Morgunblaðið - 21.09.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 25
og Kristínu gefinn að sök fjárdráttur og/eða um-
boðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög í eft-
irgreindum tilvikum, en þó er heitis á ætluðu broti
Kristínar, hilmingu, ekki getið: „10. Ákærðu Jóni
Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 23. ágúst
1999 látið millifæra af bankareikningi Baugs hf.,
nr. 0527 26 000720, kr. 100.000.000,00 til Íslands-
banka hf., vegna innheimtu bankans á hlutafjár-
loforðum, sem greiðslu Fjárfestingafélagsins
Gaums ehf., þegar einkahlutafélagið eignaðist
10.000.000 hluti í hlutafjárútboði í Baugi hf. í apríl
1999. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til Ís-
landsbanka hf., í þágu einkahlutafélagsins, færð á
viðskiptamannareikning þess hjá Baugi hf., sem
krafa, þannig að eftir bókun millifærslunnar stóð
viðskiptamannareikningurinn í kr. 182.782.689,00.
Krafa hlutafélagsins á einkahlutafélagið var síðar
lækkuð með eftirtöldum greiðslum einkahluta-
félagsins NRP til Baugs hf.; kr. 15.000.000,00 hinn
28. október 1999, kr. 15.000.000,00 hinn 2. nóv-
ember 1999 og kr. 60.000.000,00 hinn 28. júní 2000,
þegar einkahlutafélagið NRP eignaðist umrædd
hlutabréf Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., en
jafnframt var krafa á viðskiptamannareikningi
einkahlutafélagsins hjá Baugi hf. færð niður um
kr. 10.000.000,00 hinn 31. desember 1999.
11. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa um
mitt ár 1999 án greiðslu eða skuldaviðurkenninga
afhent eða látið afhenda Fjárfestingafélaginu
Gaumi ehf. 10.695.295 hluti Baugs hf. í Flugleiðum
hf., sem einkahlutafélagið seldi hinn 27. ágúst 1999
fyrir kr. 49.360.124,00. Framangreind ráðstöfun
bréfanna var fyrst færð í bókhaldi Baugs hf. með
lokafærslum frá endurskoðanda í árslok 1999 að
fjárhæð kr. 44.800.000,00. Færslan var miðuð við
31. desember 1999 og þá færð sem krafa á við-
skiptamannareikning Fjárfestingafélagsins
Gaums ehf., sem eftir bókunina stóð í kr.
143.068.986,00, en skuld einkahlutafélagsins var
gerð upp með víxli útgefnum hinn 20. maí 2002
sem greiddur var 5. september sama ár.
12. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa hinn 11. október 1999 látið millifæra kr.
4.500.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 1150
26 00077, á bankareikning Fjárfestingafélagsins
Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa
einkahlutafélagsins á hluta fasteignarinnar að
Viðarhöfða 6, í Reykjavík. Í bókhaldi Baugs hf. var
greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem við-
skiptakrafa á viðskiptamannareikning einkahluta-
félagsins hjá Baugi hf., sem eftir bókun millifærsl-
unnar stóð í kr. 187.665.005,00, en skuld
einkahlutafélagsins var gerð upp með víxlinum
sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. Ákærðu
Kristínu framkvæmdastjóra einkahlutafélagsins
gat ekki dulist að millifærsla fjárhæðarinnar sem
gerð var án skuldaviðurkenningar, samnings eða
trygginga var ólögmæt og andstæð hagsmunum
Baugs hf.
13. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa hinn 3. desember 1999 látið millifæra kr.
8.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527
26 000720, til SPRON sem greiðslu Fjárfestinga-
félagsins Gaums ehf. fyrir helmingshluta hlutafjár
í eigu SPRON í Viðskiptatrausti ehf. Í bókhaldi
Baugs hf. var greiðslan færð sem krafa á við-
skiptamannareikning einkahlutafélagsins í sam-
ræmi við útgefinn reikning, en eftir bókun færsl-
unnar stóð viðskiptamannareikningurinn í kr.
168.031.286,00, en skuld einkahlutafélagsins var
gerð upp með kaupum Baugs hf. á öllu hlutafé í
Viðskiptatrausti ehf., sem fært var til lækkunar á
viðskiptamannareikningi einkahlutafélagsins hinn
30. júní 2000 fyrir kr. 16.000.000,00.
14. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa hinn 14. desember 1999 látið millifæra kr.
35.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr.
0527 26 000720, á bankareikning Fjárfestinga-
félagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna
kaupa einkahlutafélagsins á 186.500 hlutum í
Debenhams PLC í Bretlandi. Í bókhaldi Baugs hf.
var greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem við-
skiptakrafa á viðskiptamannareikning einkahluta-
félagsins, sem eftir bókun millifærslunnar stóð í
kr. 201.001.430,00 en framangreind skuld einka-
hlutafélagsins, kr. 35.000.000,00, var gerð upp með
greiðslu hinn 22. desember 1999 til hlutafélagsins.
15. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á við-
skiptamannareikning Fjárfestingafélagsins
Gaums ehf. hjá Baugi hf. að fjárhæð kr.
50.529.987,00 vegna kaupa einkahlutafélagsins á
hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárútboði í félaginu
í desember árið 2000 þegar einkahlutafélagið
eignaðist bréfin. Ákærðu Kristínu sem fram-
kvæmdastjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist
að lánveitingin, sem var án skuldaviðurkenningar,
trygginga og samnings um endurgreiðslu og lána-
kjör, var ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs
hf. Í bókhaldi Baugs hf. var krafan færð á við-
skiptamannareikning einkahlutafélagsins. Eftir
bókun kröfunnar stóð viðskiptamannareikningur-
inn í kr. 145.871.863,00 en skuld einkahlutafélags-
ins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur
er í lok 11. töluliðs ákæru.
16. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á við-
skiptamannareikning ákærðu Kristínar í bókhaldi
Baugs hf. að fjárhæð kr. 3.786.727,00 vegna kaupa
ákærðu Kristínar á hlutabréfum í Baugi hf. í
hlutafjárútboði í félaginu í desember 2000 þegar
ákærða eignaðist hlutabréfin. Ákærðu Kristínu
gat ekki dulist að lánveitingin, sem var án skulda-
viðurkenningar, trygginga og samnings um end-
urgreiðslu og lánakjör, var ólögmæt. Arðgreiðsla
af hlutabréfunum fyrir árið 2001, kr. 397.894,00,
var færð til lækkunar á skuldinni hinn 5. júlí 2001
en skuld ákærðu var gerð upp með víxlinum sem
nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru.
17. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa hinn
18. maí 2001 látið millifæra kr. 100.000.000,00 af
bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, inn
á bankareikning nr. 0527 26 001099 í eigu Fjár-
festingafélagsins Gaums ehf., sem ákærðu Krist-
ínu, sem var framkvæmdastjóri einkahlutafélags-
ins, gat ekki dulist að var ólögmætt og andstætt
hagsmunum Baugs hf., enda lánveitingin án þess
að einkahlutafélagið legði fram skuldaviðurkenn-
ingu, tryggingu eða samning um endurgreiðslu
eða lánakjör, fyrir fénu, sem ráðstafað var sam-
dægurs af bankareikningi einkahlutafélagsins til
Nordic Restaurant Group AB, sem hlutafjárfram-
lag einkahlutafélagsins í því félagi. Í bókhaldi
Baugs hf. var millifærslan til einkahlutafélagsins
færð sem krafa á viðskiptamannareikning einka-
hlutafélagsins, sem eftir bókun millifærslunnar
stóð í kr. 262.836.989,00 en skuld einkahlutafélags-
ins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur
er í lok 11. töluliðs ákæru.
18. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa hinn 16. maí 2000 misnotað aðstöðu sína þeg-
ar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða
ábyrgða, kr. 64.500.000,00, fyrir hönd Baugs hf. til
einkahlutafélagsins Fjárfars, kt. 521198-2149,
sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna
kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi
hf., að nafnverði kr. 5.000.000,00. Skuld Fjárfars
ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lög-
reglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002.
19. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa hinn 30. júní 2000 misnotað aðstöðu sína þeg-
ar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða
ábyrgða, kr. 50.000.000,00 fyrir hönd Baugs hf., til
einkahlutafélagsins Fjárfars, sem ákærði Jón Ás-
geir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahluta-
félagsins á 5% hluta í Baugi.net ehf., kt. 570300-
2960, af Baugi hf. að nafnverði kr. 2.500.000,00.
Viðskipti félaganna með hlutabréf í Baugi.net ehf.
gengu til baka hinn 21. febrúar 2002.
20. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að
hafa hinn 13. febrúar 2001 misnotað aðstöðu sína
þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga
eða ábyrgða, kr. 85.758.591,00 fyrir hönd Baugs
hf. til einkahlutafélagsins Fjárfars, sem Jón Ás-
geir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahluta-
félagsins á hlutabréfum í Baugi hf., í tengslum við
hlutafjáraukningu þess, að nafnverði kr.
7.392.982,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var
gerð upp eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hf., hinn
28. ágúst 2002.
21. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug
hf., greiða á tímabilinu frá 5. október 1998 til 2. maí
2002, samkvæmt reikningum, kostnað sem ákærði
hafði stofnað til með úttektum á Visa og Master-
card greiðslukortum í reikning Baugs hf. vegna
persónulegra úttekta ákærða óviðkomandi Baugi
hf., samtals að fjárhæð kr. 12.553.358,60 svo sem
hér á eftir greinir. Voru greiðslurnar í bókhaldi
Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamanna-
reikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða sam-
kvæmt viðskiptamannareikningnum var gerð upp
með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs
ákæru: [ ]
22. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug
hf., greiða sér, á tímabilinu frá 2. júní 1999 til 12.
júní 2002, í alls átta skipti, samtals kr. 9.536.452,00
úr sjóðum Baugs hf., í fimm skipti með milli-
færslum af bankareikningum hlutafélagsins nr.
1150 26 77 og 0527 26 720, inn á eigin bankareikn-
ing ákærða, í eitt skipti með millifærslu inn á
bankareikning nafngreinds manns og í tvö skipti
látið afhenda sér reiðufé. Voru greiðslurnar í bók-
haldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskipta-
mannareikningi ákærða hjá Baugi hf., svo sem hér
á eftir greinir. Skuld ákærða samkvæmt við-
skiptamannareikningnum var gerð upp með víxl-
inum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [ ]
23. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug
hf. greiða, á tímabilinu frá 26. janúar 1999 til 16.
júlí 2002, samtals kr. 5.551.474,91, samkvæmt eft-
irgreindum reikningum, sem voru vegna kostn-
aðar sem ákærði hafði stofnað til og voru einka-
kostnaður ákærða, óviðkomandi Baugi hf.
Greiðslurnar voru færðar til eignar á viðskipta-
mannareikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld
ákærða samkvæmt viðskiptamannareikningnum
var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11.
töluliðs ákæru: [ ]“
Brot Jóns Ásgeirs eru samkvæmt 10.–23. tölu-
liðum m.a. talin varða við 247. gr. almennra hegn-
ingarlaga, en til vara við 249. gr. sömu laga.
Brot Tryggva eru samkvæmt 10., 12.–16. og
18.–20. töluliðum ákæru talin varða m. a. við 247.
gr., sbr. 22. gr., almennra hegningarlaga, til vara
við 249. gr. sbr. 22. gr., sömu laga.
Loks eru brot ákærðu Kristínar samkvæmt 12.
og 15.–17. töluliðum ákæru talin varða við 254. gr.
almennra hegningarlaga.
Í ákæruliðum 10–23 er lýst ýmsum færslum og
ráðstöfunum ákærðu. Ráðstafanir sem þessar
þurfa sjálfar og einar ekki að vera refsiverðar og
hefði því, eins og áður er sagt, þurft koma fram
með skýrum orðum hvernig ákærðu eru taldir
hafa dregið sér, slegið eign sinni á, tileinkað sér
eða tekið undir sig fé, sem telst vera eitt hugtaks-
atriða fjárdráttarbrots. Þá er verknaðarlýsing-
unni í liðum 10, 13, 14, 21, 22 einnig áfátt að því er
varðar varasökina, sbr. það sem sagt var hér að of-
an. Við ákæruliði nr. 18–20 er það einnig að athuga
að þar virðist brotalýsingin fremur eiga við um-
boðssvik en fjárdrátt, sem þó verður að ætla af
heimfærslunni að ákæruvaldið telji vera aðalbrot-
ið.
Við þátt Tryggva er það auk þess að athuga að
athæfi hans í ákæruliðunum 10, 12–16 og 18–20 er
lýst sem verknaði aðalmanns, líkt og verknaði
Jóns Ásgeirs, en hann er allt að einu talinn vera
hlutdeildarmaður í brotunum þegar þau eru færð
undir refsiákvæði.
Um þátt Kristínar samkvæmt liðum 12 og 15–
17 er það að segja, að athæfi hennar er ekki lýst
þar að neinu leyti, heldur einungis sagt að henni
hafi ekki getað dulist að atferli meðákærðu hafi
verið ólögmætt af ástæðum sem tilgreindar eru í
þessum liðum.
Samkvæmt c-lið 1. mgr. 116. gr. laga um með-
ferð opinberra mála nr. 19, 1991 ber að greina í
ákæru hvert það brot sé sem ákært er út af, hvar
og hvenær það er talið framið, heiti þess að lögum
og aðra skilgreiningu. Í þessu felst að sakargiftir í
ákæru þurfa að koma þar fram og þær þurfa að
vera svo skýrar og ótvíræðar að ekki þurfi getum
að þeim að leiða eða að deila um hverjar þær séu. Í
þessu vegur þyngst sjálf verknaðarlýsingin en hin
atriðin, sem talin eru upp í lagaákvæðinu, skipta
minna máli.
Samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd og áliti
fræðimanna er þannig talið nauðsynlegt að hverju
broti sé lýst allnákvæmlega í ákæru og á þann hátt
sem sönnunargögn málsins eru talin benda til að
það hafi gerst. Verður að lýsa því hvernig ákærði
er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það
brot sem um ræðir og þá þannig að atburðarásin
falli að efnislýsingu refsilagabrotsins og skýringu
refsiréttarins á því. Helgast þetta m.a. af því að
sakborningi er nauðsyn á því að fá gerla að vita
hvaða athæfi honum er gefið að sök, svo að hann
geti varið sig, og ennfremur af því að dómari verð-
ur að geta gert sér svo glögga grein fyrir efni
máls, að hann geti lagt á það dóm. Er ákærunni
verulega áfátt að þessu leyti, eins og rakið hefur
verið. Reyndar er hún ekki sem gleggst í ýmsum
minni atriðum, sem óþarft er að rekja. Þykja
ágallarnir varða frávísun, sbr. 4. mgr. 122. gr. oml.
Þar sem hér er um verulegan hluta ákærunnar að
ræða verður ekki hjá því komist að vísa málinu í
heild frá dómi.
Sakarkostnaður í málinu er þessi:
Við ákvörðun málsvarnarlauna er tekið mið af
vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum
dómstólaráðs nr. 1, 2002 og nr. 1, 2005. Þá er virð-
isaukaskattur innifalinn í málsvarnarlaununum.
Málsvarnarlaun verjanda ákærða Jóns Ásgeirs,
Gests Jónssonar hrl., ákveðast þannig 10.218.275
krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Jó-
hannesar Jónssonar, Einars Þórs Sverrissonar
hdl., ákveðast þannig 3.575.889 krónur.
Málsvarnarlaun verjanda ákærðu Kristínar,
Kristínar Edwald hdl., ákveðast þannig 3.714.520
krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Tryggva,
Jakobs R. Möller hrl., ákveðast þannig 1.383.195
krónur. Loks ákveðast málsvarnarlaun verjanda
ákærðu Stefáns Hilmars og Önnu, Þórunnar Guð-
mundsdóttur hrl., þannig 2.892.757 krónur.
Yfirlit um sakarkostnað í málinu hefur ekki bor-
ist frá ákæruvaldinu, sbr. 2. mgr. 168. gr. oml., sbr.
lög nr. 82, 2005, en fyrir utan málsvarnarlaun er
kunnugt um að stofnað hefur verið til sakarkostn-
aðar vegna ákærða Jóns Ásgeirs sem nemur
9.352.475 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti.
Þá hefur Andra Árnasyni hrl., sem var verjandi
ákærða Tryggva í lögreglurannsókn málsins, ver-
ið greidd þóknun fyrir þann starfa sinn, 2.309.475
krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og Helga
Jóhannessyni hrl., sem var verjandi ákærða Jóns
Ásgeirs framan af í lögreglurannsókninni, hefur
sömuleiðis verið greidd þóknun fyrir starfann,
563.238 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Með því að málinu er vísað frá dómi verður sak-
arkostnaður í því ekki lagður á sakborninga, sbr.
1. mgr. 166. gr. oml., og ber að greiða hann úr rík-
issjóði.
Úrskurðarorð
Ákæru í máli þessu er vísað frá dómi.
Úr ríkissjóði greiðast málsvarnarlaun sem hér
segir: Gesti Jónssyni hrl., 10.218.275 krónur, Ein-
ari Þór Sverrissyni hdl., 3.575.889 krónur, Krist-
ínu Edwald hdl., 3.714.520 krónur, Jakob R. Möll-
er hrl., 1.383.195 krónur og Þórunni
Guðmundsdóttur hrl., 2.892.757 krónur.
Annar sakarkostnaður, samtals 12.788.426
krónur, greiðist einnig úr ríkissjóði.
ugsmálinu
Morgunblaðið/Ásdís
Jón H.B. Snorrason saksóknari ræðir við fjölmiðla að loknum úrskurði Héraðsdóms í dag.