Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 12
12 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar L exus kynnti í síðustu viku RX400h borgarjeppann í Aþenu í Grikklandi. RX400h er fyrsti borgarjeppinn með tvinnvél, þ.e.a.s. bæði bensínvél og rafmagnsmótorum. Blaðamaður hélt til Aþenu til að prófa bílinn, sem reyndar er þegar kominn í einu ein- taki hingað til lands. Hér verður bíll- inn síðan formlega kynntur síðar í mánuðinum. Saga tvinnbíla, á ensku hybrids, er ekki löng. Toyota, móðurfyrirtæki Lexus, ákvað snemma á tíunda ára- tug síðustu aldar að þróa tvinnbíla í stað þess að leggja of mikla áherslu á þróun efnarafalabíla, þar sem þeir eru ekki taldir verða raunverulegur kostur fyrr en eftir nokkuð mörg ár. Þess í stað vildi Toyota setja fram nýja tækni sem miðar að því að draga úr eldsneytisnotkun með afar há- tæknivæddri aflrás. Toyota ákvað jafnframt að þróa sjálft sína tvinnbíla innanhúss í stað þess að reiða sig á tæknifyrirtæki og birgja utanhúss. Af þessari ástæðu hefur Toyota núna byggt upp gríðarlega þekkingu á þessu sviði og þótt tvinnbílar, þ.e.a.s. bílar með hefðbundinni bensínvél og rafmótor, séu ennþá í hugum margra byltingarkennd og fjarlæg nýjung, þá er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og breiðast út á komandi árum. Önnur kynslóð Toyota Prius hefur t.a.m. mikið tæknilegt forskot á fyrsta bílinn og um leið og tækniþekkingu Toyota fleygir fram á þessu sviði verða bílarnir léttari, aflmeiri og ódýrari í framleiðslu. Umhverfisvænleiki en ekki á kostnað aflsins Lexus, lúxusbílaarmur Toyota, valdi eina menguðustu borgina í Evr- ópu til þess að kynna nýja „ofurtvinn- bílinn“ Lexus RX400h, sem er fyrsti borgarjeppinn í heimi með tvinnvéla- kerfi. Staðsetning kynningarinnar var vel við hæfi því í Aþenu er mistur yfir allri borginni daglangt og hávaða- mengun mikil, en nýi tvinnbílinn get- ur bæði verið hljóðlátur og sparneyt- inn ef menn kjósa. En hann getur líka gefið frá sér hljóð og eytt talsvert miklu ef menn keyra hann á þann hátt. Hjá Lexus hafa menn gert sér grein fyrir því að bílkaupendur eiga margir erfitt með að skipta út afli fyr- ir umhverfissjónarmið og þess vegna þurfti að samræma þetta tvennt. Og til þess að gera langa sögu stutta þá tókst Lexus áætlunarverkið mæta vel. Í Aþenu gafst tækifæri að aka RX400h bæði á hraðbrautum og meira krefjandi fjallavegum og var það undarlegt að finna allt aflið sem bjó í bílnum. Hann er t.a.m. mun fljót- ari í 100 km hraða en RX300, eða 7,6 sekúndur á móti 9 sekúndum. Undir vélarhlífinni er þó ekki nema 3,3 lítra, V6 bensínvél en auk þess eru í bílnum tveir rafmótorar, einn fyrir framhjól- in og annar fyrir afturhjólin. Það er síðan flókið og tæknilegt úrlausnar- efni að koma þessu öllu heim og sam- an og verður ekki farið nánar út í þá sálma hér. RX400h er hins vegar með sanni fjórhjóladrifinn og í raun sí- tengdur þó rafmótorinn fyrir aftur- hjólin skili yfirleitt ekki nema 10% af heildaraflinu til afturhjólanna. Aftari mótorinn snýst síðan hraðar með meiri inngjöf og skilar þá meira átaki til afturhjólanna. Samtals er vélaraflið frá bensínvél- inni og rafmótorunum þremur um 272 hestöfl, þar af um 211 hestöfl frá bensínvélinni. Með tvinnvélatækninni hefur Toyota því náð sambærilegu afli út úr V6 vélinni og rafmóturunum eins og úr V8 bensínvél, en með mun minni eldsneytisnotkun. Lexus gefur upp 8,1 lítra í blönduðum akstri. Eyðslan fór þó reyndar upp í rúma 16 lítra á hundraðið á fjallvegunum, samkvæmt aksturstölvunni í bílnum, en þá var líka ekið með inngjöfina í botni á milli krappra beygjanna. Þar sem útgangspunkturinn með tvinnbílum eru umhverfissjónarmið fyrst og fremst kom þægilega á óvart hve aflmikill bíllinn samt er. Það hef- ur löngum verið talinn óyfirstíganleg- ur fylgifiskur umhverfisvænna bíla að þeir væru jafnframt fremur aflvana. Svo er þó engan veginn í RX400h. Við fengum afhenta lykla í anddyri Sheratons hótelsins við flugvöllinn í Aþenu ásamt kortabók með fyrirfram ákveðinni leið sem ekin var um borg- ina og sveitirnar í kring. Það er merkileg tilfinning í sjálfu sér að snúa lykli í bíl og það eina sem heyrist er lágvært rafsuð. Bíllinn er engu að síð- ur kominn í gang og þannig hægt að læðast á honum um íbúðahverfi án þess að valda nokkrum truflunum með vélarhljóðum. RX400h er hrein- ræktaður tvinnbíll sem þýðir að hann getur gengið eingöngu á rafmagninu eða eingöngu fyrir bensínvélinni eða hvorttveggja í senn. Rafmagn knýr loftkælinguna, vatnsdæluna, rafalinn og vökvadæluna fyrir stýrið sem þýð- ir að bíllinn hefur vökvastýrið og loft- kælinguna virka jafnvel þótt hann gangi einungis fyrir rafmagninu. Um leið og farið er fram á meiri hröðun með því að stíga hraustlegar á inn- gjöfina kemur til kasta bensínvélar- innar. Hún og rafmótorarnir búa síð- an til magnað vélarhljóð sem minnir ekki á hljóð frá öðrum vélum. Eins og í tvinnkerfinu í Prius er RX400h stöðugt að hlaða orku sem verður meðal annars til við hemlun inn á rafgeymana. Í prófunarbílnum í Aþenu, sem var útbúinn leiðsögu- kerfi, mátti fylgjast með þessari hringrás orkunnar á 7" skjánum í mælaborðinu. „Svagur“ í beygjum en vinnur á í sportlegri beitingu RX400h er að sjálfsögðu byggður á RX300 en er lítið eitt lengri, um 2,5 cm, og nálægt 150 kg þyngri. Bíllinn hraðar sér ánægjulega vél og hljóðið frá aflrásinni kemur manni í opna skjöldu í fyrstu. Aflrásin nefnilega urrar á góðri inngjöf en steinþegir þegar hægt er tekið af stað. Rafeinda- stýrð CVT-skipting er í bílnum sem er þreplaus. Undirritaður fann fyrir allt öðru- vísi hegðun bílsins í fyrstu beygjunum en í hefðbundnum RX300. Meira var um hliðarhreyfingar í undirvagninum en undirritaður átti von á og var eins og aukaþyngdin hefði breytt karakter bílsins miðað við venjulegan RX300. Þessi tilfinning vék þó strax til hliðar þegar farið var að beita bílnum að ein- hverju ráði á krókóttum fjallvegum í kringum Aþenu og kom þar í ljós að um leið og afturdrifið er gert virkt með mikilli inngjöf grípur bíllinn virkilega vel í beygjum. Á hraðbraut- arkeyrslu er bíllinn stöðugur og fer yfir 200 km/klst. án þess að pústa. Það sem eftir stendur eftir reynsluakst- urinn á RX400h er að hér er á ferðinni byltingarkenndur, aflmikill borgar- jeppi sem er skemmtilegur í akstri, vel búinn og vel smíðaður. Aflrásin dregur síðan úr samviskubiti þeirra sem verst eru haldnir vegna ástands í umhverfismálum. RX400h verður fáanlegur í tveimur útfærslum hérlendis, þ.e. EXE og Luxury. Staðalbúnaður er m.a. CVT- skipting, spólvörn, stöðugleikastýr- ing, ABS-hemlakerfi með ECB, raf- eindastýrðri hemlun, og BAS, heml- unarátaksdreifingu., Xenon ljós með sjálfsvirkri aðlögun (stefnuvirk ljós), 9 öryggispúðar, 18 tommu álfelgur og margt fleira. Í EXE-útfærslu kostar hann 6.200.000 kr. en 6.750.000 kr. í Luxury-útfærslu. Til samanburðar má nefna að RX300 kostar 5.550.000 kr. í EXE-útfærslu og 6.000.000 kr. í Luxury. Lexus RX400h — tvinnjeppi sem virkar Luxury-útfærslan er hin glæsilegasta að innan en skjárinn er ekki til staðar í þeim gerðum sem seldar verða hér, nema sérpantað sé. Burstað ál, leður og hágæðaplastefni eru í mælaborði. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson RX400h er fyrsti borgarjeppinn með tvinnvélakerfi. Í útliti er RX400h eins og RX300 en þó eru aðrar afturlugtir og annað grill. Skjár fylgir leiðsögukerfinu. Þar má fylgjast með aflrás bílsins. Bensínvél: V6, 3.311 rúmsentimetrar, 24 ventlar, VVT-i. Afl: 211 hestöfl við 5.600 snúninga á mínútu. Tog: 288 Nm við 4.400 snúninga á mínútu. Rafmótor að framan: Afl: 123 kW við 4.500 snúninga. Tog: 333 Nm frá 0-1.500 snúninga á mínútu. Hámarkssnúningshraði: 12.400 snúninga á mínútu. Rafmótor að aftan: Afl: 50 kW við 4.610- 5.120 snúninga á mínútu. Tog: 130 Nm frá 0-610 snúninga á mínútu. Rafhlaða: Nikkel-málm. Gírskipting: E-CVT, rafeindastýrð, þreplaus sjálfskipting. Hjólbarðar og felgur: 235/ 55R18, 18" álfelgur. Hröðun: 7,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 200 km. Eyðsla: 8,1 lítri í blönduðum akstri, 9,1 lítri innanbæjar. Lengd: 4.755 mm. Breidd: 1.845 mm. Hæð: 1.670 mm. Hjólhaf: 2.715 mm. Eigin þyngd: 2.000 kg. Verð: 6.200.000 kr. (EXE), 6.750.000 kr. (Luxury). Umboð: Lexus á Íslandi. Lexus RX400h REYNSLUAKSTUR Lexus RX400h Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is Brugðið var á leik í fjörunni á Sounio-skaganum í Grikklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.