Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING Jensína Egilsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. september 1905 og ólst þar upp. Foreldr- ar hennar voru Egill Guðmundsson (f. 1881, d. 1963) sjómaður og kona hans Þórunn Einarsdóttir (f.1885, d.1947). Jensína gekk í Húsmæðraskólann á Ísafirði 1926, stundaði söngnám í Reykjavík hjá Sigurði Birkis og Jóhönnu Johnsen og nam leiklist hjá Soffíu Guðlaugsdóttur. Hún rak um tíma blómaverslun í Hafnarfirði og á efri árum sínum var hún matráðskona í sumarafleysingum hjá Hafnarfjarð- arbæ. Jensína söng með ýmsum kórum, lengst með kór Fríkirkjunn- ar í Hafnarfirði 1915–1968, einnig með kór Morgunstjörnunnar, Tón- listafélagskór dr. Victors Urbancic og Söngfélaginu Hörpu. Hún starf- aði í Góðtemplarareglunni frá 1912 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um. Hún lék á sviði með Morgun- stjörnunni, Vorboðanum og Leik- félagi Hafnarfjarðar. Hún lést 5. júní árið 1991. Jensína giftist 27. september 1925 Gísla Sigurgeirssyni (f. 1893, d. 1980), verkstjóra í Hafnarfirði. For- eldrar Gísla voru Sigurgeir Gíslason (f. 1868, d. 1952) og Marín Jóns- dóttir (f. 1865, d. 1953). Börn Jens- ínu og Gísla eru Sigurgeir (f. 1925, d. 2003), Jensína Ólína (f. 1926), Marín (f. 1928, dáin sama ár), Guðrún (f. 1929), Marín (f. 1934), Þórunn Agla (f. 1935) og Jón Þór (f. 1938, d. 1939). Systkini Jensínu voru Sigríður (f. 1906, d. 1950), Guðmundur, loft- skeytamaður, (f. 1909, d. 1987), Ein- ar, skrifstofumaður hjá Reykjavík- urborg (f. 1910, d. 1999), Gunnþórunn, kaupmaður í Hafnar- firði, (f. 1911, d. 1999), Nanna, söng- kennari í Reykjavík (f. 1914, d. 1979), Svanhvít, prófessor í Tónlist- arháskólanum í Vínarborg (f. 1914, d. 1998), Gísli Jón, kaupmaður í Hafnarfirði (f. 1921, d. 1978), og Ing- ólfur, rakari í Garðabæ (f. 1923, d. 1988). Á heimili mínu á Strandgötu 19 í Hafnarfirði var gaman að alast upp. Þar réð ríkjum móðir mín, Jensína Egilsdóttir, með sinn stóra hug og hlýja hjarta. Húsið var reisulegt, á þremur hæðum með góðu útsýni úr stofunni yfir höfnina og mannlífið í miðbænum. Þar var ávallt mikill gestagangur, spjallað, sagðar sögur, hlegið og sungið. Allir voru vel- komnir í hennar hús og kom móðir mín til dyranna eins og hún var klædd. Hún átti það jafnvel til að kalla fólk inn af götunni ef henni sýndist svo og má í því sambandi minnast atviks þegar hún kallaði lögreglulið bæjarins frá skyldustörf- JENSÍNA EGILSDÓTTIR um og bauð því inn í hlýjuna á köldu þrett- ándakvöldi. Móðir mín bjó yfir þeim einstaka hæfi- leika að gera gott úr öllu. Hún var skap- andi og hugmyndarík og leysti mörg erfið vandamál með skondnum lausnum svo spaugilegu hlið- arnar blöstu við og verða öllum ógleym- anlegar. Ein er sú saga af læknisheim- sókn frá efri árum, að læknirinn, sem er músíkalskur maður, settist með henni við flygilinn að aflokinni vitjun og saman tóku þau lagið. Ekki var hægt að finna betri lækn- ingu en sönginn. Á gamlársdag árið 1942 brann heimili okkar á Strandgötu 19. Þá reyndi mjög á móður mína og tók hún því áfalli af æðruleysi. Hún var sú persóna sem er öðrum stuðning- ur í neyð. Hún tók þroskaheftan mann í fóstur, Sigurvin Guðmunds- son, þá aðeins 21 árs gömul og eftir að hann var kominn inn á heimili okkar, í skjól móður minnar, vildi hann hvergi annars staðar vera og bjó þar til æviloka. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði tengdist um langa hríð heimilishaldinu á Strandgötu 19. Þangað komu prestarnir fyrir og eftir messur, söfnuðurinn og kirkju- kórinn í kaffi, til skrafs og ráðagerða og til að syngja. Að lokum birtist mér myndin af mömmu, sitjandi við flygilinn að morgni dags með pabba sér við hlið, þau eru orðin fullorðin og ein saman, hún spilar nóturnar og saman syngja þau fallega morgunsálminn: Hin mæta morgunstundin/minnir fyrst á þig/sem væran veittir blund- inn/og vörð hélst kringum mig./ Hvað er ég, guð minn, þess að þér/ svo þóknast enn að líkna mér? Guðrún Gísladóttir. Nú er hugur minn heima á Strandgötu 19 því móðir mín hefði orðið 100 ára hinn 21. september. Minningar æskuáranna eru dásam- legar og þær renna ljóslifandi upp. Móðir mín var fjölhæf kona og opin persóna, með fallega söngrödd. Hún var kraftakona, framkvæmdi allt sjálf, smíðaði og saumaði, bauð til veislu og rétti fram hjálparhönd. Hún var trúuð kona og félagslynd og hús hennar stóð opið gestum og gangandi. Ég minnist lifandi heimilis, hversu allir voru velkomnir í hennar hús og þá var líka leyfilegt að koma í þeim eina tilgangi að fylgjast með hátíðahöldum í miðbæ Hafnarfjarð- ar út um stofugluggana á Strand- götu 19. Á eftir var sungið og leikið á píanó. Ég minnist hvernig hún klæddi okkur yngstu systurnar, mig og Marínu. Hún saumaði fötin okkar á sama hátt og valdi að hafa mig í rauðum lit en Marínu í bláum. Svo bjó hún líka til vöggur og dúkkur að setja í og hár þeirra var úr gæru- skinni. Ég minnist bænanna hennar, morgunbænarinnar, Nú er ég klæddur og kominn á ról, og kvöld- bænarinnar, Nú legg ég augun aft- ur. Ég minnist þess hversu vel hún tók á móti vinkonum mínum, hvern- ig við fengum að leika okkur og vera börn og unglingar. Allir nutu gest- risni hennar og hún galdraði fram veislumat úr litlu efni og þrátt fyrir að hún hefði ekki alltaf mikið á milli handanna vorum við systkinin alltaf sæt og fín. Það var ekki að ástæðu- lausu sem vinkonur mínar kölluðu Strandgötu 19 skemmtilegasta hús í Hafnarfirði. Nú hef ég samanlagt búið í 48 ár í Bandaríkjunum og ég minnist þess reglulega hvaðan ég kem. Ég sæki minningarnar meðal annars í bréfa- safnið mitt en ég fékk vikulegan póst frá foreldrum mínum, á meðan þau lifðu, alltaf á fimmtudögum sem innihélt fréttir að heiman. Slíkt er vegarnesti mitt. Móðir mín kenndi mér að vera góð móðir og góð kona og börnin mín þrjú og barnabörn hafa vonandi öll fengið sinn skerf af þeirri þekkingu. Guð blessi minningu hennar. Þórunn Agla Gísladóttir Goff. Fjórtán ár eru nú liðin frá því að Sína kvaddi og minningarnar streyma fram. Fyrst man ég hana þegar ég var lítil telpa, 1935 eða 1936. Þá var fluttur helgileikur í Frí- kirkjunni á aðventu jóla. Lóa frænka bauð okkur systkinunum, því við vorum í þjóðkirkjunni. Ég gleymi því aldrei þegar við komum inn í þessa fallegu kirkju. Þá voru gardínur úr þunnu hvítu efni alveg upp í loft og niður á gólf, festar rauðar rósir á faldinn, dregið saman með böndum sitt hvorum megin og í miðjum kór stóð jatan með Jesúbarninu. María sat í bláum kyrtli og andlitið var svo blítt og fal- legt. Mér fannst ég vera komin í fjárhúsið. Þá var byrjað að syngja sterkri og stórri röddu. Það var Sína og ég varð alveg uppnumin, allt var svo fallegt. Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að kynnast þessari konu og tengjast henni sterkum böndum. Næst þegar við hittumst, árið 1947, var ég trúlofuð Gísla Jóni, bróður hennar. Einhverra hluta vegna var ég ekki óskamágkona. Það var eitthvert ættarþref en við Gísli Jón giftum okkur og hún sat uppi með mig í fjölskyldu. En þegar ég var komin inn í fjölskylduna tók hún mér vel og átti eftir að verða mér afar kær. Ég heillaðist líka fljótt af þessu fjörmikla fólki sem var dálítið öðruvísi en ég átti að venjast. Upp á öll afmæli var haldið með söng og gleði. Eftir að hlað- borði af kökum var rennt ljúflega niður með kaffi, stóðu allir upp, röð- uðu sér við hljóðfærið og sungu í öll- um röddum, sálma og ættjarðarlög og hvers konar músík. Við Sína áttum margt sameigin- legt, báðar söngelskar og fengum aldrei nóg. Við vorum mikið fyrir blóm og garðyrkju og var hún alltaf til staðar þegar ég var að útbúa rós- irnar mínar og skreyta. Hún kom þá um miðnætti. Henni fannst svo gam- an og ég var hjálpinni fegin. Á sumr- in áttum við líka góða samveru. Sína bjó út kaffi á brúsa og meðlæti og ég keyrði bílinn. Svo fórum við inn í Heiðmörk og fundum okkur laut í góðu veðri. Þessi vinskapur óx með árunum og eftir að við urðum einar var það oft sem Sína dvaldi hjá mér og fjölskyldu minni á hátíðisdögum. Og hún gisti einnig oft á köldum vetrarkvöldum og við létum okkur líða vel og töluðum um allt fjörið sem við höfðum tekið þátt í. Ég sakna þessarar góðu vinkonu minn- ar, heimilis hennar á Strandgötu 19, alls myndarskaparins og gleðinnar sem þar ríkti. Ég þakka henni fyrir allt. Guð geymi minningu Jensínu Egilsdóttur. Sigrún Þorleifsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÁRMANNS HÖSKULDSSONAR múrarameistara, Blikahólum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð C, Sóltúni. Elísabet Sigurðardóttir, Málmfríður Sigurðardóttir, Þorkell Árnason, Kjartan Tómasson, Soffía Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, KRISTJÁN HELGASON fyrrv. umdæmisstjóri hjá Pósti og síma, Birkimel 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 10. september sl. Útför hans fór fram í kyrrþey. Kristín Ólafsdóttir, Kristín Björg Kristjánsdóttir, Helga Sigrún Kristjánsdóttir, Ásta Sigríður Kristjánsdóttir, Hörður Helgi Tryggvason, Kristján Tryggvason, Ásthildur Kristín Tryggvadóttir. Útför systur minnar og mágkonu, GRÓU SÓLBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Stóra-Sandfelli, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. september kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknar- stofnanir. Jóna Kristbjörg Jónsdóttir, Magnús Stefánsson. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, MATTHILDAR SIGURÐARDÓTTUR frá Hraunteigi í Grindavík. Bjarni Ágústsson, Karen Pétursdóttir, Ólafur Ágútsson, Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Óskarsson, Hallbera Ágústsdóttir, Guðmundur Finnsson, Bára Ágústsdóttir, Jens Óskarsson, Alda Ágústsdóttir, Kári Hartmannsson, Ása Ágústsdóttir, Guðmundur Lárusson, Þórdís Ágústsdóttir, Marteinn Karlsson, Sigríður Ágústsdóttir, Sigurjón Jónsson, Sigurður Ágústsson, Albína Unndórsdóttir, Hrönn Ágústsdóttir, Þorsteinn Óskarsson, Bylgja Ágústsdóttir, Walter Borgar, Sv. Ægir Ágústsson, Sólveig Sveinsdóttir, Sjöfn Ágústsdóttir, Finnbogi Þorsteinsson og ömmubörnin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDÍNA INGVARSDÓTTIR frá Höfða, Vallarbraut 2, Ytri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstu- daginn 23. september kl. 14.00. Ólafur I. Kristjánsson, Sjöfn Kristjánsdóttir, Óskar Hermannsson, Sigurgeir Kristjánsson, Pálína Gísladóttir, Kristján Kristjánsson, Þóra Harðardóttir, Edda Kristjánsdóttir, Viðar Kristjánsson, Sigríður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær unnusta mín, dóttir okkar, systir, dóttur- dóttir, tengdadóttir og mágkona, ANNA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Björtuhlíð 8, Mosfellsbæ, sem varð bráðkvödd þriðjudaginn 13. september, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 23. september kl. 15.00. Ólafur Jónsson, Elín S. Bragadóttir, Guðmundur Konráðsson, Konráð Guðmundsson, Ingi Steinn Guðmundsson, Bragi Þór Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Andri Ísak Bragason, Dóra Halldórsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Anna Sigríður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.