Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 16
Kópasker | Ingimundur Pálsson bóndi á Katastöðum í Núpasveit er trúlega einn elsti sauð- fjárbóndi landsins en hann nálg- ast nú nírætt. Ingimundur sem býr einn á Katastöðum hefur í nógu að snúast í búskapnum, stendur t.d. einn vaktina á sauð- burði en í vor báru hjá honum 113 ær sem fóru á fjall með um 200 lömb. Réttað var á Kata- stöðum um helgina en þar draga Núpsveitungar fé sitt og ann- arra í dilka. Margt var um manninn á réttinni og veður þokkalegt en heldur rigningasamt hefur verið í sveitinni undanfarið. Einn elsti sauðfjárbóndinn! Dregið í dilka á níræðisaldri Öldungur „Viltu kynna þér það nýjasta í umhverfis- og matvælamálum?“ Aðgangur ókeypis 27. sept.: „Fullyrðingar í merkingum matvæla“ Fyrirlesarar eru: Brynhildur Briem sérfræðingur á matvælasviði og Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum. 11. okt.: „Besta fáanlega tækni“ Fyrirlesari: Stefán Einarsson fagstjóri á framkvæmda- og eftirlitssviði. 25. okt.: „Nýjar reglur um merkingar matvæla“ Fyrirlesari: Jóhanna Eyrún Torfadóttir sérfræðingur á matvælasviði. 15. nóv.: „Leiksvæði - örugg svæði fyrir börnin“ Fyrirlesari: Brynja Jóhannsdóttir fagstjóri á Framkvæmda- og eftirlitssviði. 29. nóv.: „Eitraðir þörungar“ Fyrirlesari: Grímur Ólafsson sérfræðingur á matvælasviði. Birt með fyrirvara um breytingar. Fyrirlestrarnir eru haldnir í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar annan og síðasta þriðjudag í hverjum mánuði kl. 15-16 Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Íslandsmótið í Carcassonne verður haldið í sal Taflfélags Reykjavíkur að Faxa- feni 12 23. sept. nk. Hefst keppnin kl. 19 og er þátttökugjald kr. 500. Fyrsta Carcassonne-spilið leit dagsins ljós í Þýskalandi árið 2001. Það var þá valið spil ársins og hefur síðan farið einstaka sig- urför um allan heim. Búið er að gefa út fimm viðbætur við grunnspilið, auk þess sem gefin hafa verið út fimm sjálfstæð spil í sömu ser- íu. Grunnspilið kom út á íslensku 2003 og fyrsta stækkunin kom 2004. Nú er vænt- anleg stækkun númer 2, og auk þess nýtt sjálfstætt spil: „Carcassonne – Borgin“. Segja iðkendur hér á landi að nokkuð ljóst sé að Carcassonne sé þegar orðið sígilt spil. Spilaðar verða þrjár umferðir og munu sex efstu spilararnir komast í undanúrslit þar sem spiluð verður ein umferð. Sigurveg- ararnir úr þeirri umferð munu að lokum spila eitt úrslitaspil. Sigurvegaranum í Íslandsmótinu áskotn- ast ferð til að taka þátt í árlegu heimsmeist- aramóti Carcassonne í Essen í Þýskalandi 15. og 16. október næstkomandi. Þeir sem hafa hug á að keppa á mótinu eru vinsamlegast beðnir að skrá sig til keppni í síðasta lagi fimmtudaginn 22. sept. Skráning fer fram á spil@spil.is þar sem keppendur eru beðnir að gefa upp nafn, heimilisfang og símanúmer.    Keppt í Catan Þá verður Íslandsmótið í herkænskuspilinu Catan Landnemarnir haldið á sama stað 24. sept. nk. Keppni hefst kl. 12 og verður þátttökugjald 500 kr. Boðið verður upp á léttar veitingar. Spilaðar verða þrjár umferðir og munu sextán efstu spilararnir komast í undan- úrslit þar sem spiluð verður ein umferð. Sig- urvegararnir úr þeirri umferð munu að lok- um spila eitt úrslitaspil. Íslandsmeistarinn vinnur sér inn ferð til Essen í Þýskalandi þar sem heimsmeist- arakeppnin í Catan verður haldin 15. – 16. okt. og mun þar keppa fyrir Íslands hönd. Þeir sem hafa hug á að keppa á mótinu eru vinsamlegast beðnir að skrá sig til keppni í síðasta lagi fimmtudaginn 22 sept. Skráning fer fram á isbok@centrum.is eða í síma 554 77 00. Fram þarf að koma nafn, kennitala, heimisfang og sími. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Þeir vita hvert þeir ætla og mark-miðið er eitt en það er að komastaf. Hrafnar og mávar eru ein- stakar skepnur og ákaflega vakandi fyr- ir útrásinni. Allt sem fellur til og er til boða hvort heldur það er af vilja, til- viljun eða slysni þá eru þessir fuglar mættir og taka til sín sem þarf. Það er þörfin og lífsviljinn sem knýr þá áfram og ekkert annað. Haustið er mætt og vetur handan við hornið og fæðufram- boðið fer minkandi og þurfa þeir fuglar sem kjósa að berjast fyrir lífi sínu á land- inu bláa að hafa mikið fyrir tilveru sinni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Haustflug fuglanna Einar Kolbeinssonsvarar kersknis-vísu Bjarna Stef- áns Konráðssonar frá því í gær með sléttuböndum og vísar öllu á bug: Hafnar vímu, sjaldan sá sýnist marki brenndur. Safnar skjátum, aldrei á afrétt ríður kenndur. En um sléttubönd gildir að ef farið er með þau aft- ur á bak breytist merk- ingin: Kenndur ríður afrétt á, aldrei skjátum safnar. Brenndur marki sýnist sá sjaldan vímu hafnar. Í tímum lífsgæðakapp- hlaupsins yrkir Jón Ingv- ar Jónsson: Ó, hve mundi gleðjast geð, gremjan burtu viki, ef ég gæti auðgast með einu pennastriki. Enn af göngum pebl@mbl.is Fjarðabyggð | Kirkju- og menningarmið- stöðin og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hafa undirritað viljayfirlýsingu um að standa sameiginlega að tónleikahaldi á Austurlandi á árunum 2006–2010. Þetta kemur fram á vef Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is. Þeir Gunnar Frímannsson, formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands, og Davíð Baldursson, forstöðumað- ur Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar, skrifuðu undir viljayfirlýsinguna á fundi á mánudag. Að því loknu vottuðu allir við- staddir yfirlýsinguna með undirskrift sinni. Fyrsta samstarfsverkefni Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar og Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlandsins verður óratorían Messías eftir Georg Friedrich Händel sem verður flutt á komandi að- ventu. Næsta vor verður síðan Sköpunin eftir Joseph Haydn á dagskrá. Tilgangurinn með samstarfinu er að gefa tónlistarfólki og kórfólki eystra og nyrðra aukin tækifæri til listsköpunar svo og að gefa fólki á þessum stöðum tækifæri til að njóta lifandi flutnings sígildra tónlist- arverka. Stefnt er að einu stóru samstarfs- verkefni á ári. Megináhersla verður lögð á flutning tón- verka fyrir kór og hljómsveit með þátttöku austfirskra kóra, flutning hljómsveitar- verka og skólatónleika. Menn- ingarvor í Fjarða- byggð Akranes | Frá 1. janúar 2006 taka gildi nýjar reglur á Akranesi varðandi nið- urgreiðslur til foreldra sem eru með börn sín í daggæslu í heimahúsi. For- eldrar allra barna sem eru með lögheim- ili á Akranesi og dvelja hjá dagforeldr- um með starfsleyfi, eiga rétt á niðurgreiðslu dvalargjalds frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskóla- dvöl getur hafist. Niðurgreiðsla tekur einungis til dvalargjalds. Systkinaaf- sláttur verður samtengdur milli dag- gæslu, leikskóla og /eða skóladagvist- unar. Niðurgreiðsla tekur mið af grunngjaldi í leikskóla hverju sinni. Dagforeldra- greiðslur hækka ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.