Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 13
Grófur eins og Hummer en með yfirbyggingu sem svipar til Lamborghini. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 B 13 Bíldshöfða 18, 110 RVK• S: 567 6020 • Opið: 8-18 ab@abvarahlutir.is • www.abvarahlutir.is Varahlutir fyrir Evrópu- og Asíubíla Varahlutir - betri vara - betra verð Þ að fyrsta sem Bruce Wayne, (Christian Bale) kemur til hugar að segja þegar hann ber farartækið sitt augum fyrsta sinni er: „Hvað er þetta?“ Þegar hann hafði náð að melta það að þetta væri kjörinn gripur fyrir „alter egóið“ sitt, Leðurblökumann- inn, varpaði hann fram grundvallar- spurningu: „Fæst hann í svörtu?“ Uppruni Leðurblökumannsins, Batman Begins, er ein af þessum stóru afþreyingarmyndum sem búist er við að hali inn hundruð milljóna dollara í sumar. Myndin var tekin að nokkru leyti upp hér á landi og verð- ur frumsýnd 15. júní nk. Eins og allt- af þegar ævintýramyndirnar um Leðurblökumanninn eru gerðar rík- ir nokkur eftirvænting um ökutæki fyrirbærisins, ekki síður en þegar njósnari hennar hátignar, James Bond, lætur að sér kveða á hvíta tjaldinu. Öruggt má telja að nýr Batmobile slái flesta leikmuni á fjór- um (til sex) hjólum út. Helst að Lex- us Tom Cruise í Minority Report keppi við hann í útliti. Nýja farar- tækið er þó ekki sama rennilega tryllitækið og Leðurblökumaðurinn hefur áður notað til samgangna, heldur er yfirbygging hans alsett hlífðarskjöldum og undir honum eru risadekk, ekki fjögur heldur sex. Bílnum hefur verið líkt við sambland af Hummer og Lamborghini og þá er örugglega átt við að undirvagninn gæti helst líkst einhverju frá Humm- er, en yfirbyggingin hefur ekki ósvipað lag og Lamborghini, nema hvað það er samansett úr mörgum skjöldum, enda er bíllinn í kvik- myndinni torséður, eins og Stealth- orrustuflugvélin sem er helsta stolt bandaríska flughersins. Bíllinn er svipaður að stærð og Hummer og með útlitsdrætti Lam- borghini, en hann er 4,60 m á lengd og 2,75 m á breidd og vegur heil 2,5 tonn. Hann er með tveimur vélum; annars vegar 350 kúbiktommu Chevrolet-vél sem skilar 500 hestöfl- um og hins vegar þotuhreyfli að aft- an sem Bruce notar fagmannlega til að skjóta bílnum á milli þaka á skýja- kljúfum í Gotham-borg. Hægt er að láta Leðurblökubílinn stökkva 2,70 m lóðrétt upp í loftið með þessum vélbúnaði eða 121 metra lárétt, en fyrst verður hann samt að ná 350 km hraða, sem fræðilega séð er há- markshraði farartækisins. Tilrauna- ökuþór sem ók Leðurblökubílnum hefur látið hafa eftir sér að þetta sé eitt það hraðskreiðasta ökutæki sem hann hafi ekið. Aftan á ökutækinu eru fjögur 44 tommu dekk en að framan eru tvö ögn smærri dekk sem eru ekki á öxli, sem gerir kleift að snúa bílnum nán- ast á punktinum. En það er enginn Leðurblökubíll fullbúinn fyrr en búið er að hlaða í hann tækjum og tólum. Bíllinn er með búnaði sem kemur í veg fyrir að hann sjáist í ratsjám, búinn hlífðar- skjöldum og vélbyssum að framan. Fyrir kvikmyndina voru smíðaðir fjórir Leðurblökubílar og kostaði hver þeirra rúmar 110 milljónir króna. 15. júní næstkomandi verður frumsýnd nýjasta kvikmyndin um Leðurblökumanninn. Myndin var að nokkru leyti tekin upp hér á landi en fæstir hafa ennþá séð hið undarlega ökutæki sem söguhetjan notar. Smíðaðir voru fjórir Leð- urblökubílar fyrir kvikmyndina og kostaði hver þeirra 110 milljónir króna. Ljósmynd/David James Að aftan er þotuhreyfill sem bætist við 500 hestafla Chevy-vél. Fæst hann í svörtu? 110 milljónir kr. kostaði að smíða bílinn. Fjórir voru smíðaðir. bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.