Morgunblaðið - 10.07.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 10.07.2005, Síða 25
Nikon Coolpix S1 Nikon er þekkt fyrir framúrskarandi myndavélar og frumlega hönnun. Nýjasta vélin í Coolpix fjölskyldunni, Coolpix S1, er til að mynda einkar skemmtilega hönn- uð vél, lítil og nett en ekkert til sparað í tæknilegri út- færslu. Vélin er ekki nema tæpir níu sentimetrar á breidd, hálfur sjötti sentimetri á hæð og innan við tveir sentimetrar á þykkt. Upplausnin er 5,1 milljón díla og hægt að taka hreyfimyndir. Linsan, sem er innfelld í vélina, er með 3x aðdrátt, skjárinn er bjartur og stór, hálf þriðja tomma, í vélinni er 12 MB innra minni, sem hægt er að hlaupa uppá ef kortið er fullt. Ýmsar fastar stillingar eru í vélinni sem hægt er að grípa til við ýmis tækifæri, þar á meðal fjórar flasstillingar. Hugbúnaðinn í vélinni má nota til að lagfæra myndir áður en þær eru lesn- ar inn á tölvu eða sendar á prentara. Vélin er fáanleg svört eða með málmáferð. Nikon Coolpix S1 kostar 41.900 kr. hjá Bræðrunum Ormsson. TÆKNI | ÁRNI MATTHÍASSON LÍTIÐ, NETT OG ÖFLUGT MPIO HD300Mpio er kóreskt fyrirtæki sem framleiðir MP3- spilara. Nýjasti spilarinn frá fyrirtækinu er ekki ósvipaður iPod, álíka stór og álíka þungur 20 GB spilari. Hann er þó með ýmislegt sem iPod hefur ekki, spilar þannig WMA, OGG, WAV og ASF til viðbótar við MP3 stuðninginn, en einnig les hann M3U lagalista. Í honum er FM útvarp með stöðvaminni, hægt er að taka upp með honum, til að mynda tal á innbyggðan hljóðnema, en líka hægt að taka beint upp, til dæmis beint úr geislaspilara. Ekki þarf að keyra sérstakan hugbúnað til að koma tónlist inn á spilarann, nóg er að stinga honum í samband með venju- legri USB snúru og síðan draga möppur eða lög beint inn á hann. Með fylgir sérstakur hugbúnaður til að flokka tónlistina sér- staklega ef vill. Hljómur í spilaranum er góður og hægt að breyta hljóðmyndinni með sérstökum stillingum, auka bassann og svo má telja. Kostar 34.900 kr. í Bræðrunum Ormsson. X-Pointer Óteljandi eru þau skipti þegar maður hefur séð menn lenda í vandræðum með Power- Point kynningar – skjalið fannst ekki, ekki rétt útgáfa af því og svo má telja. Það getur líka verið til vandræða að þurfa að standa við lykla- borð til að geta stýrt kynningunni. Lausn á því er X-Pointer sem er fjarstýrður minnislykill ef svo má segja; minnislykill og fjarstýring. Minn- islykillinn er með 64 MB minni, sem er kappnóg fyrir flestar kynningar, hvort sem þær eru Power- Point, HTML eða eitthvað annað, og innbyggðum sendi sem gerir kleift að stýra tölvunni sem honum er stungið í, en á honum er venjulegt USB-tengi. Fjarstýringin getur svo komið í stað fyrir mús eða lyklaborð, líkt eftir smellum, og er einnig með innbyggðum leysi til að benda á það sem áhugavert þykir. Einnig er hægt að fá X-Pointer án minnis. Kostar 9.490 kr. með minni í Task.is BatteryLife Activator BatteryLife Activator eru plastþynnur sem festar eru neðan á liþíum-rafhlöður og auka eiga endingu þeirra. Að sögn framleiðanda vinnur þynnan þann- ig að hún dregur til sín jónir sem annars setjast á hleðslupólana í liþí- um-rafhlöðum og trufla hleðslu. Á vefsíðu framleiðandans er vitnað í ýms- ar rannsóknir sem benda til þess að raf- hlöðuending geti aukist um allt að 30% og hleðslutími rafhlöðu styst um allt að 40%. Með þynnunni megi þannig auka taltíma í farsímum um 30% og biðtíma að sama skapi og rafhlaðan í farsímanum endist að auki 30% lengur. BatteryLife Activator er seldur í tveim útgáfum, einni fyrir far- síma og annarri, BatteryLife Notebook Activator, fyrir fartölvur. BatteryLife Activator kostar 990 kr. í Ormsson og BatteryLife Notebook Activator kostar 3.990 kr. á sama stað. L jó sm yn di r: K ri st in n In gv ar ss on V E T R A R S Ó L • A S K A L I N D 4 • K Ó PAV O G I • S Í M I : 5 6 4 1 8 6 4 Rafmagnssláttuvél 900W rafmótor 27 ltr grashirðupoki COLLECTOR 33 COLLECTOR 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Bensínsláttuvél 4 hestafla B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Bensínsláttuvél 12,5 hestöfl B&S mótor 170 ltr grashirðupoki fáanlegur Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor 250 ltr grashirðupoki Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor Sláttubúnaður að framan COMBI 45 S ESTATE PRESIDENT PARK COMFORT GARDEN COMBI HST Hágæða sláttuvélar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.