Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 36

Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn TIL AÐ LÆKNA VEIKINDI Í FJÖLSKYLDUNNI... ÞÁ SKALTU BAÐA VIÐKOMANDI OG SKVETTA SVO BAÐVATNINU Á HEIMILISKÖTTINN ÞEIR BERA ENGA VIRÐINGU FYRIR MÉR SLÉTTUHUNDAR ERU AÐ KOMAST AFTUR Í TÍSKU HÉR KEMUR SIGGA. ÉG ÆTLA AÐ FLEYGJA Í HANA KÖNGLI HVERNIG VAR Í PARÍS? ÞAÐ ER GOTT AÐVITA, AÐ HANN GETUR LÆRT ERLEND TUNGUMÁL... TIL AÐ DRAGA ÚR SMIT- HÆTTU, ÞÁ ER MIKILVÆGT AÐ ÞVO HENDURNAR REGLULEGA ÉG HELD AÐ ÞETTA EIGI EKKI VIÐ KETTI! ÞÁ ER UMRÆÐUNUM LOKIÐ OG KOMINN TÍMI TIL AÐ GREIÐA ATKVÆÐI HVERJIR STYÐJA LEIGU- SALANN? SLÆMT FLÝJUM! BÍDDU BARA ÞANGAÐ TIL HANN KEMUR NÆR. ÉG SKAL SJÁ UM HANN HAFÐU FREKAR ÁHYGGJUR AF MÉR EN SVO VIRÐIST SEM ÞESSI ÞRJÓTUR GETI EKKI BEÐIÐ MJÖG LENGI... GLÆSILEGT, ÞETTA VIRÐIST VERA AUÐLEYST MÁL. BRÁÐUM KEMST ÉG HEIM ÞAÐ ER OF SEINT. KÓNGULÓARMAÐURINN ER KOMINN! Dagbók Í dag er miðvikudagur 21. september, 264. dagur árs- ins 2005 Víkverji hefur veriðslæmur í baki að undanförnu og staðið frammi fyrir því að vita ekkert hvert hann eigi að leita sér hjálpar eft- ir að heimilislæknirinn gaf hann upp á bátinn. Hvar er að finna upplýsingar um sjúkraþjálfara sem hafa sérhæft sig í bak- verkjum? Hvernig vel- ur maður sér sjúkra- þjálfara? Eða á Víkverji frekar að fara í nudd og tala svo við höfuðbeina- og spjald- hryggjarsérfræðing? Kannski er málið að fara í göngu- greiningu eða stunda sund og stafa- göngu? Ætti hann að fara í tækjasal eða í jógatíma eða splæsa í einka- þjálfun? Það eru alltof margir mögu- leikar í boði og nú er komið að því að fara að taka ákvörðun. Víkverji er viss um að það er markaður fyrir ráðgjafa sem taka að sér svona rata eins og hann og hjálpa honum að finna réttu leiðina í átt að betra baki í þessu tilfelli. x x x Hvað hafa fjórtán til fimmtán árabörn að gera úti eftir klukkan tólf á kvöldin nú þegar það er orðið dimmt? Víkverji veltir þessu fyrir sér þessa dagana þar sem hann sér að krakkar á þessum aldri eru úti í hópum langt fram yfir mið- nætti, aðallega á föstu- dags- og laugardags- kvöldum. Hann skilur ekki hvers vegna for- eldrar leyfa börnum sínum að leita uppi partí á þessum aldri, hanga niðri í bæ eða á skólalóðum í kolniða- myrkri. Þegar börnin nota rök eins og að „allir fái að vera lengur úti en ég“ þá er nauðsynlegt að foreldrar tali sam- an. Fundi hreinlega og finni út hvað sé í gangi hjá vinunum – en fái þær upplýsingar beint frá foreldrum. Það er nauðsynlegt að standa saman í að virða útivistartíma sem er klukkan tíu á virkum dögum og tólf um helgar. Ef þessum reglum er fylgt þá sporna foreldrar við ung- lingadrykkju, reykingum og öðrum vandamálum sem fylgja því að vera án eftirlits úti langt fram eftir nóttu. Unglingar hafa ekkert að gera úti í kolniðamyrkri. Svo einfalt er það að mati Víkverja. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is   Höfðaborg | Þessi risavaxni kolkrabbaflugdreki var meðal keppenda á tí- unda alþjóðlega flugdrekamótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku á dögunum. Þúsundir borgarbúa sóttu mótið sem stóð í tvo daga og fylgdust með drekum liða frá Suður-Afríku, Þýskalandi og Malasíu etja kappi. Reuters Fljúgandi kolkrabbi MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. (Fil. 2, 3.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.