Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 26

Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S indri Snær hét maður, Alexandersson, Bjarmasonar, Tandra- sonar. Hann bjó í Graf- arholtinu, var mikill vexti, femínisti og vel á sig kominn eftir bæði body pump og spinning. Alexía Nótt hét kona hans, ættuð úr tvílyftu húsi í Garðabænum. Sindri Snær og Alexía Nótt voru kynstór og áttu fullt hús barna, nokkur úr fyrri hjónaböndum og tvö saman. Það voru þær Perla Mjöll og Birta Mist. Á þessum tíma réð fyrir Íslandi Áldór Ásgrímsson. Sá siður að ríða eða ganga á milli bæja hafði fyrir löngu aflagst og landsmenn óku hvert hænuskref. Þeir hringsóluðu á bílastæðum fyrir utan versl- unarmiðstöðvar, til að tryggja sér stæði sem næst innganginum. Mannfræðingar höfðu uppgötvað þjóðflokkinn konur en um þær höfðu fáar heimildir fundist í ritum fyrri alda og efuðust sumir um að þær hefðu yfirhöfuð verið til. Fólki var ekki lengur boðin veturseta hverju í húsakynnum annars, þar sem grunsamlegir bögglar gátu leynst í farangrinum, en flaug þess í stað til Kanarí yfir háveturinn. Ís- land var samfélag á raðgreiðslum. Á tímum Áldórs Ásgrímssonar áttu fæstir þingmenn hesta til að ríða til þings en ráðherrar voru vel birgir af dýrum jeppum með ál- felgum og fíneríi. Æska landsins var hætt að lesa og þekkti kindur einungis sem kjötsneiðar á frauð- plastbakka. Hana minnti að Kalda stríðið hefði verið bíómynd með East Clintwood og hélt að múslím- ar væru einhvers konar eitruð skelfisktegund. Á þessum tíma var ein af goð- orðskonum landsins Álgerður Sverrisdóttir hin virka. Hún var svo nefnd sökum hlýinda þeirra er hún bar í garð hvers kyns virkj- anaframkvæmda. Hún var líka af- ar virk við að koma áformum sín- um í framkvæmd. Álgerði virku hugnuðust illa mótbárur þær er bárust frá samferðamönnum henn- ar, sérstaklega manni þeim er að austan var og nefndist Eingrímur Joð. Haft var eftir Álgerði í útvarps- viðtali á Alstöðinni að hlíðin væri fögur, svo henni hefði hún aldrei jafnfögur sýnst: „Bleikir akrar og tún með heiðagæsum, og mun ég bruna heim aftur, fara hvergi og sökkva þessu öllu.“ Og svo gerði Álgerður. Hún var valdamikil kona. Um tíma var óvíst hver ætti að vinna í álverinu og reisa stífluna á Náranjúkum, en því var bjargað með stórfelldum innflutningi á út- lendingum. Þetta var á ofanverð- um dögum ríkisstjórnar Oddvíðs Davíðssonar. Frægt var þegar tímaritið Þar og Þá hafði eftir Ál- gerði, þar sem hún var nöppuð í sundi: „Ég var ung gefin álinu.“ Nú gerðist það að hópur manna tók upp gamla siði og ákvað að fara í víking. Fór þar fremstur í flokki hinn hárprúði Jásgeir og tók land í Danmörku. „Muna skal ég þér kinnhestinn forðum,“ sagði Jásgeir er hann mundaði gemsann gleið- fættur á Ráðhústorgi, gnísti tönn- um og hugsaði um einokunar- verslun Dana á árum áður. Jásgeir ákvað því í samstarfi við félag sitt Haug að kaupa hreinlega upp Dan- mörku. Haugur tók að safna í haug öllum þeim fyrirtækjum sem hann komst í tæri við. Íslenska þjóðin horfði stóreyg á dökkhærða millj- arðavíkinginn á vígvelli hlutabréfa- markaðarins og skildi hvorki upp né niður í útrásinni og upphæð- unum. Margir voru ekki alls kostar hressir með Haug og bentu á að eðlileg samkeppni væri ekki leng- ur til staðar á farsælda Fróni. Í heitum pottum snemma morguns ræddu menn óttaslegnir um að Ís- land yrði hugsanlega endurskírt Haugaland. Nú átti það sér stað að ræsti- tæknir hjá Haugi kvartaði yfir slæmri vinnuaðstöðu og viðamikil rannsókn var sett af stað. Jásgeiri var gefið að sök að hafa of marga og óskipulega hauga á skrifborðinu í höfuðstöðvum Haugs, svo starfs- manninum reyndist erfitt að þurrka af borðinu. Í verkskýrslu í 40 liðum var hann skikkaður til að útrýma haugunum, taka til á skrif- borðinu, pússa það með Ajax og raða lausum skjölum í möppu. Jásgeir var maðurinn sem ís- lenska þjóðin ræddi um á fyrstu misserum Áldórs Ásgrímssonar í embætti. Nokkrum árum áður höfðu augu fólks beinst að fyr- irtæki í Vatnsmýrinni. Þar réð ríkjum í stæðilegri höll Ári Stef- ánsson. Um var að ræða fullkomið sviftæknifyrirtæki sem vistaði í stórum og miklum gagnagrunnum ferðir svifs í sjó við Íslands- strendur. Ferðirnar voru dulkóð- aðar nákvæmlega til að tryggja að ekki væri hægt að rekja saman svif og sundstefnu þess. Ári var ári klár sölumaður og hafði selt þjóð- inni hugmyndina um að framtíðin lægi í sviftækni. Sindri Snær og Alexía Nótt höfðu einmitt fjárfest í sæg af hlutabréfum hjá Ára. Nú gerðist það að verðbólgan var skriðin af stað. Launahár aðall- inn trommaði á mahóní-skrif- borðin sín, benti á launaskrið hjá launafólki í búðum og bakaríum og talaði mæddur um þenslu. Laun al- mennings máttu ekki hækka öllu meira. Sindra Snæ fannst sjálfum skrýtið að bankastjórar í Eðlu- bankanum höfðu nokkrum dögum áður fengið afturvirka launahækk- un, sem hét reyndar launaleiðrétt- ing og þýddi 27% hærri laun. Hann passaði sig hins vegar á að krít- isera ekki neitt, enda ungur maður á blússandi uppleið og sá sjálfan sig fyrir sér í áhrifastöðu innan fárra ára. Sindri Snær spurði því ekki að neinu. Það að spyrja og efast gerði veröldina líka einungis flókna. Og þá var svo erfitt að horfa áhyggjulaus á sjónvarp á síð- kvöldum og keyra yfirdráttinn í botn. Áldórs saga Ás- grímssonar Hana minnti að Kalda stríðið hefði verið bíómynd með East Clintwood og hélt að múslímar væru einhvers konar eitruð skelfisktegund. VIÐHORF Sigríður Víðis Jónsdóttir sigridurv@mbl.is UPPLÝSINGAR liggja við fing- urgóma flestra Íslendinga þar sem yfir 90% þeirra hafa nú aðgang að nettengdri tölvu. Það þýðir að þeir geta nálgast efni 8.000 tímarita og 30 alfræðisafna í landsáskrift á hvar.is. Þar eru einnig krækjur á fjölda gagnasafna í opnum aðgangi sem nota má hvar sem er í heiminum án endur- gjalds. Framgangur gagnasafna í opnum aðgangi er mikill um þessar mundir. Vin- sældir Wikipediunnar aukast stöðugt. Wiki er forskeyti, notað sem samheiti yfir sam- vinnuverkefni á vefn- um sem lúta ákveðnum reglum. Wikimedia er samheiti yfir þau gagnasöfn sem unnin eru á þann hátt. Wikipediur eru fjöldi al- fræðisafna, hvert á sínu tungumáli. Þegar þetta er skrifað eru 10 þeirra með fleiri en 50.000 greinar, og 20 til viðbótar með fleiri en 10.000 grein- ar. Nú er óhjákvæmilegt að bera saman upplýsingar í opnum aðgangi og í greiddri áskrift. Landsáskrift hefur verið að Encyclopaedia Brit- annica í rúm sex ár síðan honum var komið formlega á 23. apríl 1999. Það hefur komið í ljós að hvort al- fræðisafn um sig hefur sínar sterku og sínar veiku hliðar. Styrkur Brit- annica liggur meðal annars í sögu- legum og landfræðilegum upplýs- ingum. Wikipedian hefur sýnt forskot í tæknilegum upplýsingum og þegar atburðir gerast á borð við hafnarbylgjuna á Indlandshafi á annan dag jóla 2004. Þá verður til síða á Wikipedia sem safnar fréttum af atburðinum og greinir þær. Þar keppir Wikipedia við öfluga frétta- miðla eins og fréttavef BBC. Wiki- gagnasöfnin hafa liðið fyrir það að hafa enga örugga tekjustofna og hefur gengið illa að fjármagna vél- búnað sem þarf til að hýsa gagna- söfnin og miðla þeim. Samanburður á Britannica og Wikipedia end- urspeglar umræðu um muninn á gagnasöfnum sem keypt eru í áskrift og hinna sem eru í opnum, ókeypis aðgangi. Mikill hluti fræði- legs efnis er unninn í byrjun fyrir opinbert fé. Hvers vegna ættu skatt- greiðendur ekki að fá þetta efni án endur- greiðslu, ef þeir hafa þegar greitt fyrir að láta búa það til? Tvennt hefur staðið í vegi fyrir því að meira fræðilegt efni sé gefið út í opnum aðgangi. Hið fyrra er að fáir hafa sett upp kerfi þar sem höfundum efnisins er greitt fyrir útgáf- una. Hið seinna er van- mat á útgáfukostnaði. Margir telja að ef hægt sé að sleppa því að prenta megi sleppa útgáfukostnaði. Þetta er mik- ill misskilningur. Rafræn útgáfa krefst þess að ráða fólk til að lesa yf- ir efni sem að berst, velja úr því efni til birtingar, vinna við ritrýningu og prófarkalestur, vinna við að setja upp gagnasöfn, vinna við að setja efnið í gagnasafn, markaðssetja út- gefið efni og setja það fram á vef. Nokkuð af þessum kostnaði er minna en við prentaðar útgáfur en ritstjórn, ritrýning og próf- arkalestur kostar það sama. Kostn- aður við að setja upp gagnasafn, setja efni inn í gagnasafn og setja það fram á vef bætist við meðan prentkostnaður hverfur. Markaðs- setning kostar engu minna. Kostn- aður við að gefa út ritrýnda grein í opnum aðgangi án greiðslu til höf- undar liggur á bilinu 2.000–3.000 dollarar. Þetta geta aðilar gert með því að stofnsetja eigin vefrit eða greitt útgefendum fyrir að birta greinar í opnum aðgangi fyrir allan heiminn. Það er hægt að stórauka vísindalegt og fræðilegt efni frá Ís- landi í opnum aðgangi. Nokkrar stofnanir hafa tekið fyrstu sporin á þessari leið og eru byrjaðar að byggja upp slík gagnasöfn. Vísinda- og fræðafólk verður að geta lesið út- gefið efni í sinni vísindagrein, mest í viðurkenndum tímaritum sem útgef- endur hafa keppst við að eignast. Því miður geta Íslendingar ekki hætt að kaupa þessi erlendu rit um leið og kostnaður verður af því að setja fram efni í opnum aðgangi. Þangað til önnur lönd auka sjálf út- gáfu í opnum aðgangi verður að treysta á áskriftina með tilheyrandi kostnaði. Þessi þróun byggist á að einstakir aðilar eða landstjórnir taki markviss skref í áttina að opnum að- gangi og séu tilbúin að axla þann kostnað sem verður af útgáfunni. Hvað með bækurnar? Þær raddir hafa heyrst að alltof miklum kröft- um sé varið til að eltast við tæknina. Það væri varla verið að eltast við tæknina ef ekki væri verið að eltast við notendur, sem hafa tekið þessum gagnasöfnum fagnandi. Á síðasta ári voru yfir 600.000 greinar sóttar í fullri lengd í landsáskrift, þar sem uppistaðan eru vísindalegar greinar úr ritrýndum, alþjóðlega við- urkenndum tímaritum. Sú notkun hafði þá aukist um rúmlega 30% á ári að jafnaði 2002–2004. Þessi aukn- ing hefur stöðvast á þessu ári, hvað sem þar veldur. Þessi þróun hefur augljóslega sparað allmikinn tíma sérfræðinga, sem nota hann til ann- arra verka. Bækurnar standa enn fyrir sínu og bóksala í heiminum eykst ár frá ári. Þau gögn sem hér er rætt um eru í litlum mæli gefin út í prentuðum bókum. Það er gífurlegt hagræði að því að geta leitað í stóru safni texta að ákveðnu viðfangsefni. Það er ekki síst tímasparnaðurinn sem hefur reynst vera meginmun- urinn á því að nota prentað efni og það sem er í rafrænum aðgangi. Wikipedia og upplýsingar í opnum aðgangi Sveinn Ólafsson fjallar um rafræn gagnasöfn ’Það er hægt að stór-auka vísindalegt og fræðilegt efni frá Ís- landi í opnum aðgangi.‘ Sveinn Ólafsson Höfundur er umsjónarmaður lands- aðgangsins http://hvar.is. Á SÍÐUSTU árum hefur athygli skóla- fólks beinst að því að góður málþroski er lykillinn að farsælu námi. Margar rann- sóknir hafa sýnt fram á fylgni málþroska við námsárangur. Málið er verkfæri hugsunar- innar og undirstaða fyrir allt nám. Það er því mjög mikilvægt að greina börn með málþroskaraskanir sem fyrst og skilgreina málörvun út frá þörfum þeirra. Talmeinafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í að greina málþroskafrávik og veita við- eigandi þjálfun. Einnig veita þeir ráðgjöf og vinna í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir svo sem sérkennara, leikskólakennara, foreldra og þroskaþjálfa. Á þann hátt leitast þeir við að fyrirbyggja frekari vanda og draga þar með úr hættu á námsörð- ugleikum. Það hefur sýnt sig að börn sem eru ekki með góða málmeðvit- und og hugtakaþekkingu lenda oft í miklum erfiðleikum með úrvinnslu á innihaldi texta og rökhugsun í stærðfræði. Með skilgreindri mál- örvun má bæta árangur íslenskra barna á samræmdum prófum. Börn með málþroskaraskanir eru iðulega lengi að ná valdi á lestr- artækninni. Þau eiga oft í miklum vanda með hljóðkerfisvitund sem er undirstaða fyrir lestur. Auk þessa glíma þau oft við annars konar erf- iðleika eftir að þau hafa náð tökum á sjálfu lestrarferlinu. Þessir erf- iðleikar koma upp á yfirborðið þegar fer að reyna á málskilning við lestur flóknari texta, en þá dregur úr fram- förum og erfiðleikar tengdir mál- skilningi koma í ljós. Það er hætt við því að börn með málþroskafrávik glími við námserfiðleika alla sína skólagöngu og mörg þeirra flosna upp úr námi eftir að grunnskóla lýk- ur. Það er því mikilvægt að koma til móts við þarfir barna með mál- þroskaraskanir með snemmtækri íhlutun og kerfisbundinni málörvun í leikskóla. Í dag búum við svo vel að eiga stöðluð próf og matslista sem notuð eru í leikskólum og á heilsugæslu- stöðvum. Þessi próf meta stöðu barnanna miðað við jafnaldra og gefa til kynna hvort þau þurfi sér- hæfð úrræði eins og talþjálfun hjá talmeinafræðingi. Þar sem þessi próf eru eingöngu notuð í leikskólum er mikilvægt að kynna þau fyrir grunnskólakennurum svo þeir geti túlkað niðurstöður þeirra og búið til einstaklingsnámskrá sem leggur áherslu á að efla málþroska barnsins strax í byrjun fyrsta bekkjar. Mikilvægt er að brúa bilið á milli leik- og grunnskóla þannig að nið- urstöður úr málþroskaprófum og áherslur í málörvun á leikskóla skili sér í áframhaldandi vinnu í grunn- skólanum. Samkvæmt grunn- skólalögum eiga öll börn rétt á kennslu við hæfi. Það skiptir því miklu máli að setja upp skýr málörv- unarmarkmið og vinna samkvæmt þeim í upphafi skólagöngu. Það gerir engu barni gott að bíða og sjá til þeg- ar greining á málþroskafrávikum liggur fyrir. Með réttum áherslum í málörvun styrkjum við sjálfsmynd barnsins og eflum færni þess til náms. Aukinn málþroski stuðlar að meiri félagsfærni og auknum lífs- gæðum. Tengsl málþroska við námsörðugleika Anna María Gunnarsdóttir og Ásthildur B. Snorradóttir fjalla um talmein ’Það skiptir því miklumáli að setja upp skýr málörvunarmarkmið og vinna samkvæmt þeim í upphafi skólagöngu.‘ Anna María Gunnarsdóttir Höfundar eru talmeinafræðingar hjá Talþjálfun Reykjavíkur. Ásthildur B. Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.