Morgunblaðið - 21.09.2005, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VÍSAÐ FRÁ DÓMI
Baugsmálinu var í gær vísað frá
Héraðsdómi Reykjavíkur í heild
sinni vegna verulegra ágalla á ákær-
unni í málinu. Dómurinn gerði alvar-
legar athugasemdir við 18 ákæruliði
af 40 og segir í úrskurði dómsins að
þar sem um sé að ræða verulegan
hluta ákærunnar verði ekki hjá því
komist að vísa málinu í heild frá
dómi.
Ítrekaði áhuga Íslands
Davíð Oddsson utanríkisráðherra
flutti ávarp á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna í gær, þar sem
hann m.a. lýsti vonbrigðum sínum
með að umbótatillögur G4-ríkjanna
varðandi öryggisráðið hefðu ekki
hlotið nægan stuðning. Þá ítrekaði
hann áhuga Íslands á að taka virkan
þátt í starfi ráðsins árin 2009–2010.
Óttast Rítu
Hitabeltislægðin Ríta sótti í sig
veðrið og var komin í styrkleikaflokk
2 er hún fór yfir syðsta hluta Flórída
í gær. Var fjöldi fólks fluttur þaðan
og einnig frá láglendum svæðum á
Kúbu en búist er við, að Ríta fari í
þriðja styrkleikaflokk þegar hún
kemur út yfir Mexíkóflóa. Líklegt
þykir, að fellibylurinn komi inn yfir
land í Texas, en hann gæti farið
austar og þá yfir Louisiana og New
Orleans. Er brottflutningur fólks á
þessum slóðum hafinn.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 24
Viðskipti 13 Bréf 23
Erlent 14/15 Viðhorf 26
Minn staður 16 Minningar 28/32
Akureyri 17 Myndasögur 36
Höfuðborgin 17 Dagbók 36/39
Suðurnes 18 Staður og stund 37
Landið 18 Leikhús 40
Daglegt líf 19 Bíó 42/45
Af listum 20/21 Ljósvakamiðlar 46
Menning 20 Veður 47
Umræðan 21/27 Staksteinar 47
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir kynningarblað frá Rannís,
Vísindin snerta þig.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
!"#$%#&%' ()*+)(**&%' (,,+-.-.
GÆSIRNAR létu reyna á vængina og stefndu í humátt að Perlunni þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni í Vatnsmýrinni í gær. Snævi
þakin fjöllin í baksýn minna menn á að sumarið er að baki og veturinn
skammt undan, en mánuður er í fyrsta vetrardag. Móskarðshnjúkar eru
tignarlegir að sjá og hafa tekið forskot á sæluna með því að fara í vetr-
arbúninginn.
Spáð er norðanátt og svölu veðri næstu daga og er því við hæfi að fólk
fari að draga fram úlpur og lopapeysur.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Móskarðshnjúkar komnir í vetrarbúninginn
ÚTFÖR Harðar Ágústssonar listmálara var gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjöl-
menni, en Hörður lést 10. september. Séra Kristján
Valur Ingólfsson jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju: Jó-
hanna Vigdís Þórðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Þor-
steinn Gunnarsson, Þór Magnússon, Jón Reykdal, Pét-
ur H. Ármannsson, Gísli B. Björnsson og Sverrir
Kristinsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Harðar Ágústssonar
ÁBÚANDI á bænum Hrútatungu í
Hrútafirði varð fyrir alvarlegri met-
angaseitrun á bæ sínum í gærmorg-
un og var lagður inn á gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi.
Ástand hans var alvarlegt að sögn
læknis og var hann tengdur við önd-
unarvél.
Tildrög slyssins voru þau að mað-
urinn var að hræra í haughúsi á bæ
sínum með vélknúnu tæki og mun
metangasið hafa gosið upp með fyrr-
greindum afleiðingum. Eiginkona
mannsins kom að honum og tókst að
flytja hann út úr útihúsinu og
hringja eftir hjálp. Lögreglan á
Blönduósi fékk tilkynningu frá
Neyðarlínunni kl. 10.48 og var
sjúkrabíll ásamt lækni frá Hvamms-
tanga sendur eftir sjúklingnum. Var
honum ekið til móts við þyrlu Gæsl-
unnar sem sótti hann að Bröttu-
brekku og flutti hann á Landspítala.
Lögreglan á Blönduósi lokaði veg-
inum við Bröttubrekku á meðan
þyrlan var á vettvangi.
Varð fyrir
alvarlegri
metangas-
eitrun
ÞÝSKA fyrirtækið DSD Stahlbau
GmbH hefur formlega sagt upp
samningi við Slippstöðina á Ak-
ureyri vegna vinnu við Kára-
hnjúkavirkjun. Slippstöðin, sem
var undirverktaki DSD, fékk á
dögunum heimild til greiðslustöðv-
unar.
Á Kárahnjúkavef Landsvirkjun-
ar segir að verkefnið varði stál-
fóðringu tvennra lóðréttra að-
rennslisganga í Valþjófsstaðarfjalli
í Fljótsdal og áfram að túrbínum
Kárahnjúkavirkjunar. Þýska fyrir-
tækið stefni nú að því að taka
sjálft við verkinu og ætla megi að
það taki jafnframt við samningum
við pólsku starfsmennina sem að
því unnu.
Að sögn Sigurðar St. Arnalds,
talsmanns Landsvirkjunar, á að
skila umræddum verkþætti á
næsta ári og verði þýska fyrirtæk-
ið að skila sínum þætti með einum
eða öðrum hætti. Séu þýsku að-
ilarnir að vinna í að leysa málið
eins og að ofan segir. Leysa verði
tækjamál með því að flytja inn
tækjabúnað eða fá aðgang að
tækjum Slippstöðvarinnar. Sigurð-
ur segir Landsvirkjun ekki verða
fyrir neinu fjárhagstjóni vegna
þessa máls en aðaláhyggjur fyr-
irtækisins snúist um hugsanlegar
tafir. Vinna verði upp tímann sem
tapast en þó ætti að vera svigrúm
til að mæta slíku tapi. Ljóst sé að
einhvern tíma taki að greiða úr
flækjunni sem skapast vegna erf-
iðleika Slippstöðvarinnar.
Riftu samningi
við Slippstöðina