Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 10
10 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar KIA Sorento, millistóri borgarjepp- inn frá s-kóreska framleiðandanum, telst vart lengur vera nýr á markaði. Hann kom fyrst á markað árið 2002 en hefur raunar nánast alla tíð verið illfáanlegur hérna vegna mikillar eftirspurnar ytra. Nú hefur Hekla tekið við Kia-umboðinu og svo virð- ist sem það hafi greitt götu þeirra sem vilja kaupa þennan athyglis- verða borgarjeppa. Kia hefur, eins og aðrir kóreskir bílaframleiðendur, búið við mikinn vöxt á síðustu árum. Í tilfelli Kia er það ekki síst Sorento að þakka því bíllinn er velheppnaður að flestu leyti og á hagstæðu verði miðað við vélar og búnað. Sorento er svipaður að stærð og eldri gerð M-jeppa Mercedes-Benz og BMW X5. Hér- lendis fæst hann með 2,5 lítra dís- ilvél, 140 hestafla, og tveimur bens- ínvélum, 2,4 lítra, 139 hestafla, og 3,5 lítra V6-vél, 194 hestafla. Dísilbíllinn var prófaður í EX-út- færslu, sem er best búni bíllinn. Kia Sorento er eitt af best varð- veittu leyndarmálunum á jeppa- markaðnum. Þetta er hreinræktað- ur jeppi byggður á sjálfstæða grind og með háu og lágu drifi í stærð- arflokki með Mercedes-Benz M og BMW X5. Leyndarmálið, sem nú verður ljóstrað upp, er að það er hægt að fá næstum tvo Sorento af grunngerðinni fyrir einn BMW X5 af grunngerðinni. Sorento er ódýr- asti, fullbúni jeppinn hér á markaði. Tiltölulega lítil sala á bílnum helgast kannski helst af því að það er ekki heiglum hent fyrir umboðið að fá bíla þar sem framleiðslugeta Kia er enn sem komið er langt undir eft- irspurn. En allir vita að gæði kosta meira; eða er ekki svo? Og vissulega má færa fyrir því mjög gild rök að meira er lagt í bæði BMW X5 og Merce- des-Benz M en Sorento. En engar óháðar kannanir eru til sem segja að Sorento endist illa. Og Sorento hef- ur reyndar komið vel út úr könn- unum og státar meira að segja af því að hafa verið valinn jeppi ársins í Bandaríkjunum, þar sem kóreskum bílum hefur reyndar verið vel tekið á síðustu misserum og þá varð hann efstur í flokki fjórhjóladrifinna bíla í J.D. Power-könnuninni. Sorento er í alla staði vel smíð- aður og hvergi hægt að benda á óvandaðan frágang. Og þetta óvenju lága verð helgast ekki af því að það vanti eitt eða annað í bílinn. Þarna er nánast allt að finna sem keppi- nautarnir bjóða; umtalsvert innan- rými og mikinn staðalbúnað, t.a.m. loftkælda diskahemla að framan og aftan, sextán tommu álfelgur, fimm þrepa sjálfskiptingu með hand- skiptivali, hita í framsætum, raf- magn í ökumannssæti, krómpakka og sjálfvirkan millikassa sem deilir afli til hjólanna eftir þörfum hverju sinni, rafmagn í öllum rúðum, raf- magn í sætum, fjóra líknarbelgi og fimm hnakkapúða og þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og margt fleira. Lítil en hörkudugleg dísilvél Þetta er fremur lítið slagrými fyr- ir dísilvél í miðjustærð af jeppa en vélin er hörkudugleg og hljóðlát með afbrigðum. Hún skilar að há- marki 140 hestöflum og togar 320 Nm strax við 2.000 snúninga á mín- útu. Vélin er reyndar dálítið lengi að taka við sér frá því að henni er gefið inn en um leið og hún kemst á snún- ing þrælvinnur hún og skilar ánægjulegri millihröðun. Dísilbíllinn var prófaður með nýrri fimm þrepa sjálfskiptingu með handskiptivali en þegar bíllinn kom fyrst á markað var hann með fjögurra þrepa sjálf- skiptingu án handskiptivals. Þarna finnst mikill munur á og vélin er fyr- ir vikið að vinna á kjörsnúningi og þar sem togið er hvar mest. Í þessari gerð kostar Sorento 3.640.000 kr. sem er verð eins og á vel búnum fólksbíl í D-flokki, (Toyota Avensis, VW Passat o.fl), eða jepplingi. Grunngerðin er hins vegar LX sem er með minna þróuð- um drifbúnaði, án króms, loftkæl- ingar og hraðastillis. Sá bíll kostar 3.175.000 kr. og það eru kjarakaup. Sorento er um og yfir tvö tonn að þyngd og tæpir 4,60 m á lengd. Hann situr vel á vegi og stýrið er létt sem gerir að verkum að þrátt fyrir stærð og þyngd er hann lipur sem fólksbíll í borginni en um leið stöðugur á vegi í þjóðvegaakstri og með stýri sem þyngist með auknum hraða. Drifkerfið ætti síðan að tryggja að menn fara flestra sinna ferða á þessum bíl. Sorento hefur hreinar og laglegar línur að utan. Hönnuðum hefur tek- ist að ná fram í bílnum útliti sem í senn er sportlegt og sterklegt. Út- færslan á afturhleranum er til marks um natni við hönnun. Hann er tvískiptur og hægt að opna ein- ungis rúðuna til að stinga inn smá- pökkum. Farangursrýmið er sömu- leiðis vel útilátið, 964 lítrar, og mikið fóta- og höfuðrými er fyrir þrjá aft- ursætisfarþega. Sorento er er fyrst og fremst hagnýtur að innan og þar er lítið um prjál. Mælar eru þægi- legir aflestrar og stjórntækin öll innan seilingar en það er helst til of mikið grátt plast í innréttingunni til þess að bíllinn hafi eitthvað í þýsku sportjeppana að gera á þessu sviði. Sorento hefur ekki heldur vélar fram að færa sem standast þeim þýsku snúning en Kia hefur tekist að smíða mjög frambærilegan al- hliða jeppa, sem er þægilegur í notk- un innanbæjar og fær í flestan sjó utan vega, og það á sérlega athygl- isverðu verði. Helsti keppinauturinn í verði, (sjá meðfylgjandi töflu), er Suzuki XL-7, sem er sjö manna, en fæst ekki með sjálfskiptingu í dís- ilgerðinni.     !"##$%&'(&)%$) !&+,)*+ &-$#,!-%',!-%+ *"+)+ .,. - /   *)-$ !+-$     ! "#$ 0 12,3 # "% "&'($ 3  #  )*# $  + !,! #&'($ 43 *(- $ % ,- $ ,!++ 3 ($  " *++     +      .*/  0  !'),)&$ &-#!,!-%',!-#( *"!#+ .,. - /   **-+ (-!  12 - #3# 45 !'$,)&+ &-#*,!-%#,!-%) !"%(# .,.  *$-+ (-%  2 /6/, 7   !" !+(,*#+ &-#',!-#%,!-#& !"#)$ .,.  !%-) %-+   8 --  9 &!   !#&,&+) &-#&,!-%$,!-%# *"!)* .,. - /   *&-+ (-+  2 *   :/ - !'',&!+ &-%!,!-#(,!-%$ !"($+ .,. - /   *&-+ (-!  2 : 9  ;   ; !!$,*&+ &-'!,!-#%,!-#& !"%)+ .,.  *+-$ !+-&  1 : 9     !'+,)#) &-%!,!-%(,!-%' *"!&$ .,.  **-$ !+-$  2 Kia Sorento er með ódýrustu jeppum á markaði en jafnframt einn sá athyglisverðasti. Fullbúinn en á hagstæðu verði Morgunblaðið/Þorkell Snyrtilegt umhverfi og vandaður frágangur hvarvetna. Afturhlerinn opnast upp og hægt er að opna eingöngu rúðuna. Mikið og gott farangursrými er í bíln- um. Varadekkið er undir honum. REYNSLUAKSTUR Kia Sorento 2,5 CRDI EX Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Vél: Fjórir strokkar, 2.498 rúmsentimetrar, 16 ventlar, samrásarinn- sprautun. Afl: 140 hestöfl við 3.800 snúninga á mínútu. Tog: 320 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Drif: Sjálfvirkur millikassi, hátt og lágt drif. Gírkassi: Fjögurra þrepa sjálfskipting með hand- skiptivali. Fjöðrun: Tvöföld spyrna að framan, gormar. Togstangir og gormar að aftan. Hemlar: Loftkældar diska- bremsur að framan og aft- an, ABS, EBD. Lengd: 4.567 mm. Breidd: 1.863 mm. Hæð: 1.800 mm. Hjólhaf: 2.710 mm. Eigin þyngd: 2.087 kg. Hjólbarðar: 245/70, 16" álfelgur. Eyðsla: 10,5 l í blönduðum akstri. Verð: 3.640.000 kr. Umboð: Kia-umboðið, Laugavegi. Kia Sorento 2,5 CRDI EX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.