Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 28

Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Árgangurinn í Myndlista- og handíða- skólanum 1962 var ekki stór, 10–12 manns. Þar var þó öflugt lið kennara í viðbragðsstöðu sem tók á móti okkur albúið að reyna að koma okkur til ein- hvers þroska á sviði myndlistar. Einn þeirra sem nýráðnir voru til skólans af hálfu skólastjórans Kurts Zier var Hörður Ágústsson listmál- ari. Námsgreinin sem Hörður kenndi okkur var form- og litafræði. Hann birtist í skólastofunni hár og tígu- legur, alvörugefinn með strangan intellektúal svip. Ekki var laust við að sumum stæði beygur af strangleika mannsins, en hann hvarf strax og Hörður fór að kenna. Okkur varð það snemma ljóst að þarna fór listamaður sem kenndi af ástríðu. Hann var að leggja grunn að grein sem var ný í myndlistarkennslu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Hún byggðist á rannsóknum Harð- ar og hugmyndum Bauhaus-fræði- manna, enda bjó Hörður yfir mennt- un og þekkingu á sviði myndlistar sem var einstök. Úr formfræði strangflata fór Hörð- ur með okkur á vit náttúrunnar, ljóð- rænunnar, hinna lífrænu, organísku forma og fléttaði þetta tvennt saman í vitund okkar. Í kjölfar ögunar og formfestu fengum við að sleppa okk- ur, gera tilraunir. Niðurstöður voru krufðar. Hann kenndi okkur að lesa hús og sýndi okkur hvernig geometrían var allt um kring. Í kennslunni fundum við fyrir end- urreisninni og formbyltingu sjötta áratugarins, allt í senn. Eftir fyrsta veturinn kenndi Hörð- ur okkur módelteikningu. Hörður var frábær módelkennari sem leið engar málamiðlanir og ódýrar lausnir. Hann stappaði í okkur stálinu, hvatti okkur og reif okkur niður ef svo bar undir. Okkur líkaði svo vel við kennslu Harðar í módelteiknun að við fengum hann til að kenna okkur eitt kvöld í viku eftir skólatíma. Hann hafði með sér útvarp, því á þessum kvöldum var ljóðakvöld á Gufunni sem hann mátti ekki missa af. Þegar að þættinum kom gerði hann hlé á kennslunni. Við héldum áfram að teikna en hann sett- ist út við glugga og hvatti okkur til að hlusta. Þarna teiknuðum við inn í kvöldið undir ljóðalestri margra af samtímamönnum Harðar. Í skólanum kynntumst við Jó- hanna, og með okkur og Herði tókst vinátta sem entist alla tíð. Hann bauð okkur heim þar sem Sigga tók höfðinglega á móti okkur. Hann fór með okkur í vinnustofuna sem hann hafði í kjallaranum á Laugaveginum. Meinlætastíll mundi einhver segja, og örugglega ekki allir sem mundu sætta sig við þessar að- stæður, búið að byrgja fyrir glugga vegna hávaða frá umferðinni fyrir ut- an. Það var einhver helgi sem sveif yfir vötnunum, minnti á klausturherbergi, nema hvað þarna var allt fullt af myndum, sem öllum var skipulega fyrir komið. Teikniborð var fyrir miðju, því Hörður var að stíga sín fyrstu spor í rannsóknum á íslenskri húsagerðarlist. Hörður tók við sem skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans. Undir hans stjórn styrktist skólinn verulega í sessi. Hörður var frábær stjórnandi, sem aldrei gleymdi nemendunum og fylgdist grannt með því sem þeir voru að gera hverju sinni. Hann átti það til að birtast í einhverri skólastofunni, taka nemendur tali og skoða það sem þeir voru að fást við. HÖRÐUR ÁGÚSTSON ✝ Hörður Ágústs-son fæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að- faranótt 10. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 20. september. Sem skólastjóri hafði hann vinnustofu á efstu hæð skólans, og mér er minnisstætt þegar hann kallaði á mig upp til sín einn vordag 1974, þá var vinnustofan stútfull af myndum, annars vegar límbandaverkum geo- metrískum og hins vegar ljóðrænum olíu- málverkum, sem hann kallaði „Myndflokkur um mannsson“ og byggjast öll á viðfangs- efnum úr Biblíunni. Þarna kristallaðist arkítektinn og listmálarinn, vísindamaðurinn og lýr- ikerinn. Þessi glæsilegu en ólíku verk sýndi Hörður á sitthvoru árinu og vöktu þau mikla athygli. Mannssoninn gaf hann síðar Lista- safni ASÍ, en eftirspurn og hróður límbandaverkanna kom tæpum þrjá- tíu árum síðar. Oft varð ég var við að eldri lista- mönnum þótti nóg um umburðarlyndi Harðar og jákvæð viðhorf í garð yngri listamanna. Hörður mætti nýjum hugmyndum með opnum hug en var jafnframt krít- ískur og glöggur. Hann þoldi ekki ef menn ætluðu að stytta sér leið á sviði myndlistar. Aldrei heyrði ég Hörð halla orði til nokkurs manns, hann virti félaga sína sem unnu að list sinni af heilindum, hann bjó yfir víðsýni sem er óvenjuleg meðal manna sem eru í harðri sam- keppni um athyglina. Síungur var Hörður að koma okkur á óvart með ögrandi tilgátum. Nú síð- ast í viðtali í Morgunblaðinu 4. febr- úar sl. í tengslum við stóru yfirlitssýn- inguna á Kjarvalsstöðum. Þar viðraði hann skoðanir sínar um íslenska myndlist og konur. Hann segir: „Ég er algjörlega á móti full- yrðingu Sigurðar Nordals: Bók- menntirnar eru eina arfleifð vor, segir hann. En ég segi, það er ekki rétt. Ís- lensk listaarfleifð er miklu fjölbreytt- ari en það. Og það eru konurnar sem hafa skapað myndlist frá því að Ís- lendingar settust að hér á þessu landi. Eins og norskur sendiherra sagði eitt sinn: Myndlistin kom af hafi með önd- vegissúlunum.“ Og Hörður heldur áfram: „Ég er nú búinn að pæla mikið í þessu og get ekki séð annað en konurnar eigi stærstan hlut í myndlistararfleifð Ís- lendinga. En það hefur alltaf verið þagað um konurnar. Þetta liggur mér á hjarta og hefði ég verið yngri nú, þá hefði ég skrifað heila bók um þetta! Ég tek sem dæmi Ragnheiði Jóns- dóttur sem var seinasta kona Gísla biskups Þorlákssonar. Eftir hana er altarisklæði á Þjóðminjasafninu sem ég álít að sé eins gott og mynd eftir Þorvald Skúlason. Svo eru það dætur hans Páls Vídal- íns, með teppið um dyggðirnar. Gríð- arstór mynd sem er hreint meistara- verk.“ Hörður var afreksmaður á sviði rannsókna á íslenskri húsagerðarlist. Hann skipaði sér í röð merkustu listamanna þjóðarinnar á síðustu öld. Hann var einn besti og áhrifamesti kennari í sjónlistum sem við höfum átt. Hörður gerði kennsluna að list. Sem strákur var hann ákveðinn í að verða arkítekt fyrir hádegi og mynd- listarmaður eftir hádegi. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera samferða arkítektinum og myndlistarmanninum Herði Ágústs- syni. Við Jóhanna sendum fjölskyldu Harðar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Reykdal. Byggingararfleifð okkar Íslend- inga var lengst af lítils metin og talið að menningararfleifðin fælist fyrst og fremst í bókmenntum. Hörður Ágústsson varð til að snúa þessu við. Með sínum óbilandi áhuga á bygging- ararfleifðinni kom hann því til skila að hún væri líka mikils virði. Þetta gerði hann m.a. með ferðum sínum um landið sem hófust 1961 þegar hann grandskoðaði gömul hús með tilstyrk Vísindasjóðs. Ágrip af þeim rann- sóknum birtust jafnharðan í tímarit- inu Birtingi sem Hörður ritstýrði. Hörður var frábær myndlistar- maður sem skynjaði tengslin milli byggingarlistar og myndlistar, sem gerði honum einkar auðvelt að skil- greina hlutföll og fegurð gömlu húsanna. Á þeim tíma var hins vegar öll byggingararfleifðin í hættu vegna skilningsleysis. Hörður gagnrýndi þetta óvægilega í skrifum sínum. Áhugi og skrif Harðar urðu m.a. til þess að Húsafriðunarnefnd var sett á laggirnar1970 þar sem hann tók sæti og sat til ársins 1995. Fyrstu húsakönnun sem gerð var hér á landi 1967, við erfiðar aðstæður, vann Hörður ásamt Þorsteini Gunn- arssyni arkitekt, sem þá var nýkom- inn frá námi og fyrstur arkitekta með sérmenntun í endurgerð og viðgerð- um gamalla húsa. Niðurstöður þeirr- ar könnunar leiddu til varðveislu fjöldamargra húsa í Reykjavík og ýttu undir skilning á varðveislu húsa þótt enn væri langt í land. Síðar gerði Hörður húsakannanir á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Hörður stundaði skipulagðar rann- sóknir á íslenskri byggingarlist sam- fara kennslu í Myndlista- og handíða- skólanum þar sem hann tvinnaði saman myndlist og byggingarlist, sjónlistin var hans ær og kýr. Sam- fara þessu var hann helsti frum- kvöðull að vinnu viðgerða og endur- reisnar fjölmargra húsa, ekki síst kirkna víða um landið og ber sú vinna fagurt vitni um formskyn og litaval. Kom þar til m.a. hans gamli draumur sem barns að vera arkitekt fyrir há- degi en myndlistarmaður eftir há- degi. Verk og skrif Harðar eru svo mörg og fjölbreytileg að ekki er nokkur vegur að gera þeim skil hér. Það sem stendur hvað hæst í mínum huga er ritverk hans Íslensk byggingararf- leifð I og II sem Húsafriðunarnefnd gaf út árin 1998 og 2000. Þar segir frá hinni einstöku byggingarlistasögu Ís- lands ásamt varðveisluannál og tillög- um um áframhaldandi vinnu við varð- veislu byggingararfsins. Herði kynntist ég árið 1972 þegar verið var að berjast fyrir verndun Bernhöftstorfunnar í Reykjavík, en þar stóð hann í fararbroddi sem endranær og þegar Torfusamtökin voru stofnuð 1973 settist hann þar í stjórn. Síðast en ekki síst kynntist ég Herði eftir að ég hóf störf á vegum Húsafriðunarnefndar þar sem hann átti sæti. Hann var mér sem lærifaðir og félagi og aldrei stóð á hvatning- arorðunum. Ég spurði hann eitt sinn af hverju hann hefði hætt í myndlistinni. Það stóð ekki á svarinu: Ég var búinn að gera nóg í myndlistinni, þar gátu aðr- ir tekið við en áframhaldandi vinnu við varðveislu byggingararfsins taldi ég mikilvægari. Fyrir stuttu gerði Hörður sér ferð á skrifstofu Húsafriðunarnefndar þótt hann ætti nokkuð erfitt um gang. Skrifstofan var þá tiltölulega nýflutt í eldra hús við Suðurgötu í Reykjavík úr bráðabirgðahúsnæði. Hörður gladdist mikið yfir húsakynnunum og eins og ætíð leitaði hann frétta af starfseminni. Þegar honum voru sýnd dæmi um það sem áunnist hafði ný- lega gneistuðu augu gamla eldhugans af áhuga og ánægju. Farinn er frá okkur mikill lista- maður, fræðimaður og skeleggasti barráttumaðurinn fyrir varðveislu byggingararfsins. Minning hans mun lengi lifa. Fjölskyldunni sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Skúlason. Nú á haustdögum hittumst við bekkjarsystkini, er útskrifuðumst sem stúdentar úr Menntaskóla Reykjavíkur árið 1941. Þá bárust okkur þær fregnir, að látinn væri góð- ur bekkjarbróðir okkar, Hörður Ágústsson listmálari. Rifjuðust þá upp margar minningar frá skólaárum okkar. Á þeim tíma var ljóst að Hörð- ur var hagur teiknari, og kom okkur því ekki á óvart að hann skyldi leggja út á braut listanna að stúdentsprófi loknu. Eðlilega skilja leiðir manna, sem lenda í námi á fjarlægum slóðum og tileinka sér ólík verksvið. Samt lágu leiðir okkar Harðar oft saman og fjöl- skyldur okkar hafa tengst góðum vin- áttuböndum. Eftir stúdentspróf hóf Hörður nám í verkfræði við Háskóla Íslands, en lagði jafnframt stund á listnám í Handíðaskólanum um tveggja ára skeið. Að því loknu fór hann til frek- ara listnáms í Kaupmannahöfn og þaðan til Parísar, þar sem hann dvaldist við nám í sömu grein til árs- ins 1950. Á þessu skeiði fór hann einn- ig í skemmri námsferðir bæði til Ítal- íu og Englands. Eftir heimkomuna til Íslands gerðist Hörður kennari við Myndlistarskólann í Reykjavík og síðar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var hann skólastjóri þess skóla á árunum 1968-75. Hörður var jafnframt öðrum störf- um kunnur listmálari og hélt ýmsar sýningar á verkum sínum einn sér eða með öðrum, bæði hér á landi og er- lendis. Fyrr á þessu ári var haldin yfirlits- sýning á verkum Harðar að Kjarvals- stöðum. Höfðum við bekkjarbræður ánægju af að koma þangað og spjalla við listamanninn og virða fyrir okkur æviverk hans í listinni. Hörður var ekki aðeins merkur listamaður, heldur einnig afkastamik- ill rannsókna- og fræðimaður. Hann fór upp úr 1960 að gera úttektir á hús- um og ritaði þá margt um könnun sína á byggingargerð gamalla húsa hér á landi og flutti um það efni fjölda fyrirlestra. Hann var meðal braut- ryðjenda í að benda á varðveislugildi gamalla húsa og sat í stjórn Húsfrið- unarnefndar frá stofnun hennar. Hann var einnig formaður Hins ís- lenska fornleifafélags um áraskeið. Hörður var áhugasamur um að afla heimilda um ýmsa þætti í sögu ís- lenskrar húsagerðar. Ferðaðist hann í því sambandi víða um land til þess að kynna sér ástand og gerð eldri húsa. Skráði hann þau, mældi upp og varð- veitti mynd þeirra í teikningum, sem unnar voru af vísindalegri nákvæmni. Er þar meðal annars að finna upp- drætti að mörgum kirkjum víðsvegar um landið. Hann skráði síðan heild- arsögu íslenskrar húsagerðar. Þar benti Hörður á hvað Íslendingar voru í reynd færir húsbyggjendur þrátt fyrir lélegan efnivið í landinu og að á miðöldum hafi hér staðið stærri timb- urkirkjur en annars staðar á Norð- urlöndum. Hörður lagði sérstaka stund á að kanna sögu kirkjubygg- inga og leitaði víða fanga í ýmsum skráðum heimildum, allt frá kirkju- lýsingu úr hómelíubók til seinni tíma máldaga. Þessi gögn bar hann saman við niðurstöður af fornminjarann- sóknum. Merkasta viðfangsefni Harðar á því sviði er vafalaust í sam- bandi við rannsóknirnar á Skálholts- dómkirkju. Þá er mikinn fróðleik að finna um sögu íslenska torfbæjarins í gagnmerkri grein Harðar, sem birtist í fyrsta hefti Íslenskrar þjóðmenning- ar 1987. Honum er að þakka hvað vel tókst til með byggingu eftirlíkingar þjóðveldisbæjar, sem reist var í Þjórsárdal í tilefni þjóðhátíðar 1974 og er þar nú öllum sýnilegur og áþreifanlegur árangur af rannsókn- um á fornum húsakosti landsmanna á fyrri tímum. Er þar um að ræða merkilegt framtak er sýnir forna byggingarmenningu okkar, sem vert er að meta. Enn samdi Hörður merka grein um miðaldahúsakost lands- manna, sem birt var í einu hefti af Sögu Íslands, því IV. í röðinni. Studd- ist Hörður þar enn við fornleifarann- sóknir eða við ritaðar heimildir, svo sem Sturlungu, Biskupasögur, gögn um arfaskipti, virðingar og úttektir, og gerði á þeim samanburð við bygg- ingar í grannlöndum okkar. Tókst honum með þeim gögnum að lýsa því hvernig langgangabærinn þróaðist í kjölfar kólnandi veðurs og eyðingar skóga. Þar lýsir hann byggingarefni, smíði og gerð einstakra húsa hjá al- menningi en einnig húsakosti á höf- uðbólum, í klaustrum og á kirkjujörð- um. Enda þótt gögn séu af skornum skammti, húsin séu horfin og aðeins sé við að styðjast byggingabrot og óljósar grunnmyndir tókst Herði að draga upp glögga mynd af þróun húsagerðar hér á landi á þessum tíma. Á vegum Hins íslenska bókmennta- félags kom út merkilegt ritverk eftir Hörð Ágústsson, sem hann nefndi: „Dómsdagur og helgir menn á Hól- um“. Fjallaði hann þar um hinar fornu skagfirsku fjalir, er kenndar eru við bæina Bjarnastaðahlíð og Flatatungu og talið er að varðveiti leifar af býsanskri dómsdagsmynd. Benti Hörður á að þarna væri um að ræða forna myndskreytingu úr kirkju og taldi hann að byggingarleg tengsl væru á milli myndarinnar og Hóla- dómkirkju Jóns Ögmundssonar, sem reist var að öllum líkindum á fyrsta tug tólftu aldar. Vann Hörður þarna merkt fræðistarf af rökfestu og gagn- rýni. Fyrir allar þessar rannsóknir á þróun húsagerðar hér á landi fékk Hörður mikla viðurkenningu. Hann hlaut verðlaun Ásusjóðs Vísinda- félags Íslendinga árið 1989, bók- menntaverðlaun fékk hann tvívegis og var gerður heiðursdoktor við Há- skóla Íslands 1991. Við Sigrún sendum Sigríði eigin- konu Harðar og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur, Einnig flyt ég kveðjur frá samstúd- entum úr Menntaskóla Reykjavíkur. Sturla Friðriksson. Hörður Ágústsson, listamaður og fræðimaður, var einstaklega fjölhæf- ur og merkur maður. Hann skerpti mynd okkar af íslenskri menningu með rannsóknum sínum og fræði- störfum um leið og hann mótaði hana með listsköpun sinni og ritstörfum. Eftir hann liggja merk listaverk og afar umfangsmikil útgáfa árangurs- ríkra rannsókna á íslenskri bygging- ar- og menningarsögu. Hörður var af- kastamikill og vandaður fræðimaður, sem skilur eftir sig ævistarf sem seint verður þakkað. Ég kynntist Herði og fjölskyldu hans sem ung menntaskólastúlka. Þá ræddum við íslensk fræði og fannst mér mikið til þessa virðulega og fróða manns koma. Ég var stolt af því að þekkja Hörð Ágústsson þá og allar götur síðan. Sérstaklega vil ég þakka og minnast áhuga hans á rannsóknum mínum á fornleifum í Viðey. Við fór- um vandlega yfir skjallegar heimildir um húsagerð í Viðey, m.a. á vinnu- stofu hans sem bar merki hins mikla fræðimanns. Margir hafa án efa sömu sögu að segja um hinn gefandi fræði- mann, sem miðlaði og styrkti einnig verkefni annarra ekki síður en sín eig- in. Einnig vil ég þakka honum jákvæð viðbrögð og gagnlegar athugasemdir við nýjar sýningar Þjóðminjasafns Ís- lands. Viðbrögð hans voru okkur sem við Þjóðminjasafnið starfa mikil hvatning og veganesti. Það ber að þakka. Starf Harðar á sviði íslenskrar menningarsögu er afar umfangsmik- ið. Hann er einn af okkar merkari fræðimönnum og er þáttur hans í ís- lenskri þjóðminjavörslu ómetanlegur. Framlag hans verður ávallt innlegg í varðveislustarf og stöðug uppspretta nýrrar þekkingar á íslenskri menn- ingarsögu. Ég vil votta fjölskyldu Harðar Ágústssonar samúð mína og fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands þakka ég hans stórmerka framlag til þjóð- minjavörslu og rannsókna á íslenskri menningarsögu. Heiðruð sé minning Harðar Ágústssonar. Með vinarkveðju, Margrét Hallgrímsdóttir. Nú fækkar þeim ört, þeim svip- miklu einstaklingum sem geystust fram á vettvang menningarinnar í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari, staðráðnir í að hnika íslensku sam- Kveðja frá Sambandi ís- lenskra myndlistarmanna Samband íslenskra mynd- listarmanna vottar Herði Ágústssyni virðingu sína, þakkar honum eljusamt starf í þágu myndlistar á Íslandi og sendir fjölskyldu hans samúð- arkveðjur. F. h. SÍM, Áslaug Thorlacius, formaður. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.