Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 8
liðu áður en hann hófst handa við að taka hann í sundur í þeim tilgangi að gera hann upp. Erlingur kláraði nokkra hluta upp- gerðarinnar á árabilinu 1993-95 en seldi þá Stein- grími E. Snorrasyni bílinn. Steingrímur, ásamt Ragnari Geirdal Ingólfssyni, hélt áfram við ýmsa hluti sem gera þurfti upp, m.a. lausa boddýhluti, rúðuvindur o.fl. Árið 1999 lét Steingrímur þennan bíl sem greiðslu upp í hluta kaupverðs á 1959 Mercedes-Benz 180a sem allur hafði verið tekinn í gegn af Rúnari Sigurjóns- syni sem er núna eigandinn að þeim bíl sem greinin fjallar um. Það var honum erfið ákvörðun að hefjast handa við að gera upp þennan bíl, svo illa var hann farinn. Rúnar hefur samt nýlega nær lokið erfiðri og flókinni uppgerð á honum og var bíllinn fyrst sýndur á skoðunardegi Fornbílaklúbbsins í maí byrjun. Rún- ar hefur haldið úti heimasíðu um uppgerðina, www.stjarna.is/1955/, og er hægt að sjá þar hversu mikil vinna getur farið í svona verkefni. BÍLLINN, Mercedes-Benz 180, 1955 árgerð, var upphaflega fluttur inn nýr fyrir konu sem hét Olga Magnúsdóttir. Hafði hún fengið mænuveiki um fermingu og uppskar lömun í fótum, þá sérstaklega þeim vinstri. Hún átti erfitt með gang og var mjög stirð sökum lömunar sinn- ar. Á þrítugsaldri fór hana að langa til að eignast bíl svo hún gæti ferðast og farið sinnar leiðar án þess að vera upp á aðra komin. Hún fékk vinnu við símsvörun og önnur tilfallandi störf og með starfi þessu gafst henni tæki- færi til að safna sér peningum til þess að kaupa bíl, en hún afþakkaði alla aðstoð í þeim málum sem henni var boðin. Svo kom að sjóðir hennar voru nægir til að velja sér bíl. Eftir mikla skoðun á því sem í boði var, valdi hún þessa gerð af bíl á fyrstu bílasýningu sem haldin var á Íslandi í KR heim- ilinu við Frostaskjól árið 1954. Eitt- hvað vantaði smá af aurum til viðbótar og svo fór því að bíllinn var ekki pantaður fyrr en snemma árs 1955. Bíllinn var upphaflega grár að lit og er samkvæmt upp- lýsingum úr bifreiðaskrá ný- skráður þann 13. júní 1955. Hann á því fimmtugsafmæli um þessar mundir. Sérútbúinn frá Þýskalandi Bíllinn var fáanlegur sér- útbúinn fyrir hana frá Þýskalandi og kom upphaf- lega þannig útbúinn til landsins. Hún lærði að keyra eftir að bíllinn var kominn, og þá á hann sjálfan, enda gat hún ekki ekið öðrum bíl- um. Hún notaði bílinn mjög mikið, fór á honum til vinnu og einnig nokkrar ferðir norður í land. Átti hún þennan bíl allt til þess dags er hún féll frá árið 1977. Eignaðist þá systir hennar bílinn, en hún vissi aldrei hvað hún ætti að gera við hann, enda ekki með bílpróf, og gat því ekki not- að hann. Ákvað hún að henda bílnum því að þá færi hann sömu leið og syst- ir hennar, þ.e.a.s. yfir móðuna miklu og fékk hún menn til að fjarlægja hann. Það kom henni síðan mjög á óvart á vordögum árið 2002 þegar fyrst var haft samband við hana vegna sögu bílsins að bíllinn skyldi ennþá vera til, því hún stóð alla tíð í þeirri meiningu að honum hefði verið fargað. Á síðustu stundu, sem betur fer, bjargaði Erlingur Ólafsson blómabóndi í Mosfellsdal bílnum og kom honum í hús. Upphaflegur til- gangur hans var að hirða bílinn og rífa hann í varahluti. Erlingur geymdi bílinn lengi. Nokkuð mörg ár SÍGILDAR SJÁLFRENNIREIÐAR Verður bíll einhvern tímann ónýtur? Rúnar Sigurjónsson er eigandi Mercedes-Benz 180, árgerð ’55. Þeir voru glæsilegir gömlu Benzarnir og eru það enn. Hver hefði trúað að bjarga mætti þessu flaki og gera úr bíl? 8 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar TOPPBÍLAR, FUNAHÖFÐA 5, SÍMI 587 2000 • toppbilar.is Toyota Landcruiser 100 VX Diesel 05/2004 ssk, ekinn 17þkm, leður, sóllúga, stillanleg fjöðrun, krókur, bakkskynjarar, litafilmur. Verð 6.890.000. Skipti möguleg á ódýrari. Lexus RX-3 00 EXE 09/2004, sjálfskiptur, ekinn 12þkm, leður, sóllúga, skriðvörn, hraðastillir ofl. Verð 5.150.000. Skipti möguleg á ódýrari. Toyota Landcruiser 80 VX Diesel 06/1992, sjálfskiptur, ekinn 295þkm, 7 manna, 33" dekk, smurbók. Verð 1890.000. TILBOÐ 1.590.000. Skipti möguleg á ódýrari. Toyota Landcruiser 90 LX Diesel 05/2000, sjálfskiptur, ekinn 74þkm, 16" felgur, brettakantar, krókur, smurbók, einn eigandi. Verð 2.790.000. Skipti möguleg á ódýrari. Ford F-350 Lariat 6.0 Diesel 2005 NÝR BÍLL, sjálfskiptur, leður, sóllúga, rafm. í öllu, glussaúrtak, 2 alternatorar, Tork shift skipting, lok á palli ofl. Verð 4.600.000. Skipti möguleg á ódýrari. Porsche Cayenne S 08/2003, 8cyl, sjálfskiptur, ekinn 35þkm, leður, skriðvörn, Bose hljómkerfi, loftkæling. Verð 6.950.000. Skipti mögulegá ódýrari. Ford Transit Rivera húsbíll, 2.5, diesel, ekinn 135þkm, loftpúðar, eldavél, ísskápur, WC, sturta, svefnaðstaða fyrir 4, ný tímareim, algjört toppeintak. Verð 2.390.000. Skipti mögulegá ódýrari. Ford Explorer Eddie Bauer 4.6 04/2003, sjálfskiptur, leður, DVD, rafm. í öllu, Dual miðstöð, bakkskynjari. Verð 4.290.000. TILBOÐ 3.980.000. Skipti möguleg á ódýrari. VW Golf 4Motion 11/2001, 5 gíra, ekinn aðeins 30þkm, fjórhjóladrif, gullfallegur bíll. Verð 1.490.000. Skipti möguleg á ódýrari. Mercedes Benz SLK Kompressor 1999, sjálfskiptur, ekinn 75þkm, leður, toppeintak, frábær bíll fyrir sumarið. Verð 2.390.000. Skipti mögulegá ódýrari. MMC L-200 Double cab 2.5 diesel turbo, 12/2002, 5 gíra, ekinn 91þkm, dráttarkúla, smurbók, ný tímareim. Verð 1.790.000. Volvo XC-90 Diesel turbo 02/2003, sjálfskiptur, ekinn 68þkm, álfelgur, öryggispúðar, spólvörn, leður, hraðastillir. Verð 4.350.000. Skipti möguleg á ódýrari. BMW 540 05/1999, sjálfskiptur, ekinn 145þkm, álfelgur, M-Sportfjöðrun, loft- kæling, sóllúga, xenon ljós, regnskynjari, bakkskynjari. Verð 2.380.000. Skipti möguleg á ódýrari. VW Passat 1.6 01/1999, 5 gíra, álfelgur, CD, rafm. í rúðum, vindskeið. Verð 1.090.000. TILBOÐ 950.000 stgr. Skipti möguleg á ódýrari. Toyota Landcruiser LX 07/1999, sjálfskiptur, ekinn 125þkm, álfelgur, dráttarkúla, filmur, fjarstart. Verð 2.290.000. Skipti möguleg á ódýrari. Bmw 520IA 1997, sjálfskiptur, ekinn 175þkm, sóllúga, ABS. Verð 1.490.000 TILBOÐ 990.000 stgr. Skipti möguleg á ódýrari. Audi A-3 Ambition 03/2000, sjálfskiptur, ekinn 62þkm, ABS, rafm. í rúðum. Verð 1.090.000. Skipti möguleg á ódýrari. Mercedes bens CLK-500 2003, sjálfskiptur, grátt leður, sóllúga, álfelgur, bíll hlaðinn aukabúnaði. Verð 5.990.000. Skipti möguleg á ódýrari. BMW 745i NEW 06/2002, sjálfskiptur, ekinn 40þkm, bíll hlaðinn búnaði, sjón er sögu ríkari. Verð 7.490.000. Skipti möguleg á ódýrari. Mercedes ML-270 06/2004, sjálfskiptur, ekinn 8þkm, leður, sóllúga, leiðsögukerfi, hraðastillir, ESP stöðuleikakerfi. Verð 6.500.000. Tilboð 6.100.000 stgr. MARKAÐSHLUTDEILD stóru bíla- fyrirtækjanna GM og Ford í Banda- ríkjunum hélt áfram að rýrna í nýliðn- um maímánuði. Sala nýrra bíla hjá Ford dróst saman um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra og hjá GM dróst hún saman um 4,4%. Af bráðabirgðatölum um söluna í maí- mánuði má ráða að ástandið versnaði enn. Í frétt frá Ford segir að salan í maímánuði hafi verið nálægt því sem gert hafi verið ráð fyrir en sam- dráttur hafi vissulega orðið í maí. Samdrátturinn er að miklu leyti vegna þess að eftirspurn eftir stórum pallbílum hefur hrunið. Markaðs- fræðingar benda á mjög hátt bens- ínverð sem veigamikla ástæðu þessa, en segja að það sé þó ekki eina ástæðan. Ekki síður veigamikil ástæða sé að risastóru pallbílarnir séu einfaldlega dottnir úr tísku, fólk nenni hreinlega ekki lengur að skrölta um á þeim og sækist eftir liðlegri og liprari bílum. Auto Motor & Sport hef- ur eftir Robert Barry, bílamark- aðsfræðingi hjá Goldman Sachs, að GM muni draga úr framleiðslu um 10% á seinni helmingi ársins og Ford um tæp sjö prósent. Risapallbílar úr tísku Morgunblaðið/RAX Vestanhafs kjósa menn orðið liprari bíla en risapallbílana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.