Morgunblaðið - 24.06.2005, Page 48

Morgunblaðið - 24.06.2005, Page 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn EINHVER KLÓRAÐI SÓFANN ÉG ER MEÐ KLÆR Ú, Ú, KENNDU MÉR UM, GERÐU ÞAÐ ÞAÐ AÐ SKAUTA ER GÓÐ LEIÐ TIL AÐ KYNNAST STELPUM HVAÐ ER LANGT ÞANGAÐ TIL VIÐ KOMUM UPP Í BÚSTAÐ? ÞAÐ ER TÖLUVERÐUR TÍMI. VIÐ ERU EKKI ENNÞÁ KOMIN ÚT ÚR BÆNUM OG ÞETTA ER ÁTTA TÍMA AKSTUR EN NÚNA? ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ VIÐ HEFÐUM ÁTT AÐ FLJÚGA SAGT ER AÐ MENN EIGI EKKI AÐ GRÁTA... ... EN ÞAÐ ER EKKI SATT, SONUR MINN MAÐUR Á EKKI AÐ SKAMMAST SÍN FYRIR TIL- FINNINGAR SÍNAR ÞAÐER ALLT Í LAGI AÐ GRÁTA... ... SVO LENGI SEM ÞÚ GERIR ÞAÐ Í EINRÚMI KANNSKI ÆTTIR ÞÚ AÐ FARA MEÐ BORÐBÆN ÁÐUR EN ÞÚ RÆÐST Á MATINN, GRÍMUR MINN ÞÖKK SÉ ÞÉR GUÐ FYRIR AÐ HAFA SKAPAÐ RUSLATUNNUR SEM ÉG GET BORÐAÐ ÚR HVAÐA KÖTT EIGUM VIÐ EIGINLEGA AÐ VELJA ÞÚ OG KRAKKARNIR VERÐIÐ AÐ ÁKVEÐA ÞAÐ... ÞAR SEM ÉG VIL EKKI EINU SINNI ANNAN KÖTT. EN HANN VIRÐIST VILJA ÞIG ÉG KANN VEL VIÐ AÐ VERA FANGELS- ISVÖRÐUR SYD VERST HVAÐ ÞAÐ GERIST LÍTIÐ Í VINNUNNI PASSAÐU ÞIG HVERS ÞÚ ÓSKAR ÞÚ GÆTIR FENGIÐ MEIRA HELDUR EN ÞÚ BAÐST UM KÓNGULÓAR MAÐURINN! Dagbók Í dag er föstudagur 24. júní, 175. dagur ársins 2005 Oft er um það rættað sum smærri pláss á landsbyggð- inni séu að leggjast í auðn. Fólk flytji í burtu og enginn komi í staðinn. Súðvíkingar virðast hafa snúið vörn í sókn á fremur óvenjulegan hátt, en þar í bæ fullyrða menn að ný vatnsveita bæjarins hafi aukið mjög frjósemi bæjar- búa undanfarin ár. „Sumar konur eru vart orðnar léttari þegar þær verða ólétt- ar aftur, sem er náttúrlega mjög ánægjulegt og skemmtilegt,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við fréttablaðið Bæjarins besta á dög- unum. Víkverji getur ekki annað en lýst sérstakri aðdáun á þessari merku vatnsveitu Súðvíkinga, sem var tekin í notkun um síðustu aldamót. Vatni Súðvíkinga er dælt í djúpar holur og þaðan upp aftur. Við það hreinsast vatnið og segir sveitarstjórinn að þau sýni sem hafi verið tekin gefi til kynna að vatnið sé með því besta sem gerist. Núna munu 5 konur vera vanfærar í þessu 200 manna sveitar- félagi og Súðvíkingar þakka vatninu, þótt þeir geri sér grein fyr- ir að vísindamenn myndu e.t.v. efast um þá niðurstöðu. Víkverji mælir með að Súðvíkingar tappi þessu vatni sínu á flöskur og sendi það til annarra sveitarfélaga sem eiga undir högg að sækja vegna fólks- fækkunar. Slíkt gæti eflt atvinnulífið í Súða- vík og aukið fjörið í fjölmörgum plássum. Og þótt Víkverji sé ekki hlynntur opinberum styrkjum til allra mögulegra hluta finnst hon- um margt verra en að styðja átöpp- un í Súðavík, landsbyggðinni allri til heilla. Oft hefur skattpeningum ver- ið varið í meiri óþarfa. Hið eina sem Víkverji dagsins hefur áhyggjur af í þessu sambandi er sú staðreynd, að hann hefur leigt sumarhús í Súðavík í eina viku í sumar. Hann ætlar sér hins vegar ekki að eignast fleiri börn og þarf kannski að taka með sér vatn að sunnan. Eða er kannski nóg að skreppa yfir á Ísafjörð og fylla á vatnsflöskur þar? Bæjarins besta birtir engar tölur um frjósemi þar í bæ, svo kannski er það óhætt. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Færeyjar | Danska konungsfjölskyldan var í opinberri heimsókn í Færeyjum í vikunni. Á myndinni sést Eivør Pálsdóttir á tónleikum í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Með Eivøru spiluðu Kasahópurinn en hann skipa Sigurgeir Agnarsson, Nína Margrét Grímsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Helga Þórarinsdóttir og Sif Tulinius. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og lík- legt að Eivør hafi heillað alla gestina þar, eins og hún hefur heillað íslensku þjóðina. Söng fyrir kóngafólk MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hvað sem þér gjörið í orði eða verki, gjörið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður fyrir hann. (Kól. 3, 18.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.