Morgunblaðið - 24.06.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.06.2005, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PRESTAR TIL KANADA? Íslenskir prestar hyggja hugs- anlega á útrás en uppi eru hug- myndir um að Íslendingar þjóni söfnuðum lúthersku kirkjunnar í Kanada. Á Íslandi er venjulega bar- ist um prestsembættin en því er öf- ugt farið í Kanada. Blair vill ræða breytingar Forsætisráðherra Breta segir að gera verði félagslegt kerfi ESB nú- tímalegra og skilvirkara. Hann segir enn fremur að markmið samfélags- módelsins í álfunni eigi að vera að auka samkeppnishæfnina, gera fólki kleift að takast á við viðfangsefni hnattvæðingarinnar. Ný aðferð við riðuskimun Með nýrri aðferð við riðuskimun hefur riða greinst í löndum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þessi aðferð hefur nú verið tekin upp á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum en vonir standa til að að- ferðin geti flýtt fyrir útrýmingu riðu. Uppreisnarmönnum fjölgar Æðsti yfirmaður hers Bandaríkja- manna í Persaflóa, John Abizaid, sagði í gær að uppreisnin í Írak hefði ekki dalað síðasta hálfa árið, þrátt fyrir yfirlýsingar Dick Cheneys, varaforseta, í síðasta mánuði um að hún væri „á síðustu metrunum“. Abizaid álítur að fleiri erlendir upp- reisnarmenn komi inn í Írak nú til að berjast. Úlfaldaknapar komnir heim Tuttugu og tveimur drengjum frá Pakistan, sem starfað höfðu sem úlf- aldaknapar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, var komið aftur til heimkynna sinna í gær. Athygli vakti að ekkert foreldri kom til að sækja drenginn sinn. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %             &         '() * +,,,                         Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 30 Viðskipti 16 Viðhorf 32 Erlent 18/19 Minningar 33/45 Minn staður 20 Myndasögur 58 Höfuðborgin 21 Dagbók 48/51 Landið 21 Staður og stund 50 Akureyri 22 Leikhús 52 Austurland 22 Bíó 54/57 Daglegt líf 24/225 Ljósvakamiðlar 58 Listir 26 Veður 59 Umræðan 27/32 Staksteinar 59 * * * STARFIÐ á smíðavöllum borg- arinnar hefur verið í miklum blóma frá byrjun sumars en að sögn Sig- urðar Más Helgasonar, umsjón- armanns smíðavalla ÍTR, taka um fimm hundruð börn þátt í starfinu á sumri hverju. Er nú þegar búið að reisa yfir tvö hundruð kofa á níu smíða kofa á smíðavöllunum fá góðar leiðbeiningar frá starfsfólki smíðavallanna. „Hér eru ungmennin að smíða sitt fyrsta hús og þegar þau hafa lokið smíðavinnu hjá okkur eiga þau að geta sagt foreldrum sínum til.“ stöðum í borginni. „Þetta hefur gengið afskaplega vel og ung- mennin kunna svo sannarlega að smíða fallega kofa. Þannig hefur það verið okkar markmið að kof- arnir séu sem best úr garði gerðir og haldi jafnvel vatni,“ segir Sig- urður en þau ungmenni sem vilja Morgunblaðið/RAX Völlur á upprennandi smiðum LANDSBANKINN bar ekki ábyrgð á því að maður sem er 100% öryrki vegna höfuðkúpubrots tapaði rúmlega 4,2 milljónum á kaupum á hlutabréfum í deCODE, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn keypti hlutabréfin árið 2000 með milligöngu bankans, á tæplega fimm milljónir en tveimur árum síðar fékk hann aðeins rúm- lega 700.000 krónur fyrir sömu bréf. Maðurinn slasaðist í umferðar- slysi árið 1996 og olli höfuðkúpu- brotið því að hann er óvinnufær og þjáist af minnistruflunum og þung- lyndi. Í vottorði geðlæknis segir að hverjum þeim sem áttu viðskipti við hann á umræddum tíma hefði átt að vera ljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Bótakrafa hans byggðist m.a. á því að Landsbankinn hefði brotið lög með sölunni á hlutabréfunum, bankanum hefði ekki verið heimilt að selja hlutabréfin þar sem al- mennt hlutafjárútboð hefði átt að fara fram og auk þess hefðu bréfin að öllum líkindum verið í eigu bank- ans sjálfs. Þessu hafnaði dómurinn. Krafan byggðist sömuleiðis á því að bankinn hefði hvorki gefið upp- lýsingar um áhættuna sem fylgdi fjárfestingunni né hirt um að kynna sér aðstæður eða ásigkomulag mannsins. Bankanum hefði átt að vera ljóst að maðurinn var óhæfur til að taka ákvörðun um fjárfest- ingar. Dómurinn taldi óupplýst hvort tekið hefði verið tillit til fötl- unar mannsins við ráðgjöf. Á hinn bóginn hlyti honum að hafa verið ljóst að áhætta fylgdi viðskiptunum og að margir hefðu orðið fyrir því að tapa fé á bréfum í fyrirtækinu. Þá var bent á að maðurinn hafði keypt og selt hlutabréf í deCODE með hagnaði, áður en hann stofnaði til viðskiptanna sem urðu til þess að hann tapaði fé. Þá væri maðurinn fjárráða og sjálfráða og ekkert lægi fyrir um að óskað hefði verið eftir breytingum á þeirri stöðu. Dómur- inn féllst því ekki á að Landsbank- inn hefði gerst sekur um ólögmæta háttsemi. Friðgeir Björnsson kvað upp dóminn. Hróbjartur Jónatansson hrl. flutti málið fyrir hönd mannsins og Ólafur Helgi Árnason hdl. fyrir hönd bankans. Hlaut að vera ljós áhætt- an af viðskiptunum Landsbankinn sýknaður vegna viðskipta með deCODE-bréf MIKIL leit var gerð að línu- og handfærabátnum Eyjólfi Ólafssyni GK-38 bæði í gær og fyrradag. Áhöfn TF-LIF fann bátinn 58 sjó- mílur vestur af Reykjanestá um kl. 13 í gær og amaði ekkert að tveimur skipverjum sem voru um borð í bátn- um. Í tilkynningu um málið frá Gæsl- unni segir að skipstjórinn hafi haft samband við vaktstöð siglinga á mið- vikudagsmorgun kl. hálfsex og sagst vera á leið í svokallaðan Kant 30 sjó- mílur vestur af Stafnesi og að hann ætlaði að hlusta á fjarskiptarás 10. Varðstjóri í vaktstöð siglinga benti honum á að ólöglegt væri að fara út fyrir drægi sjálfvirku tilkynninga- skyldunnar en skipstjórinn sagðist samt sem áður ætla að gera það. Þá var skipstjórinn beðinn að hlusta á rás 16 sem er alþjóðleg neyðarrás og gefa upp símanúmer í NMT-farsíma bátsins. Báturinn hvarf út af skjám sjálfvirka tilkynningakerfisins kl. 9.20 sama morgun. Ekki náðist sam- band við bátinn en um kvöldið barst vaktstöð siglinga tilkynning frá Haf- borgu GK-321 um að báturinn væri á sama stað og hann hafði gefið upp um morguninn, þ.e. í Kanti, 30 sjó- mílur vestur af Stafnesi. Seinna kom í ljós að Hafborgin var stödd í höfn í Sandgerði þegar tilkynningin var send og því vandséð hvaðan skip- verjar Hafborgar gátu fengið þessa vitneskju. Vaktstöð siglinga hélt áfram að reyna að ná í skipstjórann fram eftir kvöldi án árangurs. Óhress með tilstandið Í gærmorgun fór stjórnstöð Land- helgisgæslunnar í vaktstöð siglinga að skipuleggja leit að bátnum. Björgunarbáturinn Hannes Þ. Haf- stein frá Sandgerði var kallaður út og áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelg- isgæslunnar. Einnig var björgunar- báturinn Oddur V. Gíslason frá Grindavík kallaður út. Um hádegisbilið voru send út ör- yggisskilaboð til skipa á svæðinu, svokölluð PAN PAN-skilaboð, sem eru undanfari neyðarkallsins Mayday. Klukkan 13 fann svo áhöfn TF-LIF bátinn 58 sjómílur vestur af Reykjanestá. Báturinn var á heim- leið. Þegar stýrimaður í áhöfn TF- LIF náði sambandi við skipstjórann voru skilaboðin þau að Landhelgis- gæslan og vaktstöð siglinga ættu að hafa áhyggjur af einhverju öðru og var hann óhress með allt tilstandið. Báturinn var með útrunnið haf- færisskírteini þar sem björgunar- bátar hans höfðu ekki verið skoðaðir nýlega og báturinn sigldi út fyrir lög- legt farsvið sitt. Þegar haffærisskír- teini er ekki gilt hafa skipverjar heldur engar tryggingar samkvæmt upplýsingum Gæslunnar. Mikil leit að smábáti sem fór út fyrir svið sitt Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur framlengdi í gær til 30. júní gæsluvarðhald yfir er- lendu pari sem grunað er um fjárdrátt og skjalafals hér á landi. Fólkið var handtekið í Kaupmannahöfn að beiðni lögreglunnar í Reykjavík og flutt hingað til lands þar sem það var úrskurðað í gæslu- varðhald vegna rannsóknar- hagsmuna. Fólkið er grunað um að hafa svikið fé út úr hérlend- um bönkum. Mun það hafa flutt tvo jeppa sem það var með á leigu hjá íslenskum bílaleigum með sér til Dan- merkur með ferjunni Nor- rænu. Parið var handtekið þegar ferjan kom til hafnar í Hanstholm í Danmörku og síðan framselt til Íslands. Gæslu- varðhald framlengt HUGMYNDIR eru uppi um miklar breytingar á svæði Laugardals- laugar og hefur Björn Leifsson, eig- andi World Class, sett fram hugmynd að 150 herbergja hóteli þar sem gamla stúkan er nú. Þá veltir hann fyrir sér umtalsverðum breytingum á laugarsvæðinu sjálfu. „Ég sé ekkert þessu til fyrirstöðu enda eru bæði laugin og stúkan ónýt og þarf að laga þetta allt saman,“ segir Björn, sem sér fyrir sér fern- ingslaga 50 metra breiða laug með 1.600 fermetra ferningslaga eyju, þar sem yrði öldulaug með renni- brautum auk buslupotta fyrir börn. „Þar yrðu líka pottar og gufur og sól- baðsaðstaða. Svo sé ég líka fyrir mér íþróttahús sem þjóni hverfinu.“ Björn segir nauðsynlegt að klára svæðið og loka því vel og halda áfram með þá þróun sem nú á sér stað í Laugardalnum. „Þetta er frábær staðsetning fyrir ferðamenn og borg- arbúa, mjög nálægt miðbænum en samt aðeins utan við hann,“ segir Björn, sem kveðst ekki endilega þurfa að gera þetta sjálfur. „Ég vil bara að þetta sé gert. Ég hef verið að kynna þetta fyrir fólki og hugmyndin hefur lagst vel í það. Þessi eyja verð- ur alveg frábær fyrir börnin.“ Björn Leifsson vill bæta og breyta Laugardalssvæðinu til muna. Vill hótel í stað stúku Laugar- dalslaugar INGÓLFUR Haraldsson, hótelstjóri Nordica-hótels við Suðurlands- braut, segir að bótakrafa vegna tjóns sem varð þegar þrír mótmæl- endur slettu grænlituðu skyri á ráðstefnugesti fyrir nokkru, hljóði upp á þrjár milljónir króna. Ingólfur segir að mesta tjónið hafi orðið á sýningartjaldi og ýms- um tækjabúnaði. Hann vildi ekki af- henda afrit af kröfunni en hún verður væntanlega lögð fram í rétti þegar þar að kemur. Bótakrafa hljóð- ar upp á þrjár milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.