Morgunblaðið - 21.09.2005, Side 17

Morgunblaðið - 21.09.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fjárhagsaðstoð | Á fundi félags- málaráðs nýlega var lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu 8 mánuði ársins. Veitt fjárhagsaðstoð er 39,3 milljónir króna sem er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra.    Innra skipulag | Ágústa H. Lár- usdóttir flytur fyrirlestur á Fé- lagsvísindatorgi í dag, miðvikudag- inn 21. september, kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg. Hann nefnist Fögur fyrirheit og innra skipulag og fjallar um nauðsyn á góðu innra skipulagi til að takast á við örar breytingar og auknar kröfur. Gjaldskrárhækkanir | Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs voru lögð fram drög að gjaldskrárbreyt- ingum fyrir árið 2006. Meirihluti ráðsins samþykkti fyrirliggjandi drög en fulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðsluna. Í drögunum er m.a. gert ráð fyrir því að árskort fullorð- inna í Hlíðarfjall hækki í 17.000 krón- ur, eða um 13,3% og árskort barna í 6.500 krónur, eða um 8,3%. Einnig hækka dagskort barna og fullorðinna. Boðið verður upp á fjölskyldutilboðið 4 saman en með því er komið til móts við fjölskyldur sem telja fleiri en 4 einstaklinga. Einnig verður dýrara fyrir full- orðna að fara í sund á næsta ári, sam- kvæmt drögunum og sem fyrr verður ódýrara í Sundlaug Glerárskóla en Sundlaug Akureyrar. Einstakt gjald fullorðinna í Sundlaug Akureyrar hækkar um 3,3 % og verður 310 krón- ur en barnaverð verður óbreytt. Ein- stakt gjald fullorðinna í Sundlaug Glerárskóla hækkar um 3,8% og verður 270 krónur. Einnig hækka skólakort, mánaðakort og árskort í báðum laugunum. Þá hækkar tíma- leiga í íþróttahúsum bæjarins. UNDIRRITAÐUR hefur verið víðtækur sam- starfssamningur Norðlenska og Landflutninga- Samskipa sem kveður á um að Landflutningar- Samskip taki að sér flutning á allri fersk- og frysti- vöru Norðlenska til viðskiptavina fyrirtækisins út um allt land frá Akureyri, Húsavík og Höfn í Hornafirði. Jafnframt felur samningurinn í sér dreifingu á vörum Norðlenska til viðskiptavina á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn er til næstu fjögurra ára og tók gildi frá og með 15. september 2005. Verðmæti samningsins er um hálfur milljarður króna. Fyr- irtækin hafa átt farsælt samstarf síðustu ár og með þessum nýja samningi er staðfest áframhaldandi samstarf félaganna á víðtækari grunni en áður. Samskip hyggjast byggja upp framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akureyri á næstu lóð við Norð- lenska og að aukin nálægð milli fyrirtækjanna veiti enn frekari tækifæri til samstarfs þeirra í milli, segir m.a. í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Norðlenska og Samskip Hálfs milljarðs króna flutninga- samningur ÁTTA sænskar konur komu norður til Akureyrar fyrir helgina til að leika golf á Jaðarsvelli. Konurnar urðu í efstu sætunum á stóru golfmóti kvenna í Stokkhólmi, þar sem 120 kylfingar tóku þátt og unnu sér ferð til Íslands, þar sem spilað var til úr- slita í mótinu. Ásta Arnþórsdóttir, sem rekur ferðaskrifstofuna Islandia Resor í Svíþjóð, var með í för en fyr- irtæki hennar var styrktaraðili móts- ins, ásamt auglýsingaskrifstonni Creative Consult og Kungsángen Golf Club. Ásta sagði að ekki hefði annað komið til greina en að fara með hópinn til Akureyrar, enda þekkir hún vel til fyrir norðan, sjálf ættuð úr Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu. „Hér er oft svo gott veður á þessum árs- tíma en veðrið hefði þó mátt vera betra að þessu sinni,“ sagði Ásta. Hún sagði að konurnar hefðu verið mjög ánægðar með völlinn að Jaðri og ferðina til landsins. Ásta sagði vel koma til greina að selja ferðir til Ís- lands og bjóða m.a. upp á golf, böðin og hestaferðir. Áhugi á golfi í Svíþjóð er ekki síður mikill á meðal kvenna. Þar stunda um 260.000 konur golf og um 200.000 til viðbótar að stíga sín fyrstu skref. Ásta sagði að kylfingar vildu koma á nýja staði til að spila og þar gæti Ís- land verið álitlegur kostur. Morgunblaðið/Kristján Kylfingar Sænsku konurnar voru hinar ánægðustu með Jaðarsvöll, þótt veðrið hefði vissulega mátt vera betra. Úrslit í sænsku golfmóti á Jaðarsvelli Hlíðahverfi | Líklega var það síðasta fyrsta skóflustung- an að íþróttahúsi við Menntaskólann við Hamrahlíð sem þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tóku í gærmorgun, en þar hafa ófáar fyrstu skóflustungur ver- ið teknar undanfarin ár og áratugi. Í gegnum tíðina hafa nemendur skólans verið afar duglegir við að taka sínar eigin „fyrstu skóflustungur“ til að minna ráðamenn á loforð sem gefin voru um byggingu íþróttahúss fyrir rúmum 30 árum, og telst gömlum nem- endum til að tugir, ef ekki hundruð, slíkra skóflustungna hafi verið teknar. Nemendur tóku sig t.d. til á 30 ára af- mæli skólans árið 1996 og hófust handa við að grafa grunn, þó ekki hafi framkvæmdir hafist í framhaldinu. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, segir þó ljóst að nú liggi alvara á bakvið, enda á íþróttahúsið að vera fullbúið og tilbúið til notkunar 1. nóvember 2006. Raunar er vart réttnefni að tala eingöngu um íþróttahús, því stefnt sé að því að auk íþróttaaðstöðu verði 8 raungreinastofur, 3–4 almennar kennslustofur og bókasafn skólans í nýju bygg- ingunni, en þröngt hefur verið um þá rúmlega 1.000 nem- endur sem starfa í MH undanfarin ár. Einn stór íþrótta- salur verður í húsinu og tveir minni. Morgunblaðið/Kristinn Á skurðgröfu Menntamálaráðherra og borgarstjóri not- uðu sér nútímatækni við að taka skóflustunguna í gær. Síðasta fyrsta skóflustung- an að íþróttahúsi MH ÆFINGAR eru hafnar hjá krulludeild Skautafélags Akureyrar. Iðkendum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár og með bættri aðstöðu og auknum búnaði geta nú 48 manns leikið krullu samtímis í skautahöll- inni. Æfingar verða tvisvar í viku í vetur, á mánudögum frá kl. 19 til 21.15 og mið- vikudögum frá kl. 21.15 til 23. Vaskir sjálfboðaliðar innan krulludeildar tóku sig til nú síðsumars og fjölguðu krullu- brautum úr fjórum í sex, enda hefur iðk- endum fjölgað mjög. Miðað við tvö fjögurra manna lið á hverri braut geta því nær 50 manns leikið krullu samtímis. Fjölgun brauta og aukinn búnaður gefur nú líka tækifæri á að halda stærri mót og gera alþjóðlega krullumótið Ice Cup að stærri og viðameiri viðburði en áður. Þetta mót er haldið árlega, í lok vetrar með þátttöku erlendra og inn- lendra liða. Nýliðar fá tilsögn þegar þeir mæta og kostar ekkert að koma og prófa í nokkur skipti, en þeir iðkendur sem hefja reglulegar æfingar og keppni greiða hófleg æfinga- og mótsgjöld. Morgunblaðið/Kristján Æfingar Krulla nýtur vaxandi vinsælda og iðk- endum fjölgar stöðugt. Stöðugt fjölgar iðkendum í krullu LSH áfram á Kópavogstúni | Al- ger umskipti hafa orðið á stefnu Landspítala – háskólasjúkrahúss hvað varðar starfsemi í Kópavogi, segir Gunnar I. Birgisson bæjar- stjóri. Hann segir að árið 2003 hafi forsvarsmenn spítalans sagt að öll starfsemi færi þaðan á næstu 5–10 árum en nú vilji þeir vera til fram- tíðar. Árið 2003 keypti Kópavogsbær af ríkinu þann hluta Kópavogstúns sem ekki var nýttur beint undir starfsemi LSH. „Þá sveif sá andi yfir vötnum að þeir ætluðu innan ekki alllangs tíma, 5–10 ára, að vera farnir með starf- semina, og bærinn með forkaupsrétt á öllum eignunum sem þarna eru eft- ir,“ segir Gunnar. Því hefði þótt eðli- legt að deiliskipuleggja svæðið allt til framtíðar. Nú horfi hins vegar öðru- vísi við þegar LSH hafi gjörbreytt um stefnu. Vegna þessa mun bærinn breyta fyrirhuguðu skipulagi og fækka íbúðum sem risið geti á svæð- inu um tæpan þriðjung, og verði þær því rúmlega 200 í stað yfir 300. Starf- semi LSH verði því óbreytt. Forsvarsmenn LSH mótmæltu bréflega því að það svæði sem þeirra starfsemi er á hefði verið tekin með í deiliskipulaginu, og segir Gunnar að fundað hafi verið með þeim í fram- haldinu og málið leyst. Ekki komi til greina að reyna að beita eignarnámi til þess að leysa landið til bæjarins. Krabbamein sem fjölskyldumein Áhrif á börn og aðra aðstandendur sjúklinga Fræðslufundur miðvikudaginn 21. september 2005 kl. 20.00 í Ými, Skógarhlíð 20 Fundarstjóri: Margrét Frímannsdóttir alþingismaður Dagskrá: Viðbrögð skóla við áföllum í fjölskyldum Fanný Gunnarsdóttir kennari og starfandi námsráðgjafi Félagsráðgjöf fyrir fjölskyldur sjúklinga Helga Þorleifsdóttir félagsráðgjafi á krabbameinsdeild LSH Hlutverk Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins Helgi Benediktsson hjúkrunarfræðingur Áhrif veikinda á fjölskyldur Séra Sigurður Pálsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju Hlé Umhverfið og veikindi í fjölskyldu Anna Dröfn Ágústsdóttir háskólanemi Umræður Áður en fundurinn hefst og í fundarhléi verða veittar upplýsingar um stuðningshópana. Fundurinn er ætlaður öllum sem vilja fræðast um málefnið eða hópana: • Góðir hálsar • Kraftur • Ný rödd • Samhjálp kvenna • Stómasamtökin • Stuðningshópur kvenna með krabbamein í eggjastokkum • Styrkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.