Morgunblaðið - 21.09.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 39
MENNING
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er,
frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn
reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótín
getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma
eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Lyfið ekki ætlað á meðgöngu / brjóstagjöf án samráðs við lækni. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir
nikótíni eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið.Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni.
Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Nicotinell Classic
N
ýtt
Fyrir þá sem vilja mjúkt
og gott nikótíntyggjó
með nikótínbragði.
20% afsláttur
til 23. september
Lítum okkur nær
ÉG las í Fréttablaðinu 12. sept-
ember að Reykjavíkurdeild Rauða
krossins hefði tekið á móti ein-
stæðum mæðrum frá Kólumbíu.
Ríki og sveitarfélög sjá um að út-
vega þessum mæðrum og börnum
þeirra húsnæði og borga allan
kostnað. Það er sannarlega gleði-
legt til þess að vita að þessu fólki
sé hjálpað en í DV birtist líka 12.
september grein um íslenska ein-
stæða móður með langveikt barn
sem átti í miklum fjárhagserfið-
leikum. Hún leigir á frjálsum
markaði íbúð fyrir 95 þús. á
mánuði. Henni var neitað um
félagslegt húsnæði en henni var
lofað styrk sem næmi einnar mán-
aðar leigu hjá hverfismiðstöð í
Mjódd en þeir peningar skiluðu
sér ekki.
Sífellt er verið að hjálpa erlend-
is, sem er gott mál, en við björgum
bara ekki heiminum og ættum að
líta okkur nær og hjálpa fyrst
nauðstöddum Íslendingum. Saga
þessarar einstæðu móður er ekk-
ert einsdæmi. Fjöldinn allur af ein-
stæðum mæðrum og öðrum, sem
líða vegna fátæktar, fær synjanir
frá félagsþjónustu eða velferð-
arsviði eins og það heitir nú, fínt
nafn á gömlu félagsmálastofn-
uninni. En greinilega hefur ekki
margt breyst hvað varðar aðstoð
og þjónustu. Það er erfitt að
beygja kné sín og biðja um hjálp
en það að fá synjun þegar neyðin
ber að dyrum er skelfilegt. Fólk
kemur miður sín og jafnvel grát-
andi frá velferðarsviðinu. Þetta er
þeim sem borginni stjórna til
skammar. Hart verður eflaust bar-
ist fyrir kosningar næsta vor. Nú
þegar birtast á skjánum andlit
þeirra sem vilja ná í bestu sætin,
þeir ræða um borgarmálin af mikl-
um eldmóð en aldrei er minnst á
velferðarmálin í borginni. Þannig
hefur það alltaf verið en það eru
margir sem nú ætla að minna
rækilega á að velferð og líðan
þeirra sem minna mega sín í
Reykjavíkurborg skiptir líka miklu
máli.
Sigrún Á. Reynisdóttir,
form. Samtaka gegn fátækt.
Ja hérna!
UNDIRRITAÐUR hlustar oft á
viðtalsþætti á Rás 1, t.d. Laufskál-
ann. Eins og nærri má geta eru
viðmælendur ærið misjafnir hvað
málfar snertir. Í dag, 13. sept-
ember, var t.d. unun að hlusta á
viðmælandann, aðra daga getur
það verið hrein raun. Þegar við-
mælandinn staglar sífellt: hérna,
og hérna, en hérna, að hérna, allt
upp í 50 sinnum í hálftíma þætti
eru líklega sumir hlustendur búnir
að fá nóg.
Hlustandi.
Leðurbakpoki týndist
AÐFARANÓTT laugardags 17.
sept. týndist
í 101 Reykja-
vík ljósbrúnn
leðurbakpoki
með marglitu
útsaumuðu
mynstri
framan á. Í
bakpokanum
voru, ásamt
peninga-
veski, per-
sónulegir
munir. Finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 661 7806. Fund-
arlaun.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Postulínsmálning
kl. 9 og kl. 13. Leikfimi kl. 9, sögu-
stund kl. 13. Ath. farið í Hagkaup,
Skeifunni, fyrsta miðvikudag í mán-
uði. Bókaormar, leshópurinn kemur
saman alla miðvikudaga í vetur, í
fyrsta skipti 14. september. Allir vel-
komnir.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist,
spiladagur, fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
öllum opið kl. 9–16. Fastir liðir eins
og venjulega. Skráning stendur yfir
í postulíns- og framsagnarnámskeið.
FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mið-
vikudagur 21. sept. kl. 13–16. Grétu-
dagur, postulínsmálun I byrjar. Spil-
að, spjallað, teflt og púttað.
Gróukaffi. Auður og Lindi annast
akstur, sími 565 0972.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan er opin í dag kl. 10 til
11.30 og viðtalstími í Gjábakka kl. 15
til 16. Félagsvist er spiluð í dag í
Gjábakka kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá
Ásgarði, Stangarhyl 4, í dag kl. 10.
Söngfjelag FEB, kóræfing kl. 17.
Stafgöngunámskeið hefst 29. sept.
Skráning á skrifstofu félagsins í
síma 588 2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–
16.30 vinnustofur opnar, m.a. fjöl-
breytt handavinna, umsjón Eliane
Hommersand. Kl. 9.30 sund og leik-
fimiæfingar (úti) í Breiðholtslaug,
umsj. Brynjólfur Björnsson. Frá há-
degi spilasalur opinn. Kl. 14.45 kór-
æfing. Á morgun kl. 12.30 geisla-
diskasaumur og krílaðir skartgripir,
umsj. Helga Vilmundard.
Félagsstarfið Langahlíð 3 | Hjúkr-
unarfræðingur á staðnum kl. 9.30.
Postulínsmálun kl. 13–17. Almenn
handmennt kl. 13–17.
Furugerði 1 | og Norðurbrún 1. Farin
verður haustlitaferð fimmtud. 22.
sept. Ekið verður um Nesjavelli og
Þingvöll. Kaffi á veitingastaðnum
Hafinu bláa við Óseyrarbrú. Lagt af
stað frá Norðurbrún kl. 13. Uppl. í
Norðurbrún í s. 568 6960 og í
Furugerði í s. 553 6040.
Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður,
postulínsmálun, kaffi, spjall, dag-
blöðin, fótaaðgerð og hárgreiðsla.
Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl.
13 brids. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl.
9, línudans kl. 11, saumar kl. 13, gler-
skurður kl. 13, pílukast kl. 13.30 og
Gaflarakórinn kl. 16.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu-
stofa kl. 9–16 mósaík, ullarþæfing
og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Sam-
verustund kl. 10.30. Böðun virka
daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir
588 2320. Hársnyrting 517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
opið öllum 9–16. Fastir liðir eins og
venjulega. Skráning á tölvu-, list-
þæfingar- og framsagnarnámskeið
stendur yfir.
Korpúlfar, Grafarvogi | Pútt á
Korpúlfsstöðum á morgun kl. 10.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun, kl. 9 opin fótaaðgerða-
stofa.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd-
mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn-
istulaug). Kl. 11.45–12.45 hádeg-
isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í
Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14
Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tré-
skurður. Kl. 14.30–15.45 kaffi.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn
kl. 10–12. Allir foreldrar velkomnir
með börn sín. Kirkjuprakkarar (1.–4.
bekkur) kl. 15.30. TTT-starf (5.–7.
bekkur) kl. 17.
Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Súpa og brauð gegn vægu gjaldi.
Opið hús frá 13–16. Föndur, spjall og
fræðsla. TTT – 10–12 ára starf í Sel-
ásskóla kl. 16.00. Söngur, sögur,
leikir og ferðalög fyrir hressa
krakka. STN – 7–9 ára starf í Sel-
ásskóla kl. 15.00. Söngur, sögur,
leikir og ferðalög fyrir hressa
krakka.
Áskirkja | Samverustund í safn-
aðarheimili II milli kl. 11 og 12 í dag.
Hreyfing og bæn. Allir velkomnir.
Bessastaðasókn | Miðvikudagur er
dagur kirkjunnar í Haukshúsum.
Foreldramorgnar kl. 10–12. Ásta
Kristín Benediktsdóttir, félagsmála-
stjóri kemur í heimsókn. Opið hús
eldri borgara kl. 13–16.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl.
12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir.
Léttur málsverður að stundinni lok-
inni í safnaðarheimili. Kirkjuprakk-
arar kl. 16. TTT kl. 17. Æskulýðs-
félag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir
fullorðna kl. 13–16.
Garðasókn | Foreldramorgnar hvern
miðvikudag kl. 10 til 12.30. Fyr-
irlestur mánaðarlega. Gott tækifæri
fyrir mömmur og börn að hittast og
kynnast Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr-
irbænir. Boðið er upp á léttan há-
degisverð á vægu verði að lokinni
stundinni. Prestar safnaðarins þjóna
fyrir altari, orgelleikari Hörður
Bragason. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl.
8 árdegis alla miðvikudagsmorgna.
Íhugun, altarisganga. Einfaldur
morgunverður í safnaðarsal eftir
messuna.
Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar í
Hjallakirkju kl. 10–12. Tíu til tólf ára
krakkar hittast í Hjallakirkju kl.
16.30–17.30. Tólf spora námskeið
eru í Hjallakirkju á miðvikudögum kl.
20–22. Kynningarfundur í kvöld kl.
20. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæn
í dag kl. 12.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Há-
degisbænastund kl. 12–13. Allir vel-
komnir. Fjölskyldusamvera – súpa
og brauð kl. 18–20. Samveran hefst
með léttri máltíð á vægu verði. Kl.
19 er biblíulestur með Jóni Þóri Eyj-
ólfssyni. Barna- og unglingastarfinu
er skipt niður í aldurshópa frá 1–17
ára. Allir eru velkomnir.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58–60, miðvikudag 21. sept. kl. 20.
„Lát mig gista í tjaldi þínu“. Ræðu-
maður er Kristín Sverrisdóttir. Kaffi
eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Langholtskirkja | Hádegisbæna-
gjörð kl. 12.10 með orgelleik, sálma-
söng og bænagjörð. Allir velkomnir.
Súpa og brauð kl. 12.30 á vægu
verði.
Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu-
morgunn. Allar mömmur og ömmur
velkomnar með börnin sín. Göngu-
hópurinn Sólarmegin leggur af stað
kl. 10.30. Kl. 14.10–15.30 Kirkju-
prakkarar (1.–4. bekkur) Kl. 16.15
TTT (5.–7. bekkur). Kl. 17 Adrenalín
gegn Rasisma. Kl. 19.30 Ferming-
artími. Kl. 20.30 Unglingakvöld.
Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10.
Kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl.
12.15. Prestur sr. Sigurður Árni
Þórðarson. Opið hús kl. 15. Tónlist-
arstund. Örn Magnússon, píanóleik-
ari, talar um tónlist og leikur á flyg-
ilinn í kirkjunni. Kaffi á Kaffitorginu.
Allir velkomnir. Sr. Sigurður Árni
Þórðarson.
Selfosskirkja | Í dag kemur Sólveig
Ósk Hallgrímsdóttir, hársnyrtimeist-
ari, og fræðir okkur um það hvernig
má bregðast við hárlosi sem hrjáir
sumar mæður eftir meðgöngu. Um-
ræður. Allar verðandi og núverandi
mæður velkomnar.
Seljakirkja | Biblíufræðsla sem
hefst á fyrirlestri sem sr. Valgeir
Ástráðsson, sóknarprestur, flytur.
Að fyrirlestri loknum eru umræður.
Fengist er við dæmisögur guðspjall-
anna. Fræðslukvöldin eru annan
hvern miðvikudag kl. 19.30 og er
fyrsta fræðslukvöldið í kvöld. Öllum
er heimil þátttaka sem er án gjalds.
Seltjarnarneskirkja | Kyrrðarstund
kl. 12. Ritningarlestur, bæn og alt-
arisganga. Léttur hádegisverður i
safnaðarheimili á eftir. Allir vel-
komnir.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Í ÆVINTÝRINU „Skugginn“ segir
H.C. Andersen frá skandinavískum
ferðamanni sem verður viðskila við
skugga sinn á suðrænum slóðum.
Mörgum árum síðar bankar skugg-
inn upp á hjá honum klæddur sem
hefðarmaður en á ferðalagi í leit að
eiganda sínum hefur skugginn öðlast
sjálfstætt líf og persónuleika. Kom
þetta sígilda ævintýri sterklega í
huga minn þegar ég skoðaði sýningu
Sigurðar Árna Sigurðssonar í Gall-
erí 101 fyrir þær sakir að hann gefur
skugga af hlutum sjálfstætt líf.
Málverk Sigurðar eiga ættir að
rekja til tveggja fjölskyldna í mód-
ernismanum. Fyrri fjölskyldan er sá
hluti súrrealismans sem stundum er
kallaður „töfraraunsæi“ (magic real-
ism) og skartar m.a. myndlist-
armönnum á borð við Giorgio de
Chirico og Rene Magritte. Gegnum
tíðina hefur margt í verkum Sig-
urðar minnt á notkun Magritte á
mynd-rými og nálgun hans við
myndflötinn sem óáþreifanlegan
myndheim. Hin fjölskyldan eru
konkretlistamenn sjötta og sjöunda
áratugarins, en konkretlistin gengur
út á form, liti, rými, hreyfingu og
ljós. Þar koma abstraktverk Sig-
urðar sterk inn þar sem listamað-
urinn vinnur með grunnform, hring
eða punkt. Með því að gefa hringn-
um ímyndaða fjarvídd með ljósi og
skuggum verður hann eins og gat í
málverkinu og ómálaður strigi sem
formar gatið undirstrikar lagskipt-
ingu efnisins. Slíkt skuggaspil var
sjaldgæft hjá konkretmálurum mód-
ernismans en algengt í skúlptúr og
lágmyndum konkretlistamanna s.s.
Jan Schoonhoven og Erwin Heerich.
Pólski málarinn Henryk Stazewski
hafði þó nokkra sérstöðu í þá daga
en hann málaði skugga utan um
grunnform svo þau sýndust svífa
fyrir framan myndflötinn.
Rýmiskennd í málverkum Sig-
urðar skapast af álíka einfaldri sjón-
blekkingu og hjá Stazewski. Hefur
Sigurður náð undraverðum árangri í
því að skapa slík áhrif án þess að
teygja málverkið út að einhverjum
mörkum tvívíddar og þrívíddar.
Reyndar má segja að málverk hans
af skuggum trjáa og ljósakróna
skapi vissa rýmiskennd utan mynd-
rammans eins og Jón Proppé bendir
á í athyglisverðum texta sem fylgir
sýningunni því að áhorfandinn er
staðsettur í rými á milli skugga-
myndar og hlutar. En hluturinn er
samt á brott og skugginn sem er að-
skilinn frá eiganda sínum hefur þá
öðlast sjálfstætt líf. Kannski eins og
eftir kjarnorkusprengju, en eftir að
sprengjunum var varpað á Hiro-
shima og Nagasaki voru skugga-
myndir hluta og fólks brenndar á
uppistandandi veggi en hlutirnir og
fólkið var brunnið til ösku. Skugga-
myndirnar vöktu því óhug sjón-
arvotta.
Skuggar í málverkum Sigurðar
Árna kunna því að vekja upp ólíkar
kenndir og vangaveltur hjá áhorf-
endum, óhugnanlegar jafnt sem
notalegar, heimspekilegar jafnt sem
fagurfræðilegar, og hefur listamann-
inum tekist að skapa margræðan og
spennandi myndheim sem er að
sama skapi skýr og aðgengilegur.
Líf skuggans
Jón B.K. Ransu
MYNDLIST
101 Gallerí
Opið fimmtudaga til laugardags kl. 14–
17. Sýningu lýkur 22. október.
Sigurður Árni Sigurðsson
Sigurði Árna hefur tekist að skapa margræðan og spennandi myndheim
sem er að sama skapi skýr og aðgengilegur.
DAGBÓK