Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.09.2005, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Bessi Bjarnason var einn af máttarstólpum Þjóðleikhússins í hálfa öld, eða allt frá því að húsið opnaði árið 1950. Hann var hæfileikaríkur og gjöfull sem lista- maður auk þess sem hann var gædd- ur þeim einstaka hæfileika að koma fólki í gott skap. Sem leikari og sviðs- listamaður var hann snillingur í að fanga augnablikið og ná milliliða- lausu sambandi við áhorfendur sína. Hann „átti salinn“ þegar hann birtist og leikhúsgaldurinn varð sjaldan áhrifameiri en einmitt þegar Bessi fór á kostum. Sem barn kynntist ég Bessa í gegnum hlutverk hans í barnaleikrit- um, eins og sjálfsagt flestir Íslend- ingar sem komnir eru til vits og ára. Bessi er í mínu barnsminni tákn- mynd alls þess sem var skemmtilegt í leikhúsinu og alltaf fannst mér hann vera vinur minn, hvort sem hann birtist mér sem Mikki refur, Jónatan ræningi, Fuglahræða, Kláus eða kóngur. Ég veit að ég er ekki ein um það að minnast Bessa með þakklæti fyrri allar gleðistundirnar sem hann veitti mér sem barni. Hann lagði svo sann- arlega sitt af mörkum til að opna æv- intýraheim leikhússins fyrir uppvax- andi kynslóðum í þessu landi. Áratugum saman heillaði hann litlar sálir í leikhúsinu og fyrir það verður hann elskaður og dáður svo lengi sem menn muna. En Bessi var ekki bara átrúnaðar- goð ungu kynslóðarinnar, hann var drifkraftur í mörgum af vinsælustu sýningum Þjóðleikhússins í gegnum árin, gamanleikir og söngleikir voru auðvitað hans sérsvið, þar nutu hæfi- leikar hans og hin bráðfyndna og gal- gopalega radd- og líkamstjáning sín til hins ýtrasta, en Bessi átti svo sannarlega líka til dýpt og trúnað við myrkari svið mannssálarinnar. Hann skilaði dramatískum hlutverkum af BESSI BJARNASON ✝ Bessi Bjarnasonleikari fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1930. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 12. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 20. september. einstöku næmi og til- finningu fyrir þeirri baráttu sem óhjá- kvæmilega fylgir því á stundum að lifa. Bessi var í raun jafnvígur á gleði og harm sem er ákaflega sjaldgæfur hæfileiki. Mér líður seint úr minni hve túlkun hans á syninum í Heims um ból á móti Guðbjörgu Þorbjarnardóttur snart mig djúpt. Sem leikkona naut ég þeirra forréttinda að kynnast Bessa sem samstarfsfélaga og það kom mér síst á óvart að þar fór ein- staklega ljúfur og elskulegur maður. Bessi kom fyrst fram sem leiklist- arnemi í einni af opnunarsýningum Þjóðleikhússins, Íslandsklukkunni árið 1950, og lék hér síðast árið 2000 í Draumi á Jónsmessunótt, 50 ára af- mælissýningu leikhússins. Hlutverk Bessa við Þjóðleikhúsið voru mörg og fjölbreytt, en þau urðu um 160 talsins. Bessi fór með aðalhlutverk í mörgum barnaleikritum Þjóðleik- hússins, meðal annars í Litla-Kláusi og Stóra-Kláusi, Dýrunum í Hálsa- skógi og Kardemommubænum. Meðal annarra burðarhlutverka hans við leikhúsið eru Gvendur smali í Skugga-Sveini, Cliff í Horfðu reiður um öxl, Mick í Húsverðinum, her- maðurinn í Andorra, Gvendur á Búr- felli í Pilti og stúlku, Christopher Mahon í Lukkuriddaranum, leikar- inn í Náttbólinu, Gústaf í Hvernig er heilsan, Argan í Ímyndunarveikinni, Harpagon í Aurasálinni, George í Á sama tíma að ári og Baddi í Bílaverk- stæði Badda. Hann fór með aðalhlut- verk í mörgum söngleikjum, lék meðal annars skemmtistjórann í Kabarett, titilhlutverkið í Gusti og Natan Detroit í Gæjum og píum. Meðal síðustu hlutverka Bessa við Þjóðleikhúsið voru Hallur Fengel í Þreki og tárum, Sam í Kirkjugarðs- klúbbnum og Guðjón Ísdal í Manni í mislitum sokkum. Hann setti einnig mark sitt á ís- lenskar kvikmyndir og sjónvarp, kom fram á skemmtikvöldum og sinnti trúnaðarstörfum fyrir sína stétt. Bessi var einstakur listamaður og einstakur samstarfsfélagi. Hann var elskaður og dáður af öllum sem nutu þess að kynnast honum í leik og starfi. Fyrir hönd Þjóðleikhússins þakka ég Bessa sitt gjöfula og gleðiríka lífs- starf og votta eftirlifandi eiginkonu hans, Margréti Guðmundsdóttur, innilega samúð. Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri. Örlæti er það orð sem fyrst kemur upp í hugann þegar minnst er góðs vinar og listamanns, starfsfélaga í áratugi, Bessa Bjarnasonar. Í 50 ár hefur hann gefið þjóðinni ríkulegar gjafir á sinn einstaka hátt. Og hann á eftir að halda því áfram. Sem betur fer hefur ýmislegt varð- veist og er löngu orðið sígilt. Hann var engum líkur. Þó hann sé svo snögglega horfinn á braut er engin hætta á að við gleymum lífsgleðinni, kraftinum og gamanseminni sem geislaði frá honum á sviðinu. Og ekki heldur djúpum einlægum tilfinning- um sem brutust fram í alvarlegri hlutverkum. Og þá ekki manninum sjálfum. Ungur drengur varð ekki samur eftir heimsóknir inn í töfraheim Þjóðleikhússins. Barnaleikritin og Bessi. Litli Kláus, Aldinborinn og Gvendur smali í Skugga Sveini. Seinna Jónatan, Mikki refur og enn síðar Húsvörðurinn og Stöðvið heim- inn. Allt gat hann gert. Hann var stjarnan. Og einn daginn stendur ungur leiklistarnemi á Stóra sviði Þjóðleik- hússins fyrir framan 660 áhorfendur og hálfa sinfóníuhljómsveitina í gryfjunni. „Undranna undur, furðulegast furðuverk“. Þetta upphaf á söng klæðskerans í Fiðlaranum á þakinu, klingir enn í kolli mér. Það var undr- anna undur, að strákurinn skyldi fá stórt hlutverk í söngleiknum. Þjóð- leikhússtjóri hafði ætlað vinsælasta gamanleikara þjóðarinnar hlutverk- ið, en erlendum leikstjóra fannst strákurinn passa betur í pasturslít- inn klæðskerann. Bessi varð fyrstur til þess að óska mér til hamingju með hnossið, hann var innilega glaður fyrir mína hönd og gaf mér góð ráð. Þannig hófust okkar kynni. Við lékum saman, ég Litla Kláus og hann þann Stóra. Á einni sýning- unni var ég hætt kominn. Á meðan Stóri Kláus (Bessi) skreppur inn í kirkjuna, hendist Litli Kláus um sviðið í strigapoka sem bundið er fyr- ir. Ég missi áttanna og stefni beint að djúpri hljómsveitargryfjunni. Af ein- hverju óskiljanlegu snarræði ryðst Stóri Kláus út úr kirkjunni fram á sviðið og nær tökum á pokanum þar sem hann rambar á barmi gryfjunn- ar. Bessi og Magga voru leikararnir í fyrstu sýningunni sem ég leikstýrði í Þjóðleikhúsinu og í mörgum sýning- um síðar. Ég hef alltaf litið á það sem forréttindi að fá að vinna með slíkum snillingum. Aldrei heyrði ég Bessa hallmæla nokkurri manneskju, hann var lítil- látur og hæverskur, stundum eins og feiminn. En alltaf hörkuduglegur, út- sjónarsamur og glettnin söm við sig. „Strákar, veriði góðir við litlu stelpurnar í ballettinum, þær stækka,“ sagði hann einhvern tíma við okkur ungu leikarana þegar við vorum að agnúast út í listdansskóla- stelpurnar, á meðan skólinn var til húsa í Þjóðleikhúsinu. Bílaverkstæði Badda varð okkur mikið ævintýri. 150 sýningar, leik- ferð um allt land og til útlanda. Þar sýndi Bessi allar sínar bestu hliðar í hlutverki Badda. Og það var ekki leiðinlegt að geta smellt þeim saman á svið, vinunum Gunnari og Bessa í Þreki og tárum undir lok leikferils Bessa. Á Þingvöllum hafa þau Bessi og Magga breytt hrjóstrugum mel í fal- legan sælureit. Þar mun hann blómgast áfram sem tákn um fallegt samband tveggja listamanna, sem árum sam- an hafa auðgað líf okkar með list sinni og mannlegri hlýju. Þórhallur Sigurðsson. Í minningarbók mína frá V.Í. 1949 er skrifað „Mundu Lása ég man Jobba“. Þetta var eftir að við Bessi lékum saman í leikritinu „Lási trúlof- ast“. Hann bjargaði stykki þessu al- veg með uppátækjum sínum. Þetta var upphafið á leikferli Bessa en upp- hafið og endir á mínum. Það er erfitt að skrifa um þjóð- þekktan mann, en mín kynni voru á öðrum vettvangi. Það var einmitt eft- ir afmælisveislu hjá Bessa að við skólafélagarnir ákváðum að hittast reglulega, sem við höfum síðan gert í áratugi. Það léttist andrúmsloftið á fund- unum eftir að Bessi mætti. Það var honum eðlislægt að koma með at- hugasemdir, sem létti mönnum skap. Ég þakka samfylgdina öll þessi ár og sendi innilegar samúðarkveðjur til Margrétar, barna og fjölskyldna þeirra. „Ég man Lása.“ Þorvaldur Tryggvason. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og mágkona, INGA INGÓLFSDÓTTIR, Núpalind 6, Kópavogi, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hring- braut fimmtudaginn 15. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudag- inn 23. september kl. 13.00. Gunnlaugur Guðmundsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Heimir Gunnlaugsson, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Egill Gunnar Ingólfsson, Kristrún Gunnarsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞURÍÐUR MARGRÉT GEORGSDÓTTIR lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi mánudag- inn 19. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 3. október kl. 13:00. Páll Róbert Óskarsson, Fjóla Margrét Róbertsdótir, Ingólfur Jóhannesson, Jósef Agnar Róbertsson, Ethel Orongan, Jóhannes Esra Ingólfsson, Róbert Elí Ingólfsson, Tanya Rós Jósefsdóttir, Margrét Ísabel Jósefsdóttir Orongan. Bróðir okkar, VIGFÚS SIGURÐSSON frá Brúnum, Hólavangi 3, Hellu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 18. september. Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Sigmundsson, Halldóra Sigmundsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, síðast til heimils á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, (Árskógum 2, Reykjavík), lést sunnudaginn 18. september. Útförin verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 23. september kl. 13:00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Ásgerður Þórðardóttir, Gunnar Karlsson, Guðlaug Þórðardóttir, Friðgeir Sörlason, Þórður Víkingur, Guðlaug, Kristín Þórunn, Gunnar Karl, Guðmundur Birgir, Þórður Hjalti og langömmubörn. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞORSTEINN GUNNAR GUÐMUNDSSON frá Króksstöðum, lést á heimili sínu laugardaginn 17. september. Hann verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju mánudaginn 26. september kl. 15:00. Kristín Einarsdóttir, Einar Valur Gunnarsson, Guðrún Ásta Gunnarsdóttir, Ingibjörn Pálmar Gunnarsson, Berglind Rós Gunnarsdóttir, Skúli Arnar Gunnarsson, Ingibjörg Eggertsdóttir, Eggert Rúnar Bergmann, Gunnhildur Vigdís Þorsteinsdóttir og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.