Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR EIRÍKUR Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og sér- fræðingur í réttarfari, segir að ákæruvaldið geti gefið út nýja ákæru í Baugs- málinu, fari svo að því verði vísað frá í hluta eða heild í Hæstarétti. Hann telur að með frávísun málsins frá Héraðsdómi Reykjavíkur hafi ákæru- valdið orðið fyrir áfalli. Hæstiréttur getur staðfest úrskurðinn, fellt hann úr gildi eða ákveðið að vísa aðeins hluta af ákæruatriðunum frá dómi. Ef a.m.k. hluta af ákæruliðunum verður vísað frá getur ríkislög- reglustjóri gefið út nýja ákæru, að sögn Eiríks. „Þeir mega þó ekki breikka ákæru- grundvöllinn. Þeir geta bara bætt úr þeim formgöllum sem eru í ákærunni. En hafi verið upplýst um einhverja háttsemi sem ekki var ákært fyrir í upphafi geta þeir að mínum dómi ekki ákært fyrir það,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Eiríkur sagði að ef máli væri vísað frá gæti ákæruvaldið byrjað upp á nýtt, höfðað mál að nýju og við því væru engar beinar skorður í lögum um meðferð opinberra mála. Ef hætta væri á að brot fyrntist skyldi þó höfða mál innan sex mánaða frá því máli er vísað frá, í þessu tilfelli frá Hæstarétti. Eiríkur hafði í gær ekki séð úr- skurð héraðsdóms og hefur ekki séð gögn málsins heldur einungis lesið ákæruna og fleiri gögn sem hafa verið gerð opinber. Með þeim fyrirvörum sagði Eiríkur að hugsanlega gætu formgallar í ákærulið- unum falist í því að erf- itt væri að skilgreina þá háttsemi sem þar er lýst sem refsiverða háttsemi. „Og þar verðum við að hafa í huga að það er munur á ólögmætri háttsemi, sem getur til dæmis verið skaðabótaskyld gagnvart hluthöfum í félögum, og háttsemi sem er refsiverð. Þetta er einn möguleikinn,“ sagði hann. Baugsmál- inu var vísað frá í heild sinni en ekki einungis þeim 18 ákæruliðum sem athugasemdir voru gerðar við. Eiríkur sagði að hugsanlega hefði dómnum þótt það „varlegra“ að vísa málinu í heild sinni frá dómi og látið Hæstarétti það eftir að endurskoða þann úrskurð í stað þess að halda málinu upp á von og óvon. Að öðrum kosti ættu þeir hugsanlega á hættu að Hæstiréttur vísaði málinu frá í heild sinni á seinni stigum málsins. „Það má segja að það sé Hæstaréttar að gefa leiðbeiningar um framhaldið.“ Aðspurður sagði Eiríkur að það væri engum blöðum um það að fletta að þessi úrskurður héraðsdóms væri „augljóst áfall fyrir ákæruvaldið“ og í fljótu bragði þekkti hann ekki for- dæmi fyrir að svo viðamiklu máli hefði verið vísað frá með þessum hætti. Eiríkur Tómasson lagaprófessor Hægt að höfða nýtt dómsmál Eiríkur Tómasson ÁKÆRURNAR í Baugsmálinu hafa nú að vissu leyti fengið sömu örlög og ákærurnar í Hafskipsmálinu á sínum tíma á neðra dómstigi. Ákærum gegn fjórum af ellefu sakborningum í Haf- skipsmálinu var vísað frá héraðsdómi árið 1987. Síðar um sumarið staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn og vísaði ennfremur frá dómi máli gegn sjö öðrum sakborningum í Hafskipsmál- inu. Hnekkti Hæstiréttur þar með úr- skurði sakadóms hvað þessa sakborn- inga snerti. Þáverandi skipaður ríkissaksókn- ari, Hallvarður Einvarðsson, gaf upp- haflega út ákærur í Hafskipsmálinu í apríl árið 1987 á hendur ellefu mönn- um eftir tæplega eins árs lögreglu- rannsókn. Síðar þá um sumarið gerð- ist hvort tveggja, að ríkissaksóknari var úrskurðaður vanhæfur til að fara með málið og ákærunum vísað frá dómi. Þeir sem sættu ákærum voru þrír forráðamenn Hafskips og löggilt- ur endurskoðandi félagsins, sem gef- in voru að sök ýmis hegningarlaga- brot, brot á hlutafélagalögum og brot á lögum um löggilta endurskoðendur. Önnur ákæra beindist gegn sjö starf- andi og fyrrverandi bankastjórum Útvegsbanka Íslands, fyrir brot í op- inberu starfi. Ríkissaksóknari var úrskurðaður vanhæfur vegna skyldleika við Jó- hann S. Einvarðsson, fyrrum varafor- mann bankaráðs Útvegsbanka Ís- lands. Í ágústbyrjun 1987 tók málið nýja stefnu þegar Jónatan Þórmundsson lagaprófessor var skipaður sérstakur ríkissaksóknari til að sækja málið að nýju. Síðla hausts1988 ákærði hann 17 manns og enn var haldið uppi frá- vísunarkröfum í herbúðum sakborn- inga. Dómur Hæstaréttar gekk í nóv- ember 1989 þar sem staðfestur var úrskurður neðra dómstigs um að synja kröfum fimm sakborninga um frávísun málsins. Mat Hæstiréttur það svo að sérstökum ríkissaksókn- ara hefði verið heimilt að gefa út ákærur í málinu. Ákærum var einnig vísað frá í Hafskipsmálinu Frá málflutningi í Hafskipsmálinu í Sakadómi Reykjavíkur. JAKOB R. Möller hrl., verjandi Tryggva Jónssonar, sagði að nið- urstaða hérðaðsdóms kæmi sér ekki á óvart, afstaða dómaranna hefði þegar komið fram í bréfinu sem þeir rituðu 26. ágúst sl. og vöktu athygli á hugsanlegum ann- mörkum í ákærunni. Baugsmálinu var vísað frá á grundvelli 4. málsgreinar 122. greinar laga um meðferð opinberra mála en þar segir að dómari geti hvenær sem er eftir þingfestingu máls vísað máli frá dómi þótt engin krafa hafi komið fram um það ef hann telur svo bersýnilega ann- marka á því, sem ekki verði bætt úr undir rekstri þess. Jakob kvaðst ekki þekkja nein dæmi um að þetta ákvæði laganna hefði komið til kasta Hæstaréttar en dæmi væru um að því hefði verið beitt í héraði. Jakob sagði að ákærunni væri verulega ábótavant og ekki ein- göngu í þeim 18 liðum sem héraðs- dómur hefði gert sérstakar at- hugasemdir við. „Þessir annmarkar geta stafað af tvennu. Annaðhvort eru þeir vegna óvið- unandi vinnubragða og/eða þeir stafa af því að ákærandinn hafi ekki fundið refsiverða háttsemi í þessum aðstæðum sem verið er að lýsa í ákærunni,“ sagði hann. Um möguleika ákæruvaldsins á að gefa út nýja ákæru sagði Jakob að þeir 18 liðir sem héraðsdómur hefði gert athugasemdir við gætu ekki sætt nýrri ákæru. Í úrskurðinum væri að finna allítarlegar leiðbein- ingar um að hvaða leyti ákærunni væri áfátt. Ef ákæruvaldið gæti einfaldlega farið eftir þeim leið- beiningum til að gefa út nýja ákæru hlytu að vakna spurningar um hvort það stæðist 70. grein stjórnarskrárinnar en þar væri kveðið á um að allir ættu rétt á málsmeðferð fyrir hlutlausum og óvilhöllum dómstólum. „Og það er ekki hlutverk dómstóla að leið- beina ákæruvaldinu,“ sagði Jakob R. Möller. Jakob R. Möller hrl., verjandi Tryggva Jónssonar „Ekki hlutverk dómstóla að leiðbeina ákæruvaldinu“ Morgunblaðið/Ásdís Jakob R. Möller sagði að ákærunni væri verulega ábótavant og ekki eingöngu í þeim 18 liðum sem héraðsdómur hefði gert sérstakar athugasemdir við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.