Morgunblaðið - 30.05.2005, Qupperneq 40
40 F MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 545 0800
www.
gardatorg.is
- Vantar 3ja - 4ra herb. í Garðbæ
- Vantar raðhús í Garðabæ
- Vantar stórt einbýli í Garðabæ
- Í raun vantar allar gerðir eigna í Garðabæ og á Álftanesi.
Nú eru margir kaupendur en allt of fáir seljendur þannig að nú er rétti tíminn til að selja.
Höfum fjölmarga kaupendur á skrá sem bíða eftir réttu eigninni.
SUMARIÐ ER RÉTTI TÍMINN
TIL AÐ SELJA FASTEIGNIR
STEKKJARFLÖT - GBÆ
Mjög gott samtals 204 fm einbýlishús á einni hæð
á einum besta stað á Flötunum. Íbúðin er 156 fm
og tvöfaldur bílskúr 54 fm. Sérlega vel skipulagt
hús. Örstutt er í alla þjónustu svo sem verslun,
skóla og íþróttir.
ESKIHOLT - GBÆ
Glæsilegt og mjög gott samtals 320 fm hús á
frábærum útsýnisstað í Garðabænum. 5
svefnherbergi, sólskáli, tvöfaldur bílskúr og falleg
lóð. Falleg eign í toppstandi.
ASPARHOLT - ÁLFTANES
Glæsilegt 180 fm raðhús með bílskúr á besta stað á
Álftanesinu. 3-4 svefnherbergi. Vandaðar
innréttingar og tæki. Húsið skilast fullbúið án
gólfefna í júlí 2005. Örstutt í skóla og ýmsa aðra
þjónustu. Verð 32,8 millj.
ASPARHOLT - ÁLFTANES
Glæsilegt 181 fm endaraðhús með bílskúr á besta
stað á Álftanesinu. 3-4 svefnherbergi. Vandaðar
innréttingar og tæki. Húsið skilast fullbúið án
gólfefna í ágúst 2005. Örstutt í skóla og ýmsa aðra
þjónustu. Verð 33,6 millj.
BORGARÁS - GBÆ
Mjög góð 104,5 fm efri sérhæð í eldri hluta
Ásahverfis. 4 svefnherb. Nýlega mikið lagfærð íbúð
á frábærum útsýnisstað. Húsið einnig nokkuð
lagfært.
Sumarbústaðir
HVAMMUR - SKORRADAL
Nú fer hver að verða síðastur - fjórar lóðir eftir.
Þeir sem vilja það besta verða að skoða þetta. Sjá
myndir á : www.gardatorg.is Hringdu strax og við
sendum þér skipulagsgögn, við svörum alltaf
símanum (545-0800).
SKORRADALUR-DAGVERÐARNES
Mjög góður um 70 fm bústaður á steyptum
sökkli á góðum útsýisstað. Mjög gott og vandað
hús. Tilbúið til innréttinga. 7800 fm lóð. Verð
9,9 millj.
Verslunarhúsnæði
GARÐATORG - GBÆ
Nýkomið í sölu 117 fm verslunarhúsnæði í miðbæ
Garðabæjar. Snyrtilegt og gott húsnæði. Ný
timburverönd út á yfirbyggða göngugötu. Verð
17,9 millj.
FLESJAKÓR - KÓP.
Glæsilegt 197,4 fm (26,2 fm bílskúr) parhús á
tveimur hæðum á frábærum stað í nýja
Kórahverfinu í Kópavogi. Húsið er í byggingu og
afhendist fullbúið að utan og rúmlega fokhelt í
haust. Verð 30,9 millj.
ÞINGVAÐ - NORÐLINGAHOLT
Glæsilegt einbýli á einni hæð á besta stað í holtinu,
neðan við götuna og opið svæði sunnan við og áin
Bugða. Afhendist fullbúið að utan (steinað) en
fokhelt að innan í febrúar 2006.
IÐNBÚÐ - GBÆ - LAUST
Til leigu gott 150 fm innkeyrslubil í góðu og vel
staðsettu húsi miðsvæðis í Garðabæ. Góð og
þægileg aðkoma. Leiga 120 þús/mán.
GARÐATORG - GBÆ
Mjög gott 103 fm verslunar- eða þjónustu bil í
miðbæ Garðbæjar. Skiptist í fimm herbergi,
baðherbergi með sturtu. Tveir inngangar. Verð 11,9
millj
IÐNBÚÐ - GBÆ
Til sölu mjög gott 118 fm húsnæði á jarðhæð á
góðum stað. Einnig rekstur sólbaðsstofu sem rekin
er í húsnæðinu. Verð kr. 14.9 millj
TINDASEL - RVK.
391,5 fermetra verslunarhúsnæði. Mjög gott hús
sem er sérbyggt undir verslunarrekstur. Mjög góð
aðkoma og næg bílastæði. Í dag rekur Bónus
verslun í húsinu. Verð 48 millj.
STANGARHYLUR - RVK.
659,5 fm iðnaðar-/atvinnuhúsnæði með
skrifstofurýmum, anddyri, stigahúsi og snyrtingum
á 1. og 2. hæð. Á fyrstu hæð er lager og verkstæði,
mikil loftæð á fyrstu hæð að hluta. Verð 70 millj.
SMIÐJUVEGUR - KÓP.
250 fermetra atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð.
Húsnæðið skiptist í vinnusal, skrifstofu, eldhús með
innréttingu, snyrtingu með sturtu. Verð 26 millj.
LAUGAVEGUR VIÐ HLEMM
Mjög gott 377 fermetra atvinnuhúsnæði 1. hæð
Góð innkeyrsluhurð. Góð fjárfesting og miklir
möguleikar hér. Verð kr. 39 millj.
Reykjavík - Þetta timburhús við
Álagranda 4 má muna tímana
tvenna, en það stóð áður við Lauga-
veg 86, næsta hús við Stjörnubíó.
Húsið var orðið býsna óhrjálegt,
þegar Eignarhaldsfélagið Fjölhæfni
ehf. í Keflavík réðst í að kaupa húsið,
sem stóð þá enn á sínum gamla stað,
til þess að flytja það á nýjan stað og
gera það upp.
Flutningar á húsinu voru ýmsum
vandkvæðum bundnir en tókust
samt býsna vel. Stálbitum var stung-
ið undir húsið og það síðan híft í heilu
lagi á dráttarbíl, sem ók með það nið-
ur Barónsstíg, þaðan á Skúlagötu,
eftir Sæbraut, niður Mýrargötu og
þaðan vestur á Álagranda 4. Við þá
götu standa nokkur gömul og upp-
gerð hús, sem einnig hafa verið flutt
þangað og hafa sögulegt gildi.
Guðmundur Sigurjónsson hjá
Fjölhæfni og Hákon Árnason önn-
uðust endurnýjun hússins, en í því
eru nú þrjár íbúðir, sem allar eru til
sölu hjá Xhúsum. „Endurnýjun
hússins var mjög umfangsmikil en
hefur tekizt vel og nú er það nánast
eins og nýtt hús á nýjum stað,“ segir
Valdimar R. Tryggvason hjá Xhús-
um.
„Utanhúss er húsið með nýrri
bárujárnsklæðningu á þaki og veggj-
um. Gluggar og gler er nýtt en
gluggar með sínu gamla útliti, einnig
þakgluggar á efstu hæð.
Kjallari var steyptur undir húsið
ásamt stigagangi og burðargrind
hússins og þak var bætt. Að innan
voru útveggir, milliveggir og gólf
einangruð.
Íbúðin á 1. hæð er 4–5 herbergja,
127 ferm. að stærð og er ásett verð
28,9 millj. kr. Íbúðin á 2. hæð er 3–4
herbergja, 101 ferm. og ásett verð er
23,9 millj. kr. Íbúðin í risi er 3–4 her-
bergja, 87 ferm. og ásett verð er 22,9
millj. kr.
Inni í íbúðunum var reynt að halda
í þann gamla stíl og stemmningu,
sem fylgdi húsinu í upphafi. Þannig
eru m. a. furuborð í gólfum. Búið er
að samþykkja bílskúrsrétt fyrir
íbúðir á 1. og 2. hæð.
„Þetta hús á eftir að þjóna hlut-
verki sínu sem íbúðarhús um langan
aldur,“ segir Valdimar. „Það var
örugglega vel til þess vandað í upp-
hafi og það byggt af góðum efnum,
sem á eflaust sinn þátt í því, hve end-
urnýjun hússins hefur tekizt vel.
Húsið sómir sér líka afar vel á sínum
nýja stað og götumyndin við Ála-
granda er nú enn fallegri en áður,
eftir að húsið var flutt þangað og
gert upp.“
Af Laugavegi
vestur á
Álagranda
Álagrandi 4 er eins og nýtt hús á nýjum stað.
Salir.is er upplýsingaveita fyrir þá
sem eru að leita að sal til leigu fyrir
mismunandi tilefni. Vantar þig sal
fyrir fund í fyrirtækinu, stúdents-
veislu, íþróttasýningu eða jafnvel
myndlistarsýningu? Á vefnum eru
myndir af veislusölum og upplýs-
ingar um þá, hversu marga þeir
taka í sæti o.s.frv. og þjónustuna
sem í boði er.
Hjá Gulu línunni er einnig hægt
að fá upplýsingar um sali til leigu
og síðast en ekki síst er hægt að
leita á gulu síðunum í Símaskránni
undir Veislu- og fundarsalir.
Viðhöfn á veisluborði.
Salir til leigu