Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 16
16 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar G ullfallegt hjól sem varð fyrsta fjöldaframleidda hjólið til að fara kvart- míluna undir 12 sekúndum. Honda var í tilvistarkreppu á seinni hluta áttunda áratugarins. Keppi- nautarnir voru komnir með ný og kraftmeiri hjól. Honda CB750 hjól- in höfðu verið framleidd nær óbreytt í heilan áratug og þó að þau séu sjálfsagt einhver best heppnuðu hjól allra tíma þurfti Honda að koma með eitthvað nýtt og bylting- arkennt. En – hvað og hvernig átti það að vera? Markaðsfræðingar fyrirtækisins beittu aðferð sem ekki hefur oft verið notuð í seinni tíð; að spyrja blaðamenn tímaritanna sem fjölluðu um mótorhjól. Blaðamenn- irnir voru sammála um það að glampinn í augum kyndilberans væri að slokkna. Honda yrði að koma með mót- orhjól sem væri yfirlýsing. Yfirlýs- ing um stórhug, glæsileika og tæknilega getu. Sex strokka línuvél í mótorhjóli hafði reyndar sést áður. Ítalski bif- hjólaframleiðandinn Benelli hafði framleitt slík hjól og Honda-verk- smiðjurnar sjálfar höfðu framleitt kappaksturshjól á árunum upp úr 1960 sem voru með 6 strokka í línu. 250 rúmsentimetra hjól sem hétu RC-166 og unnu fjölda heimsmeist- aratitla á árunum 1961-1967 m.a. með „Bike-Mike“, Mike Hailwood, við stýrið. Það var einmitt á þeirri hönnun sem Honda CBX var byggt. Það er þó mun meira að vöxtum: Vélin er 1047 rúmsentimetra, 24 ventla og skartar sex púströrum og hljómar eins og sex malandi kett- lingar. Ýmsar útfærslur eru síðan til í hljóðkútum, flækjur, 6 í einn, hefðbundinn 6 í 2 og loks 6 í 6 þar sem hver strokkur hefur sinn hljóð- kút. Eitt slíkt kerfi mun vera vænt- anlegt til landsins og verður gaman að heyra í því hjóli. Það munu vera 15 CBX hjól á landinu og 11 til 12 af þeim gang- fær. Þar af eru 8 á Eyjafjarðar- svæðinu. CBX var aðeins framleitt í fjögur ár, frá 1979-82. Þau voru kraft- mestu hjólin þegar þau komu fram en voru milduð ögn strax árið eftir því stimpilstangirnar áttu til að slitna á mesta snúningi og bók- staflega saga mótorinn í sundur. 1981 árgerðin var töluvert breytt. Þá voru CBX orðin ferðahjól með vindhlífum, töskum og mýkri fjöðr- un. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörg CBX-hjól voru fram- leidd en að líkindum hafa þau verið á bilinu 40-60.000. Langmest var framleitt af 1979 árgerðinni, vel á þriðja tug þúsunda. Framleiðslunni var hætt 1982, enda hjólin dýr í framleiðslu og önnur 4 strokka hjól orðin öflugri. Sumir halda því fram að til séu tvær tegundir bifhjólamanna, þeir sem hafa unun af því að þenja tæki sín til hins ýtrasta og svo hinir sem leggja meira upp úr útlitinu og finnst mest um vert að vita af því að horft sé á þá öfundaraugum. Skúli Gautason hefur velt þessu fyrir sér en ætlar ekki að leggja dóm á það hér hvor greinin er æðri. Víst er um það að hjólið sem hér er fjallað um sameinar báðar fylkingarnar. 1981-árgerðin komin með vindhlífar og töskur. Aðeins einn dempari að aftan. Morgunblaðið/Kristján Eins og sex malandi kettlingar TENGLAR .............................................. www.cbxclub.com www.cbxworld- .com www.timscbx.com www.cbx6.co.uk www.cbx.dk Fagur floti í Eyjafirðinum. A kureyringarnir Baldvin Ringsted og Stefán Finn- bogason hafa verið þungt haldnir af mótorhjóladellu frá unga aldri. Þeir aka báðir á CBX og hafa að auki nýlega flutt inn nokkur slík hjól til viðbótar. Stefán: Þetta eru hvorki sneggstu hjólin né þau kraftmestu. Miðað við hjól sem eru framleidd í dag eru þau þung og svifasein en þau líða áfram stabíl og fín. Það er ekki hægt að henda þeim til – þú ert ekki sneggstur fyrir horn en þau fara best með þig. Eins og Buick meðal hjóla. Baldvin: Í fyrsta skipti sem ég sá mynd af CBX ákvað ég að ég yrði að eignast svona hjól. Það kom ekkert annað til greina. Það sem ég er ánægðastur með er að það er engin grind fyrir framan vélina, ekkert sem skemmir útsýnið á mótorinn. Stefán: Þetta voru rándýr hjól á sínum tíma. Ég var heppinn, hjólið mitt er eitt af svokölluðum skóla- hjólum. Honda-verksmiðjurnar létu framhaldsskólum í Bandaríkj- unum í té nokkur hundruð svona hjól til notkunar í vélvirkja- og tækninámi. Í skólunum voru þau ýmist skrúfuð í frumeindir eða hreinlega gleymdust einhvers staðar úti í horni og ég var svo heppinn að rekast á eitt slíkt á spjallrásum CBX-manna. Það var ekki keyrt nema tæpar tvær mílur þegar ég fékk það. Hvaða athugasemdir heyrast helst um þessi hjól? Baldvin: „Er þetta virkilega sex strokka?“ eða „Nei, nei, sex strokka línuvél!“ Stefán: „Er þetta framleitt svona?“ Stefán er vélstjóri og þekktur fyrir að fara ekki alltaf troðnar slóðir. Hann segir að nokkrir hafi skriðið undir hjólið, alveg vissir um að hann hefði búið þetta til úr tveimur vélum. Baldvin: Hér áður fyrr voru flestir mótorhjólamenn áhuga- menn um mótorhjól og vissu sitt- hvað um sögu þeirra og þekktu helstu hjólin, þar með CBX. Nú hin síðari ár vilja margir helst keyra á krómi slegnum loftpressum og spá ekki í neitt annað en það hvernig þeir taki sig út á hjólunum sínum. Þýðgengi þessara véla er engu líkt. Ef þú kemur að Harley-Davidson í hægagangi hendist stýrið til um tommu eða tvær en leggirðu teboll- ann þinn á tankinn á CBX rétt gár- ast yfirborðið. Stefán: Í hægagangi hljómar vélin eins og sex malandi kett- lingar. Þegar þú gefur í heyrast engir skellir og læti heldur hvinur eða þytur. Mér heyrist menn vera ansi heittrúaðir. Stefán: Það eru nú margir H/D- menn ansi skemmdir. Baldvin: Ég vil nú fremur kalla þetta ást en trú. Það er erfitt að skilgreina þessa ást. Það er kannski alltaf erfitt að skilgreina ást? Stefán: Þetta eru sjaldgæf hjól og menn sem eignast þau láta þau ógjarnan af hendi. Baldvin: Það eru starfandi eig- endaklúbbar í Evrópu, Ameríku, Japan og víðar. Það má greina töluverðan mun á afstöðu til hjól- anna á þessum þremur stöðum; í Evrópu er mikið um sérsmíðuð hjól, nýjustu gerðir af fjöðrun og oft er ekkert upprunalegt nema vélin. Í Bandaríkjunum er mikið lagt upp úr því að hafa allt upp- runalegt, helst eins og hjólið kom af færibandinu. Í Japan eru menn mikið að mixa saman hlutum úr nýrri Hondum. Má tala um íslensk sérkenni? Stefán: Ætli það sé ekki helst króm? Baldvin: Ég verð að viðurkenna að íhaldssemin minnkar ekki með árunum. Mér verður illt af því að sjá myndir af CBX-chopperum. Mér finnst þar illa farið með fal- lega mótora en mildar útlits-, fjöðrunar- og aflbreytingar eru í lagi. Er starfandi íslenskur CBX- klúbbur? Baldvin: Á sínum tíma var „Sexý-félagið“ félagsskapur allra sex strokka hjóla á landinu. Nú hefur CBX-hjólunum fjölgað það mikið að vert er að fara að stofna félag og verður það gert á Ak- ureyri 17. júní. Ég hef tekið saman myndir og sögu allra CBX- hjólanna á landinu. Ég ætla að taka samantektina með mér á næsta Evrópumót CBX-manna sem verður haldið á Falstri í Dan- mörku 19.–21. ágúst næstkomandi. Eins og Buick meðal hjóla Morgunblaðið/Kristján Stefán og Baldvin hafa flutt inn, standsett og selt nokkur CBX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.