Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 1

Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 1
Gítarskóli Ólafs Gauks 30 ára Hefur verið mjög skemmtilegur og góður tími | 44 STOFNAÐ 1913 255. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Íslenskur fiskur gæðavara  Sauðspakur þorskur  Bryggjuspjall Soðningin  Íþróttir | Sigurður Ragnar sleit krossband Kvennalandsliðið til Tékklands BAUGSMÁLINU var í gær vísað frá Héraðs- dómi Reykjavíkur í heild sinni. Dómurinn gerði alvarlegar athugasemdir við 18 ákæruliði af 40 og segir í úrskurði dómsins að þar sem um sé að ræða verulegan hluta ákærunnar verði ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi. Jón H. Snorrason, saksóknari efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, lýsti því yfir í gær að úrskurðurinn yrði kærður til Hæstaréttar. Hann neitaði því að úrskurðurinn væri áfall fyrir ákæruvaldið og sagði, aðspurður, að ef svo færi að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms væri hægt að gefa út nýja ákæru í málinu. Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, telur á hinn bóginn að möguleikar ákæruvaldsins til að gefa út nýja ákæru séu afar takmarkaðir. „Það getur ekki verið að ákæru- valdið komi fram með ákærur sem ekki standast og fái síðan leiðbeiningar dómstóla um hvernig eigi að gera ákærurnar úr garði,“ sagði hann við fréttamenn í dómshúsi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Frávísun að frumkvæði héraðsdóms Hæstiréttur hefur í mesta lagi þrjár vikur til að kveða upp dóm í málinu. Hæstiréttur getur staðfest úrskurð héraðsdóms eða vísað honum frá og lagt fyrir dóminn að taka málið til efnis- legrar meðferðar. Einnig er mögulegt að Hæsti- réttur staðfesti úrskurðinn að hluta en leggi fyr- ir héraðsdóm að fjalla um ákveðna ákæruliði. Héraðsdómur vakti í lok ágúst athygli á því að dómarar teldu að slíkir annmarkar kynnu að vera á ákærunni að ekki yrði hægt að kveða upp dóm í málinu. Dómurinn gerði þessar athuga- semdir að eigin frumkvæði og án þess að verj- endur hefðu vakið athygli á hugsanlegum göllum eða krafist frávísunar á málinu. Rauði þráðurinn í gagnrýni héraðsdóms er að í ákæruliðunum 18 sé ýmsum ráðstöfunum sak- borninga lýst en þær þurfi í sjálfu sér ekki að vera refsiverðar. Því hefði þurft að skilgreina nánar í hverju hin meintu brot voru falin, hvern- ig sakborningar hefðu auðgast, hvaða tjón hefði orðið o.s.frv. Einnig eru gerðar athugasemdir við að Tryggvi Jónsson sé í mörgum tilfellum saksóttur líkt og hann sé aðalmaður í brotunum ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en þegar fjallað sé um refsiákvæði sé Tryggvi á hinn bóg- inn talinn hlutdeildarmaður. Þá segir í úrskurð- inum að verknaði Jóhannesar Jónssonar, sem ákærður er í einum ákæruliðanna, sé „ekki lýst að neinu leyti“ og hið sama á við um meint brot Kristínar Jóhannesdóttur, sem talin eru upp í fjórum liðum; athæfi hennar sé ekki lýst að neinu leyti heldur einungis sagt að henni hafi ekki getað dulist að atferli meðákærðu hafi verið ólögmætt. Baugsmálinu vísað frá héraðsdómi í heild sinni  Saksóknari: Lýsti því yfir að úrskurðurinn yrði kærður til Hæstaréttar  Verjandi Jóns Ásgeirs: Möguleikar að gefa út nýja ákæru afar takmarkaðir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Jón H. Snorrason, saksóknari efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra: Neitaði því að úr- skurðurinn væri áfall fyrir ákæruvaldið og sagði, að ef svo færi að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms væri hægt að gefa út nýja ákæru. Morgunblaðið/Ásdís Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar: „Það getur ekki verið að ákæru- valdið komi fram með ákærur sem ekki standast og fái síðan leiðbeiningar dómstóla um hvernig eigi að gera ákærurnar úr garði.“  Baugsmálið | 10–11 og 24–25 EVA Kjer Hansen, félags- málaráðherra í dönsku stjórn- inni, hefur vakið uppnám í Dan- mörku með því að lýsa yfir, að misréttið í sam- félaginu mætti gjarnan vera meira. Flokksbróðir hennar, And- ers Fogh Rasmussen forsætisráð- herra, er þó ekki þeirrar skoðunar. „Leyfum þeim ríku að verða rík- ari. Ég get ekki séð, að þess háttar munur sé nokkurt vandamál í sjálfu sér. Ójafnræði af þessu tagi eykur bara kraftinn í samfélaginu,“ sagði Hansen og hefur ummælum hennar verið illa tekið, ekki síst þar sem þau koma frá félagsmálaráðherra í stjórn borgaraflokkanna. Kom þetta fram á fréttavefjum dönsku blaðanna í gær. Anders Fogh Rasmussen sagði í fyrradag, að það væri ekki markmiðið að auka á mis- réttið, heldur þvert á móti að stuðla að samhentu samfélagi. Vill auka á misréttið Eva Kjer Hansen Ríta í slóð Katrínar? Miami. AP, AFP. | Hitabeltislægðin Ríta varð að fellibyl í gær, var komin í styrkleikaflokk 2, er hún fór yfir syðsta hluta Flórídaskaga og búist er við, að hún eflist mjög er hún kem- ur yfir heitan Mexíkóflóann. Um næstu helgi gæti bylurinn tekið land, líklega í Texas en hugs- anlega á svipuðum slóðum og felli- bylurinn Katrín síðast í ágúst. Var því spáð í gær, að Ríta kæmist fljót- lega í 3. styrkleikaflokk af fimm og yfirvöld í Texas og í Louisiana hafa hvatt fólk til að forða sér í tæka tíð. Þá hefur Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, dregið til baka hvatn- ingu til fólks um að snúa aftur. Berlín. AFP. | Stóru flokkarnir í Þýska- landi ræddu í gær við Græningja en Joschka Fischer utanríkisráðherra og leiðtogi þeirra sagði, að stjórnar- þátttaka þeirra væri „ólíkleg“. Sjálfur kvaðst hann telja, að tími sinn í pólitík væri liðinn. Merkel, leiðtogi kristilegra demó- krata, og Schröder kanslari og leið- togi jafnaðarmanna ætla að ræðast við á morgun en bæði vilja þau reyna til þrautar aðra kosti en samstarf sín í milli. Græningjar sögðu hins vegar í gær, að munurinn á stefnu þeirra og borgaraflokkanna væri óbrúanlegur. Joschka Fischer Víurnar bornar í Græningja DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, þar sem hann m.a. lýsti vonbrigðum sínum með að um- bótatillögur varðandi öryggisráðið hefðu ekki hlotið nægan stuðning. Þótt tillögurnar væru ekki fullkomnar væru þær grundvöllur að endurskipu- lagningu á ráðinu og Ísland myndi styðja þær áfram heilshugar. Síðan sagði Davíð: „Öryggisráðið verður að endurspegla heiminn eins og hann er og vera málsvari hans. Ísland hef- ur áður á þessum vettvangi lýst áhuga sínum á að taka virkan þátt í starfi öryggisráðsins árin 2009 og 2010.“ Davíð sagði Ísland hafa haft miklar væntingar um niðurstöðu leiðtogafundar Sameinuðu þjóð- anna í síðustu viku. Í ályktunum fundarins væri hluta þeirra væntinga mætt en mikið verk væri óunnið. Ennfremur sagði utanríkisráðherra að Ís- lendingar styddu breytingar á starfi samtakanna í mannréttindamálum. Mannréttindanefnd Sam- einuðu þjóðanna væri óstarfhæf og rúin trausti. Umræður og aðgerðir í mannréttindamálum hefðu beðið hnekki og trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna hefði verið ógnað. Ísland styddi tillögu leiðtogafundarins um sérstakt mannréttindaráð. Áður en Davíð flutti ræðuna snæddi hann, ásamt utanríkisráðherrum NATO og ESB, hádeg- isverð í boði Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Davíð sagðist í samtali við Morg- unblaðið aðeins hafa skipst á stuttum kveðjum við Rice, engar efnislegar viðræður hefðu farið fram, og kvatt hana sérstaklega sem utanríkisráðherra í sínu síðasta embættisverki á erlendri grund. Davíð Oddsson utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Reuters Davíð Oddsson utanríkisráðherra flytur ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Áhugi Íslands á að starfa í öryggisráði Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is  Davíð afhenti | 6 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.