Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun LÍKLEGT er að skipulag stjórn- sýslu Hafnarfjarðar og skipulag starfsemi sveitarfélagsins almennt muni haldast að mestu þótt Hafn- arfjörður og Vatnsleysustrandar- hreppur sameinist, en líklegt er að tækifæri skapist til að hækka þjónustustigið á Vatnsleysuströnd, þótt lengra verði í kjörna fulltrúa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ParX – viðskiptaráð- gjöf IBM um afleiðingar hugsan- legrar sameiningar sem unnin var fyrir samstarfsnefnd um samein- ingu Hafnarfjarðar og Vatnsleysu- strandarhrepps. Nefndin fékk skýrsluna formlega afhenta í gær. Íbúar í sveitarfélögunum tveim- ur munu ganga til kosninga um sameiningu hinn 8. október, og verða niðurstöður skýrsluhöfunda kynntar með heimsendu efni í vik- unni og á fundum í sveitarfélög- unum tveimur í næstu viku. Verði sveitarfélögin sameinuð verður til sveitarfélag með ríflega 23 þúsund íbúum, en í dag eru íbúar Hafn- arfjarðar 22.260, en íbúar Voga á Vatnsleysuströnd 1.003. Mun líklega heita Hafnarfjörður Hugsanleg sameining myndi ekki hafa mikil áhrif fyrir Hafn- arfjarðarbæ að mati skýrsluhöf- unda, sami fjöldi sveitarstjórnar- fulltrúa yrði eftir sameiningu, skipulag stjórnsýslunnar yrði hið sama og aðalbækistöðvar samein- aðs sveitarfélags yrðu í Hafnar- firði. Á fundi með fjölmiðlamönn- um í gær sagði Jón Gunnarsson, formaður hreppsnefndar Vatns- leysustrandarhrepps og formaður samstarfsnefndarinnar, afar lík- legt að sameinað sveitarfélag myndi halda nafninu Hafnarfjörð- ur, en yrði af sameiningu yrði kos- ið um nafn sveitarfélagsins í næstu sveitarstjórnarkosningum. Skýrsluhöfundar telja rétt að reka þjónustuver með tveimur þjónustufulltrúum í Vogum þótt sameining eigi sér stað, en þjón- ustuverið í Vogum verði í nánu sambandi við öflugt þjónustuver í Hafnarfirði. Einnig verði lögð auk- in áhersla á þróun vefgáttar sem veiti bæjarbúum aðgang að stjórn- sýslunni og minnki áhrif fjar- lægða. Starfsmönnum ekki fækkað Sameining myndi líklega hafa áhrif á rekstur sveitarsjóðs, og gæti stærðarhagkvæmni gætt í rekstri einstakra eininga, t.d. yf- irstjórnar og félagsþjónustu. Fyrir utan einn sveitarstjóra sé þó ekki líklegt að starfsmönnum, sem eru um 1.200 í Hafnarfirði og 75 í Vog- um, verði fækkað, og þurfi að fækka þeim megi gera það með því að ráða ekki í störf sem losni. Kjörnum fulltrúum mun þó fækka, og verða líklega ellefu manns í bæjarstjórn og fimm í bæjarráði eins og verið hefur í Hafnarfirði. Sameining Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps Skipulag stjórnsýslu Hafnarfjarðar haldi sér Morgunblaðið/Árni Torfason Arnar Jónsson frá ParX afhenti Jóni Gunnarssyni, formanni hrepps- nefndar Vatnsleysustrandarhrepps, og Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, skýrslu um sameininguna á mörkum bæjarfélaganna í Hvassahrauni í gær. Skýrslan verður kynnt íbúum á næstunni. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is TENGLAR .............................................. Meira á www.mbl.is/itarefni RÁÐUNEYTI menntamála hefur fallist á ársáætlun Háskólans á Akureyri á þeirri forsendu að hún sýni viðsnúning í rekstri og veru- legan sparnað til lengri tíma litið. Í upphafi þessa árs stefndi í 130 milljóna króna hallarekstur á Há- skólanum og þegar ljóst var í hvað stefndi hófust viðræður milli ráðu- neytismanna og forsvarsmanna Háskólans um hvernig hægt væri að leysa vandann. Niðurstaða er nú fengin að sögn Þorsteins Gunnarssonar rektors. Hún felst m.a. í því að háskólinn fær á þessu ári 70 milljónir króna, hluta af söluandvirði fasteignar að Glerárgötu á Akureyri. Afganginn, 30 milljónir króna fær háskólinn svo á næsta ári, 2006. Þá mun koma til viðbótarfjárveiting upp á allt að 40 milljónir króna vegna fleiri nemenda en gert var ráð fyr- ir í fjárlögum. Segir í bréfi ráðu- neytisins að það muni leitast við að koma til móts við óskir háskólans um auknar fjárheimildir vegna nemenda sem eru umfram for- sendur fjárlaga, en gerður er fyr- irvari um að hægt verði að mæta tillögu skólans að fullu í þeim efn- um. Í tillögum háskólans er gert ráð fyrir 7% fjölgun ársnemenda, en fulltrúar menntamálaráðuneytis vekja athygli á á að langtímaáætl- un fjármálaráðuneytis geri ráð fyrir 4% fjölgun nemenda árlega á háskólastigi. Endanleg niðurstaða kunni því að ráðast við gerð fjár- laga hverju sinni. „Þarna er gefið fyrirheit um að koma til móts við okkur með auknar fjárveitingar vegna nemenda sem stunda nám við háskólann umfram forsendur fjárlaga,“ sagði Þorsteinn. „Á móti höfum við gripið til hagræðingar og aðhaldsaðgerða sem munu skila okkur um 30 milljónum króna.“ Meðal aðgerða sem gripið var til var að draga úr námsframboði, m.a. með því að fella niður valnám- skeið, auka samkennslu og kenna ákveðin námskeið annað hvert ár, þá voru settar reglur um fjölda- takmarkanir í deildir háskólans og yfirvinnuþak sett á kennara og annað starfsfólk. Mikil framför frá fyrra ári „Það ber að sjálfsögðu að fagna þessari viðbótarfjárveitingu frá menntamálaráðuneyti. Þetta fram- lag gerir það að verkum að við sjáum fram á að reka háskólann hallalausan á þessu ári. Það er mikil framför frá síðastliðnu ári. Allar forsendur fyrir áfram- haldandi uppbyggingu Háskólans á Akureyri eru því miklu traustari nú en áður. Þetta eru því mjög jákvæðar aðgerðir,“ sagði Þor- steinn. Háskólinn á Akureyri hefur skil- að rekstraráætlun til ársins 2008 en samkvæmt henni er gert ráð fyrir að sparnaðaraðgerðir sem gripið hefur verið til og hrint verð- ur í framkvæmd muni skila um- talsverðum sparnaði til lengri tíma litið, þannig er búist við að tekju- afgangur háskólans muni nema allt að 100 milljónum króna í lok tímabilsins sem um ræðir. Fjárveiting til Háskólans á Akureyri leiðir til viðsnúnings í rekstri í ár Útlit fyrir halla- lausan rekstur Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is STÝRIHÓPUR samgönguviku veitti nemendum Hagaskóla viðurkenningu fyrir fyrirmyndarsamgöngur við hátíð- lega athöfn í Hagaskóla í gær. Nem- endur skólans fengu viðurkenninguna fyrir dugnað við að ganga, hjóla eða nota strætisvagna til þess að komast í skólann. Er þetta fyrsta viðurkenn- ingin af þessum toga. Þetta er liður í verkefninu Samgöngublóminu sem var hleypt af stokkunum fyrir skemmstu, en Vesturbær hlaut Samgöngublómið í ár. Hagaskóli til fyrirmyndar í samgöngumálum Morgunblaðið/Árni Torfason Kristín Bjarnadóttir, sem er í nemendaráði Haga- skóla, tók við viðurkenningunni hjá Katrínu Jakobs- dóttur, formanni hverfisráðs Vesturbæjar. Miklar breytingar hjá Össuri STJÓRN félags leikskólakennara harmar að umræða um starfsmannamál í leikskólum skuli snúast um hversu erfitt sé að fá ófag- lært fólk á meðan tæpast sé minnst á skort á leikskólakennurum. Í yfirlýsingu frá stjórninni kemur fram að alltof hátt hlutfall starfsmanna í leikskólum, eða rúmlega 60%, sé fólk án leikskólakenn- aramenntunar. Margir standi stutt við og fæstir ætli sér að starfa í leikskólum til fram- búðar. „Ef hlutfall faglærðra væri hærra væri sá vandi sem nú blasir við mun minni en raun ber vitni. Meginverkefnið er því að fá fleiri leikskólakennara til starfa. Til að svo verði þarf að bæta kjör og auka námsfram- boð til muna. Þetta hefur Félag leikskóla- kennara bent á árum saman,“ segir í yfirlýs- ingunni. Stjórnin leggur til við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra í Reykjavík að hún grípi umsvifalaust til aðgerða til að laða þá fjölmörgu kennara, sem hafa yfirgefið þennan starfsvettvang vegna slæmra kjara, aftur til starfa. Þarf fleiri faglærða starfsmenn í skólana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.