, sem látinn er inn í hverfið og síðan skorið af hon- um til þess að húsið falli inn í um- hverfið í kring. Skýringin er sú, að við Njálsgöt- una stóðu tvö hús, gamla Ölgerðar- húsið og síðan íbúðarhús við hliðina. Þegar horft er á nýja fjölbýlishúsið sést, að búið er að skipta því í tvennt og það er gert til þess að halda sömu hlutföllum og voru áður.“ Að sögn Benedikts Sigurðssonar hafa framkvæmdir gengið vel. „Það er að vísu erfiðara og tekur lengri tíma að byggja á svona þröngu svæði heldur en í úthverfum,“ segir hann. „En það hafa ekki komið upp nein óyfirstíganleg vandamál og þessar byggingaframkvæmdir hafa farið fram í mikilli sátt við nágrennið. Engin grenndarvandamál komið upp.“ Miðborgin hefur aðdráttarafl Íbúðirnar eru til sölu hjá fast- eignasölunni Valhöll. Verð á þeim er að sjálfsögðu mismunandi eftir stærð eða frá 14 millj. kr. og upp í 38,3 millj. kr. sú dýrasta. „Íbúðir við eða nærri miðborg Reykjavíkur hafa ávallt haft mikið aðdráttarafl fyrir marga,“ segir Bárður Tryggvason, sölustjóri hjá Valhöll. „Þeir sem vinna þar þurfa miklu síður að eiga bíl en fara fótgangandi í vinnu og á aðra staði í miðborginni. Margir kunna líka einfaldlega bezt við sig í miðborginni og finnst það mikill kostur að vera í námunda við menn- ingarlíf miðborgarinnar að ógleymd- um öllum veitinga- og skemmtistöð- unum. Þeir eru líka til sem alizt hafa upp í miðborginni eða í grennd við hana og vilja búa þar áfram. Miðborgin hefur því ávallt haft mikið aðdráttarafl bæði fyrir ungt fólk og þá sem eldri eru.“ „Íbúðir í miðborg Reykjavíkur hafa ekki síður mikið aðdráttarafl fyrir útlendinga en Íslendinga,“ heldur Bárður áfram. „Útlendingar vilja gjarnan vera í miðborginni og geta gengið þar um götur, enda fer það ekki milli mála að ásókn útlend- inga í fasteignir í miðborginni fer vaxandi. Þeim finnst fasteignir hér á landi ekkert dýrar, þó að okkur finn- ist það. Þeir setja hátt verð ekki fyrir sig og miða við það sem þeir eru van- ir heima hjá sér, en þar er verð víða miklu hærra en hér.“ „Ég tel að byggingaframkvæmdir á þessum reit milli Njálsgötu og Grettisgötu hafi tekizt mjög vel, en húsin falla afar vel inn í umhverfið,“ segir Bárður Tryggvason að lokum. „Þau er eins og þorp í miðborginni.“ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2005 F 27 Hamraborg 20A • 200 Kópavogur • www.husalind.is Sími 554 4000 • Fax 554 4018 • Tölvup.: husalind@husalind.is Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá Sveinbjörg B. Sveinbjörnsd., löggiltur fasteignasali og hdl., Guðbjörg G. Sveinbjörnsd., sölufulltrúi. Falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð með sérinngangi. Fallegt útsýni. Svefnherbergin eru rúmgóð og með góðu skápaplássi. Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél. Stofan er björt og rúmgóð og er opin við eldhús og borðstofu. Úr stofu er út- gengt út á stórar há-suðursvalir. Þvottahús er inn af íbúðinni með góðu hilluplássi. Geymsla í sameign. Stutt er í alla þjónustu, verslanir og skóla. Ásett verð 16,9 millj. Kjartansgata - Sérhæð Falleg sérhæð á mjög eftirsóttum stað. Íbúðin er sértaklega björt og mikið endurnýjuð. Nýtt rafmagn, gluggar og endurnýjað þak. Eldhús með góðu skápaplássi, tvöfaldar samliggjandi stofur, parket á gólf- um, fallegt baðherbergi og skjól- góður garður. Ásett verð 23,1 millj. Sæviðarsund-3ja herbergja í fjórbýli Mjög björt 75,7 fm íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi á góðum stað við Sundin. Frábær staðsetning nálægt útivistarsvæðum, verslunarkjarna og þjónustu. Ásett verð 17,4 millj. Kleppsvegur -2ja herbergja Mjög björt og mikið standsett 71 fm 2ja herbergja íbúð í kjallara í litlu fjölbýlishúsi efst á Kleppsvegi. Sér geymsla /þvottahús með hillum við hliðina á íbúðinni. Sameiginleg hjólageymsla. Íbúðin snýr öll út að garði. Stutt í alla þjónustu. Ásett verð 13,5 millj. Miðtún-gott verð Til sölu hæð og ris ca. 130 fm í algerlega endurgerðu húsi á grónum stað. Ásett verð 26,9 millj. Sumarhús – Brekkuskógur í Biskupstungum Stór og glæsileg 92,33 fm sumar- hús á leigulóð á góðum stað í Bisk- upstungum. Húsin skilast fullfrá- gengin að utan, einangruð og inn- þétt að innan með 35 fm verönd. Heitt og kalt vatn og rafmagn. Tengdur heitur pottur fylgir hverju húsi. Viðhaldsfríir gluggar. Stöðluð álklæðning á þaki, val á milli svartr- ar/rauðrar. Kúpt vatnsklæðning að utan. Arkitekt Kristinn Ragnarsson. Ásett verð kr. 12,5 millj. . Gullengi 37 - Sérinngangur Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 27 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Stóragerði 111 fm 4ra herbergja íbúð á 4. hæð. Sprautulökkuð innrétting í eld- húsi, stór stofa, suðusvalir, mikið útsýni, 18 fm bílskúr. Kópavogsbraut 144 fm einbýli á einni hæð, góðar innréttingar, parket á gólfum. 40,6 fm bílskúr. Húsið er teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni. Möguleg skipti á íbúð t.d. í Salahverfi. Álfhólsvegur VEKTAKAR. 146 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem er mjög lélegt eða jafnvel ónýtt. Húsið stend- ur á 979 fm lóð og væntanlega má byggja á lóðinni hús með 4-6 íbúðum. Tilboð óskast. Laufbrekka Glæsilegt 191 fm einbýl- ishús með 30 fm aukaíbúð. Vandaðar inn- réttingar. Á jarðhæð er 195 fm iðnarhús- næði, hæð á hurðum um 3,9 metrar. Kársnesbraut 80 fm 3ja herbergja íbúð með sér inngangi á efri hæð í tvíbýli. Góð innrétting í eldhúsi, tvö svefnher- bergi, flísalagt baðherb. Viðarklædd loft, mikið útsýni. Furugrund 88 fm glæsileg 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Sprautulökkuð innrétting í eldhúsi, tvö svefnherbergi með skápum, rúmgóð stofa með vestursvölum, nýlegt plastparket. Hamraborg 93 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Tvö svefnherb. stofa með vestur- svölum. Íbúðin er nýmáluð, laus strax. Gullsmári 86,6 fm 3ja herbergja íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Viðarinnréttingar í eldhúsi, parket og flísar á gólfum, flísalgt baðherbergi, mikið útsýni. Nýbýlavegur Til sölu húseignin Ný- býlavegur 32, alls um 600 fm. Á 1. hæð er 240 fm iðnaðarhúsnæði (verslunarhús- næði), á 2. hæð er 226 fm iðnarahúsnæði með innkeyrsludyrum, og á 3. hæð er 135 fm íbúð, glæsilegt útsýni og stórar svalir. Skorradalur 49 fm sumarbústaður byggður 1998, við Skorradalsvatn í landi Fitja. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, skápar í öllum herbergjum. Baðherbergi með sturtu. Veggir panelklæddir. Raf- magn og vatn er í húsinu. Stór verönd er með húsinu og mikið útsýni yfir vatnið. Laugarvatn Til sölu Tjaldmiðstöðin á Laugarvatni, eignir og rekstur, sem eru m.a. um 214 fm söluskáli með sætum fyr- ir um 100 manns, vínveitingarleyfi og gott eldhús. Nýtt, gott íbúðarhús, um 100 fm. Stækkunarmöguleikar. Einstakt tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Allar nánari upp- lýsingar eru veittar á skriftofu Eignaborg- ar. Erum með kaupanda að 3ja- 4ra herb. íbúð í Rjúpnasöl- um eða Smáranum. Morgunblaðið/Jim Smart Fjölbýlishúsið er á Njálsgötu 19. Það er fjórar hæðir og í því eru fjórtán íbúðir. Hönnuðir fjölbýlishússins eru arkitektarnir Guðrún F. Sigurðardóttir og Laurent Bonthonneau hjá Tangram arkitektum ehf., en íbúðirnar verða afhentar 1. nóvember nk. fullfrágengnar og fullbúnar og með öllum gólfefnum. Benedikt Sigurðsson húsamíðameistari byggir húsið, en íbúð- irnar eru til sölu hjá fasteignasölunni Valhöll. Hús Ölgerðar Egils Skallagrímsonar setti lengi mikinn svip á Njálsgötu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.