Morgunblaðið - 10.07.2005, Qupperneq 13
N
ývöknuð og ennþá svolítið þreytt tekur Þórunn á móti mér. Á
gólfinu stendur óopnuð ferðataska og fatapoki liggur yfir stól-
bak. „Fyrirgefðu útganginn,“ segir húsráðandi hálfrámur í
röddinni. „Flugvélinni seinkaði þannig að við lentum ekki fyrr
en þrjú í nótt. Má bjóða þér te?“
Jú, te er fínt og eftir að suðan kemur upp tyllum við okkur í rammgerða leðursófa
í stofunni og ákveðum að byrja á byrjuninni, 6. janúar 1973. „Það var búið að
ákveða nafnið áður en ég fæddist því ég átti að heita í höfuðið á ömmu minni. Þegar
hausinn á mér var kominn sagði læknirinn að þetta væri greinilega strákur. Þegar
annað kom í ljós hrópaði hann upp yfir sig: „Nei! Þarna plataðirðu mig!“ og pabbi
hljóp í símann, hringdi í ömmu og sagði henni að Þórunn Lárusdóttir væri fædd.“
Þórunn á ekki langt að sækja leik- og tónlistarhæfileikana því faðir hennar var
Lárus Sveinsson trompetleikari og móðir hennar er Sigríður Þorvaldsdóttir leik-
kona. „Afi minn, Þorvaldur Steingrímsson, er fiðluleikari og var í Sinfó í mörg ár
þannig að þetta er ættgeng baktería.“ Æskustöðvar Þórunnar voru Mosfellssveitin
þar sem hún ólst upp ásamt eldri og yngri systur, Ingibjörgu og Dísellu, og hún við-
urkennir að kvennaveldið á heimilinu hafi verið töluvert. „Já, Jesús minn, við áttum
meira að segja hund sem var tík. En svo áttum við fresskött sem hét Kirious Nelson
og stundum sagði pabbi: „Jæja, maður hefur þá allavega köttinn“.“ Þær systur hlutu
þó ekki mikið prinsessuuppeldi. „Við skottuðumst í hesthúsunum með pabba, fór-
um stundum á sinfóníuæfingar og niður í leikhús með mömmu. Pabbi og mamma
unnu bæði mikið en við fundum aldrei fyrir því að þau væru ekki nægilega hjá okk-
ur því við fórum mikið með þeim í vinnuna. Svo eyddi fjölskyldan öllu fríinu saman.
Það var oft gert grín að því að við værum eins og Von Trapp familían í Sound of
Music. Ef við fórum í hringferð um landið var það bara bíllinn syngjandi og fjór-
raddað allt saman. Þetta hljómar mjög teiknimyndalegt en þetta var skemmtilegt og
minningarnar eru góðar.“
Eins og systur hennar lærði Þórunn á trompet í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar.
Aðspurð segir hún að ekki hafi verið mikið um að þær væru látnar troða upp en þó
gerðist það stundum. „Þá spilaði pabbi oftast með okkur og það var kannski upp-
hafið að öllu þessu ævintýri með Þrjár systur.“ Þarna vísar Þórunn til geislaplötu og
aðventutónleika síðustu jól þar sem þær systurnar spiluðu og sungu jólalög. „Oft
MANNKYNIÐ
ER STÓRKOSTLEGA
SKRÝTIÐ
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson
„Lífið er kabarett,“ segir Þór-
unn Lárusdóttir leikkona og hef-
ur líklega nokkuð til síns máls.
Nú standa sem hæst æfingar fyr-
ir söngleikinn Kabarett sem
verður frumsýndur í ágúst í Ís-
lensku óperunni en þar fer hún
með hlutverk Sallyar Bowles
sem Liza Minelli gerði ódauð-
lega á hvíta tjaldinu hér um ár-
ið. Eftir fimm ára starf hjá Þjóð-
leikhúsinu stendur Þórunn nú á
eigin fótum sem leikari og horfir
björtum augum fram á við.
10.7.2005 | 13