Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 9
FRÉTTIR
Nýjar peysur
í mörgum gerðum og litum
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Peysuúrval
ullarpeysurnar
komnar
VÍSINDAVERKEFNI þriggja ís-
lenskra framhaldsskólanema,
Nudd og nálægð, hefur vakið at-
hygli í Evrópukeppni ungra vís-
indamanna sem stendur yfir í
Moskvu þessa dagana, en verkefnið
er annað af tveimur verkefnum í
keppninni sem heimfæra má undir
félagsvísindi.
Keppnin hófst á sunnudaginn
var og tilkynnt verður um úrslit í
dag, miðvikudag. Alls eru það 79
verkefni 126 ungra vísindamanna
frá 35 löndum sem keppa um efstu
verðlaunasætin þrjú. Íslensku þátt-
takendurnir eru allir nýstúdentar
af félagsfræðibraut Menntaskólans
á Akureyri, en þeir heita Lilý Erla
Adamsdóttir, Una Guðlaug Sveins-
dóttir og Valdís Ösp Jónsdóttir.
Björk Hakansen, verkefnastjóri
hjá Háskóla Íslands, sem er í för
með stúlkunum í Moskvu, sagði að
stúlkurnar hefðu undanfarna daga
kynnt og varið verkefni sitt fyrir
dómurunum sem hefðu farið milli
sýningarbása til að fara yfir verk-
efnin sem tækju þátt í keppninni.
Stúlkurnar hefðu þurft að svara
fyrir aðferðafræðina, útskýra
hvernig verkefnið tengist vísindum
og færa rök fyrir uppbyggingu og
rökvísi verkefnisins. Þær hefðu
staðið sig mjög vel og vakið mikla
athygli, enda verkefnið annað
tveggja í keppninni sem væri á
sviði félagsvísinda, en í svona
keppnum væru verkefni á sviði
raunvísinda yfirgnæfandi. Stúlk-
urnar hefðu meðal annars komið
fram í útvarpi og fólk haft mjög
gaman að sjá og kynna sér nudd-
gallann.
Samfella á ungbörn
Verkefni stúlknanna, eða svo-
kallaður nuddgalli, er samfella á
ungbörn með áþrykktu mynstri,
sem leiðbeinir foreldrum um strok-
ur í ungbarnanuddi. Markmiðið er
að ýta undir og efla tengslamynd-
un og nálægð foreldra við ung börn
sín á einfaldan og hagnýtan hátt.
Evrópukeppni ungra vísinda-
manna er haldin árlega með til-
stuðlan Evrópusambandsins.
Evrópukeppni ungra vísindamanna í Moskvu
Íslenska verkefnið vekur athygli
Ungu vísindakonurnar í Evrópukeppni ungra vísindamanna í Moskvu, Lilý
Erla Adamsdóttir, Valdís Ösp Jónsdóttir og Una Guðlaug Sveinsdóttir.
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum í gær að
vísa frá tillögu Ólafs F. Magn-
ússonar, borgarfulltrúa F-listans,
um að áframhald sjúkra- og ör-
yggisflugs á höfuðborgarsvæðinu
yrði tryggt og ekki kæmi til
greina að flytja Reykjavíkurflug-
völl til Keflavíkur.
Ólafur F. Magnússon sagðist
vera flugvallar- og öryggissinni og
hann myndi gera það sem hann
gæti til að tryggja áframhald
sjúkra- og öryggisflugs á höfuð-
borgarsvæðinu. Flugvöllurinn
væri ekki á leið lengra suður á
bóginn en á Álftanesið og væri
mun betur kominn í Vatnsmýrinni
í breyttri mynd en í Keflavík.
Hann sagðist vænta víðtæks
stuðnings við tillögu sína á meðal
Reykvíkinga þó hann hefði „efa-
semdir um stuðning við hana frá
ráðvilltum borgarfulltrúum R- og
D-lista.“
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri, sagði að málið hefði
fengið sex tíma umræðu á síðasta
borgarstjórnarfundi og verið væri
að ala á óþarfa ótta varðandi ör-
yggissjónarmið. Í frávísunartil-
lögu sinni benti hún á að afstaða
Reykvíkinga til flugvallar í Vatns-
mýrinni hefði komið fram í al-
mennum kosningum 2001, þegar
meirihluti hefði verið fyrir því að
hann flyttist þaðan. Starfandi væri
starfshópur borgarstjóra og sam-
gönguráðherra sem væri meðal
annars að meta aðra valkosti en
Vatnsmýrina undir flugvöll. Rangt
væri að gefa sér fyrirfram að ein-
stakir kostir gengju ekki upp áður
en mat hópsins lægi fyrir. Þá væri
ekki rétt að ýta undir ótta við al-
mannavá eða bresti í heilbrigð-
isþjónustu kæmi til þess að flug-
þjónusta legðist af í Vatnsmýrinni.
Í framhaldinu óskaði Ólafur eft-
ir því að bókað yrði að það væri
rangt sem gefið væri í skyn í frá-
vísunartillögunni að tillaga sín
gerði ráð fyrir Vatnsmýrinni sem
eina valkostinum fyrir flugvöll á
höfuðborgarsvæðinu. Aðrir val-
kostir væru fyrir hendi og bæri að
kanna þá rækilega og taka afstöðu
til þeirra áður en flugvellinum
væri vísað úr Vatnsmýrinni. Ann-
að gæti leitt til þess að Reykjavík-
urflugvöllur flyttist til Keflavíkur
sem væri afleit niðurstaða fyrir
íbúa landsins.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
oddviti Sjálfstæðisflokks, sagði að
skiptar skoðanir væru um málið í
öllum stjórnmálaflokkum. Við-
fangsefnið væri viðkvæmt og erfitt
og það væri málinu ekki til gagns
að setja það fram eins og Ólafur
gerði. Hann benti á að ríkisvaldið
byggði nýjan flugvöll ef til þess
kæmi, ríkið ræki flugvöllinn og
ríkið ætti um 40% af því landi sem
færi undir flugvöllinn í Vatnsmýr-
inni. Þó hann hefði lengi verið
talsmaður flugvallarins í Vatns-
mýrinni hefði hann ýtt þeirri stað-
reynd til hliðar en sagt að á næsta
kjörtímabili vildi hann beita sér
fyrir því að tekin yrði ákvörðun
um það hvenær og hvert flugvöll-
urinn færi. Hann hefði líka lagt
þunga áherslu á að flugvöllur yrði
staðsettur í Reykjavík eða á höf-
uðborgarsvæðinu. „Ég vil taka
þetta mál af deilustigi yfir á
ákvörðunarstig,“ sagði hann.
Frávísunartillagan var sam-
þykkt með 14 atkvæðum gegn
einu.
Tillögu um flug-
vallarmál vísað frá
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi áskorun:
„Við undirrituð, starfandi tónlist-
arfólk og áhugafólk um tónlistarmál
á Íslandi, lýsum yfir þungum
áhyggjum af þeirri vanþekkingu í
garð tónlistar og tónlistarflutnings
sem virðist einkenna störf Aust-
urhafnar-TR ehf.
Í mars sl. óskuðu forsvarsmenn
tónlistarflytjenda á Íslandi eftir því
að í fyrirhuguðu Tónlistarhúsi yrði
200 manna kammersalur fyrst og
fremst ætlaður til tónleikahalds
með rúmgóðu sviði og góðum
hljómburði.
Með vísun í upplýsingar frá Stef-
áni Hermannssyni í grein í Morg-
unblaðinu 18. sep. sl. er augljóst að
ekki hefur verið tekið tillit til þess-
ara óska. Í greininni kemur fram
að: „sameina megi tvö stærstu
fundarherbergin í ráðstefnuhluta
mannvirkisins með því að hafa fær-
anlegan millivegg, þannig að unnt
væri að mynda einleikara-
kammermúsíksal fyrir um 180
áheyrendur, með fyrirtaks hljóm-
burði.“
Þessi tillaga virðist lýsa vanþekk-
ingu í garð tónlistar og tónlistar-
flutnings enda situr enginn fulltrúi
tónlistarmanna í stjórn Aust-
urhafnar-TR. Fundarherbergi geta
aldrei þjónað hlutverki tónleikasala.
Til þess eru kröfur um hljómburð of
ólíkar.
Við óskum því ítrekað eftir að í
Tónlistarhúsinu verði 200
manna kammersalur fyrst og
fremst ætlaður til tónleikahalds
með rúmgóðu sviði og góðum
hljómburði.
Við óskum enn fremur eftir að
þessi 200 manna tónleikasalur
verði ekki í ráðstefnuhluta
mannvirkisins heldur í þeim
hluta sem ætlaður verður til
tónlistarflutnings.
Við óskum eindregið eftir að
tónleikahöldurum og tónlist-
arfólki verði gert fjárhagslega
kleift að nýta þennan 200 manna
kammersal til tónleikahalds.
Við óskum að lokum eftir að
tónlistin fái forgang í Tónlistar-
húsinu.
Reykjavík, 20. september 2005
1. Nína Margrét Grímsdóttir,
píanóleikari og listrænn stjórn-
andi KaSa hópsins.
2. Kolbeinn Bjarnason, flautuleik-
ari og listrænn stjórnandi Caput
hópsins.
3. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld.
4. Lilja Hjaltadóttir, fiðluleikari og
skólastjóri Allegro Suzuki-
tónlistarskólans.
5. Halldór Haraldsson,
píanóleikari.
6. Daði Kolbeinsson, óbóleikari.
7. Sigurður Bjarki Gunnarsson,
sellóleikari.
8. Þórarinn Stefánsson, píanó-
leikari og framkvæmdastjóri
Polarfonia Classics, ehf.
9. Sigurður Flosason,
saxófónleikari.
10. Friðrik Theódórsson, fram-
kvæmdastjóri Jazzhátíðar
Reykjavíkur.
11. Sunna Gunnlaugsdóttir,
píanóleikari.
12. Agnar Már Magnússon,
píanóleikari.
13. Arnþór Jónsson, sellóleikari.
14. Helga Ragnheiður Óskarsdóttir,
fiðluleikari.
15. Helga Bryndís Magnúsdóttir,
píanóleikari.
16. Jónína Auður Hilmarsdóttir,
víóluleikari.
17. Kristín Jónína Taylor,
píanóleikari.
18. Elfa Rún Kristinsdóttir,
fiðluleikari.
19. Kristín Björg Ragnarsdóttir,
fiðluleikari.
20. Ari Þór Vilhjálmsson,
fiðluleikari.
21. Margrét Kristjánsdóttir,
fiðluleikari.
22. Ólafur Stolzenwald,
bassaleikari.
23. Róbert Þórhallsson,
tónlistarmaður.
24. Kári Árnason, trymbill.
25. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir,
tónlistarmaður.
26. Þórunn Björnsdóttir,
tónlistarmaður.
27. Guðmundur Viggósson, augn-
læknir, forstöðumaður og yfir-
læknir Sjónstöðvar Íslands.
Ítrekuð áskorun til Austurhafnar-TR
ehf. vegna byggingar tónlistarhúss