Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 18
18 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar FJÓRGENGISBYLGJAN er að tröllríða mótorhjólasportinu. End- uróhjól, crosshjól og nú klifurhjól eru í auknum mæli komin með fjórgengisvélar. En hver er staða tvígengishjóla í dag? Eru lífdagar þeirra e.t.v. senn taldir? Við mætt- um galvaskir með nýja Yamaha YZ 250 í þolaksturinn sem nýverið fór fram á Klaustri og hér er það sem stóð upp úr eftir 6 tíma stans- lausan barning og sandmokstur. Verkfærið valið Það hefur skapast hefð fyrir því að breskur vinur minn, Sean Law- less (sem einnig er ritstjóri hjá tímaritinu Dirt Bike Rider), gerist liðsfélagi minn í stóru þolaksturs- keppninni sem fram fer á Kirkju- bæjarklaustri á vori hverju. Þegar við félagarnir sáum fram á að okk- ur gæfist tími til að keppa enn á ný saman á Klaustri vaknaði stóra spurningin; hvaða hjól væri ákjós- anlegast til verksins. Í fyrri skiptin höfum við keppt saman á fjórgeng- ishjólum en það blundaði í okkur sú þörf að prófa eitthvað sem væri öðruvísi og því ákváðum við að tví- gengishjól væru málið. Eftir að hafa legið yfir málinu og hringt nokkur símtöl vorum við komnir undir verndarvæng Yamaha-liðs- ins og komnir með óskahjólið, 2005 Yamaha YZ 250. Undanfarin ár hefur það loðað við Yamaha-hjólin að þau hafi gamaldags útlit. En ekki lengur. Í ár kom loks að því að YZ línan fékk álstell sem stimplar það ekki bara inn í fegurðarsamkeppni hjóla heldur léttir gripinn um nærri 2,5 kíló. Þar með er ekki öll sagan sögð því hjólið er ekki leng- ur með óþægilega háan þyngdar- punkt eins og fyrri Yamaha-hjól hafa gjarnan haft. Það er t.a.m. stór munur á 2004 og 2005 árgerð- unum hvað þetta varðar. Nú er hjólið ekki bara léttara heldur er þyngdarpunkturinn neðar og leik- ur einn að henda hjólinu milli þröngra beygja. Við fundum mik- inn mun á hjólinu í sandinum á Klaustri og ég geng svo langt að segja að þetta hjól sé líklega það besta sem ég hef keyrt í þungum sandi. Létt og kraftmikið og hjálp- ar ökumanninum í stað þess að refsa. Ég tók greinilega eftir því að þegar ég ók samhliða mönnum sem fóru álíka hratt og ég, en á stórum fjórgengishjólum, átti ég mun auðveldara með að skipta um aksturslínur sem hjálpaði mikið þegar aðallínurnar voru orðnar illa grafnar. Mótornum hefur ekki verið mik- ið breytt milli ára enda var hann einn sá besti í fyrra í þessum flokki. Gangurinn er hreinn og tær. Bensíngjöfin er næm og hjólið er mjög kraftmikið – samt án þess að vera fruntalegt. Smávegis snerting á kúplinguna í djúpri sandbeygju og hjólið fer örugglega upp á snúning og mokar manni út úr beygjunni. Á grasinu, þar sem gripið var mikið, reyndist aðeins erfiðara að sitja fákinn. Þar finnur maður töluvert fyrir kraftinum og toginu í hjólinu sem getur stolið frá manni orku ef maður gleymir sér og fer að glíma við hjólið í stað þess að vinna með því. Við ókum því í aðeins hærri gír (oftast 3.-4. gír) og notuðum kúplinguna óspart til að stilla af gripið niður í jörð. Það þýðir að yfir daginn þarf Jamminn að þola gríðarlegt álag á kúplinguna og það gerði hjólið svo sannarlega með sóma. Þeir sem aðhyllast glussakúplingar gefa sjálfsagt ekki mikið fyrir vírkúpl- inguna á Jammanum en þrátt fyrir að hún sé ekki sú léttasta í brans- anum þá var ég persónulega mjög sáttur, svona er maður bara skrít- inn. Hjólið okkar var útbúið með sérstakri keppnisfjöðrun frá DS og því erfitt að segja nákvæmlega til um hvernig óbreyttur fjöðrunar- búnaður virkar en hinsvegar er það ljóst að fjöðrunin var mikið endurbætt fyrir þetta ár. DS-fjöðr- unin er fremur stíf keppnisfjöðrun en virkaði vel fyrir okkur og tók vel þung högg á graskaflanum þegar hjólin lentu ofan í djúpum og hörðum holum. Það var aðeins að hjólið dansaði til að aftan yfir þvottabretti en ekki skrítið þar sem hjólið var ekki sérstaklega stillt fyrir okkar þyngd. Á beinum og hröðum köflum var hjólið þó yf- ir höfuð mjög stöðugt og þessi eig- inleiki þess var sérstaklega vel metinn á sandinum. Hjólið rann í gegnum gírana létt og nákvæmt, hrökk aldrei í hlutlausan og það er til hentugur gír fyrir allar aðstæð- ur. Bremsurnar eru góðar, sér- staklega að framan en hún skilar manni mjög góðri tilfinningu fyrir því sem maður er að gera. Frá- gangurinn á Yamaha-hjólunum er nærri lýtalaus og ekki spillir að þau koma nú með títaníum- standpetulum og Renthal-álstýri. Hinsvegar hefur plastið á Yam- aha-hjólunum verið fremur hvim- leitt í umgengni í gegnum tíðina því það rispast og hvítnar fyrr en á öðrum hjólum. Þrátt fyrir að Yam- aha hafi lofað úrbótum á þessu ári verða smárispur fljótt mjög áber- andi og gera það að verkum að hjólin eldast óþarflega fljótt í útliti. Annar galli við þetta hjól (eins og önnur tvígengishjól) er að fremra útblástursrörið er berskjaldað fyr- ir höggum og barningi og var það þegar farið að láta á sjá, beyglað og líklega farið að ræna vélina afli. Pústhlíf er algert skilyrði fyrir ís- lenskan grjótbarning. Þegar upp var staðið reyndist hjólið gríðarlega vel, kannski of vel, því ekki gátum við félagarnir kennt YZ um slakt gengi okkar í keppninni. Það þoldi 6 tíma barn- ing án þess að slá feilpúst. Ef tví- gengishjólin hverfa af markaðnum (við skulum rétt vona ekki), þá verður það að mestu fyrir tilstilli umhverfissinna því alltaf verður til hópur fólks sem kýs léttleika og snerpu tvígengishjólanna fram yfir fjórgengishjólin. Yamaha YZ 250 hefur fengið algera andlitslyftingu fyrir árið 2005 og er erfitt að ímynda sér að aðrir framleiðendur 250cc motocrosshjóla geti gert bet- ur í ár hvað afköst og aksturseig- inleika varðar. YZ hentar samt ekki hverjum sem er, til þess er hjólið of sérhæft. En ef þú ert einn af þeim sem langar í framúrskar- andi keppnishjól í tvígengisflokki, skaltu skoða bláu þrumuna. Afdrifaríkar bensínáfyllingar … Við þökkum Yamaha/Toyota- mönnum fyrir frábæran dag, sér- staklega Víði Fannarssyni verk- stæðisformanni fyrir vel þegna hjálp. Markmiðinu var náð; að ljúka keppni. Reyndar töpuðust sekúndur og mínútur í hverjum hring sem við ókum því við deild- um einu og sama hjólinu alla keppnina og það þurfti að stoppa oft til að þjónusta hjólið, m.a. skrúfa það sundur til að skipta um loftsíu og fylla af eldsneyti, (a.m.k. annan hvern hring), meðan klukk- an tifaði. En það er ekki eins og við höfum verið komnir þangað til að sigra og hefðum ekki getað það þó við hefðum reynt af öllum mætti. Það voru þó aðrar bensín- áfyllingar sem þóttu ansi drama- tískar og dýrkeyptar en þá er ég að tala um þegar Micke Frisk, sem leiddi keppnina frá upphafi, þurfti að stoppa á síðasta hring til að fylla Yamaha-hjólið sitt af elds- neyti en liðsfélagi hans hafði dottið og treysti sér ekki til að keyra meira. Stoppið kostaði Frisk sig- urinn því landi hans, Svíinn And- ers Eriksson, át upp forskot kapp- ans, tók framúr honum og keyrði glæsilega til sigurs á Husqvarna- hjóli sínu á síðustu stundu. ÞK YAMAHA YZ 250 í 6 tíma þolaksturs- prófi á Klaustri Ljósmynd/Sigurður J. Ólafsson Aftur til framtíðar. YZ 250 er með afar kröftuga en notendavæna vél. Ný ál- grind og fjöðrun gera það að verkum að hjólið er ekki bara gott á beinum aksturslínum heldur tekur beygjurnar betur en nokkru sinni fyrr. Vinningsliðið? Varla. Til þess er íslenskt mótorsport orðið of stórt og augljóst að margir hafa lagt á sig mikla vinnu og bætt sig mikið hvað hraða snertir. Ekki er ólíklegt að Íslendingar eigi eftir að eignast ökumann á heimsmæli- kvarða á næstu árum. Litla íslensk-breska Yamaha-liðið náði þó settu marki; að ljúka sex tímum heilir á húfi. Fyrir miðju situr breska stúlkan Laura Ward sem keppti fyrir Kawasaki-liðið og fékk viðurkenningu fyrir að vera eina kon- an sem tók þátt í keppninni á Klaustri. Er tvígengishjólið dautt? Dagbók drullumallara moto@mbl.is HUGMYNDABÍLLINN X2 er orð- inn að Suzuki Escudo, sem er nafnið á Suzuki Grand Vitara lín- unni í Japan. Þetta þýðir að vænta má að þessi bíll leysi einn- ig Grand Vitara af hólmi hérlendis innan tíðar. Grand Vitara kom fyrst á markað 1988 og er nú af annarri kynslóð. Nýi bíllinn er byggður á hug- myndabílnum X2 sem sýndur var á bílasýningunni í New York í mars sl. Nýi bíllinn verður stærri en sá sem hann leysir af hólmi. Hann verður 4,39 m á lengd en núver- andi gerð er 4,22 m. Hann verður 1,81 m á breidd (1,78 m) og 1,70 m á hæð (1,74 m). Þá lengist hjól- hafið úr 2,48 m í 2,64 m sem ætti að bæta mikið aksturseig- inleikana í borginni. Bíllinn er kominn á markað í Japan þar sem hann heitir Escudo. Nýr Grand Vitara verður lengri og með meira hjólhafi. Von á nýjum Grand Vitara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.