Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 21
Annað samstarfsverkefni sem Þórarinn vinnur að með Tón- skáldafélagi Íslands eru afmæl- istónleikar til heiðurs Jóni Nordal, sem verður 80 ára í vor, en þá leik- ur Tríó Reykjavíkur verk eftir Jón. Tvennir tónleikar eru þegar að baki í tónleikaröð Laugarborgar, en þeir næstu verða 16. október, þegar Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja Kreuzersónötu Beethovens og Offerto eftir Haf- liða Hallgrímsson. Tónlist af öllu tagi á inni í vetrardagskránni. 20. október verður Hörður Torfa með tónleika og 6. nóvember leika Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir mið-evrópska tónlist með dansandi villtu hljómfalli og tregablöndnum laglínum, eins og segir í efnisskránni. Gunnar Guð- björnsson syngur íslensk lög á degi íslenskrar tungu, og í desem- berbyrjun syngur Ragnheiður Gröndal með hljómsveit sinni. Eft- ir áramót verða Vínartónleikar með Diddú, Vetrarferð Schuberts, einleikstónleikar Jónasar Ingi- mundarsonar, Bachtónleikar í dymbilviku og Guitar Islancio laugardag fyrir páska, en dag- skránni lýkur með söngtónleikum Signýjar Sæmundsdóttur í maí, auk annars þess sem nefnt hefur verið. Í nóvember verður haldið sérstaklega upp á aldarafmæli Grundarkirkju, með þrennum sálmatónleikum þar sem fram koma Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Björn Thoroddsen, Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson. begga@mbl.is TENGLAR ..................................................... http://www.eyjafjardarsveit.is/ Index/Menningarmal/Tonlistarhus- idLaugarborg/ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 21 UMRÆÐAN Vegna fjölda áskorana verða örfáar sýningar í Borgarleikhúsinu í september. Alveg brilljant skilnaður var ein fimm sýninga sem hlutu flest atkvæði sem sýning ársins í netkosningu fyrir Grímuna sl. vor. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í 60 skipti í vor. alveg BRILLJA NT A Ð E I N S Í S E P T E M B E R ! Ekki missa af þessu – Tryggðu þér miða! Miðasala Borgarleikhússins 5688000 og á netinu www.borgarleikhus.is Einleikur Eddu Björgvinsdóttur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 94 61 09 /2 00 5 20% afsláttur fyrir Vörðufélaga! HINN 18. september síðastliðinn ritar Stefán Hermannsson grein í Morgunblaðið „vegna ótrúlegra yf- irlýsinga“ undirritaðs. Þar sem grein Stefáns inniheldur allmargar stað- reyndarvillur er rétt að eftirfarandi komi fram. Í greininni segir hann: „Kjartan Ólafsson var í hópi þeirra sem sam- ráð var haft við þegar aðalgreiningin fór fram …“ Svokallað samráð fór þannig fram á sínum tíma að undirritaður, ásamt nokkrum fagaðilum úr tónlistarlífinu, voru kallaður á fund Stefáns – eftir að fulltrúar Artec, sem hafa veitt Austurhöfn sérfræðiráðgjöf varðandi bygginguna, höfðu verið á Íslandi og hitt alla helstu „fulltrúa “ tónlistar á Íslandi. Á þessum stutta fundi hrað- kynnti Stefán hugmyndir Aust- urhafnar, en tók ekki tillit til þeirra athugasemda sem þá komu fram. Stefán og Tónskálda- félag Íslands Þá segir Stefán í grein sinni: „Af því tilefni mætti ég undirritaður á fund stjórnar Tónskáldafélags Ís- lands og hlustaði á sjónarmið þeirra um þetta …“. Staðreyndin er hins- vegar sú að Stefán hefur aldrei mætt á fund hjá Tónskáldafélagi Íslands af þeirri ástæðu að þangað hefur hann aldrei verið boðaður. Á vordögum boðaði hins vegar stjórn Samtóns Stefán á sinn fund til að ræða málefni Tónlistarhússins. Í stjórn Samtóns sitja forsvarsmenn tónhöfunda, flytj- enda og útgefenda tónlistar á Íslandi með þúsundir tónlistarmanna á bak við sig. Þar komu sjónarmið tónlistar- lífsins skýrt fram, – til þess að unnt væri að nota umrætt tónlistarhús til tónleikahalds fyrir stærstan hluta tónleika á Íslandi væri nauðsynlegt að kammersalur fyrir um 200 áheyr- endur væri til staðar í væntanlegu tónlistar- húsi og að tónlistarfólki væri gert kleift fjár- hagslega að leigja salinn til tónleikahalds. Þessar óskir eru byggðar á ára- tuga reynslu af tónleika- haldi og voru þær óskir rökstuddar m.a. með töl- um um fjölda tónleika og tónleikagesta. Það er mikilvægt fyrir fulltrúa Austurhafnar að átta sig á með hverjum þeir funda hverju sinni um málefni Tónlistarhússins og gera sér einnig grein fyrir því hver til- gangur með slíkum fundum er. Fundir Stefáns með „áhugamönnum tónlistar“ Stefán heldur áfram: „… í júlí sl. var óskað eftir því við Kjartan Ólafs- son að hann kallaði saman hóp áhuga- manna sem skrifað höfðu undir áskorunina …“ Við þessa fullyrðingu eru tvær athugasemdir. Þeir sem undirrituðu umrædda áskorun eru ekki áhugamenn heldur allir atvinnu- menn í tónlist, með áratuga starfs- reynslu að baki. Var þar efstur á blaði Vladimir Ashkenazy, en meðal ann- arra sem skrifuðu undir áskorunina voru frammámenn í íslensku tónlist- arlífi ásamt forsvarsmönnum allra helstu tónlistarhópa og tónlistar- félaga á Íslandi. Þá fór umrætt fundarboð í júlí sl. þannig fram að Stefán hringdi í und- irritaðan og óskaði eftir fundi með hópi „áhugamanna innan fárra daga“. Slíkt reyndist ekki mögulegt sökum fjarveru tónlistarfólksins í sum- arleyfum sínum. Niðurstaðan var sú að stefnt yrði að fundi í lok sept- ember, en sú stund er ekki enn runnin upp. Í umræddri grein Stefáns kemur skýrt fram að ekki er tekið tillit til sjónarmiða tónlistarfólks á Íslandi þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Enn ein málamiðlunin stendur þó til boða þ.e. að tengja saman tvo ráðstefnusali og bjóða þar upp á tónleika – þegar þeir standa til boða til tónleikahalds. Beðið eftir ráðstefnu Tónlistarfólk og tónlistarunnendur er þolinmóður og umburðarlyndur hópur í okkar samfélagi. Íslenskir tónlistarflytjendur hafa sumir hverjir ævilanga reynslu í að flytja tónlist við hinar margbreytilegustu aðstæður, innan um altaristöflur af flestum gerðum og stærðum, innan um marg- víslegar leikmyndir ásamt fjöl- breyttum leikmunum, innan um hinar ýmsu tegundir myndlistarverka. Þá hefur þolinmæði tónlistarfólks nýst vel þegar beðið er eftir að messum, leiksýningum eða myndlistarsýn- ingum ljúki. Miðað við tillögu Aust- urhafnar bætist svo væntanlega við ný reynsla við hjá íslensku tónlist- arfólki en það er að bíða eftir að ráð- stefnu ljúki. Málflutningur Stefáns er í öllu sam- ræmi við stefnu Austurhafnar gagn- vart íslensku tónlistarfólki. Áhuga- leysi þessara aðila á tillögum og óskum fagaðila innan íslensks tónlist- arlífs er slíkt að þeir vita vart við hverja þeir hafa rætt hverju sinni og taka enn síður tillit til þeirra sjón- armiða þeirra. Dr. Ágúst Einarsson prófessor hefur bent á þá staðreynd í bók sinni Hagræn áhrif tónlistar að tónlistarlífið í dag sé um 1,3% af allri þjóðarveltu á Íslandi. Því er enn óskiljanlegra hvers vegna ekki er hægt að taka tillit til óska fagaðila tón- listar á Íslandi sem þessi hluti af þjóð- arveltu byggist á og byggja húsnæði yfir tónlistina á Íslandi samkvæmt þörfum og óskum íslensks tónlist- arfólks. Einhliða samráð Samráðið sem hefur verið haft við aðila innan tónlistargeirans byggist á því að Austurhöfn kynnir áætlanir sínar fyrir fagaðilum en tekur síðan ekki mark á þeirra tillögum og at- hugasemdum frá þeim þrátt fyrir rök- studdan málflutning. Miðað við þær tillögur sem lagðar hafa verið fram mun stærsti hluti tónleikahalds á Ís- landi framtíðarinnar ekki fara fram í nýju tónlistarhúsi, fyrst og fremst vegna óhagkvæmra salarstærða og vegna of mikils kostnaðar. Þögnin ómar Þetta mun hafa þær afleiðingar, eins og gerst hefur víða erlendis þar sem tónlistarhús hafa verið reist á óraunsæjum grunni, að tónleikasalir í væntanlegu Tónlistarhúsi munu að stórum hluta standa auðir allt árið um kring. Til minningar um byggingar- aðila Tónlistarhússins mun þögnin óma þar í tómum sölum um ókomna framtíð. Þögnin (hlj)ómar Kjartan Ólafsson fjallar um tónlistarhúsið og svarar Stefáni Hermannssyni ’Til minningar umbyggingaraðila Tónlist- arhússins mun þögnin óma þar í tómum sölum um ókomna framtíð.‘ Kjartan Ólafsson Höfundur er formaður Tónskálda- félags Íslands og tónskáld. MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.