Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Sandgerði | Það var glatt á hjalla þegar ný leikskóladeild var opnuð í litla sal Samkomuhússins í Sand- gerði í gær. Þessi nýja deild er til komin vegna mikillar fjölgunar í leikskólanum Sólborg í Sandgerði. Nú þegar er hafinn undirbúningur að hönnun fjórðu deildar leikskól- ans, sem áætlað er að taka í notkun á næsta ári. Alls verða um 110 börn í fullskipuðum leikskóla á næsta ári. Til að leysa millibilsástand var ákveðið að opna deild í Samkomu- húsinu, þar sem átján börn munu dvelja. Þau eru nú þegar 15 í um- sjón sex starfsmanna sem starfa við deildina í fimm stöðugildum. Hanna Gerður Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Sólborg, segir mikla fjölgun á fólki sem er að flytja í bæinn og börnum hafi því fjölgað á biðlista. „Bæjaryfir- völd vildu koma til móts við þetta fólk sem er að flytja í bæinn og við viljum gera vel við fólkið okkar og því var ákveðið að opna þessa deild einn tveir og tíu,“ segir Hanna Gerður. Miðlægt eldhús á dagskrá Stefnt er að því að opna hina nýju deild á Sólborg næsta haust og þá fara krakkarnir sem hafa notið þessa bráðabirgðaúrræðis aftur yfir á leikskólann. Samkomuhúsið er nokkra vega- lengd frá Sólborg og því hefur þurft að leysa ýmis mál með mat- arflutninga. Kennararnir sjá um morgunmat og kaffi sjálfir, en í há- deginu eru hitabakkar keyrðir til barnanna. Þetta fyrirkomulag verður, að sögn Hönnu Gerðar, þangað til stærra eldhús verður komið í Vörðuna, sem er miðbæj- arhús Sandgerðisbæjar. „Það eld- hús mun þjóna öllum skólum og stofnunum bæjarins,“ segir Hanna Gerður. „Ég held að það sé ekki spurning að það sé til mikillar hag- ræðingar fyrir bæinn.“ Ný leikskóladeild opnuð á leikskólanum Sólborg Komið til móts við mikla fólksfjölgun Ný leikskóladeild opnuð í Sandgerði. PÉTUR Östlund hafði ekki bar- ið húðir í Keflavík í nokkra áratugi þegar hann kom fram með kvartett Sigurðar Flosa- sonar í Listasafni Reykjanes- bæjar síðastliðið föstudags- kvöld. Eins og kunnugt er var Pétur trommuleikari hinna keflvísku Hljóma á bernskuár- um sveitarinnar og kynnti Sig- urður Flosason saxófónleikari Pétur sem eina af hetjum Keflavíkur. Af klappi tónleikagesta mátti heyra að Pétur átti marga aðdáendur í salnum. Kvartett Sigurðar Flosason- ar var að ljúka tónleikaferð um landið í því skyni að kynna ný- útkomna plötu hans „Leiðin heim“, en lögin er öll tónsmíð Sigurðar. Kvartettinn skipa, auk Sigurðar og Péturs, Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari og Eyþór Gunnarsson píanóleikari. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Spilaði í Keflavík eftir langt hlé Þórshöfn | Góðir gestir heimsóttu nemendur og kennara í Grunnskól- anum á Þórshöfn á mánudag en það voru Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra ásamt Arnbjörgu Sveinsdóttur og Guðmundi Skarphéðinssyni, starfs- manni kjördæmaráðs. Þau eru á ferð um Þingeyjarsýslur og hafa heimsótt skólana á ferð sinni. Gestirnir litu m.a. inn í stofu til tíundubekkinga þar sem Þorgerð- ur Katrín spjallaði um framhalds- nám við nemendurna. Í spjalli þeirra kom fram að flestir nem- endur skólans fara í framhaldsnám til Akureyrar því þangað eru ágæt- ar samöngur og val um ýmsar námsleiðir en þar er bæði Mennta- skóli og Verkmenntaskóli. Gestirnir heimsóttu einnig Sauðaneshúsið sem hýsir m.a. margvíslegt safn góðra gripa frá gamalli tíð og halda síðan áfram för sinni. Morgunblaðið/Líney Fróðleiksheimsókn í grunnskólann á Þórshöfn Skagaströnd | Þrátt fyrir stífa norðanátt og kulda skemmtu börn- in á Barnabóli sér vel á leikjadegi foreldrafélagsins. Á leikjadeginum komu börnin saman ásamt foreldrum sínum að loknum vinnudegi og fóru í leiki og leystu margvíslegar þrautir. Allir fengu verðlaun að lokinni hverri þraut en verðlaunin komu frá styrktaraðilum foreldrafélagsins. Eftir að hafa hlaupið í skarðið og búið til kartöflustöppu með hamri ásamt ýmsu öðru fengu allir grill- aðar SS-pylsur til að fá yl í kropp- inn. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Foreldrar og börn skemmtu sér hið besta þrátt fyrir haustkalsann. Leikjadagur á Barnabóli LANDIÐ Vestmannaeyjar | Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla sem Vest- mannaeyjabær hyggst byggja var tekin á dög- unum, og voru það krakk- arnir af leikskólanum Sóla sem tóku fyrstu skóflu- stungurnar. Þetta er í fyrsta skipti sem sveitarfélagið byggir nýjan leikskóla en í dag eru þrír leikskólar í Eyjum, tveir þeirra voru reistir fyr- ir gjafafé eftir Heimaeyj- argosið og sá þriðji er í íbúðarhúsnæði. Sá síðast- nefndi verður nú aflagður og nýr leikskóli byggður á lóðinni, og verður þar pláss fyrir um 100 börn. Fyrsti leikskólinn sem bærinn reisir Morgunblaðið/Sigurgeir Grundarfjörður | Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur og bæjarstjórnar Grundarfjarð- ar hafa undirritað samning þess efnis að Orkuveitan taki að sér rekstur væntanlegrar hitaveitu ásamt því að yfir- taka rekstur Vatnsveitu Grundarfjarðar. Undirritun- in fór fram í Sögumiðstöðinni. Fyrir hönd Orkuveitunnar undirrituðu Alfreð Þorsteins- son, formaður stjórnar Orku- veitunnar, og Guðmundur Þóroddsson en Björg Ágústs- dóttir bæjarstjóri og Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar, fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar. Viðræð- ur höfðu staðið yfir um nokkurt skeið eða frá því að borun vinnsluholu hófst í landi Berserkseyrar sl. vor. Við undirritunina sagði Alfreð Þorsteinsson að Grundfirðingar mættu vænta þess að húshitunar- kostnaður lækki um 40–50 % þegar heita vatnið verði komið í hús þeirra. Reiknað er með að framkvæmdir við hitaveitu hefjist fljótlega en verið er að dæluprófa vinnsluholuna um þessar mundir. OR í Grundarfjörð Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Góð skipti Alfreð Þorsteinsson og Guð- mundur Þóroddsson með mynd af Kirkju- fellinu sem OR fékk frá Grundarfjarðarbæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.