Morgunblaðið - 10.07.2005, Qupperneq 10
10 | 10.7.2005
Þ
að er ekki hægt að
hitta Auði heima hjá
henni á Bergþóru-
götunni. Við götuna er högg-
bor í gangi frá átta til níu –
„ekki í eina klukkustund,
heldur þrettán,“ útskýrir
Auður. Við ákveðum að hitt-
ast á Austurvelli.
„Ég skal lemja í höfuðið á
þér í þrettán klukkutíma og
þá veistu hvernig mér líður,“
segir Auður og leggur hjól-
inu sínu á mánudagsmorgni.
Hún er syfjuð, vaknaði
klukkan fimm til að vinna
áður en borinn færi í gang.
Hún vinnur heima hjá sér.
„Ég get ekki séð að ég eigi
að pakka saman tölvunni
minni og leigja húsnæði ann-
ars staðar af því að Orkuveit-
unni datt í hug að brjóta upp
klöpp og leggja lagnir. Orku-
veitunni finnst það ekki
heldur. Ég hringdi í hana og
hún sagði mjög undrandi að
hún heyrði í höggbornum í
símanum. Ég benti á að það
væri kannski vegna þess að
inni hjá mér heyrðist tvöfalt
hærra í honum,“ segir Auður
ískalt og sest á trébekk gegnt
Alþingi.
„Um helgar fer hópurinn
á höggbornum heim. Þá reyni ég að láta mér renna höfuðverkinn, ná mér saman,
horfast í augu við lífið og muna að það er ekki jafnslæmt og alla vikuna.“
Óp á rúðum og kúkur í garði | Auður stjórnar vikulegum útvarpsþætti á Talstöðinni.
Þar ræðir hún til dæmis um hverfi 101 í Reykjavík. Þrátt fyrir allar heimsins fram-
kvæmdir er miðbærinn staðurinn hennar Auðar.
„101 – þar sem hjörtun slá í takt við höggborana,“ segir hún spekingslega. Hún
hugsar síðan málin eitt andartak, tekur um höfuðið og fer að hlæja: „Ó, ég er svo bit-
ur...“
Auður segir fleiri en Orkuveituna standa fyrir framkvæmdum í 101: „Helst vilja
menn rífa hvert einasta hús í miðbænum, byggja fimm hæðir og setja tvöfalda bíla-
geymslu í kjallarann. Hvað gengur á, er verið að leita að olíu eða hvað? Við getum
ekki bætt í hverfið fleiri úr hinum drekkandi stéttum, sem eru ein-
mitt þær sem sækja miðbæinn. Hinar drekkandi stéttir búa þar því
þá er hægt að ganga heim af barnum. Og meðan fólk gengur heim
liggur það æpandi á rúðum annarra,“ segir Auður og kveikir sér í
sígarettu. Hún blæs út reyknum: „Og kúkar í garðinn þeirra.“
Konan sem sefur þarna | Í vinnuherberginu á Bergþórugötunni –
„skærgrasgrænu og póstkassarauðu því það er svo upplífgandi“ –
fer ýmislegt fram. Þar undirbýr Auður útvarpsþættina, skrifar og
saumar. Hún hannar bæði föt og töskur.
„Á heimili mínu búa rithöfundurinn, húsmóðirin og saumakonan og svo er ein-
hver kona sem sefur þarna líka. Þeim fylgir auðvitað ýmislegt. En þá er bara að þræða
einstigið á milli bunkanna,“ segir hún hlæjandi. Í íbúðinni leynist einnig þýðandi.
Auður hefur meðal annars þýtt auglýsingabæklinga fyrir verslunina Tiger. Að gera
auglýsingabæklinga skemmtilega verður líklega að teljast kúnst, að ekki sé talað um
þannig að fólk keppist við að lesa þá. Auður fer létt með það. Sagan segir að salan í
Tiger hafi stóraukist. Fyrir jólin starfaði Auður í versluninni sjálfri.
„Ég vann við áfyllingar.
Börnin treystu mér ekki fyrir
kassanum,“ segir hún og
glottir.
Seyruilmurinn við Tjörnina |
Þýðandinn og áfyllinga-
meistarinn er einnig hjól-
reiðakona.
„Þegar veður er gott lulla
ég með gönguhraða á hjól-
inu yfir Austurvöll. Ég fer í
kringum Tjörnina og sýg að
mér seyruilminn úr henni.
Ég ætla ekki að reka bíl, ég
ætla ekki einu sinni að taka
bílpróf. Ég hef tekið eftir því
að ef ég segi við fólk að ég sé
ekki með bílpróf segir það
svona „jaaaá“ og ég sé á
svipnum að það heldur að
ég hafi misst prófið sökum
drykkju. Það dettur engum í
hug að ég hafi hreinlega
aldrei tekið prófið. Veistu
hvað bílar kosta og hvað
kostar að reka þá? Ég læt
ekki fara svona með mig,“
segir Auður ákveðin, rekur
augun í þrjár glerflöskur og
setur í pokann sinn.
„Ég safna þessu fyrir vin-
konu mína sem er öryrki og
getur ekki lifað á bótunum
sínum,“ útskýrir hún og
bætir við að hinar drekkandi
stéttir séu þannig ekki til alls ills. Hún tekur upp aðra sígarettu. Hvað hefur hún
reykt lengi?
„Síðan ég var lítil. Ég var á óbeinum reykingum frá því í móðurkviði og þar til ég
byrjaði sjálf. Ég hef oft hætt en alltaf byrjað aftur og sé enga ástæðu til að hætta fyrir
fullt og allt. Ég er að reyna fremja sjálfsmorð með kólesteróli og nikótíni og mér
finnst það ganga fullhægt,“ svarar hún ísmeygilega.
Bækur í lengdarmetrum | Auður hefur alla tíð rýnt í íslenskt samfélag og úttalað sig
um það í pistlum, greinum, leikritum og bókum.
„Pabbi sagði alltaf að allt væri um það bil að fara til andskotans og það eru fimm-
tíu ár síðan. Hér erum við enn. Ætli við skiptum ekki bara á einum galla fyrir annan?
Við erum alltaf úti í ystu vegarbrún með allt. Við erum svo öfgakennd. Aukið slúður
og persónunjósnir í íslenskri fjölmiðlun eru hins vegar forheimsk-
andi og lágkúrleg. Ég held að með þessu séum við að gera það sem
aðrar þjóðir hafa gert mjög lengi og tekist vel, að ala upp hóp sem
kemst aldrei upp fyrir þetta stig. Hóp sem á aldrei eftir að lesa Á
hverfanda hveli eða neitt sem er fallegt eða vitrænt.“
Aðspurð hvað sé á 5 ára áætluninni segist Auður ekki hafa neinar
áætlanir.
„Ég geri ekki svoleiðis. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að
hafa í kvöldmatinn!“
– En ertu að skrifa bók?
„Nei, ég hef fengið alveg nóg af því. Hins vegar virðist þorra þjóðarinnar finnast
einu skriftirnar vera bækur. Þær eru nefnilega áþreifanlegar og þær má setja upp í
hillu og safna. Við erum í lengdarmetrum hér,“ segir Auður og setur höndina á hjól-
ið. Á Austurvelli er orðið hráslagalegt. Hún teymir hjólið af stað og heldur í átt að
heimilinu – og höggbornum. Í körfunni aftan á hjólinu liggur varningurinn fyrir vin-
konuna. | sigridurv@mbl.is
Ég er að reyna fremja
sjálfsmorð með
kólesteróli og nikótíni
og mér finnst það
ganga fullhægt.
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Auður Haralds
fyrir utan heimili sitt.
Hjartað slær í takt við höggborinn
Auður Haralds ræðir um hugsanlega olíuleit í 101, hinar drekkandi stéttir,
reykingar í móðurkviði og þáttastjórnun og þýðingar.