Morgunblaðið - 10.07.2005, Page 21
10.7.2005 | 21
mannahöfn og hins vegar Skandin-
avísku húsgagnasýningunni í
Stokkhólmi. „Það var mjög lær-
dómsríkt. Ég segi ekki að pöntunum hafi
rignt inn til mín í kjölfarið, en ég lærði margt
af þátttöku minni. Til dæmis það að yfirleitt
tekur þrjú ár að koma í ljós hvort húsgagn
stendur sig á markaði eða ekki. Samkvæmt því
er enn heilt ár þar til sýnt verður hvort Gíraffi
slær í gegn,“ segir hann og brosir.
Gíraffi hefur annars staðið sig með prýði, þrátt
fyrir ungan aldur. „Fjölmiðlar eru hrifnir af hon-
um,“ segir Chuck og flettir nokkrum erlendum
blöðum í möppu sinni til staðfestingar, þar blasa
við ýmis litbrigði Gíraffa, m.a. í Washington Post.
„Það er eitthvað vinalegt við hann,“ áréttar skapari
hans hugsi, og vitnar þar bæði í eigið álit og annarra.
„Þetta er einmitt það sem ég reyni að ná fram í hönnun
minni, einhver karakter, að hluturinn hafi þægilega
nærveru og fólk hrífist af honum sem listmun, ekki síð-
ur en vegna notagildis.“ Gíraffinn hefur að sjálfsögðu
langan háls, sem er stólbakið, en gripurinn er trappa
fyrir þá sem þurfa að teygja sig hátt og um leið snjall
stóll. Og fleiri húsgögn eftir Chuck hafa dýrsleg, nánast
lífræn, einkenni. Borðið Könguló er með glerplötu og
löngum, sveigðum fótum, en það bíður enn framleiðslu.
Þá minnir útibekkurinn Wingchair á frjálsan fugl. „Ég
hugleiddi mikið hvort ég ætti að skíra hann nafni
ákveðins fugls, en svo ákvað ég bara að hafa það opið.
Mér finnst skemmtilegt að bekkurinn virki eins og
hann sé í þann mund að hefja sig til flugs, það gera
sveigjurnar,“ útskýrir Chuck.
Honum þykja kúrfur og sveigj-
ur skemmtilegar, mun
skemmtilegri en beinar línur,
og líklega af þeim sökum sem
hlutirnir hans fá á sig næsta líf-
ræna mynd. „Svo dunda ég
mér við ýmislegt annað,“ segir
hann og bendir á blómaker úti
í garði, tréskeið með sveigðu
handfangi og fleira.
Eyðirðu miklum tíma í bíl-
skúrnum?
„Já, þetta er ekkert glam-
úrlíf,“ svarar hann um hæl
hlæjandi. „Maður er yfirleitt
einn, að pæla í útfærslum og
lausnum. Fólk heldur oft,
kannski út frá heimi fatahönn-
unar, að starf hönnuða sé
glamúr og lúxus. Og jú, á sýn-
ingum er alveg gaman fyrstu
tvo dagana, spenningur í lofti,
en svo verður maður þreyttur.“
Framleiðsla á Íslandi raunhæf | Sem fyrr segir
gætu húsgögn eftir Chuck verið á leið í fram-
leiðslu í Bandaríkjunum og sjálfur er hann á leið
þangað til þess að reyna að greiða götu Gíraffa.
„Hann selst vel í Reykjavík – þess vegna er engin
ástæða að ætla að hann geti ekki selst í New
York!“ Annars hefur hann sterka sannfæringu
fyrir því að mögulegt sé að framleiða íslenska
hönnun á Íslandi, en ekki senda alltaf góðar hug-
myndir utan til fjöldaframleiðslu. Hér sé tækni-
kunnátta til staðar, og ýmsar aðrar aðstæður.
„Lífskjörum má til dæmis jafna við Svíþjóð og
Danmörku, og þótt Ísland sé vissulega fámennara,
sé ég ekki að það ætti að hindra hér fjöldaframleiðslu
íslensks húsbúnaðar.“ Og þá meinar hann ekki einungis
fyrir hinn smáa heimamarkað, heldur tvímælalaust til út-
flutnings. „Á Íslandi er iðn-
hönnun enn ekki stór geiri,
miðað við til dæmis tónlist-
arheiminn, fatahönnun og viðlíka vax-
andi svið. Hér lifa ekki margir af starfi
sínu sem húsgagnahönnuðir, og aðeins fá-
einir þeirra eru með hönnun sína í fram-
leiðslu hérlendis. Prótótýpurnar eru gerðar
hér, hönnunin er innlend, en framleiðslan
fer oft annað. Í sumum löndum er farin sú
leið að deila út verkefnum til annarra landa,
hlutar eru framleiddir annars staðar en
heildin í heimalandinu, og það gæti líka
orðið hér.“
Chuck hefur að eigin sögn átt mjög gott
samstarf við Björn Ástvaldsson í Sólóhús-
gögnum. „Hann er í raun sá eini sem hefur í
verki sýnt áhuga á verkunum mínum. Á Íslandi
er mjög auðvelt, mun auðveldara en til dæmis í
Bandaríkjunum, að fá að hitta menn – maður
hringir bara, fær viðtalstíma og mætir. En að
sannfæra þá um að kaupa hugmyndirnar og setja
þær í framleiðslu er annað mál. Markaðssetning
er líka tímafrek. Ég hef það ekki mikið í mér, en
er að læra.“
Chuck lætur sér detta í hug að sannfæring-
arkraftur sinn myndi aukast gagnvart íslenskum
fjárfestum og fyrirtækjum, ef hann gæti talað við
þá íslensku, en enn sem komið er beitir hann
enskunni. Fer honum þó mikið fram í upprifj-
uninni við að fylgjast með fréttum og hrærast í ís-
lensku samfélagi, en
hingað flutti hann í
hittifyrra. „Ég hef alltaf
agnúast út í móður mína
fyrir að hafa ekki haldið
íslenskunni meira að
mér,“ segir hann, í
gamni en nokkurri al-
vöru, en þegar Chuck
var fárra ára flutti fjöl-
skyldan til Bandaríkj-
anna og settist þar að.
„Pabbi var í hernum og
á Íslandi bjuggum við
hluta tímans á Keflavíkurflugvelli. Svo fórum við vítt
og breitt, vegna starfs hans, eftir að við fluttum héð-
an. Ég segist því vera „hvaðanæva að“ þegar ég er
spurður um upprunann. Vegna örra flutninga fannst
mér ég ekki eiga rætur á ákveðnum stað í Bandaríkj-
unum, helst að þær væru í Hafnarfirði.“
Spurt er hvort hann hafi aldrei langað aftur til Ís-
lands, þá áratugi sem liðu þar til hann loks kom hing-
að aftur 2002.
„Mm, nei, þetta var líka margslungið. Við fengum
marga íslenska gesti, sérstaklega þegar við bjuggum í
Washington, og fórum oft í íslenska sendiráðið og hitt-
um þar Íslendinga. Það voru í sjálfu sér tengsl við Ísland.
Svo var það fyrir fáum árum að ég var tilbúinn í breyt-
ingar í mínu lífi, og kom þá hingað. Ég taldi mig hafa
ýmislegt að bjóða, í gegnum verk mín, og hef þá trú
enn.“
Eins og annars hugar prófessor | Chuck á tvö upp-
komin börn, stúlku sem hefur enn ekki til Íslands
komið og dreng sem fyrir skemmstu lauk verkfræði-
prófi frá háskólanum í Vermont. Hann var hér í
heimsókn um jólin.
Finna þau til íslensku rótanna?
„Ja, þeim finnst að minnsta kosti óendanlega vænt
um ömmu sína, og finnst hún merkileg manneskja,“
svarar Chuck brosandi, en móðir hans Gyða er nú 82
Glerborðið
Könguló.
Bekkurinn Wingchair, eða Væng-
stóll, sem upphaflega fylgdi tillögu
Chucks að minnisvarða í New York.
Viðarborðið
Vængur.
MAMMA VARAÐI MIG VIÐ
Um leið og ég dett
niður á lausnina æði ég
af stað eins og brjálaður
vísindamaður ...
Borðið Breeze.
Tröppustóllinn
Gíraffi
í ýmsum litum.