Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Kennari námskeiðsins, Sigurður Jónsson,
lærði ljósmyndun í School of Visual Arts í
New York og öðlaðist meistararéttindi í
ljósmyndun árið 1989. Hann hefur haldið
námskeið í stafrænni myndvinnslu fyrir
Ljósmyndarafélag Íslands, Listaháskóla
Íslands, Margmiðlunarskólann, Iðnskólann
í Reykjavík og nú hjá NTV.
Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem
uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið
er yfirgripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að
eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð
RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru framkvæmdar í
myrkrakompu.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu
og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendanlegum möguleikum
þessa frábæra verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem
gefur gráðuna: Adobe Certified Expert.
Inntökuskilyrði:
Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop
og undirstöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig er góð ensku-
kunnátta nauðsynleg þar sem flest námsgögn
eru á ensku.
Tími:
Kennt er á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum
kl. 18:00-22:00. Byrjar 29. sept. og lýkur 15. nóv.
Sigurður Jónsson
Ljósmyndari
Hlíðasmára 9 - Kópavogi
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
GREININGARDEILD Kaupþings
banka telur að vísitala neysluverðs
hækki um 0,5% í október. Af þeim
sökum mun verðbólga á ársgrund-
velli lækka um 0,3% og fara úr 4,8% í
4,5% en vísitala neysluverðs hækk-
aði um 0,8% í október á síðastliðnu
ári.
Kaupþing banki segir að dregið
hafi verulega úr hækkunum fast-
eignaverðs, en meðalhækkun fast-
eignaverðs síðustu 3 mánuði sé nú
um 1% en var um 4% í vetur. Af
þeirri ástæðu sé reiknað með að
hækkun fasteignaliðar vísitölunnar
verði óveruleg og leiði til um 0,1%
hækkunar á vísitölu neysluverðs að
þessu sinni.
Verð á kjötvörum var óbreytt í síð-
asta mánuði og reiknar greiningar-
deildin með því að einhver hækkun
verði á kjötvörum á næstunni. Einn-
ig virðast innlendir framleiðendur
velta auknum launakostnaði yfir í
verðlag.
Tími verðskrárhækkana
Að venju muni verð fatnaðar
hækka vegna útsöluloka í mánuðin-
um. Greiningardeild geri þó ráð fyrir
minni hækkun á fatnaði nú en venja
sé vegna óvenju mikillar hækkunar á
fatnaði í síðasta mánuði.
Verð á bensíni lækkaði í gær og sú
lækkun mun hafa um 0,07% áhrif á
vísitölu neysluverðs til lækkunar.
Kaupþing banki segir að á móti komi
þó að á þessum árstíma séu ýmsar
verðskrárhækkanir en erfitt sé að
áætla umfang þeirra.
Telur vísitölu neyslu-
verðs hækka um 0,5%
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fatnaður KB banki spáir minni
verðhækkunum á fatnaði nú.
Dregur úr hækkunum fasteignaverðs
&'(
") *
+%%(,
") *
+
- * .#
") *
./
") *
$+
0 *
10!% *
2
!"
*
3)4# +% *
3,# *
/0!% 10 *
5
*
61. *
6
.-
#
!% *
7
*
&"
%
") *
.%
%
10 *
$) *
8' 0'
") *
/9 :%
* 5"' . " *
;<
*
=#
%) *
>?. &' >
"
@
###, *
A, *
!"
.% 0
*
/09 10 *
6-
B# 6
0 ( *
@:% :
*
! # $%
8C D
69
(%*(
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
+
#
-
(%*(
E
E
E
E E
E E
E E
E
E E E
E
E
E
E E
E E E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
F EGH
F GH
E
F E GH
F GH
F GH
E
F E
GH
E
E
F EGH
F GH
F EGH
E
E
E
E
F EGH
E
F EGH
F EGH
E
E
E
E
E
E
E
$ 0
(%)
0#
@!" 9 "% 0#I
3) 6
*
* *
*
* * *
* * * * E
*
*
* E
E
E
E
* * * E
E
E
E
E
A%) 9 4* %
*
&@$* J & #
.,0
(%)
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
&@$*E
A #
#
%
-#
* &@$*E .
#
*
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● VERÐ á hlutabréfum í Kauphöll Ís-
lands breyttist lítið í gær. Úrvals-
vísitalan hækkaði um 0,02% og er
4573 stig. Bréf FL Group hækkuðu
um 0,69%, bréf Össurar hækkuðu
um 0,59% og bréf Jarðborana um
0,5%. Bréf Flögu lækkuðu um
2,13% og bréf Atorku um 1,71%. Við-
skipti með hlutabréf námu 1625
milljónum, þar af 426 milljónum með
bréf Atorku.
Verð hlutabréfa
breyttist lítið
● GYLFI Dalmann Aðalsteinsson,
lektor í viðskipta- og hagfræðideild,
heldur fyrirlestur um „Strauma og
stefnur í stjórnun fyrirtækja“ í mál-
stofu Hagfræðistofnunar og Við-
skiptafræðistofnunar í dag kl. 12.20
í Odda, stofu 101.
Í fréttatilkynningu segir að á þessu
ári séu 90 ár liðin frá dauða Frede-
rick Winslow Taylor en hann hefur
verið nefndur faðir vísindalegrar
stjórnunar. Upphafleg markmið
stjórnunarkenninga, að koma skikki
á skipulag og tryggja það að vinnuafl-
ið starfaði sem ein samvirk heild
með það fyrir augum að tryggja ár-
angur og samkeppnisforskot, eru
enn í gildi. Í þessari málstofu verður
rætt um þróun stjórnunarkenninga
síðustu 100 ára og varpað ljósi á
þær tískubylgjur sem hafa komið og
farið varðandi stjórnun fyrirtækja,
s.s markmiðastjórnun, gæðastjórn-
un og endurgerð vinnuferla.
Fyrirlestur um
stjórnun fyrirtækja
GREINING Íslandsbanka spáir
töluvert meiri sviptingum í þróun
hagvaxtar en raunin var fyrir ári. Í
spá Greiningar er gert ráð fyrir 6,1%
hagvexti á þessu ári, en fyrri spá
reiknaði með 4,3% vexti í ár. Næsta
ár er spáð 4,2% vexti landsfram-
leiðslu en í fyrri spá var miðað við
4,5% vöxt árið 2006. Þá reiknar
Greining Íslandsbanka með sam-
drætti sem nemur 0,9% árið 2007, en
hafði áður gert ráð fyrir 0,3% hag-
vexti það ár. Að meðaltali spáir
Greining nú 3,4% hagvexti á árunum
2005–2008 en hafði áður reiknað með
3,0% meðalvexti á því tímabili.
Í Morgunkorni Greiningar Ís-
landsbanka er ástæða þessarar
breytingar á hagvaxtarspánni sögð
vera að stórum hluta breyttar for-
sendur fyrir þróun einkaneyslu.
Vöxtur einkaneyslu hafi verið mun
örari en gert var ráð fyrir á liðnu ári,
og allt bendi til þess að svo verði enn
um sinn. Þannig spáði Greining Ís-
landsbanka í fyrra 5% vexti einka-
neyslu þetta ár, en vöxturinn hefur
verið hátt í 12% á ársgrundvelli
fyrstu sex mánuði ársins. Auk þess
hafi taktur stóriðjutengdra fjárfest-
inga nokkuð breyst, og liggi nú fyrir
að þær munu ná hámarki á þessu ári.
Spá meiri svipt-
ingum í hagvexti
ÚTGÁFA skuldabréfa í íslenskum
krónum erlendis komin í 42 milljarða
króna en í gær var tilkynnt um
stækkun á útgáfu á vegum Deutsche
Bank um 1 milljarð króna og nemur
þá útgáfa á þeirra vegum 3,5 millj-
örðum króna. Íslandsbanki blandaði
sér í hóp útgefanda en bankinn til-
kynnti um útgáfu á skuldabréfum að
andvirði 2 milljarða króna til eins árs
sem bera 9% vexti. Einnig var til-
kynnt um útgáfu á vegum European
Investment Bank (EIB) en þetta er í
fyrsta sinn sem þeir gefa út skulda-
bréf í íslenskum krónum. Útgáfan
nemur 3 milljörðum króna og er frá-
brugðin fyrri útgáfum að því leyti að
skuldabréfin eru lengri en áður hef-
ur sést meðal erlendra útgefenda en
skuldabréfin eru til þriggja ára, með
gjalddaga í október 2008. Einnig
bera þau lægri vexti en fyrri útgáfur
eða 7% vexti, að því er fram kemur í
hjá Greiningu Íslandsbanka.
Útgáfa skuldabréfa í
krónum 42 milljarðar
;0K
6L> G
G
.@6
M&N
G
G
C&C
=5N
G
G
3.N
;%%
G
G
8C N M"O 2"
G
G