Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ár 2005, þriðjudaginn 20. september, er á dóm-
þingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í
Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni
héraðsdómara og dómsformanni í málinu nr.
S-1026/2005: Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni og fleirum, kveðinn upp úrskurður
þessi.
Með ákæru, dagsettri 1. júlí sl., höfðaði ríkislög-
reglustjóri opinbert mál á hendur þeim Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni, kt. 270168-4509, Laufásvegi
69, Reykjavík, Jóhannesi Jónssyni, kt. 310840-
3009, Hrafnabjörgum 4, Akureyri, Kristínu Jó-
hannesdóttur, kt. 090363-3959, Barðaströnd 9,
Seltjarnarnesi, Tryggva Jónssyni, kt. 140755-
2739, Vesturhúsum 22, Reykjavík, Stefáni Hilmari
Hilmarssyni, kt. 300761-3649, Brautarholti 2,
Reykjavík og Önnu Þórðardóttur, kt. 210960-
5629, Langholtsvegi 108 a, Reykjavík. Í inngangi
ákærunnar segir að Jóni Ásgeiri, sem sagður er
hafa gegnt starfi forstjóra Baugs hf. frá 7. júlí 1998
til 3. júní 2002 og starfi stjórnarformanns hluta-
félagsins frá 3. júní 2002, Tryggva, sem sagður er
hafa gegnt starfi aðstoðarforstjóra Baugs hf. frá 7.
júlí 1998 til 3. júní 2002 og starfi forstjóra hluta-
félagsins frá 3. júní 2002, Jóhannesi, sem sagður
er hafa verið stjórnarmaður Baugs hf. og starfs-
maður félagsins frá 7. júlí 1998, Kristínu, sem sögð
er hafa verið framkvæmdastjóri Fjárfestingar-
félagsins Gaums ehf., kt. 560389-1400, frá 27.
ágúst 1999 og varastjórnarmaður Baugs hf. frá 26.
apríl 2000, Stefáni Hilmari, sem sagður er hafa
verið löggiltur endurskoðandi Baugs hf. frá 7. júlí
1998 og Önnu, sem sögð er hafa verið löggiltur
endurskoðandi Baugs hf. frá og með árinu 2000,
séu gefin að sök brot á almennum hegningarlög-
um, lögum um bókhald, ársreikninga og hluta-
félög. Ennfremur er þess að geta að þrjú hinna
ákærðu eru saksótt fyrir brot gegn tollalögum,
þótt þess sé reyndar ekki getið í innganginum.
Við athugun á ákærunni hafa dómendur þóst
sjá slíka anmarka á henni að úr þeim verði ekki
bætt undir rekstri málsins og dómur því ekki
kveðinn upp um efni þess. Var sækjanda og verj-
endum gerð grein fyrir þessu í bréfi hinn 26. f. m.
og boðað til þinghalds hinn 13. þ. m. í samhljóðan
við 4. mgr. 122. gr. laga um meðferð opinberra
mála nr. 19, 1991, sbr. lög nr. 36, 1999. Var mál-
efnið þá reifað og tekið til úrskurðar, en það er
sem hér segir:
Í II. kafla ákærunnar eru þeim Jóni Ásgeiri,
Tryggva og Jóhannesi gefin að sök umboðssvik,
með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi
hf. í eftirgreindum tilvikum:
„5. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa blekkt og misnotað aðstöðu sína sem forstjóri
og aðstoðarforstjóri Baugs hf. þegar þeir fengu,
með vitund ákærða Jóhannesar sem stjórnar-
manns, stjórn þess á stjórnarfundi hinn 20. maí
1999 til þess að heimila ákærða Jóni Ásgeiri að
ganga til samninga og að kaupa 70 % hlutafjár í
Vöruveltunni hf. Á stjórnarfundinum leyndu
ákærðu stjórn hlutafélagsins því að ákærði Jón
Ásgeir var þá sjálfur umráðandi 70% hlutafjár og
átti stærstan hluta þess og var raunverulegur
stjórnandi Vöruveltunnar hf., frá því að hann
gerði hinn 7. október 1998 bindandi samning um
kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni hf., að nafnverði
kr. 4.600.000,00 fyrir kr. 1.150.000.000,00 og með
viðbótargreiðslu að fjárhæð kr. 100.000.000,00
samkvæmt viðbótarsamningi ákærða við seljend-
ur sem dagsettur er hinn 5. júní 1999. Baugur hf.
eignaðist með viðskiptunum á árinu 1999 70%
hlutafjár í Vöruveltunni hf. sem ákærði Jón Ás-
geir átti að meginhluta og réð yfir, fyrir kr.
1.037.000.000,00.
6. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa misnotað aðstöðu sína, Jón Ásgeir sem for-
stjóri Baugs hf. og Tryggvi sem aðstoðarforstjóri
Baugs hf. og stjórnarformaður Fasteignafélagsins
Stoða hf., dótturfélags Baugs hf., þegar Fast-
eignafélagið Stoðir hf. keyptu fasteignir að Suður-
landsbraut 48, Laugalæk 2, Sporhömrum 3,
Langarima 21–23 og Efstalandi 26 í Reykjavík, af
Litla fasteignafélaginu ehf., fyrir kr.
354.000.000,00, en í árslok 1998 höfðu ákærðu selt
Litla fasteignafélaginu ehf. eignirnar frá Vöru-
veltunni hf. fyrir kr. 217.000.000,00 með því að
einkahlutafélagið yfirtók skuldir Vöruveltunnar
hf., auk greiðslu.“ Brot Jóns Ásgeirs samkvæmt
þessum töluliðum ákæru er talið varða við 249. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og brot Jó-
hannesar og Tryggva við 249. gr. sbr. 22. gr. al-
mennra hegningarlaga.
Umboðssvik, sbr. 249. gr. almennra hegning-
arlaga, eru auðgunarbrot. Er það eitt hugtaks-
atriða brotsins að brotamaður eða aðrir, hafi auðg-
ast eða valdið samsvarandi tjóni eða tjónshættu
með því að misnota aðstöðu sína. Í þessum ákæru-
liðum er lýst viðskiptum með hlutafé í Vöruvelt-
unni hf. og með nokkrar fasteignir í Reykjavík.
Ráðstafanir þessar þurfa sjálfar og einar ekki að
vera refsiverðar og hefði því þurft að skilgreina
það frekar hvernig brotið var framið, hvernig
auðgun er talin hafa orðið, eða þá tilsvarandi tjón
eða tjónshætta, eða skilgreina brotið með öðrum
viðunandi hætti, eins og t. d. er þó gert í 7. ákæru-
lið. Þá er það einnig athugavert að Tryggvi sýnist
vera saksóttur sem aðalmaður ásamt Jóni Ásgeiri,
en þegar kemur að heimfærslu til refsiákvæðs er
hann samt talinn vera hlutdeildarmaður í brot-
unum. Loks er það að athuga að verknaði Jóhann-
esar er ekki lýst að neinu leyti í 5. ákærulið en þess
einungis getið að hann hafi verið stjórnarmaður í
Baugi hf. og haft vitneskju um tiltekin atriði.
Í III. kafla ákærunnar er ákærða Jóni Ásgeiri
gefinn að sök fjárdráttur og/eða umboðssvik í eft-
irgreindum tilvikum: „8. Með því að hafa hinn 8.
október 1998 látið millifæra af bankareikningi,
númer 1151 26 000156, í eigu Baugs-Aðfanga ehf.,
dótturfélags Baugs hf., kr. 200.000.000,00 inn á
bankareikning í eigu SPRON, númer 1151 26
009999, þar sem ákærði fékk útgefna bankaávísun
sömu fjárhæðar, á nafn Helgu Gísladóttur.
Ákærði afhenti eða lét afhenda Eiríki Sigurðssyni,
sambýlismanni Helgu, eiganda alls hlutafjár í
Vöruveltunni hf., bankaávísun þessa til greiðslu
samkvæmt kaupsamningi dagsettum hinn 7. októ-
ber 1998, þar sem Helga Gísladóttir seldi ákærða
fyrir hönd ótilgreindra kaupenda allt hlutafé í
hlutafélaginu Vöruveltunni og var ávísunin inn-
leyst hinn 9. október 1998 og andvirði hennar lagt
inn á bankareikning Helgu númer 0327 26 001708.
9. Með því að hafa hinn 15. júní 2001 látið Baug
hf. greiða kr. 95.000.000,00 inn á bankareikning
Kaupþings á Íslandi, nr. 1100 26 454080, þaðan
sem fjárhæðinni var ráðstafað, ásamt láni frá
Kaupthing Bank Luxembourg, að fjárhæð kr.
30.000.000,00, til félagsins Cardi Holding, dóttur-
félags Gaums Holding, sem bæði voru skráð í
Lúxemborg, sem hlutafjárframlag í félagið FBA-
Holding. Það félag var í eigu Fjárfestingafélags-
ins Gaums ehf. og þriggja annarra aðila. Færsla
vegna greiðslunnar í bókhaldi Baugs hf. var með
fylgiskjali, sem var útskrift tölvupósts með
greiðslufyrirmælum ákærða til þáverandi fjár-
málastjóra Baugs hf., með handskrifuðum athuga-
semdum um númer bankareiknings sem greiðslan
var færð inn á og svohljóðandi skýringum: „eign-
færa ráðgjöf v/A Holding.
Viðskiptafæra á Baug Holding. Vantar reikn-
ing“.
„Brot ákærða samkvæmt 8. tölulið er talið
varða við 247. gr. almennra hegningarlaga en brot
hans samkvæmt 9. tölulið er talið varða við 247. gr.
almennra hegningalaga, en til vara við 249. gr.
sömu laga.
Um verknaðarlýsingu í þessum ákæruliðum er
það að segja, að þar er lýst ýmsum færslum og
ráðstöfunum ákærða. Ráðstafanir sem þessar
þurfa í sjálfu sér ekki að vera refsiverðar og hefði
því þurft að koma fram með skýrum orðum, eins
og gerir t. d. í I. kafla ákærunnar, hvernig ákærði
er talinn hafa dregið sér, slegið eign sinni á, til-
einkað sér eða tekið undir sig fé, sem er eitt hug-
taksatriða fjárdráttarbrots, eða orða það með öðr-
um fullnægjandi hætti. Þá er verknaðarlýsingunni
einnig áfátt að því er varðar varasökina á sama
hátt og sagt var um liði 5 og 6 hér að ofan.
Í IV. kafla ákæru er þeim Jóni Ásgeiri, Tryggva
o
b
i
K
Á
1
n
b
l
G
1
1
l
v
k
v
K
l
f
2
e
þ
h
j
e
k
m
a
G
h
f
b
l
f
3
s
G
1
g
s
h
4
2
G
e
V
g
s
f
u
e
s
K
g
g
t
B
h
8
2
f
í
B
s
r
u
1
g
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í Bau
Málinu vísað
frá dómi
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp úrskurð í
máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og endurskoð-
endum Baugs. Niðurstaða dómsins var að vísa málinu í
heild sinni frá dómi. Úrskurðurinn fer hér í heild sinni.
J
ÁFALL FYRIR ÁKÆRUVALDIÐ
Úrskurður Héraðsdóms Reykja-víkur í gær í svonefnduBaugsmáli er alvarlegt áfall
fyrir ákæruvaldið. Alvarlegum
ákærum, sem gefnar voru út snemma í
sumar á hendur sex sakborningum,
var vísað frá dómi. Að baki þessum
ákærum liggur þriggja ára rannsókn.
Í úrskurði Héraðsdóms segir m.a.:
„Samkvæmt c-lið 1. mgr. 116. gr.
laga um meðferð opinberra mála nr.
19, 1991, ber að greina í ákæru hvert
það brot sé, sem ákært er út af, hvar
og hvenær það er talið framið, heiti
þess að lögum og aðra skilgreiningu. Í
þessu felst, að sakargiftir í ákæru
þurfa að koma þar fram og þær þurfa
að vera svo skýrar og ótvíræðar að
ekki þurfi getum að þeim að leiða eða
deila um hverjar þær séu. Í þessu veg-
ur þyngst sjálf verknaðarlýsingin en
hin atriðin, sem talin eru upp í laga-
ákvæðinu, skipta minna máli. Sam-
kvæmt íslenzkri dómaframkvæmd og
áliti fræðimanna er þannig talið nauð-
synlegt að hverju broti sé lýst allná-
kvæmlega í ákæru og á þann hátt, sem
sönnunargögn málsins eru talin benda
til að það hafi gerzt. Verður að lýsa
því, hvernig ákærði er talinn hafa með
athæfi sínu gerzt sekur um það brot,
sem um ræðir, og þá þannig að at-
burðarásin falli að efnislýsingu refsi-
lagabrotsins og skýringu refsiréttar-
ins á því. Helgast þetta m.a. af því að
sakborningi er nauðsyn á því að fá
gerla að vita hvaða athæfi honum er
gefið að sök, svo að hann geti varið sig
og ennfremur af því að dómari verður
að geta gert sér svo glögga grein fyrir
efni málsins, að hann geti lagt á það
dóm.“
Allt það, sem hér er lýst, er sjálf-
sagt og eðlilegt í réttarríki.
Í úrskurðinum er rakið að hvaða
leyti dómstóllinn telur ákærunni í
Baugsmálinu áfátt með tilvísun í 116.
grein laga um meðferð opinberra
mála.
Um þetta segir m.a. í úrskurðinum:
„Umboðssvik sbr. 249 gr. almennra
hegningarlaga eru auðgunarbrot. Er
það eitt hugtaksatriða brotsins að
brotamaður eða aðrir hafi auðgazt eða
valdið samsvarandi tjóni eða tjóns-
hættu með því að misnota aðstöðu
sína. Í þessum ákæruliðum er lýst við-
skiptum með hlutafé í Vöruveltunni
hf. og með nokkrar fasteignir í
Reykjavík. Ráðstafanir þessar þurfa
sjálfar og einar ekki að vera refsiverð-
ar og hefði því þurft að skilgreina það
frekar hvernig brotið var framið,
hvernig auðgun er talin hafa orðið eða
þá tilsvarandi tjón eða tjónshætta eða
skilgreina brotið með öðrum viðun-
andi hætti eins og t.d. þó er gert í 7.
ákærulið. Þá er það einnig athugavert,
að Tryggvi sýnist vera saksóttur sem
aðalmaður ásamt Jóni Ásgeiri en þeg-
ar kemur að heimfærslu til refsi-
ákvæðis er hann samt talinn vera hlut-
deildarmaður í brotunum. Loks er það
að athuga að verknaði Jóhannesar er
ekki lýst að neinu leyti í 5. ákærulið en
þess einungis getið að hann hafi verið
stjórnarmaður í Baugi hf. og haft vitn-
eskju um tiltekin atriði.“
Í úrskurðinum eru fleiri röksemda-
færslur af þessu tagi fyrir úrskurði
dómsins.
Ákvæði 116. greinar laga um með-
ferð opinberra mála eru svo sjálfsögð
og eðlileg að furðu sætir, að út skuli
gefin ákæra, sem er þannig úr garði
gerð, að dómstóll geti yfirleitt fundið
tilefni til að gera athugasemdir af
þessu tagi.
Þess vegna er þessi úrskurður al-
varlegt áfall fyrir ákæruvaldið og vek-
ur spurningar um hvort vinnubrögð
séu nægilega vönduð. Það er ekki lítið
mál, að bera einstaklinga svo þungum
sökum, sem fram koma í ákærunni í
Baugsmálinu og þess vegna hlýtur
samfélagið að gera þá kröfu að í öllum
slíkum málum séu vinnubrögð við gerð
ákæru svo vönduð, að ekki verði að
þeim fundið, hvað sem efni máls líður
að öðru leyti.
En jafnframt er ástæða til að íhuga
hvað fyrir dómstólnum vakir fyrir ut-
an það eitt, sem er sjálfsagt, að veita
ákæruvaldinu sterkt aðhald. Er t.d.
hugsanlegt að vinnubrögð í opinber-
um málum hafi ekki verið nógu góð og
að dómstólarnir séu byrjaðir að gera
stífari kröfur til ákæruvaldsins? Það
má velta því fyrir sér m.a. með hlið-
sjón af málverkafölsunarmálinu. Það
er af hinu góða ef svo er.
Héraðsdómur byrjaði á því að gera
athugasemdir við 18 ákæruliði af 40.
Samkvæmt því virtist dómurinn ekki
hafa athugasemdir við 22 ákæruliði. Í
framhaldi af því var efnt til þinghalds,
þar sem saksóknarinn í málinu skýrði
og hélt uppi vörnum fyrir þá ákæru-
liði, sem athugasemdir höfðu verið
gerðar við, m.a. með vísun í dómafor-
dæmi. Í kjölfarið fylgir úrskurður, þar
sem ákærunni allri er vísað frá dómi,
einnig þeim ákæruliðum, sem dómur-
inn hafði ekki áður gert athugasemdir
við.
Úr því dómurinn kemst að þeirri
niðurstöðu að vísa beri allri ákærunni
frá, þótt hann hafði áður gert athuga-
semd við 18 ákæruliði af 40, er um-
hugsunarefni, hvort markmið dómsins
sé að fá afstöðu Hæstaréttar til
ákæruliðanna allra á hreint þannig að
ekki komi til þess á síðari stigum
hugsanlegrar málsmeðferðar að krafa
um frávísun komi upp. Í raun og veru
er erfitt að skilja hvað annað geti vak-
að fyrir dómstólnum úr því þeim
ákæruliðum er einnig vísað frá dómi,
sem dómendur höfðu áður ekki gert
athugasemdir við, og þess vegna nær-
tækt að líta svo á, að þeir hefðu engar
athugasemdir við.
Talsmenn Baugs hafa að vonum
fagnað úrskurði Héraðsdóms. Hann
er ekki sízt staðfesting á því, að rétt-
arkerfið virkar. Dómendur gera at-
hugasemdir við vinnubrögð ákæru-
valdsins, sem þeir telja bersýnilega
ekki nógu góð. Þannig á það líka að
vera og verður ákæruvaldinu væntan-
lega áminning um að vanda sig betur.
En um leið og sakborningar fagna
úrskurði, sem er til marks um að
réttarkerfið virkar, vegna þess að
hann fellur þeim í hag, geta þeir ekki
dregið réttsýni dómstóla í efa, ef ein-
hverjir úrskurðir eiga eftir að falla
þeim í óhag.
Það hefur lengi verið ljóst, að
Baugsmálið reyndi mjög á réttarkerf-
ið í landinu. Það skiptir miklu máli fyr-
ir þjóðfélag okkar að það ráði við verk-
efnið og er þá ekki átt við hver hinn
efnislegi dómur verður eigi hann eftir
að falla, heldur hitt að vinnubrögð og
málsmeðferð leiði í ljós, að réttarkerf-
ið ráði við stór mál, sem upp koma og
upp kunna að koma í viðskiptalífinu.