Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 27
UMRÆÐAN
SÍÐAN 2001 hefur 21. sept-
ember verið alþjóðlegur frið-
ardagur Sameinuðu þjóðanna. Al-
þjóðasamband Soroptimista hefur
bein tengsl við Sameinuðu þjóð-
irnar og málfrelsi hjá stofnunum
SÞ.
Alþjóðasamband Soroptimista
eru samtök starfsgreindra þjón-
ustuklúbba, sem ná yfir heims-
byggð alla með yfir 90.000 konum í
125 löndum. Það sameinar dugandi
konur úr öllum starfsgreinum til
þess að vinna að eflingu hugsjóna
Soroptimista og til samstarfs við
önnur samtök um að stuðla að góð-
vild, skilningi og friði meðal þjóða.
Soroptimistar vilja vekja athygli
á þörfinni fyrir friði og skilningi í
nánasta umhverfi og hvar sem er í
heiminum. Soroptimistar skora á
alla þegna samfélagsins að samein-
ast og gera 21. september að degi
án ofbeldis og stöðva öll hern-
aðarátök.
Soroptimistasamband Íslands
heyrir undir Evrópusamband
Soroptimista. Forseti Evrópusam-
bandsins er kosinn til tveggja ára í
senn og velur sér ákveðið þema í
upphafi síns tímabils, sem allir
klúbbar innan sambandsins sam-
einast um að vinna að. Þema Evr-
ópusambandsforseta 2003–2007
hefur verið og verður áfram
„Women building Peace“ – Konur
vinna að friði. Evrópusambands-
stjórnin hvatti alla Soroptim-
istaklúbba til að vinna að hug-
myndum um frið í einhverri mynd,
hver í sínu umhverfi eða landi, og
gera skýrslu um verkefnin sem
unnin eru og senda síðan til
stjórnar Evrópusambandsins.
Jafnframt voru allir klúbbar hvatt-
ir til að gera friðarsamninga á þar
til gerð eyðublöð, þar sem safnað
var undirskriftum karla og kvenna
í ábyrgðarstöðum og stjórn-
unarstörfum, sem vilja stuðla að
friði í heiminum. Þá voru útbúnar
friðardúkkur, skreyttar á marg-
víslegan máta, sumar í þjóðbún-
ingum, en allar með friðardúfu
sem þær héldu hátt á lofti. Að lok-
um voru klúbbar beðnir um að til-
nefna konu til friðarverðlauna, sem
að þeirra mati hefði lagt sér-
staklega mikið að mörkum til frið-
arverkefna. Þess ber að geta að
mörg lönd í Afríku tilheyra heims-
hlutasambandi Evrópu, þar sem
Afríkulöndin hafa ekki ennþá haft
bolmagn til að stofna sitt eigið
heimshlutasamband.
Á Evrópusambandsfundi Soropt-
imista í Vínarborg í sumar voru öll
þessi friðarverkefni og framlag
kvenna til friðar kynnt. Valin voru
107 friðarverkefni, sem prentuð
voru í stóra fallega bók, sem dreift
var á fundinum. Undirritaðir höfðu
verið 1.755 friðarsamningar, sem
sagt var frá aftast í bókinni. Frið-
ardúkkur voru seldar á uppboði og
rennur andvirði sölunnar til frið-
armála. Friðarverðlaun voru veitt
Veru Bohle frá Þýskalandi. Vera
er menntuð sem blaðamaður, en
ákvað að hætta sem blaðakona 29
ára, þar sem henni fannst ekki nóg
að segja frá þeim hörmungum sem
stríðsátök valda saklausu fólki,
heldur ákvað hún að verða virkur
þátttakandi í að reyna að koma í
veg fyrir þjáningar fólks á ein-
hvern hátt. Vera vinnur við starf
sem nær eingöngu karlmenn hafa
unnið við og hættir lífi sínu dag-
lega við að hreinsa og eyða jarð-
sprengjum og klasasprengjum.
Hún hefur m.a. unnið í Mosambik,
Albaníu, Bosníu, Kosovo og Afgan-
istan og þannig bjargað hundr-
uðum og þúsundum mannslífa. Yfir
20.000 fullorðnir og börn særast
eða deyja árlega vegna jarð-
sprengna. Í stríðshrjáðum löndum
hefur jarðsprengjum víða verið
komið fyrir, og er það augljóst að
ekki er aðeins nauð-
synlegt að reyna að
koma í veg fyrir
styrjaldir, heldur er
brýn þörf á því að
eyða þessum dráp-
stólum, sem beint er
gegn saklausu fólki,
til að hægt sé að lifa
eðlilegu lífi eftir stríð.
Var Vera vel að verð-
laununum komin og
ræða hennar mjög
sterk áminning um
þörfina fyrir friði á
jörð.
Að lokum má geta
þess að 15. maí sl. fór
fram alþjóðlegt frið-
armaraþonhlaup á
vegum Soroptimista á
þjóðarleikvanginum í
Kigali í Rúanda. Þátt-
takendur í friðar-
hlaupinu voru nærri
2.000, flestir frá
Rúanda, en margir frá
Úganda og Kenýa.
Alls komu hlauparar frá 21 landi
og var hlaupið fullt maraþon, hálf-
maraþon og fimm kílómetra
skemmtiskokk. Þátttakendur frá
Íslandi voru 17, þrír maraþon-
hlauparar hlupu fullt maraþon,
fjórir hlupu hálft maraþon og hinir
tóku þátt í skemmtiskokkinu.
Vakti þetta friðarhlaup mikla at-
hygli og var komið vel á framfæri í
fjölmiðlum, m.a. á Íslandi. Vakin
var athygli á mikilvægi friðar í
stríðshrjáðu landi, sem var tilraun
Soroptimista til að efla jákvæða
ímynd ríkis sem verið er að reyna
að endurreisa. Ríkisstjórnin í Rú-
anda hefur þegar ákveðið að næsta
friðarmaraþon verði 14. maí 2006.
Soroptimistar munu halda áfram
að leggja áherslu á að vekja at-
hygli á friði og leggja sitt af mörk-
um til að friður megi haldast í
heiminum, hvetja fólk til að horfa
fram á við og trúa á framtíðina og
það að góðir hlutir geta gerst.
Eitt af markmiðum Soroptimista
er „að vinna að jafnrétti, fram-
förum og friði, með alþjóðlegri vin-
áttu og skilningi“.
Soroptimistar vekja athygli
á alþjóðlegum friðardegi SÞ
Hildur Hálfdanardóttir
vekur athygli á alþjóðlegum
friðardegi SÞ
’Soroptimistar skora áalla þegna samfélagsins
að sameinast og gera 21.
september að degi án
ofbeldis og stöðva öll
hernaðarátök.‘
Hildur Hálfdanardóttir
Höfundur er upplýsingafulltrúi
SI/Ísland.
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Diddú býður til veislu
Áfimmtudaginn eru fyrstu tónleikar starfsársins í grænu röðinni. Þá mun okkar
ástsæla söngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú - flytja margar af sínum
uppáhalds perlum, frá klassísku konfektiMozarts ogVerdis, til gamansamrar
skrautaríu úr Birtíngi eftir Bernstein.
Tryggðu þér miða í síma 545 2500 eða á www.sinfonia.is.
græn tónleikaröð í háskólabíói
miðaverð ::: 2.900 / 2.500 kr.
efnisskrá:
FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER KL. 19.30
FÖSTUDAGINN 23. SEPTEMBER KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Kurt Kopecky
Einsöngvari ::: Sigrún Hjálmtýsdóttir
Thomas Arne ::: The Soldier
Vincenzo Bellini ::: Norma, forleikur
Vincenzo Bellini ::: Casta Diva úr Normu
Antonín Dvorák ::: Slavneskir dansar op. 72
Antonín Dvorák ::: Söngur til mánans úr Rusölku
Wolfgang Amadeus Mozart ::: Don Giovanni, forleikur
Wolfgang Amadeus Mozart ::: Der Hölle Rache
(aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni)
Jacques Offenbach ::: Les oiseaux dans la charmille
(söngur dúkkunnar úr Ævintýrum Hoffmanns)
Leonard Bernstein ::: Candide, forleikur
Leonard Bernstein ::: Glitter and be gay úr Candide
Giuseppe Verdi ::: La traviata, forleikur
Giuseppe Verdi ::: Caro nome úr Rigoletto
Giuseppe Verdi ::: È strano úr La traviata
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
0
9
0
5
GRÆN ÁSKRIFTARRÖÐ
Undraheimur klassískrar
tónlistar. Ashkenazy,
Mozart, óperusviðið,
Diddú og Vínartónleikar.
VERÐ FYRIR 5 TÓNLEIKA
FRÁ 11.985 KR.