Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 19 DAGLEGT LÍF Við mælum beinþéttni Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 SJÁVARLÓÐ Á ÁLFTANESI EINSTÖK STAÐSETNING Höfum til sölu byggingarlóð undir einbýlishús á Álftanesi. Um er að ræða afar vel staðsetta sjávarlóð mót suðri, við Skógtjörn í fögru umhverfi. Lóðin er byggingarhæf strax. EINSTAKT TÆKIFÆRI. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Gnípuheiði Glæsilegt einbýlishús á frábærum útsýnisstað Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Í einkasölu glæsilegt nýlegt 250 fm einbýlishús á einstökum útsýnisstað. Húsið er á 2 hæðum með möguleika á 2ja herb. séríbúð á jarðhæð. Glæsilegar stofur, massíft parket. Stórar suðursvalir. Fallegur nýstandsettur garður. Þetta er hús sem er sérlega bjart og vel skipulagt. Stutt er í skóla, íþróttahús og alla þjónustu. Einstaklega vel staðsett eign. Verðtilboð. (Möguleiki væri að taka ódýrari eign upp í kaupverð.) 4045 „HEILSUFAR fer versnandi, það er nokkuð ljóst og líkamsþyngd eykst,“ segir dr. Erlingur Jóhannsson, forstöðumaður Íþróttafræðaseturs Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni. Í erindi hans „Heilsufar og líkamsþyngd ungra Íslend- inga – hvað er til ráða?“ er byggt á viðamikilli rannsókn á „Lífsstíl 9 og 15 ára Íslendinga“. Þar kemur meðal annars fram að mjög þung- um og feitum börnum hefur fjölgað verulega. Um 11–12% sex ára barna eru of þung og 72% þeirra eru ennþá of þung við níu ára aldurinn. Rannsóknin er unnin af fræðimönnum Íþrótta- fræðasetursins á Laugarvatni í samvinnu við fræðimenn Háskóla Íslands og byggist á heil- brigðisupplýsingum um hæð og þyngd barnanna frá fæðingu og þar til þau ljúka grunnskóla. Annars vegar eru sex mælingar á 9 ára börnum frá fæðingu og hins vegar átta mælingar á 15 ára börnum. „Við skoðuðum börn sem eru of feit og of þung samkvæmt al- þjóðlegum viðmiðum,“ segir Erlingur. „Of- þyngd er vægari útgáfan en offita er hættulegri. Við skoðuðum alla, sem eru of þungir í báðum árgöngunum, það er þau sem eru fædd árið 1988 og hins vegar þau sem fædd eru 1994. Þannig getum við séð þróun þyngdar og offitu hjá þessum árgöngum þegar þau eru jafn göm- ul.“ Erlingur segir að í ljós hafi komið að lítill munur er á hæð einstaklinganna í árgöngunum, enginn munur er á fæðingarþyngd eða á þróun þyngdar frá fæðingu til fjögurra ára aldurs. „En þegar skoðuð er þyngd barna sem fædd eru 1988 og eru sex ára árið 1994 og níu ára árið 1997 og svo aftur þeirra sem eru sex ára árið 2000 og 9 ára árið 2003, þá er meðalþungi 1994 árgangsins 0,5 kg hærri en þeirra sem fædd eru árið 1988,“ segir hann. „Þar munar hálfu kílói sem börnin hafa þyngst á sex árum. Við níu ára aldur er áfram sama þróunin, það er þau sem eru fædd 1988 eru áfram léttari.“ Mjög þungum börnum fjölgar Erlingur segir mikilvægt að hafa í huga að miðað er við alþjóðlega staðla þegar ofþyngd og offita barnanna er skoðuð. „Þegar við skoðum tíðni ofþyngdar hjá þessum tveimur árgöngum þá finnst enginn verulegur munur,“ segir hann. „Það eru jafn mörg börn í báðum árgöngum sem eru skilgreind of þung eða of feit en ef við skiptum þessu upp og skoðum annars vegar of þung og hins vegar of feit börn, það er að segja börn sem eru þyngst og sjúklega feitust þá kemur í ljós að fjöldi barna í 1994 árganginum, sem eru sjúklega feit, er tvöfalt fleiri en í ár- gangi þeirra sem fædd eru 1988. Það er mjög alvarlegt frá heilsufræðilegu sjónarhorni að mjög þungum og feitum börnum fjölgar og eiga kannski stærstan þátt í þessari aukningu á þyngd, sem við sjáum. Þegar við skoðum áfram í okkar niðurstöðum það sem við köllum þróun á ofþyngd, eða hvernig þau börn bera vandamálið með sér, þá finnum við að 56% af þeim börnum sem eru of þung við tveggja og hálfs árs, eru það einnig við 6 ára aldur. Og ef við skoðum þau börn sem eru of þung við 6 ára aldur en það eru um 11–12% þá eru 72% af þeim ennþá of feit og of þung þegar þau eru níu ára. Og þegar við könnum feril barnsins á ákveðnu árabili þá sjáum við að ofþyngd hefst áður en börn fara í grunnskóla. Þegar við finn- um þessa þróun í gegnum lífshlaup þeirra sjáum við að þau sem eru of þung sex ára eru það líka þegar þau eru níu ára. Þau halda áfram að þyngjast og nýir einstaklingar bætast við. Þannig að því eldri sem þau eru þegar þau verða of þung og of feit því minni líkur eru á að þau falli til baka og nái sér út úr þeim vítahring sem þau eru komin í.“ Offituvænt umhverfi Erlingur bendir á að miðað við niðurstöðu mastersritgerðar Brynhildar Briem frá 1999, um þróun þyngdar barna á Íslandi, voru 9 ára reykvískir strákar 30 kg árið 1958 að meðaltali en 33,4 kg árið 1978. Þannig að á 20 árum þyngdust drengir að meðaltali um 3 kg en stúlk- ur um 2,6 kg. Að sögn Erlings er þróunin svipuð í öðrum velmegunarþjóðfélögum á Norður- löndum. En hvað er til ráða? „Umhverfi okkar er offituvænt,“ segir hann. „Þetta er mikið vandamál sem lýtur að flestum þáttum samfélagsins. Lífsstíll fólks hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum. Mun meiri kyrrseta, minni hreyfing og breyttar mat- arvenjur. Við þurfum að bæta ungbarnaeftirlit, efla skólastarfið og tryggja að í leikskóla sé hreyfing eðlilegur hluti af starfseminni.“  HEILSA | Rannsókn á lífsstíl 9 og 15 ára Íslendinga Um 11–12% sex ára barna eru of þung Ljósmynd/Kári Jónsson Mikilvægt er að börn hreyfi sig reglulega eins og þessir krakkar á Laugarvatni. Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Vísindamálstofur á Laugarvatni Heilsufar og líkamsþyngd ungra Íslendinga – hvað er til ráða? Fyrirlestur, miðvikudaginn 21. september kl. 18–19 í húsakynnum Íþróttafræðaseturs á Laugarvatni. BRESKIR læknar benda sjúkling- um sínum á sjálfshjálparbækur þegar þeir finna fyrir vægu þung- lyndi eða þjást af kvíðaköstum. Læknarnir skrifa upp á sérstakar sjálfshjálp- arbækur sem hægt er að nálgast á bókasöfnum eða kaupa í næstu bókabúð. Í Bretlandi hafa sér- fræðingar haft vaxandi áhyggjur af ofnotkun þunglyndislyfja við vægu þunglyndi og leitað úr- ræða til að koma til móts við þá sem ekki taka lyf en þurfa engu síður á meðferð að halda. Þegar sjúklingarnir hafa lesið bækurnar koma þeir nokkrum sinn- um í viðtal til starfsmanns heilsu- gæslu sem kallast geðheilsuliði. Geðheilsuliðarnir hafa grunn- menntun í sálfræði eða tengdu fagi og fara í eins árs nám til að öðlast réttindi til að leiðbeina í sjálfshjálp. Hann fer yfir lesefnið með sjúk- lingnum og þær leiðir sem bæk- urnar benda á til hjálpar. Einnig er farið í hvort þær aðferðir hjálpi við- komandi. Skiptar skoðanir eru í Bretlandi um ágæti þessarar tegundar með- ferðar og bent hefur verið á að ekki séu allir að fylgja leiðbeiningum læknisins um að lesa umræddar bækur. Þá eru dæmi um að þung- lyndu fólki hafi verið beint á þessar brautir þegar það þurfi á lyfja- meðferð að halda. Neil Frude, sem er sálfræðingur við háskólann í Cardiff, segir að sjálfshjálparbækurnar hjálpi mörg- um og ekki síst þá fækki á biðlistum sem þýðir að alvarlega þunglyndir komast fyrr að hjá sérfræðingum en ella. Bókasöfn í Bretlandi hafa gert átak í því að bæta við sjálfshjálp- arbókum en einnig hefur almenn sala á slíkum bókum aukist gíf- urlega. Dæmi um bækur sem breskir læknar vísa á eru:  Mind over Mood eftir Dennis Greenberger og Christine Padesky. Gefin út af Guildford Press  How to Stop Worrying eftir Frank Tallis. Gefin út af Sheldon Press  Overcoming Anger and Irritability eftir William Davies. Gefin út af Constable & Robinson Ltd og New York University Press.  Emotional Confidence eftir Gael Lindenfield. Gefin út af Thorsons Publishers  The Relaxation and Stress Re- duction Workbook eftir Davis, Robbins, Eshelman & McKay. Gefin út af New Harbinger Publications.  HEILSA | Vægt þunglyndi og kvíðaköst Læknar ávísa sjálfshjálparbókum STÖÐVAFLAKK er vinsælt hjá þeim sem sitja með fjarstýringuna í sjónvarpssófanum. Í sænskri könnun kemur fram að 30% verja fimmtungi tíma síns fyrir framan sjónvarpið í stöðvaflakk en mun færri flakka á milli stöðva ef þeir hafa félagsskap í sófanum, að því er m.a. kemur fram á vef Svenska Dagbladet. Tólf hundruð manns tóku þátt í könnuninni sem gerð var á vegum Canal Digital. 83% flakka bara á milli stöðva ef þeir eru einir í sjónvarpsglápinu. 58% þátttakenda sögðu að karlmaðurinn réði yfir fjarstýringunni ef fjölskyldan horfir saman á sjónvarpið. Minnsta löngun til að flakka á milli stöðva sýndu þátttakendurnir þegar einhver annar í fjölskyld- unni vildi skipta um stöð, eða að- eins 1%. 46% stöðvaflakks verða þegar auglýsingahlé eru á dagskrárlið- um. Félags- skapur dregur úr stöðvaflakki  SJÓNVARP Morgunblaðið/Jim Smart Athygli vekur að 58% þátttakenda sögðu að karlmaðurinn réði yfir fjarstýringunni ef fjölskyldan horf- ir saman á sjónvarpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.