Morgunblaðið - 10.07.2005, Page 30
30 | 10.7.2005
Við erum flutt upp í dal eins og það heitir. Nánar til-tekið í heitasta hluta San Fernardo-dals, WoodlandHills. Hitinn fer hækkandi dag frá degi og yfir há-
daginn gengur fjölskyldan fáklædd um, hálfutan við sig af
hita. En kvöldin eru yndisleg, hlýtt langt fram á kvöld og
notalegt að sitja úti í myrkrinu við kertaljós og hlusta á engi-
spretturnar syngja. Ekki er hægt að segja annað en nágrann-
arnir hafi tekið okkur vel. Strax á öðrum degi vorum við gjöf-
um hlaðin. Avocado úr garðinum, súkkulaði og Kaliforníu-
vín. Daginn eftir heimboð og það allra besta; vinkona fyrir
eldri heimasætuna sem var á góðri leið með að sækja um
skilnað við foreldra sína vegna skorts á leikfélögum. Ég ætla
ekki að upplýsa barnið um að það er vel gerlegt hér í Kali-
forníu.
Hér í götunni er heilmikið samfélag suðuramerískra og
miðamerískra barnfóstra. Á morgnana má sjá þær arka saman
í hópum, ýtandi kerrum á undan sér.
Þetta eru suðrænar fegurðardísir, með
hrafnsvart hár, geislandi bros og barn-
góðar með eindæmum. Flest lítil börn
í götunni tala meiri spænsku en ensku,
enda algengt að börn verji meiri tíma
með barnfóstrunum en foreldrunum
sjálfum. Konan sem býr andspænis
mér kynnti mig fyrir systur barnfóstru
sinnar sem nýkomin er til Bandaríkj-
anna og spurði mig hvort ég hefði eitt-
hvað handa henni að gera. Ekki þarf
ég barnfóstru því yngra barnið gengur í leikskóla en ég bauð
stúlkunni vinnu við að hjálpa mér við heimilisstörfin tvisvar í
viku. Ég sá mér líka leik á borði að nú gæti ég bætt spænsku-
kunnáttu mína sem er fremur bágborin og lært af henni fram-
andi mataruppskriftir. Þetta er hin elskulegasta stúlka og heit-
ir Blanca og það kom upp úr dúrnum með aðstoð orðabókar
að hún á lítinn fjögurra ára dreng sem varð eftir hjá móður
hennar. Hún er hingað komin til að geta séð syni sínum far-
borða og komið honum til náms.
Þar sem hún talar enga ensku kom það í hlut systur hennar
að segja mér frá ferðalagi þeirra frá heimalandinu El Salvador.
Það þarf ekki að taka það fram að auðvitað eru þær ólöglegir
innflytjendur í Bandaríkjunum eins og flestar þessara barn-
fóstra. Systurnar ólust upp í El Salvador í sárri fátækt og eign-
uðust báðar börn utan hjónabands. Til að komast til Banda-
ríkjanna í von um betra líf þurftu þær að borga óprúttnum
náungum 6.000 dollara eða um tæpar fjögur hundruð þús-
und krónur. Þær eru auðvitað í mörg ár að safna slíkum upp-
hæðum. Síðan hefjast gripaflutningarnir og er það alveg und-
ir hælinn lagt hversu langan tíma það tekur að komast til
Bandaríkjanna. Það er algjörlega á valdi þeirra manna sem
smygla þeim inn í landið og á meðan mega þær búa við and-
legt og líkamlegt ofbeldi af hendi þeirra manna sem þær hafa
þó greitt fyrir viðvikið. Systirin var rúma tvo mánuði á leið-
inni og mátti sæta daglegum nauðgunum. Látin sofa í hjöllum
eða jafnvel í bílskotti um nætur. Hún náði þó til Bandaríkj-
anna á endanum og upphófst þá biðin eftir Blöncu, sem hún
óttaðist mjög um, enda tók ferðalag Blöncu sex mánuði.
Óteljandi stúlkur týnast á ferðalaginu til fyrirheitna lands-
ins og ógerlegt að vita nokkuð um afdrif þeirra. Blanca mátti
hafast við í skottinu á flutningabíl mannsins sem flutti hana
inn í landið og þar að auki hafði hann af henni töluverðar
tekjur því hann seldi hverjum sem vildi aðgang að henni hvort
sem var á nóttu eða degi. Sex mánaða þrældómur. Og í gær
stóð hún í eldhúsinu mínu skælbrosandi og kenndi mér að
búa til quacamole og hló dátt að spænskunni minni. Hvers-
konar heimur er þetta sem við búum í? Ég hef stundum leyft
mér að kvarta yfir hinu og þessu. Ég held ég ætti að halda
kjafti.
Veröldin er
óskiljanlegt óargadýr
Pistill
Steinunn
Ólína
Til að komast til Banda-
ríkjanna í von um betra
líf þurftu þær að borga
óprúttnum náungum
6.000 dollara.
SMÁMUNIR…
Nú er hægt að kaupa sérstakt armband sem eyk-
ur öryggi sóldýrkenda með því að minna þá á að
draga upp sólvarnarkremið. „Armbandið skiptir
um lit þegar þú átt að bera aftur á þig sólarvörn
eða sitja í skugga,“ segir í kynningu, en bandið
skynjar magn útfjólublárra geisla. Hvert arm-
band er einnota og ein stærð passar öllum. Í net-
verslun femin.is kosta 7 stk. saman í pakka 990
krónur.
Sólararmbandið er frá breska fyrirtækinu Good
For Health og kallast Solarsafe – á íslensku
Örugg í sólinni. Íslenskir umboðsaðilar arm-
bandsins benda á að sortuæxli séu algengasta
krabbamein kvenna á aldrinum 15–34 ára hér á
landi, og mæla með því að bæði börn og full-
orðnir beri sólararmbandið.
Aftan á armbandinu er ennfremur hvítur miði
sem hægt er að merkja með nafni barns og síma-
númeri foreldra, ef barnið skyldi týnast innan
um mannfjöldann á ströndinni.
L
jó
sm
yn
d:
G
et
ty
I
m
ag
es
Öruggari í sólinni
Burt með baugana
Sól í flösku
Sólbrúnt og hraustlegt útlit er í huga
margra órjúfanlegur hluti sumarsins, þótt
dyntótt íslenskt veðurfar sé ekki alltaf
nægjanlega sólríkt til að slá á vetrarfölv-
ann. Þegar svo ber við og pyngjan leyfir
með engu móti heimsókn á suðræna sólar-
strönd er ekki annað að gera en að snúa á
náttúruöflin með brúnkukremi eða -olíu.
Franska snyrtivörufyrirtækið Lancôme
sendi nýlega frá sér Flash Bronzer, nýja
brúnkuolíu í úðaformi, sem ekki aðeins á að
veita bjartan og jafnan lit heldur einnig
silkimjúkt hörund sem ekki er síður kær-
komið þegar leggirnir eru beraðir í stutt-
buxum á sólardögum.
Dökkir baugar og þroti gera augnsvipinn
þreytulegan og geta raunar látið einstak-
linginn líta út fyrir að vera nokkrum árum
eldri en raunin er. Franska snyrtivörufyr-
irtækið Biotherm hefur nú sent frá sér
Hydra Detox Yeux-augngel. Gelið á að
vinna gegn þrota og baugum með því að
örva frumustarfsemina og eyða eiturefn-
um í húðinni, sem orsakast af utanaðkom-
andi áhrifum á borð við mengun og reyk-
ingar. Auk þess á koffín í gelinu að draga
úr fitumyndun í húð undir augum og auka
þar með enn frekar á unglegt og
ferskt útlit.Lj
ós
m
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on