Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 15 ERLENT Launavernd Ert þú að gleyma einhverju mikilvægu? Ertu búinn að tryggja þér og fjölskyldunni áframhaldandi laun komi til tekjumissis vegna fráfalls, sjúkdóma eða starfsloka vegna aldurs? Skynsemin segir þér hvað er rétt að gera. Ekki hugsa málið – kláraðu það! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 28 24 9 0 9/ 20 05 MIKIL deila virðist í uppsiglingu um gasleiðslu, sem stjórnvöld í Rússlandi og Þýskalandi hafa samið um að leggja milli landanna eftir botni Eystrasaltsins. Segja yfirvöld í Litháen, að leiðslan geti valdið stór- kostlegu umhverfisslysi og pólska stjórnin hefur mótmælt henni. Snert- ir lagning leiðslunnar einnig Svía með ýmsum hætti að því er fram kemur í Svenska Dagbladet. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, undirrituðu samninga um leiðsluna 8. þessa mánaðar en hún verður lögð af rússneska gasfyrir- tækinu Gazprom og tveimur þýskum fyrirtækjum, orkufyrirtækinu Eon og efnafyrirtækinu Basf. Eon er aðaleigandi sænska raf- orkufyrirtækisins Sydkraft, sem nú hefur fengið nafnið Eon Sverige. Sjá má af samningum um gasleiðsluna, að í þeim er gert ráð fyrir afleggjara til Svíþjóðar en Eon er stórt í gassölunni þar. Hugsanlegt er, að gasleiðslan muni liggja um sænska efnahagslögsögu í Eystrasalti og innan sænskrar land- helgi við Gotska Sandön, litla ey, sem er norður af Gotlandi. Lagning leiðslunnar þar verður því háð sam- þykki sænsku stjórnarinnar en lík- lega fær hún litlu um það ráðið þótt leiðslan liggi um efnahagslögsöguna. Í Póllandi og Litháen er mikil and- staða við leiðslunni enda ljóst, að stjórnvöld þar munu verða af miklum tekjum, nokkurs konar flutnings- gjöldum, verði hún lögð eftir Eystra- saltinu. Það er nú líka einmitt það, sem fyrir Rússum og Þjóðverjum vakir, að komast hjá þessum gjöldum. Algirdas Brazauskas, forsætisráð- herra Litháens, hefur einnig varað við því, að verði farið að leggja leiðsl- una yfir svæði þar sem miklu af efna- vopnum var kastað undir stríðslok, þá sé hætta á miklu umhverfisslysi. Ætl- ar hann að taka þetta mál upp á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík í þess- um mánuði. Þýsk-rússneskur samningur Aðrir litháískir stjórnmálamenn, til dæmis Vytautas Landsbergis, tala um nýjan þýsk-rússneskan samning. Segir hann, að sagan sýni, að slíkir samningar hafi ávallt bitnað á ná- grannaríkjunum. Gazprom ætlar að hefjast handa við lagningu leiðslunnar strax nú í haust. Er áætlaður kostnaður við hana rétt rúmlega 300 milljarðar ís- lenskra króna. Á leiðslan að liggja milli Viborgar við Finnska flóa og Greifswald í Þýskalandi og vera tilbú- in 2010. Andstaða við gasleiðslu eftir Eystrasalti Litháar ætla að taka málið upp á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík (   & 2'  &)3   1#    &&'' &   & &&    &&&     1#    !           !" #$      %    $    &  '"  ()       $     *           -122+34   !  2567893 :* +3+ "#$ % &'()* "*) + ,('-.$/ )0 ( .1(2 3" ://2+34 ;</*+2+34 !45678   9(-(1:1;: $)'-;$) , $)'-;$)1($'.9(-('(1 < 0$''(1 0%*:)'-;$)1 -   London. AFP. | Carla del Ponte, sak- sóknari Sameinuðu þjóðanna, kvaðst í gær telja að króatískur hershöfð- ingi, Ante Gotovina, sem er eftirlýst- ur fyrir stríðsglæpi, nyti verndar kaþólsku kirkjunnar og væri í felum í klaustri í Króatíu. Kaþólska kirkjan sagði að ekkert væri hæft í þessari ásökun. Carla del Ponte sagði í viðtali við breska dagblaðið The Daily Tele- graph að hún teldi að Gotovina hers- höfðingi væri í einu af áttatíu klaustrum Króatíu. Hún bætti við að yfirmenn kaþólsku kirkjunnar í Róm gætu að öllum líkindum komist að því „á nokkrum dögum“ í hvaða klaustri hann væri. Del Ponte kvaðst hafa ákveðið að skýra frá þessu opinberlega vegna þess að embættismenn í Páfagarði hefðu ekki viljað aðstoða hana. Gotovina er sakaður um morð á a.m.k. 150 Serbum. Stríðsglæpamað- ur í klaustri?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.