Morgunblaðið - 21.09.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 37
DAGBÓK
Svæðaskrifstofur um málefni fatlaðra haldaárlegan haustfund sinn 22.–23. sept-ember í ráðstefnuaðstöðunni í Gull-hömrum í Grafarholti og segir Sveina
Berglind Jónsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og þróun-
arsviðs Svæðaskrifstofu málefna fatlaðra á
Reykjanesi að meginmarkmið ráðstefnunnar er
að tengja saman rannsóknir á sviði fötlunarfræða
og fötlunarþjónustu.
„Við leggjum áherslu á að skoða hvernig við
getum nýtt rannsóknir fræðimanna á sviðinu og
reynslu þeirra sem starfa að málefnum fatlaðra til
þess að bæta gæðin í þjónustunni. Flestir fyrirles-
arar ráðstefnunnar eru Íslendingar sem unnið
hafa að fötlunarrannsóknum á síðustu misserum
og eru að kynna niðurstöður sínar. Bæði eru það
fræðimenn frá Háskóla Íslands og Kennarahá-
skólanum, nemendur þeirra og starfsfólk sem
vinnur við fötlunarþjónustu. Auk íslensku fyr-
irlesaranna mun erlendur fyrirlesari, Christie
Lynch, sem unnið hefur mikið frumkvöðlastarf í
atvinnu með stuðningi kynna framsæknar hug-
myndir um atvinnuþátttöku fatlaðra. Efni ráð-
stefnunnar verður því mjög fjölbreytt og má sem
dæmi um það nefna að kynntar verða niðurstöður
þjónustukönnunar sem gerð var á meðal allra sem
búa á heimilum með sólarhringsþjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu, velt verður upp siðferðilegum
vangaveltum um lífsrétt fyrirbura, notkunargildi
atferlismótunar í leikskólaumhverfi og rannsóknir
á lífssögum fólks með andlegar fatlanir verða
kynntar.“
Standa íslenskir fræðimenn sig vel í rann-
sóknum á þessu sviði?
„Já, það er óhætt að segja að þeir standi sig
mjög vel. Undanfarin ár hefur orðið mikil vakning
á mikilvægi hagnýtra rannsókna í málefnum fatl-
aðra og með þessari ráðstefnu viljum við vekja at-
hygli á ómetanlegu framlagi þessara fræðimanna
til fötlunarþjónustu. Í ár var ákveðið að hafa ann-
að snið á þessum haustfundi og bjóða uppá ráð-
stefnu þar sem ekki eingöngu starfsmenn Svæð-
isskrifstofa koma saman heldur allir sem áhuga
hafa á málefnum fatlaðra, þ.e. starfsmenn, fræði-
menn, þjónustunotendur, aðstandendur, stjórn-
málamenn og fleiri. Ástæða þessarar áherslu-
breytingar er sú mikla gróska sem verið hefur í
fötlunarrannsóknum undanfarið. Fatlaðir eiga
rétt á að lifa tilgangsríku og sjálfstæðu lífi með
fötlun sinni og vera virkir þátttakendur í íslensku
samfélagi. Orðið fötlunarþjónusta hefur ekki áður
verið notað yfir þessa þjónustu en sérstaða henn-
ar er m.a. sterk meðvitund um virðingu fyrir þjón-
ustunotandanum, ábyrgð og fagmennsku í starfi,“
sagði Sveina Berglind.
Fatlaðir | Sviðsstjóri Svæðaskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi
Vakning á mikilvægi rannsókna
Sveina Berglind
Jónsdóttir er fædd í
Reykjavík og lauk B.A.-
prófi í sálfræði frá Há-
skóla Íslands vorið
2001 og meistaranámi í
vinnusálfræði frá Uni-
versity of Westminster
í London haustið 2002.
Sveina Berglind hefur
unnið að málefnum
fatlaðra síðastliðin tíu
ár, fyrst með námi og í
sumarvinnu hjá Svæðisskrifstofu Reykjavíkur
en síðastliðin þrjú ár hjá Svæðisskrifstofu
Reykjaness sem sviðsstjóri á Fræðslu- og
þróunarsviði. Hákon Davíð Halldórsson er eig-
inmaður Sveinu.
Augnablik!
Norður
♠2
♥1084 A/NS
♦Á1032
♣DG962
Vestur
♠10983
♥ÁKD72
♦G6
♣84
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 4 tíglar 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur tekur þrjá fyrstu slagina á
ÁKD í hjarta í vörn gegn fjórum spöð-
um suðurs. Austur fylgir tvisvar, en
kallar í tígli í þriðja háhjartað.
Hverju á vestur að spila í fjórða slag?
Ef makker á svo mikið sem sjöuna
staka í trompi dugir að spila hjarta og
uppfæra spaðatíuna. Þessi vörn virðist
sjálfsögð, því það er greinilega ekkert
upp úr því að hafa að spila tígli og ekki
sá makker ástæðu til að kalla í laufinu.
En við skulum staldra aðeins við.
Hvers vegna kallar austur í tígli?
Norður
♠2
♥1084
♦Á1032
♣DG962
Vestur Austur
♠10983 ♠--
♥ÁKD72 ♥63
♦G6 ♦KD98754
♣84 ♣K1073
Suður
♠ÁKDG7654
♥G95
♦--
♣Á5
Kannski er austur að vara við hinni
augljósu vörn – hann sér að það er
freistandi fyrir vestur að spila hjarta
áfram og er að reyna að hindra það með
því að kalla í tígli.
En vestur spilar auðvitað ekki tígli,
heldur trompi og tryggir vörninni þar
með slag á laufkóng í lokin.
Þetta er vörn í hæsta gæðaflokki.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. g3 Rf6 2. Bg2 g6 3. e4 e5 4. d4 d6
5. Re2 Bg7 6. Rbc3 O-O 7. h3 exd4 8.
Rxd4 Rc6 9. Be3 Bd7 10. O-O He8 11.
Kh2 Dc8 12. He1 a6 13. f4 He7 14. g4
Rxd4 15. Bxd4 Bc6 16. Dd3 Dd7 17.
He2 Hae8 18. Hae1 h6 19. Bf3 a5 20.
a3 b6 21. b4 axb4 22. axb4 g5 23. Dd2
gxf4 24. Dxf4 Rh7 25. Bxg7 Kxg7 26.
Bg2 De6 27. b5 Ba8 28. Kg3 Dc4 29.
He3 Rg5 30. h4 Re6 31. Df1 Dd4 32.
Rd5 De5+ 33. Kh3
Staðan kom upp á meistaramóti
Úkraínu sem lauk fyrir skömmu.
Teflt var eftir útsláttarfyrirkomulagi
og sigurvegari mótsins, Aleksander
Areshchenko (2625) hafði hér svart
gegn Önnu Usheninu (2389). 33...
Rg5+! 34. hxg5 hxg5 svartur hótar
nú að máta með 35...Hh8 og við því er
ekkert annað svar en að gefa mann-
inn til baka en þá fær svartur unnið
endatafl. 35. Rf6 Dxf6 36. Dxf6+
Kxf6 37. Hf1+ Kg7 38. Hc3 Bb7 39.
Kg3 Hd7 40. Hc4 He5 41. Hb1 Hde7
42. Hbb4 Kf6 43. Ha4 Bc8 44. Ha7
Hxb5 45. Hcxc7 Hxc7 46. Hxc7 Hc5!
Taflið er nú léttunnið á svart. 47.
Hxc5 dxc5 48. c3 Ke5 49. Kf3 b5 50.
Bf1 b4 51. cxb4 cxb4 og hvítur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Átt þú réttu græjurnar?
Láttu áhugasama vita!
Glæsilegur blaðauki um atvinnubíla og vinnuvélar
fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. október.
Meðal efnis er:
Vinnuvélar - það nýjasta á markaðnum
Pallbílar - Græjur í bílana - Varahlutir
Dekk - Vinnufatnaður fyrir veturinn
og margt fleira
Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00
föstudaginn 30. september.
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105
eða kata@mbl.is
ÍBÚÐ VIÐ MIÐBORGINA ÓSKAST
- T.D. Í 101 SKUGGI, VIÐ KLAPPARSTÍG
EÐA SKÚLAGÖTU
Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm sérhæð á framan-
greindum svæðum. Afhendingartími eftir samkomulagi. Sterkar
greiðslur í boði.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson
SÉRHÆÐ VIÐ ÆGISÍÐU EÐA
Í ÞINGHOLTUNUM ÓSKAST
STAÐGREIÐSLA
Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu
svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson
ÍBÚÐ VIÐ ÞORRAGÖTU ÓSKAST
Traustur kaupandi óskar eftir íbúð við Þorragötu. Rýming er sam-
komulag. Góðar greiðslur í boði.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Á NÆSTUNNI verður haldið nám-
skeið í rímnakveðskap og bragfræði
í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg
6a. Kenndar verða stemmur, rímna-
lög og kvæðalög. Kynnt verður
bragfræði rímna, farið í helstu brag-
arhætti og þátttakendur fá að
spreyta sig við vísnagerð. Það eru
Njáll Sigurðsson, Kristján Eiríksson
og Steindór Andersen sem sjá um
kennsluna.
„Áhugi á rímum og kveðskap hef-
ur aukist mjög að undanförnu, ekki
síður hjá yngra fólki. E.t.v. á þar
einhvern hlut að máli hljómsveitin
Sigur Rós og kvæðamaðurinn Stein-
dór Andersen sem hafa gert það gott
víða um heim með tónlist sinni,“ seg-
ir í kynningu.
Þetta námskeið er í samvinnu
Bókasafnsins og Kvöldskóla Kópa-
vogs og kennt verður miðviku-
dagana 28. sept., 5. okt., 12. okt., 19.
okt. og 26. okt. kl. 17.00–18.40. Nán-
ari upplýsingar og skráning er í
síma 564-1507 á skrifstofutíma.
Námskeið í rímnakveðskap
á Bókasafni Kópavogs
Steindór Andersen kvæðamaður á sviðinu með félögunum í Sigur Rós.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson