Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 4
Hægt er að taka einn klút úr pakkanum í einu og loka honum aftur. SALA á blautklútum til hreingerninga á heimilum og við per- sónulegt hreinlæti hefur rutt sér til rúms hér á landi sem annars staðar. Nú er einnig farið að bjóða upp á blautklúta fyr- ir hreinsun á bílum til þæginda fyrir bíl- eigendur. Clean Plus-blaut- klútarnir eru fáan- legir í níu mismun- andi tegundum, þar sem hver klútur er hugsaður fyrir hreinsun á afmörkuð- um hlutum. Þannig eru blautklútar fyrir glerið, mælaborðið og innrétt- inguna, leðursætin, felgurnar, skít- ugar hendur o.fl. Það er oft sem ný vara kemur á markað og er lofuð í hástert af innflytjanda. Þess vegna lék okkur hugur á að vita hvort eitthvert vit væri í þessum klútum. Fyrst var prófaður blautklútur á útsparkað og skítugt sætisbak sem klætt er leðri. Eftir þrjár strokur með klútnum voru óhreinindin horfin. Þetta hefði kannski líka verið hægt með venjulegum rökum klút en hann er ekki hægt að geyma í lokaðri pakkningu í bílnum. Sömu- leiðis voru prófaðir blautklútar fyrir rúður, bæði að innan og utan og verður að segjast að þetta er afar handhægur og þægilegur máti til að halda bílnum hreinum. Clean Plus-blautklútum er pakk- að í hentugar umbúðir. Flestar tegundir eru með 20 klútum í pakkningu og þær er hægt að opna auðveldlega, taka einn klút úr og loka aftur. Pakkningarnar er handhægt að geyma í hanskahólf- inu eða hurðarvasanum. Blautklútarnir frá Clean Plus fyrir bíla eru til sölu í helstu stór- mörkuðum, byggingavöruverslun- um, bílavöruverslunum og víðar. Blautklútar fyrir bílinn Útsparkað sætisbak fyrir hreinsunina. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Sætisbakið hreint á ný eftir þrjár strokur. 4 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar VOLKSWAGEN hefur þróað DSG- skiptingu sem tryggir góða snerpu og snöggar gírskiptingar. Þessar skiptingar eru t.d. boðnar í Golf, þ.á m. nýjum GTI, (sjá reynsluakst- ur á GTI í Bílablaðinu 1. apríl sl.). Nýi Golfinn er fáanlegur með 2ja lítra TDI-vél, 140 hestafla með dæmigerðum hægum snúningi, góðri eldsneytisnýtingu og litlum út- blæstri með þessari skiptingu. DSG- skiptingin býr yfir öllum kostum góðrar sjálfskiptingar. DSG-skipting Volkswagen sam- einar þægindi sjálfskiptingarinnar og snerpu og sparneytni beinskipt- ingar. Gírkassinn, sem er þverstæð- ur, hefur tvo kúplingsdiska. Annar þeirra sér um skiptingu á gírum með oddatölu og bakkgír en hinn gírum með jafnri tölu. Í raun og veru er því um tvær gír- skiptingar að ræða í einni og kost- urinn er sá að búnaðurinn skiptir um gíra án þess að kraftur tapist meðan á því stendur. DSG-skiptingin kom fyrst fram í sportlegri útgáfum af Golf en með henni var hægt að skipta mjög hratt og lipurlega. Drifbúnaðarsérfræð- ingar Volkswagen hafa síðan þá lag- að DSG-skiptinguna að öflugum dís- ilvélum. Rafeindabúnaður er nýttur til þess að virkja vélina sem best og hámarka afköst hennar. Hún togar því kröftugar en venjulegar dísilvél- ar við lítinn snúningshraða og ekki þarf að auka hann til þess að bæta fyrir það skrik sem einkennir hefð- bundna átaksbreyta. Verkfræðing- unum hefur tekist að samræma „TDI með DSG“ til þess að skila há- marksafköstum í Golf, Golf Plus, Touran og nýja Passat-bílnum. Hin framsækna DSG-skipting kom á markað í upphafi árs 2004 og þegar hafa rúmlega 150.000 við- skiptavinir valið hana í bíla sína hjá Volkswagen. 2.0 TDI-dísilvélin skilar 140 hest- öflum og togar allt að 320 Nm. Hún hefur verið framleidd síðan árið 2003 og nú er komin ný útgáfa fyrir DSG- skiptinguna. Byrjað var á því að end- urhanna beinu innspýtinguna til þess að fínstilla hana betur við stöð- ugan innspýtingarþrýsting yfir 2.000 börum og til að ná fram aukinni ná- kvæmni í aðalinnspýtingu. Þetta leiddi til góðrar frammistöðu í lausa- gangi og við lítið álag og það dró úr eyðslu. Verkfræðingum Volkswagen tókst einnig að auka endurhringrás útblásturs um 15% við álag á DSG- skiptingunni en það dregur úr út- blæstri á nituroxíði og fækkar sót- ögnum. Brunaferlið hefur verið gert enn skilvirkara en áður með sléttum stimpilkrónum án ventilraufa. Þess vegna var hægt að fínstilla innspýt- ingarmagn og upphaf innspýtingar og breyta þrýstingsmótun þannig að TDI-vélin með DSG-skiptingu gerir gott betur en að uppfylla kröfur Euro4-staðalsins um útblástur frá bílum í sama flokki og Golfinn er. Engin hefðbundin skipting nær sam- bærilegum árangri. Hagstæðasti gírinn valinn Helsti kostur tvöföldu skiptingar- innar er sá að hún er jafn skilvirk og beinskipting vegna vélrænu aflskipt- ingarinnar. DSG-skiptingin skiptir einnig á milli gíra án þess hnykks sem er óhjákvæmilegur í skiptingum með einföldum kúplingsdiski. Mjög auðvelt er að stjórna DSG-skipting- unni og það leiðir meðal annars til þess að viðbragð er ákjósanlegt þeg- ar tekið er af stað. Stuttan tíma tek- ur að skipta um gír eða aðeins 40 millísekúndur, auk þess sem hægt er að sleppa fleiri en einum gír þegar verið er að skipta niður, hagstæðasti gírinn er einfaldlega valinn en það getur verið breytilegt þegar notast er við hefðbundna átaksbreyta. Besta val á gír dregur úr eldsneyt- isnotkun öfugt við hefðbundna átaksbreyta sem auka eldsneytis- eyðslu. Ökumenn dísilbifreiða þekkja kostina við notkun dísilvéla með til- liti til eldsneytiseyðslu þegar ekið er og skipt um gíra við lægsta mögu- lega snúningshraða. DSG-skiptingin nýtir sér þetta í TDI-vélinni. Togkraftur eykst við lágan snún- ingshraða en það tryggir að vélin getur alltaf togað fullnægjandi. Raf- eindabúnaðurinn sér um afganginn. Innspýtingunni er stýrt af svoköll- uðum „dynamic pilot control“-búnaði þannig að allt að 15% meiri togkraft- ur en annars er til staðar þegar snögglega þarf að skipta um gír. Það er því mjög þægilegt og snaggara- legt að skipta um gíra með „TDI með DSG“. Vélin þarf einnig að skila mun minna átaki með „TDI með DSG“ en með hefðbundinni skiptingu til þess að ná sömu afköstum. Þegar skipt er um gír lækkar snúningshraðinn um 150 til 200 snúninga á mínútu og það dregur umtalsvert úr eldsneyt- iseyðslu. Nýr Golf með fimm gíra sjálfskiptingu notar að jafnaði 6,6 lítra á hverja 100 kílómetra. Sé DSG- skipting notuð lækkar eyðslan niður í 5,9 lítra á 100 km en það samsvarar 10,6% eldsneytissparnaði. Þetta eru sannfærandi tölur sem undirstrika notagildi hinnar byltingarkenndu DSG-skiptingar. DSG-skipting dregur enn frekar úr dísileyðslu DSG-skiptingin frá VW er með tveimur kúplingsdiskum. Golf er nú fáanlegur með dísilvélum og DSG-skiptingunni. Á fyrstu árum bíla á Íslandi léku vörubílar stórt hlutverk í samgöngum og til að létta undir með flutn- inga ýmiskonar. Fyrstu vörubílarnir myndu ekki þykja stór farartæki í dag, ná varla góðum „pickup“ í stærð, en gerðu oft gott betur en hönnun þeirra gerði ráð fyrir. Margir forn- bílamenn hafa bjargað vörubílum frá eyðileggingu og bílasagan lifir áfram með þeim. Hér er smá frásögn um vetrarferð eina, en oft var á árum áð- ur heljar ferðalag að komast á milli staða, hvað þá á milli landshluta. Svaðilför á Reo Studebaker Í þriðju viku nóvembermánaðar ár- ið 1962 þurfti Ingólfur Kristjánsson bifvélavirki á Ystafelli í Köldukinn að fara suður til Reykjavíkur og ná í tíu ára gamlan Reo Studebaker-vörubíl sem hann hafði fest kaup á. Þar sem pallur bílsins var mjög breiður þurfti að sækja um sérstaka bráðabirgða- skráningu. Það hefði verið vandalaust verk ef ekki hefði staðið yfir teppa- lagning á skrifstofunni þar sem leyfið var gefið út og átti af þeim sökum að vísa Ingólfi frá með erindið. Veður var hins vegar tekið að versna og varð Ingólfur að komast norður áður en allt yrði ófært. Neitaði hann að yf- irgefa skrifstofuna fyrr en leyfið væri fengið og náði að leggja af stað úr bænum seinni part dags. Gekk ferðin vel norður, en á Blönduósi var kominn 20 stiga gaddur og verulega kalt orð- ið í bílnum, enda var blæja á stýr- ishúsinu og engir hliðargluggar. Fékk Ingólfur pappaspjöld til að loka þeim götum og leit að vonum lítið til hlið- anna upp frá því. Á Öxnadalsheiðinni var komið aftakaveður og gekk ferðin seint, þó að búið væri að setja keðjur á öll hjól. Ferðinni var þó áfram haldið enda varð Ingólfur að komast heim í Kinn áður en allt lokaðist sökum ófærðar. Komin var niðdimm nótt þegar ekið var yfir Vaðlaheiðina og svo blint að segja má að Ingólfur hafi ekið eftir minni. S-beygjur eru margar á heiðinni og þegar Reóinn tók að halla ískyggilega var ekki um annað að ræða en að bakka og rétta sig af. Mestar áhyggjur hafði Ingólfur þó ekki af ófærðinni og slæmu skyggni heldur nýjum suðupotti sem hvíldi á pallinum innan um allskyns járnarusl. Taldi Ingólfur fullvíst að potturinn yrði brotinn þegar hann kæmist loks á leiðarenda. Þegar ekið var í hlað á Ystafelli á hádegi nýs dags var pott- urinn heill, en sökum heljarkuldans sem var í bílnum á leiðinni var Ing- ólfur í mörg ár að jafna sig í hnjánum. (Íslenska bílaöldin bls. 244.) Hér á landi eru til margir fallega uppgerðir vörubílar. Ekið á Reo Stude- baker eftir minni Reo Studebaker ’52 þurfti bráðabirgðaskráningu.                 !  "#    $ %%%     &   '( ) *(   + !,!    !( --.  (-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.